Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 35 Öllum Bjarnf irðing- um boðið til veislu LaugarhAli, Bjaniarfirði. LOKAVEISLA var haldin af kon- um þeim í Bjarnarf irði er ráku sumarhótelið á Laugarhóli í sum- ar. Buðu þœr þriðjudaginn 20. október til kvöldveislu mökum sinum og öðrum fbúum fjarðar- ins, er heima sátu án þeirra í sumar, meðan þær unnu við störf sín á hótelinu. Veislu þessa sóttu allir íbúar Bjarnarfjarðar og gestir er þar voru staddir. Meðal annars voru þama þrir skóla- stjórar er starfað hafa við Klukuskóla. Það var mikill fagnaður í kvenna- veislu aldarinnar í Bjarnarfirði um daginn. Eftir að lokið var starfi og frumuppgjöri hótelrekstrar kvenn- anna hér í sumar, auk þess sem lokið var smölun og slátrun fjár í firðinum, buðu þær öllum íbúum byggðarinnar og gestum þeirra er staddir voru á heimilum þeirra, til kvöldveislu, sem jafnaðist á við það besta á betri hótelum borgarinnar. a L.- ?f M-imt'Æ *H K.>V w T *mi tk 9-Lj ' UW*: '\ '¦ JP W%' - F * ¦ I Gestir nutu góðra veitinga. Hótelreksturinn hafði gengið vel í sumar og töldu þær því ástæðu til að fagna þessu, auk þess sem haustannir voru að mestu leyti hjá liðnar. Þá var einnig stórafmæli þennan dag, en Ingibjörg Sigvaldadóttir húsfreyja á Hóli, eiginkona Ingi- mundar Ingimundarsonar, héraðs- höfðingja dalsins, varð 75 ára Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Hótelstýrurnar sem ráku sumarhótelið á Laugarhóli i sumar. þennan dag, en hún er fædd 20. október 1912, dóttir hjónanna Guð- bjargar Einarsdóttur og Sigvalda Guðmundssonar, bónda í Sandnesi. Hafa þau hjón, Ingibjörg og Ingi- mundur eignast sex börn. Bárust henni einnig gjafir og heillaóskir. Má geta þess hér að í bókinni ís- lenskir samtíðarmenn segir svo um hana, þar sem sagt er frá ævi- hlaupi Ingimundar manns hennar „Það er fyrst og fremst konan sem hefir gert mér og öðrum mögulegt að starfa í félögum og við önnur trúnaðarstörf. Kona má aldrei gleymast þegar störf bóndans eru metin." Tveir fyrrverandi skólastjórar Klúkuskóla tóku þátt í þessari veislu, þeir Einar Unnsteinsson og Magnús Rafnsson, auk núverandi skólastjóra við skólann. Skemmtu sér allir þarna hið besta fram eftir kvöldi og nutu fjöl- breytts maðseðils kvennanna. - SHÞ. FÉLAGSM AN N ADAGAR í STORMARKAÐI KRON Það borgar sig að vera félagsmaður í KRON. Laugardaginn 31. október efnum við til sérstaks félagsmannadags. Þáveitum viðfélags- mönnum 5% afslátt af öllum vörukaupum í Stórmarkaði KRON, einni allra ódýrustu verslun höfuðborgarsvæðisins. Tilboðið gildir líka laugardagana 7., 14.og21.'nóvember. 5flR Félagsmenn, notiðtækifærið og gerið hagstæð innkaup, m.a.: Appelsmurkq.kr. 51,50______________ Epli, rauð kg. kr. 59,50 Egg kg. kr. 79,- Kartöflur kg. kr. 65,- Barber tekex kr. 21,50 Blanda, hreinn appelsínusafi kr. 49,-___________ Sanitas gosdr. 2 Itr. kr. 99,- Dauer bjór 450 ml. kr. 49,- - 5% félagsmannaaf sláttur._____________ 1987 FYRIRFRAMTÍÐINA Auk þess á sérstöku félagsmannatilboði:_________ Kitchen Aid hrærivél kr. 14.370,- (venjul.verð 17.245,-) Samsung myndbandstæki kr. 29.900,- (venjul.verð 35.900,-) Braun Multipractik kr. 6.170,- (venjul.verð 7.980,-)_________ Skrifborðssett kr. 1.590,- (venjul.verð 1.924,-) Tilboðið gildir meðan birgðir endast. KÍCN Munið félagsskírteinin. Geristfélagar. Það er hægt t.d. í Stórmarkaði KRON á laugardaginn og á skrifstofu KRON, sími 22110. . . - - » ¦ ¦---.-¦... ^v^ - ,.-;., -i-»"*"'rlt%ffl*D M—W>n i i • i..iw.'n^^i »!!¦>.-^ t< \imm\t*m0iamm+*++wm**>* <i i.....¦ rm«n*m&*>émi'&»*f* ***»*:****M*<*&w*i&.m+#,%Mim>w*i ...]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.