Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 36
Y VP. 36 roí.t CLiaAT'j.í t\í iMniíin»«ý.i r it/tt * mMinanií MORGUNBLAÐE), FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Komdu tU okkar á DAGANA UMHELGIINA Lj úftne ti af léttara taginu verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og Smjörsölunnar, þar á meðal ný og spennandi ostakaka. Kytintu þér íslenska gæðamatið Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni. Ostameistararnir verða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt. sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. Ostar á ky n n i nga rve nði Ostarnir verða seldir á kynningarverði OSTADAGANA, notaðu tækifærið. OPIÐ HÚS kl.1-6 laugardag 6t sunnudag að Bitruhálsi 2 Verið velkomin Að aflokinni tfekusýningu. Bjarnarfjörður: Nemendur frá Hólma- vík heimsækja nem- endur Klúkuskóla Laugarhóli, Bjarnarfirði. FJÖLMENNI gisti hér á Laugar- hóli um helgina 23.-25. október, þá var í heimsókn Grunnskóli Hóhnavikur, og er þetta annað árið sem þrir ef stu bekkir skól- ans koma f helgarheimsókn hingað, ásamt skólastjóra sínum og- kennurum. Að þessu sinni var það 28 manna hópur, sem eyddi helginni hér við leik og nám. Þá hafa ýmsir góðir gestir heimsótt skólann að undanförnu. Það voru 28 nemendur og kenn- arar frá Grunnskóla Hólmavíkur, sem gistu hér á Laugarhóli þessa helgi. Þetta er annað árið sem slíkar heimsóknir eiga sér stað. Klúku- skóli fór svo ( gagnkvæma heim- sókn í Hólmavíkurskóla á sfðast- liðnum vetri og var þá meðal annars gefið út sameiginlegt bekkjablað skólanna. Hafa þessar gagnkvæmu heimsóknir mælst vel fyrir, bæði hjá nemendum og foreldrum. Aukið víðsýni nemenda og kynni, auk þess sem slík ferðalög teljast tvímæla- laust til skemmtilegrí athafna f skólalífinu. Fór til dæmis Klúku- skóli einnig f slfka heimsókn til skólans á Broddanesi í fyrra og var þar haldið dansnámskeið, en Broddanesskóli hafði verið f heim- sókn f Klúkuskóla f fyrrahaust. Þá hefir tvívegis verið á áætlun að heimsækja eða fá f heimsókn skólann á Finnbogastöðum f Árnes- hreppi, en veðurguðirnir brugðust þannig við að ekki hefur af orðið, en það mál er enn á dagskrá. Auk þessara gagnkvæmu heim- sókna milli skólanna hafa ýmsir fleiri gestir komið hér. Gideon sendi fulltrúa sinn hingað fyrir helgina og kom hann og ræddi við börnin og afhenti 10 ára nemendum f skól- um Nýja Testamentið að gjöf frá félagsskapnum. Þá hefir starfsfólk Fræðsluskrifstofunnar á ísafirði verið í heimsókn í skólanum og hafa heimsóknir þess verið þakk- samlega þegnar. Heilsugæslulækn- irinn á Hólmavík hefir framkvæmt hina árlegu skólaskoðun og svo mætti lengi telja. Skólastarfið hefir því verið all líflegt á haustinu og var haldinn foreldrafundur nýlega með þátttöku foreldra frá öllum heimilum er eiga börn hér í skóla og öllu starfsfólki skólans. Voru þar ýmis mál rædd um það er til bóta gæti horft um skólastarf hér á staðnum. Var mik- ill samhugur í öllum mættum um þau mál. Á næsta ári eru 80 ár frá því að kosin var skólanefnd í Kaldrana- neshreppi og þar með hafið skóla- starf í hreppnum. Stendur til að minnast þess á næsta ári á ýmsan hátt f skólastarfinu og með sýningu í skólanum á næsta vori. - SHÞ OSTA- OG SMJÖRSALAIN Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Unnið að greiningu undir sljórn kennara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.