Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 37 Minning: Agústa Thors Það hefur dregist fyrir mér að minnast minnar indælu vinkonu, Ágústu Ingólfsdóttur Thors, en nú á afmælisdegi hennar sækja minn- ingarnar á mig. Hún fæddist 30. október 1905 á Breiðumýri í Þingeyjarsýslu, dóttir Ingólfs læknis Gíslasonar og konu hans, Oddnýjar Vigfúsdóttur. Fjöl- skyldan flytur til Vopnafjarðar ári seinna, þar eð Ingólfi lækni var veitt héraðslæknisembættið þar. Á Vopnafirði dvelur fjölskyldan í 18 ár og var Ágústa því á Vopnafirði uppvaxtarárin. Árið 1923 flytur svo fjölskyldan til Borgarness, þegar Ingólfi lækni var veitt Borgarfjarð- arhérað. Þar dvelur fjölskyldan önnur 18 ár. Eftir það flutti Ingólf- ur læknir og fjötekyldan til Reykja- víkur, en þá var Ágústa löngu gift. Ágústa lauk gagnfræðaprófi á Akureyri. Eftir það dvaldi hún í Danmörku um tíma, við nám í hús- stjórnarskóla og við postulínsmáln- ingu. Var hún mjög listfeng og eru til eftir hana þó nokkur málverk og ýmsir fallegir, málaðir postu- línsmunir. Ágústa giftist 16. desember 1926 nýútskrifuðum lögfræðingi, Thor Thors. Fóru þau hjónin fljótlega utan, Thor til framhaldsnáms í hag- fræði í Cambridge og París og síðan til Spánar og Portúgals. Eftir að heim kom gjörðist Thor einn af framkvæmdastjórum fjöl- skyldufyrirtækisins Kveldúlfs, en síðar forstjóri Sölusambapds íslenskra fiskframleiðenda (SÍF). Þingmaður Snæfellinga var Thor í átta ár. Var því heimili þeirra hjóna í Reykjavík mikil miðstöð þing- manna og athafnamanna og var höfðingsskapur og gestrisni þeirra mjög rómuð. Ekki síst vegna ljúf- mennsku og glaðlyndis húsmóður- innar. Árið 1940 verða mikil umskipti f lífi þeirra, er þau flytja til Banda- ríkjanna. Var Thor skipaður aðal- ræðismaður ísiands í New York og ári síðar sendiherra íslands í Wash- ington. Eftir það ambassador í Washington og þar með sendiherra Islands í Kanada, Argentínu, Bras- ilíu, Kúbu og Mexíkó. Sendiherrann þurfti að jafnaði að heimsækja öll og í þeim löndum, er þau heim- sóttu, var allra- mál, að öll fram- koma þeirra væri íslandi til mikils sóma. Ég heyrði J6n Pálmason, forseta Alþingis, segja um heimili þeirra hér í Reykjavík, að fá eða engin heimili þessa bæjar hafi verið fjöl- sóttari af gestum. Getur þá nærri að vinna húsmóðurinnar hefir verið mikil, og ekki minnkaði hún eftir að þau settust að vestanhafs, því þeim var sérstök ánægja að taka á móti og greiða götu þeirra mörgu íslendinga, er leituðu vestur um haf í margvíslegum erindagjörðum, ekki síst á stríðsárunum. Munu margir minnast þeirra hjóna með þakklæti fyrir aðstoð þeirra og gestrisni á þeim tíma. Á nútímamáli væri Ágústa sjálf- sagt kölluð „bara húsmóðir", en líklegt er að starf hennar við hlið Thors hafi verið landi og þjóð jafn mikilvægt og þó hún hefði starfað utan heimilis. Ágústa bjó áfram sem ekkja í Washington, rúm 20 ár. Bjuggu þá oftast hjá henni íslenskir námsmenn og var þeim mikils virði að njóta umhyggju hennar og stuðnings. Við Agústa vorum vinkonur frá unglingsárum og eiginmenn okkar vinir og samstarfsmenn öll háskóla- árin. Fæ ég aldrei fullþakkað þá órjúfandi tryggð og vináttu, sem við hjónin nutum hjá Thor og Ágústu, og ekki gleymast þær ánægjustundir, sem við áttum sam- an. Nú þegar þessi indælu hjón eru horfin okkur bið ég Guð að varð- veita minningu þeirra hjá íslensku þjóðinni. Starf slíkra mannkosta- hjóna má ekki gleymast. Sigríður Thoroddsen þessi ríki og fór Ágústa alltaf með honum. Kom sér þá vel fyrir hana í þessum spænskumæl'andi löndum, að hún talaði spænsku sem innfædd væri. Það mál hafði hún lært á Spáni veturinn sem þau voru þar, nýgift. Agústa var mjög falleg kona, framkoma hennar öll ljúf og virðu- leg. Hún stóð við hlið manns síns í hans umfangsmikla og vandasama starfi með glæsibrag. I Washington Morgunblaðið tekur af raælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Vnáwevmr þunbtöma issssssf" gsgs- Tilvalið er að skreyta sjalf. Eigum alrt etni-------------- tilþurrblómaskreytinga. Sttní/cennsla Sýnikennslalaugardag^sunnuu a Slwytingameistararoltersyra. Ka/ctusar Mýsendingkomin, spennanditegundir. Gróðurhúsinu við Sigtón: Sími 68 90 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.