Morgunblaðið - 30.10.1987, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.10.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 37 Minning: Agústa Thors Það hefur dregist fyrir mér að minnast minnar indælu vinkonu, Ágústu Ingólfsdóttur Thors, en nú á afmælisdegi hennar sækja minn- ingamar á mig. Hún fæddist 30. október 1905 á Breiðumýri í Þingeyjarsýslu, dóttir Ingólfs læknis Gíslasonar og konu hans, Oddnýjar Vigfúsdóttur. Fjöl- skyldan flytur til Vopnafjarðar ári seinna, þar eð Ingólfi lækni var veitt héraðslæknisembættið þar. Á Vopnafirði dvelur fjölskyldan í 18 ár og var Ágústa því á Vopnafírði uppvaxtarárin. Árið 1923 flytur svo Qölskyldan til Borgamess, þegar Ingólfí lækni var veitt Borgarfjarð- arhérað. Þar dvelur fjölskyldan önnur 18 ár. Eftir það flutti Ingólf- ur læknir og fjölskyldan til Reykja- víkur, en þá var Ágústa löngu gift. Ágústa lauk gagnfræðaprófí á Akureyri. Eftir það dvaldi hún í Danmörku um tíma, við nám í hús- stjómarskóla og við postulínsmáln- ingu. Var hún mjög listfeng og em til eftir hana þó nokkur málverk og ýmsir fallegir, málaðir postu- línsmunir. Ágústa giftist 16. desember 1926 nýútskrifuðum lögfræðingi, Thor Thors. Fóm þau hjónin fljótlega utan, Thor til framhaldsnáms í hag- fræði í Cambridge og París og síðan til Spánar og Portúgals. Eftir að heim kom gjörðist Thor einn af framkvæmdastjórum §öl- skyldufyrirtækisins Kveldúlfs, en síðar forstjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF). Þingmaður Snæfellinga var Thor í átta ár. Var því heimili þeirra hjóna í Reykjavík mikil miðstöð þing- manna og athafnamanna og var höfðingsskapur og gestrisni þeirra mjög rómuð. Ekki síst vegna ljúf- mennsku og glaðlyndis húsmóður- innar. Árið 1940 verða mikil umskipti í lífí þeirra, er þau flytja til Banda- ríkjanna. Var Thor skipaður aðal- ræðismaður íslands í New York og ári síðar sendiherra íslands í Wash- ington. Eftir það ambassador í Washington og þar með sendiherra Islands í Kanada, Argentínu, Bras- ilíu, Kúbu og Mexíkó. Sendiherrann þurfti að jafnaði að heimsækja öll þessi ríki og fór Ágústa alltaf með honum. Kom sér þá vel fyrir hana í þessum spænskumælandi löndum, að hún talaði spænsku sem innfædd væri. Það mál hafði hún lært á Spáni veturinn sem þau voru þar, nýgift. Ágústa var mjög falleg kona, framkoma hennar öll ljúf og virðu- leg. Hún stóð við hlið manns síns í hans umfangsmikla og vandasama starfí með glæsibrag. I Washington og í þeim löndum, er þau heim- sóttu, var allra mál, að öll fram- koma þeirra væri íslandi til mikils sóma, Ég heyrði Jón Pálmason, forseta Alþingis, segja um heimili þeirra hér í Reykjavík, að fá eða engin heimili þessa bæjar hafi verið fjöl- sóttari af gestum. Getur þá nærri að vinna húsmóðurinnar hefír verið mikil, og ekki minnkaði hún eftir að þau settust að vestanhafs, því þeim var sérstök ánægja að taka á móti og greiða götu þeirra mörgu ísiendinga, er leituðu vestur um haf í margvíslegum erindagjörðum, ekki síst á stríðsárunum. Munu margir minnast þeirra hjóna með þakklæti fyrir aðstoð þeirra og gestrisni á þeim tíma. Á nútímamáli væri Ágústa sjálf- sagt kölluð „bara húsmóðir", en líklegt er að starf hennar við hlið Thors hafí verið landi og þjóð jafn mikilvægt og þó hún hefði starfað utan heimilis. Ágústa bjó áfram sem ekkja í Washington, rúm 20 ár. Bjuggu þá oftast hjá henni íslenskir námsmenn og var þeim mikils virði að njóta umhyggju hennar og stuðnings. Við Agústa vorum vinkonur frá unglingsárum og eiginmenn okkar vinir og samstarfsmenn öll háskóla- árin. Fæ ég aldrei fullþakkað þá ótjúfandi tryggð og vináttu, sem við hjónin nutum hjá Thor og Ágústu, og ekki gleymast þær ánægjustundir, sem við áttum sam- an. Nú þegar þessi indælu hjón eru horfin okkur bið ég Guð að varð- veita minningu þeirra hjá íslensku þjóðinni. Starf slíkra mannkosta- hjóna má ekki gleymast. Sigríður Thoroddsen Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Undraheirmr * Sjáiö nýja og fjölbreytta línu frá ítaliu SiSSSsenrettki hurrhinm hentavel í fagrar skreytingar. Sjáið ævintýralegar ÞurrtJ^ysteveS ar skreytingameistara okkar. Lis hundraðatali í öllum i um. h'afasést hér áður. Tilvalið er að skreyta sjatf. Bgum allt erm tii þurrblómaskreytinga. Súnikennsla SkreytingameistararoKKar y Kaktusar Nýsendingkomin, spennandi tegundir. g, - fagleg þjónusta Fagleg þekkiriy, ■ - ámoucit Gróðurhúsinu við Sigtún: Sími 68 90 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.