Morgunblaðið - 30.10.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.10.1987, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Kristinn Páls- son — Minning Fæddur 17. apríl 1949 Dáinn 21. október 1987 Mér varð fátt um svör og fann til vanmáttar er mér barst sú fregn að morgni 21. október sl. að góður vinur minn, Kristinn Pálsson, væri látinn. Þó að augljóst væri að hveiju stefndi bar maður ætíð þá von í bijósti að nærveru hans fengjum við að njóta lengur, svo hetjulega hafði hann barist gegn hinum erfíða sjúkdómi sínum. Ég kynntist Kidda Páls, eins og hann var jafnan kallaður, fyrir um það bil 13 árum. Þau kynni voru mér alla tíð afar ánægjuleg. Kiddi var maður hjálpsamur og greiðvik- inn og væri ieitað aðstoðar hjá honum var hún jafnan auðsótt. Minnist ég margra slíkra atvika með þakklæti. Veiðimaður var Kiddi góður, hvort sem var á stöng eða í með- ferð skotvopna. Naut ég kunnáttu hans þar í ríkum mæli. Rjúpnaferð- ir höfðum við farið og seint gleymast mér margar ánægjulegar stundir við iaxveiðar á Iðu. Nú er stórt skarð höggvið í þann hóp veiðiman'-’a. Með þessum orðum vil ég kveðja góðan vin og þakka sam- fylgdina. Elsku Gerður, böm og aðrir ást- vinir, við Addý sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um ykkur Guðs blessunar í hinni miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Friðrik Garðarsson í dag kveðjum við hinstu kveðju elskulegan vin okkar, Kristin Páls- son. Það er erfítt að trúa þvi og sætta sig við að hann sé ekki leng- ur á meðal okkar; að hann með allan sinn lífskraft og dugnað, ham- ingjusama og samrýnda fyölskyldu og búinn að koma sér svo vel fyrir, skuli vera kallaður frá okkur langt um aldur fram. Hann varð aðeins 38 ára gamall. Við verðum að hugga okkur við að Guð, sá sem öllu lífí ræður, stjómi öllu á besta veg. Kiddi, eins og hann var jafnan kallaður, andaðist að morgni 21. október 1987 í Landakotsspítalan- um úr krabbameini eftir mjög þungbær veikindi. Hann var yngra bama hjónanna Páls Kristinssonar og Kristínar Guðmundsdóttur, en hún lést fyrir fáeinum ámm úr sama sjúkdómi og Kiddi. Skömmu fyrir andlátið vorum við Kiddi að rifya upp gömlu, góðu dag- ana, allt frá því er við kynntumst í bamaskóla. Við rifjuðum upp skemmtilegu stundimar í Lindar- götuskólanum, en frá þeim tíma áttum við margar ánægjulegar minningar. í Lindargötuskólanum var Kiddi svo lánsamur að kynnast eiginkonu sinni, Þórdísi Gerði Sig- urðardóttur. Kiddi og Gerður giftu sig haustið 1969 og var hjónaband þeirra ástríkt og hamingjusamt. Þau eignuðust tvö indæl og dugleg böm, Pál 15 ára og Ingveldi 12 ára. Aðeins tvítug að aldri eignuð- ust Kiddi og Gerður sína fyrstu íbúð í Kóngsbakka 65 og síðan fallegt hús í Hryggjarseli 6. Kraftur og áhugi þeirra hjóna við að koma sér fyrir í nýja húsinu var aðdáunar- verður. Kiddi var sérstaklega lífsglaður, samviskusamur og hæfíleikaríkur maður. Hann var duglegur að koma sér áfram í lífínu, lauk námi í bif- vélavirkjun og hóf störf í fyrirtæki föður síns, Rafgeymahleðslunni. Fyrir nokkrum ámm keypti hann nýjan sendiferðabíl og starfaði sjálf- stætt við sendibílaakstur hjá Nýju sendibílastöðinni. Fljótlega vann Kiddi virðingu þeirra sem reka Veitingahöllina og Múlakaffí, og eftir stuttan tíma sá hann um alla útkeyrslu fyrir þau fyrirtæki. Kiddi var mikill útivistarmaður. Hann undi sér vel í fallega sumar- húsinu sínu hjá Hvítá við Iðu, stundaði m.a. laxveiði og gekk á fjöll. Allt frá unglingsárunum áttum við margar ánægjustundir á þessum stað og þær stundir getum við aldr- ei nógsamlega þakkað. A kveðjustund sem þessari reikar hugurinn. Vinátta okkar risti djúpt. Við hittumst reglulega, fórum í frí saman, innanlands og utan, skemmtum okkur saman, deildum sorgum og gleði saman. Minning- amar eru því margar sem koma upp í hugann en samnefnari þeirra allra er hve góðan og traustan vin við áttum þar sem Kiddi var. Kiddi var sérlega hjálpfús og vildi öllum vel. Enda var hann vin- margur. Sameiginlega áttum við Kiddi og Gerður góðan og sam- hentan vinahóp. Oft var glatt á hjalla og ávallt var Kiddi hrókur fagnaðarins. Hann kom ætíð auga á björtu hliðamar á málunum. Við söknum hans sárt, en eigum marg- - ar hlýjar og góðar minningar um hann sem aldrei munu gleymast. I baráttu sinni við sjúkdóminn sýndi Kiddi fádæma þrek og karl- mennsku. Hánn vissi áð" hveiju stefndi en lét aldrei bugast. Það kom vel í ljós er þau hjónin ferðuð- ust til Evrópu skömmu fyrir andlátið, en þar keyptu þau nýja bifreið og ýmislegt til heimilisins. Með krafti sínum og viljaþreki gekk Kiddi frá öllum óleystum málum. Umhyggjan fyrir fyölskyldunni sat ávallt í fyrirrúmi. Elsku Gerður, Inga og Palli. Þið studduð Kidda svo dyggilega í bar- áttunni við sjúkdóminn. Þið studduð hann með ást og umhyggju. Á stundu sem þessari eru orð svo lítils megnug. Við vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Einnig vottum við föður Kidda og öðrum ættingjum samúð okkar. Að leiðarlokum í þessu lífí viljum við þakka Kidda alla vináttu og tryggð og biðjum Guð að varðveita minningu góðs drengs. Haddi, Helga og böm í dag verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mágur minn, Krist- inn Pálsson. Það er dapurleg staðreynd að hann Kiddi sé allur. Að hann sé kallaður burt í blóma lífsins frá eig- inkonu og bömum, eins og hann barðist með ótrúlegum krafti og vilja á móti örlögunum, ásamt eigin- konu og bömum, sem stóðu honum ávallt við hlið með einstökum dugn- aði, þar til yfír lauk. En viljinn, læknavísindin og allur krafturinn nægðu ekki. Eg var rétt um fermingu þegar ég sá Kidda fyrst, er hann og Gerð- ur, systir mín, kynntust, þá aðeins 15 ára gömul. Eg man alltaf hversu stolt ég var af systur minni, að vera búin að ná sér í svona sætan kærasta. Er fram iiðu stundir kynntist ég þessum unga manni betur og öllu hans góða innræti, því samband þeirra hélst óslitið þar til hann lést. Þau bjuggu sér hlýlegt og fallegt heimili, sem alla tíð var notalegt að koma á og ætíð hægt að leita til þeirra ef úrlausna þurfti, þá vom þau boðin og búin að leggja sitt af mörkum. Ég bjó á heimili þeirra í rúm tvö ár og kann ég þeim bestu þakkir fyrir, ekki síst Kidda, sem tók litlu systur með sinni rómuðu þolinmæði. Sterk tengsl voru milli §öl- skyldna okkar eftir að ég stofnaði mitt eigið heimili og eigum við, ég og fjölskylda mín, margar góðar og skemmtilegar minningar frá þeim stundum er við vorum saman komin og þá einkum í sumarbústað fjölskyldunnar á Iðu, sem Páll og Kristín heitin, foreldrar Kidda, byggðu. Þangað komum við oft. Það er fátt sem jafnaðist á við þær ferðir og að fá að dveljast með þessu góða fólki sem alltaf var svo gestrisið og skemmtilegt. Nú hefur enn verið hoggið skarð í þessa góðu fjölskyldu. Elsku Gerður, Palli og Inga, þið hafíð misst góðan eiginmann, föður og vin. Páll (eldri), Helga og íjöl- skylda þín, megi dugnaður hans og vilji vera ykkur öllum styrkur í ykkar miklu sorg. Sigrún, Jón Páll og synir. Þessa haustdaga erum við vægð- arlaust minnt á sannleiksgildi spakmælisins: Þeir sem guðimir elska deyja ungir. Hann Kiddi, þessi lífsglaði, hjálpsami, háttvísi en umfram allt vaski maður, er nú horfinn okkur sjónum. Þegar hann fyrir nærfeilt tveim- ur áratugum bættist í hóp fjölskyld- unnar, duldist það ekki að hér fór sá drengur er gæddur var mann- kostum, sem við gátum óskað okkur bestum fyrir förunaut hennar Gerð- ar frænku. Þau mættust á unglingsárum; það var skammt milli heimila þeirra á Hverfísgötunni, en í skjóli heimil- is foreldra hans, Páls Kristinssonar og Kristínar Guðmundsdóttur, en hún er fyrir nokkru látin, átti Gerð- ur athvarf á þeim tíma er hún þarfnaðist mest. Kristinn gekk að störfum sínum með stakri alúð og atorku; hann naut útivistar og veiðiferða í ríkum mæli, hvergi þó betur en við sumar- hús fjölskyldunnar á Iðu. Heimili þeirra bar vott um þá smekkvísi og myndarskap er ávallt hefur einkennt dagfar þeirra. Börn þeirra tvö, Páll og Ingveldur, nutu ástúðar og öryggis hins sanna heimilis. Fyrir tveimur árum dró ófriðar- bliku á loft. Þau höfðu nýlega búið um sig'í rúmgóðu húsnæði og Krist- inn hafði um það leyti hafíð eigin rekstur. Hörð barátta var framundan gegn vá þeirri er engu eirir. Aðgerðir, geisla- og lyfjameðferð er þungbær reynsla, ekki sízt þeim er í blóma lífsins hafa fyrir fjöl- skyldu að sjá. Þá raun stóðst hann af einstakri karlmennsku og æðru- leysi, fór aldrei í grafgötur um endanlegan árangur alls þessa. Hann reisti því engar skýjaborgir, en vann markvisst að því einu að byggja upp hag og framtíð fjöl- Þegar ég kveikti á útvaipinu þriðjudaginn 20. október og heyrði andlátsfregn Guðrúnar Halldóru Biynjólfsdóttur þá fylltist hjarta mitt þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari konu og fengið að vera í starfí með henni innan vébanda Hjálpræðishersins í nokkur ár. Halldóra, eins og við kölluðum hana, gekk ung í Herinn og oft vitnaði hún um frelsið og gleðina í Guði. Þegar við hjónin störfuðum á ísafírði bjó hún í sama húsi og við. Það er vandfundin önnur eins kona sem hún var, alltaf trú í starfí og fús að fara erinda Drottins. Með Herópið fór hún ekki bara um ísa- §örð en stundum gangandi til Bolungarvíkur og á reiðhjólinu sínu til Flateyrar. Aldrei taldi hún eftir sér sporin en hún var skóuð miklum vilja til að flytja fagnaðarboðskap- skyldu sinnar eftir þann dag er starfsþrótt hans kynni að þijóta. Síðustu mánuði varð öllum ljóst að hveiju stefndi og hvíldin kom að lokum. Mína dýpstu samúð votta ég Gerði og bömunum. Fyrir þau er erfitt timabil að baki. Megi framtíðin bera þeim gæfu og bjarta framtíð. Sigurgeir Kiddi er dáinn. Það voru orð vin- ar okkar, sem ég heyrði í símanum. Þrátt fyrir að allir vissu að hveiju drægi var eins og eitthvað brysti inni í mér. Ég varð máttlaus í fótun- um og mér varð hugsað til alls þess sem við höfum gert saman í gegnum árin. Við kynntumst fyrst í bamaskóla Austurbæjar og lágu leiðir okkar síðan saman í gagnfræðaskólanum við Lindargötu ásamt Hadda vini okkar og vomm við þrír oft saman og héldum síðan vinskap fram á þennan dag, ásamt konum þeirra, Helgu og Gerði, sem þeir kjmntust í gagnfræðaskólanum. Það er alltaf sorglegt þegar svo ungt fólk hverfur héðan, en það er þó huggun í harminum að vita að Kiddi hefur unnið sig inn í hug vina sinna og vitundin og minningin um hann hverfur aldrei. Ég votta fjölskyldu hans innilega samúð mína. Gerður og böm þeirra tvö, Inga og Palli, stóðu sem klett- ar við hlið hans þegar sjúkdómur hans varð ljós og sýnt var að hveiju drægi, en þau gáfu aldrei upp von- ina og voru honum mikill styrkur. Sömuleiðis það að hann vann meðan hann gat og ferðaðist erlendis þótt dregið hefði af honum. Eg sendi einnig föður hans og systur og fjölskyldu hennar innileg- ustu samúðarkveðjur. Nú ég kæran vin. Minningin lifir um góðan dreng. Sigurður Greipsson „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þínn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fyallið best af sléttunni." (Spámaðurinn.) Vinur okkar og starfsfélagi, Kristinn Pálsson, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Hans baráttu við erfiðan sjúkdóm er lokið. Við starfsfélagar í Múla- kaffí eigum sérstakar minningar um ósérhlífínn, góðan dreng sem var allra vin. Við munum sakna hans sár. Hetja dagsins er fallin. Hans hetjulund og dugnaður mun lifa í hjörtum okkar og vera styrkur okkar um ókomin ár. Við vottum ástkærri eiginkonu hans, Þórdísi Gerði Sigurðardóttur, bömum hans og ættingjum okkar dýpstu samúð. Starfsfélagar í Múlakaffi. inn. Á gistihúsinu vann Halldóra oft myrkranna á milli, alltaf með sömu trúmennsku. Á samkomum var hún ávallt reiðubúin að lofa Guð. Síðast þegar við hjónin sáum Halldóru, var hún á heimili Vigdísar og séra Róberts Jack, þar sem hún hafði dvalið í fjöldamörg ár. Ellefu síðustu árin var hún rúmliggjandi og einnig þá fékk Halldóra að njóta ástúðar og umhyggju þessara mætu hjóna og bama þeirra. Bæn mín er að Guð launi þeim og blessi þau fyrir kærleik þeirra til hennar. Nú er Halldóra farii. heim, heim til frelsarans sem hún elskaði. Jesús sagði sjálfur: „Ég er farinn að búa yður stað svo .að þið séuð þar sem ég er.“ Við munum mætast á ný. Þökk fyrir allt og allt. + Systir okkar, SIGRÚN BERGMANN, Hátúni 12, áður búsett í Vestmannaeyjum, andaðist 27. október. Unnur Sigurðardóttir, Elín Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson, Garðar Júlíusson. t Sonur okkar, unnusti og bróðir, BRYNJAR KRISTJÁN GUNNLAUGSSON, Álfhólsvegi 103, andaðist í Borgarspítalanum þriðjudaginn 27. október. Gunniaugur Gunnarsson, Þorbjörg Einarsdóttir, Erla Guðmundsdóttir Gunnar Karl Gunnlaugsson, Einar Már Gunnlaugsson, Birna Gunnlaugsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, CLARA GUÐRÚN ISEBARN, Gnoðarvogi 40, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 29. október. Börn, tengdabörn og barnabörn. Fósturfaðir minn, INGVAR HALLDÓRSSON frá Hliði, Eyrarbakka, veröur jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 31. október kl. 14.00. Bílferö veröur frá Umferðarmiðstööinni sama dag kl. 12.15. Stefán S. Stefánsson. Minning’: Guðrún H. Brynjólfs- dóttir, Kleppustöðum Ingibjörg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.