Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 39 Sigríður Jóns- dóttir - Minning Fædd 23. september 1898 Dáin 20. október 1987 Þegar dyrum hefur verið hljóð- lega lokað hinzta sinni vitjar minningin manns áleitin og undur hlý, með ásökun um leið fyrir að hafa ekki hlúð að gamalli vináttu við gengna heiðurskonu. Svo fækk- ar fundum sem stundum, gætu verið einkunnarorð þess erilstíma, sem rænir okkur ró og fjarlægir okkur æ meir því, sem einhvers er virði. En auðvitað ætlaði ég að líta inn, það varð bara aldrei af því. Og síðbúin kveðjuorð geta þar engu breytt, ekkert bætt, aðeins vottað innri tilfinningu, einlæga þökk fyrir löngu liðna tíð, þegar leiðir lágu saman heima og vorbjarta, vinhlýja brosið hennar vakir æðst í huga nú við leiðarlok. Á lífsleiðinni bindur maður vin- áttubönd, sem ætíð halda, þó árum ijölgi, og ekki séu ræktuð sem skyldi. Við son Sigríðar, Ólaf Ein- arsson kennara, voru slík bönd knýtt fyrir margt löngu og hafa æ haldizt. Og Sigríði kynntist ég þess vegna betur en ýmsu öðru sam- ferðafólki eystra á þessari tíð. Hún var gjörvileg kona í sjón og raun og yfir henni einhver reisn, sem ekkert basl hafði bugað, engir erfiðleikar megnað að má burt. Hún kom mér fyrir sjónir sem hin athug- ula erfiðiskona, sem myndaði sér eigin skoðanir, kunni að hlusta og nema og fylgjast með því sem máli skipti — og öll frekari kynni stað- festu þessa mynd. Hún var sú sem hún sýndist, því hehni lét ekki að látast, ákveðni og íhygli fylgdust að, svo enginn velktist í vafa, hver hennar skoðun á hlutunum var. En mest fannst mér þó bera á mildi og gleði í öllu dagfari hennar. Hún kunni að gleðjast og að gera að gamni sínu, segja hnyttilega sögu, rifja upp gamla tíð án þess að setja eigin amstur í forgrunninn. Mér þótti einfaldlega notalegt að una í návist hennar. Og þegar ég hitti hana hér syðra einstaka sinnum var hún söm og áður, ánægð yfír tilverunni og því sem 'ífið gaf henni og af henni geisiaði sem forðum glettni og hlýja. Lífið hafði þó engum silki- hönzkum á henni tekið, erfiðið hafði lengstum verið í öndvegi, efnahag- urinn oft ekki sá, sem nútíminn telur unandi. En hún lét allt þetta einfaldlega ekki smækka sig, hélt reisn sinni og andlegu ríkidæmi — glöð og reif, því ferskur andblær og hressandi fylgdi henni vel á vegi. Og vinnusemi og verklagni var við brugðið. Eg ætla mér ekki þá dul að rekja lífssögu látinnar vinkonu. En aðeins að uppruna og ævibrotum þó. Sigríður var fædd 23. september 1898 á Sigríðarstöðum í Ljósa- vatnsskarði. Foreldrar hennar voru Stefanía Stefánsdóttir og Jón Sig- urgeirsson, sem þá voru þar í vinnumennsku. Systkinin voru níu talsins. Þar og á Svalbarðsströnd dvaldist hún til Qögurra ára aldurs. Þá flyzt hún með foreldrum sínum til Húsavíkur og átti þar heima í litlu býli rétt við þorpið er nefndist Helgugerði. Þar elst hún upp til fullorðinsára og stundar ýmis störf þar. 1919 giftist hún Einari Bimi Davíðssyni, ættuðum úr Norður- Þingeyjarsýslu. Á Húsavík og í Núpasveit bjuggu þau fyrstu bú- skaparár sín, en 1923 hefja þau búskap í Byrgi í Kelduhverfí og búa þar í átta ár. Síðan dvelja þau eitt ár í Tjömesi, að Sandhólum, en þaðan fara þau austur á land. Þau dvelja fyrst á Jökuldal, lengst á Klausturseli og Hjarðarhaga eða allt til ársins 1944. Þá flytja þau til Reyðarfjarðar, búa þar til ársins 1955, að þau fluttu til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu til dauðadags, lengst í íbúð sinni á Kleppsvegi 24. Einar lézt 11. febrúar 1968. Hann var mætur þegn og gegn, trúr hveiju því er hann tók að sér, léttur í máli og ljúfmenni. Óvægin og hörð lífsbarátta náði ekki að má burt glettni og létta gaman- semi, því beizkjulaus var hann og sáttur við allt og alla. Hann var söngmaður góður og á yngri ámm var hann einhver fjörugasti og bezti dansmaður, sem þekktist. Lífsfjöri sínu hélt hann ágæta vel, hress og kátur. Þau hjón eignuðust átta böm, en eitt þeirra dó strax eftir fæð- ingu. Hin komust öll til fullorðins- ára og sex þeirra em enn á lífí. Böm þeirra hjóna: Elínborg María, húsfreyja á Ytri-Varðgjá í Eyja- Kveðjuorð: Aðalheiður Amadótt- ir, Vestmannaeyjum Aðfaranótt 20. október lést á Vífilsstöðum Aðalheiður Ámadóttir frá Burstafelli í Vestmannaeyjum, eftir að hafa átt við vanheilsu að stríða um árabil. Alla, eins og hún var ávallt nefnd, fæddist í Vest- mannaeyjum 7. janúar 1913. Foreldrar hennar vom hjónin Ámi Oddsson frá Oddsstöðum í Eyjum, fyrmrn skipstjóri og síðar umboðs- maður Bmnabótafélags íslands, og Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Stuðl- um í Norðfirði. Alla ólst upp í stómm systkinahópi á Burstafelli, en þau em: Guðfínna, gift Elíasi Sigfiissyni, Sigríður, gift Óskari Lámssyni, Pálína, gift Jónasi Sig- urðssyni, Lára, gift Baldri Jónas- syni, Helga, gift Guðjóni Jónssyni, Óli ísfeld, látinn, og Vilhjálmur, giftur Maríu Gísladóttur. Ung hóf Alla búskap með Sigurði Siguijóns- syni vélstjóra og eignuðust þau þijú böm, Áma, Birgi og íris. Þau slitu samvistum. Þann 16. júní 1938 varð Burstafellsfjölskyldan fyrir miklu áfalli er íbúðarhúsið Bursta- fell brann og fórust í eldsvoðanum faðir hennar, Ámi, bróðir hennar, ÓIi ísfeld, og sonur hennar, Ámi. Eftir þetta mikla áfall bjó Alla ásamt bömum sínum í sambýli með móður sinni, Sigurbjörgu, Vilhjálmi bróður slnum og hans konu, Maríu, á neðri hæð Burstafells, en Vil- hjálmur byggði síðar húsið upp. En árið 1944 var mikið hamingjuár hjá Öllu, en þá giftist hún Ágústi Bjamasyni frá Svalbarða í Eyjum, en hann var ekkjumaður og átti einn son, Hörð. Ágúst starfaði sem bæjargjaldkeri og gjaldkeri bæjar- fógeta uns þau hófu verslunarrekst- ur sem þau ráku þar til seint á sjöunda áratugnum að þau fluttu til Reykjavíkur. Alla var mikill tón- listarunnandi og hafði góða söng- rödd og söng með kómm í Vestmannaeyjum. Þá tók hún virk- an þátt í starfí Oddfellow-reglunn- ar, var meðlimur í Rebekkustúkunni Vilborgu nr. 3. IOOF. Sá sem þessar línur ritar átti því láni að fagna að vera heimagangur hjá Öllu og Gústa þegar í æsku, á heimili þeirra, Sólvangi, og minnist með þakklæti allrar þeirrar góðvild- ar og hlýju sem Alla og Gústi hafa ávallt sýnt mér. Nú, að leiðarlokum, vil ég þakka henni það sem hún var mér, bæði fyrr og síðar, og sendi Gústa og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Fari Alla frænka í friði og hafí hún þökk fyrir allt og allt. Þór I. Vilhjálmsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóra blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. firði, Davíð, verkamaður í Reykja- vík, nú látinn, Hólmfríður, húsfreyja í Hjarðarhlíð í Skriðdal eystra, Ólafur, kennari í Reykjavík, Jóhann, sjómaður í Reykjavík, Björg, verkakona í Hafnarfirði, og Steinmóður vélstjóri í Hafnarfírði. Dugmikið efnisfólk og ágætir þegn- ar. Bamabömin em 21 og bama- bamabömin 29. Sigríður lézt á Elli- og hjúkmnar- heimilinu Gmnd 20. október sl. Með hlýrri þökk fyrir gömul og góð kynni er Sigríður kvödd í dag. Bjartsýniskonan brosleita, með lífstrúna heita og sterka er horfin. Hún varpaði ylgeislum á veg margra. Um leið og ég sendi böm- um hennar og aðstandendum öðmm einlægar samúðarkveðjur, þakka ég fyrir kynni sem áfram ylja. Blessuð sé minning Sigríðar Jónsdóttur. Helgi Seljan Hún amma okkar, Sigríður Jóns- dóttir, er dáin, hún lést þann 20. október sl., 89 ára að aldri. Hún fæddist á Sigríðarstöðum í Ljósa- vatnsskarði, en ólst að mestu leyti upp á Húsavík. Hún gekk í hjóna- band með Einari Bimi Davíðssyni þann 16. febníar 1919. Þau bjuggu í Byrgi við Ásbyrgi og á Jökuldal. Fluttust þaðan til Reykjavíkur og áttu heimili sitt á Kleppsvegi 24 til æviloka. Þau eignuðust 8 böm og 7 þeirra komust til fullorðinsára. Einar Bjöm dó 11. febrúar 1968. Þegar við látum hugann reika aftur í tímann koma upp margar góðar minningar. Samanber þegar við vomm yngri og fómm í strætó til ömmu í Reykjavík, en við bjugg- um í Hafnarfirði, og ekki síst vegna þeirrar frábæm móttöku, sem við fengum hjá ömmu. Á sínum seinni áram var amma oftast nær með einhveija handavinnu í höndunum, og em þær ófáar flíkumar sem hún sendi okkur í gegnum árin, t.d. lopa- peysur, ullarsokkar og vettlingar. Og minnumst við þess alltaf þegar hún sat í stólnum sínum inni í stofu og pijónaði á meðan við dmkkum hjá henni kaffí og spjölluðum við hana. En nú kveðjum við ömmu í hinsta sinn með miklum söknuði. Við emm þakklát fyrir að hafa átt hana að. Blessuð sé minning hennar. Ársæll, Einar, María og Sigríður. t Eiginkona mín, KARÓLÍNA LÁRA VIGFÚSDÓTTIR, Lindarholti 4, Ólafsvfk, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 31. október kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 8.00 um morguninn. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ólafsvikurkirkju. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Þorsteinn Hansson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR A. PÉTURSSON, Hringbraut 60, Keflavfk, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 31. október kl. 13.30. Vigdfs Jónsdóttir, Ingveldur Sigurðardóttir, Anný Sigurðardóttir, Pótur Sigurðsson, Stefanía Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Kristfn Kristjánsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÍNGVELDUR ÁRNADÓTTIR, Efra-Hvoli, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 31. október kl. 10.30. Ingunn Vfgmundsdóttir, Pálmar Vfgmundsson, Ragnheiður Jónasdóttir, Aðalsteinn Vfgmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og samúð viö andlát og útför föður okk- ar, bróður og mágs, BJÖRNS HARALDSSONAR bankafulltrúa. Axel Bronco Björnsson, David Björnsson Haralds, Yasmfn B.N. Björnsdóttir, Árni Haraldsson, Jóhanna Haraldsdóttir, « Kristín Haraldsdóttir, Jón Bjarnason, Erla Haraldsdóttir. Lokað í dag, föstudag 30. október, vegna jarðarfarar KRISTINS PALSSONAR. Verslunin Marella, Laugavegi 41. Lokað Lokað frá kl. 13.00-15.00. vegna jarðarfarar KRISTINS PÁLSSONAR. Nýja sendibflastöðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.