Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 41

Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 41 Kvennadeild slysavarnar- félagsins fær höfðinglega gjöf Bolungarvík. Á HINUM árlega fyrsta vetrar- dagsfagnaði slysavarnardeild- anna hér i Bolungarvik síðastlið- inn laugardag, var greint frá höfðinglegri gjöf sem slysvarn- ardeild kvenna hafði borist. Það var peningagjöf að upphæð krónur 200 þúsund, sem Sigrún Bjamadóttir gaf til minningar um mann sinn, Sölva Betúelsson frá Hesteyri. Sölvi var fæddur 30. janúar 1893. Hann var alla tíð mikill at- orkumaður og hans ævistarf lengst af við formennsku á opnum bátum, auk þess sem hann stundaði bjarg- sig í Hom- og Hælavíkurbjörgum í um 25 ára skeið. Hann lést 13. janúar 1984 á 91. aldursári. Sölvi var alla tíð hlynntur slysavamarfé- laginu og slysavamarmálum, þó ekki væri hann virkur félagi. Bergljót Jónsdóttir, formaður kvennadeildarinnar, færði Sigrúnu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf og afhenti henni barmmerki slysa- vamafélagsains I þakklætisskyni. Bergljót sagði ekki ákveðið í hvað þetta fé verður notað, að öðm leyti en því að það fer óskipt til kaupa á einhvers konar björgunarbúnaði. Gunnar Sauðfjárslátr- un lokíð í Stykkishólmi Stykkúhólmi. Sauðfjárslátrun í Stykkishólmi er lokið. Alls var slátrað rúmlega 11 þúsund fjár og eftir því sem Benedikt Lárusson, fram- kvæmdastjóri sláturhússins, tjáði fréttaritara Morgunblaðsins gekk slátrunin vel, nægilegt vinnúafl var allan tímann og því engin töf. Sláturhúsið var byggt upp og endumýjað fyrir nokkmm árum og virðist fréttaritara að það sé vel og skynsamlega rekið og öll vinna framkvæmd af kostgæfni. Benedikt sagði að nú stæði yfír slátmn naut- gripa og hefðu þegar verið slátrað yfír 40, en í allt myndi verða slátr- að yfír 100 gripum. Við höfum hér ágætan og samviskusaman dýra- lækni sem hefír fylgst vel með öllu. Slátrun er ekki minni en í fyrra. Eins og áður hefír komið fram í fréttum er sláturhúsið í Stykkis- hólmi eina sláturhúsið í Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu. — Árni ÞEGAR TVEIR SFERKIR STANDA AÐ ÞJÓNUSWNNI... Van Leeuwen erstærsta lagerfyrirtæki röra og fylgihluta þeirra í Evrópu. Sindra Stál rekurstærstu birgðastöð fyrir íslenskan málmiðnað. Ölfugtsamstarfvið V. Leeuwengerirokkurkleiftaðbjóðafjölbreytt úrvai af svörtum og galvaniseruðum pípum, prófílpípum, heildregnum pípum og suðutengjum. ' Skjót og öflug þjónusta vegna sérverkefna! VAN LEEIIWEN ÉKÉ SINPRAA4STALHF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684 Arnarfíug og KLM - 77/ yfir 130 borgo í 77 löndum ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.