Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 42
* 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 fclk í fréttum Eina myndin sem til er af uppfœrslunm 1937. Þrjár myndir voni teknar og er þetta sú eina sem heppnaðist. Ársæll er lengst til hægri í fremri röð. ARSÆLL PALSSON Leikur í sama leikriti og fyrir fimmtíu árum Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir í kvöld gamanleikritið „Spansk- fluzuna" eftir Arnold os Bach í Bæiarbíói. Þetta er í annað sinn Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hinrik Meysel fyrr og nú; Ársæll Pálsson og Gísli Guðmundsson. ¦fluguna" eftir Arnold og Bach í Bæjarbíói. Þetta er í annað sinn sem það er sett upp í Hafnarfirði, en félag sjálfstæðiskvenna, Vorboð- inn setti leikritið upp fyrir réttum 50 árum. Þá lék rétt rúmlega tvítugur maður sitt fyrsta hlutverk. Nú, hálfú öld síðar leikur hann aftur í „Spanskflugunni". Hann heitir Ársæll Pálsson og spjallaði blaðamaður við hann í tilefni þessa. Um hvað fjallar leikrítið? „Þetta er farsi um fjölskyldu- miskilning. Fyrir fimmtíu árum lék ég Hinrik Meysel assyríufræð- ing sem ætlar sér að verða tengdasonur Klinke fjölskyldunn- ar en núna leik ég þann elsta, Tiedemayer sem er frændi og vin- ur Klinkefjölskyldunnar." Hvað finnst þér utn uppfærslurn- ar, er mikilí munur á þeim? „Mér finnst nú varla hægt að bera þær saman, en auðvitað er mikill munur á þeim, leikararnir eru mun yngri núna og hafa meiri reynslu. Leikstjórinn er ólíkur þeim er var og svo eru húsakynn- in náttúrulega miklu betri, hér áður fyrr var leikið í Góðtemplara- húsinu en það og Bláa Stjarnan voru þá einu samkomuhúsin í bænum. Textinn breytist auðvitað ekk- ert, ég mundi reyndar ekkert úr honum fyrr en strákurinn sem leikur mitt gamla hlutverk fór að rifja hann upp. Mér þykir ekkert verra að hafa leikið í þessu áður, mér líkar ljómandi vel við nýja hlutverkið." Hvað hefur þú leikið f mörgum leikritum? „Ætli þau séu ekki orðin um 20. Ég lék mikið í revíum og svo hér hjá Leikfélaginu. „Spansk- flugan" var fyrsta leikritið sem ég lék í og það var fyrir hálfgerða tilviljun. Það voru kunningjar mínir sem fengu mig til þess. Ég tók mér reyndar 35 ára hlé og byrjaði aftur að leika í hitteð- fyrra, þegar ég var beðinn um að taka þátt í „Galdra-Lofti". Mér þótti ansi gaman að koma aftur og leika, ég fínn ekki fyrir því að ég sé orðinn svona gamall. " Ert þú fæddur og uppalinn Hafn- firðingur? „Nei, ég er fæddur á Stokks- eyri, en fluttist hingað þegar ég var níu ára og hef búið hér alla tíð síðan. Ég er gamall sjómaður og bakari og starfa nú á Hrafn- istu í Hafnarfírði sem kokkur." Hveming leggst svo frumsýningin íþig? Sama uppstilling 1987 og fyrir fimmtíu árum. „Alveg ágætlega, ég fínn ekki fyrir neinni sviðshræðslu ennþá en það getur átt eftir að breyt- ast. Ég fann í fyrsta skipti fyrir henni þegar ég lék í Galdra- Lofti. Ég hefði ekki trúað því fyr- ir fímmtíu árum að ég væri enn að leika um sjötugt. I þá daga voru menn miklu eldri og útslitn- ari en mér fínnst ég vera nú." FERÐALÖG Filipus prins þiggur kaffi og meðlæti á Flugmálastjórn Filipus prins, eiginmaður Elísa- betar Englandsdrottningar millilenti hér á landi síðastliðinn mánudag og er þetta í annað skipti á þessu ári sem hann gerir það. Þórður Örn Sigurðsson hjá Flug- málastjórn tjáði okkur að hann kæmi hér við 2 til 4 sinnum á ári á leið sinni til og frá Norður- Ameríku á meðan flugvél hans tæki éldsneyti. Þetta væru ekki nema hálftíma stopp og hélt Þórður að prinsinn hefði millilent hér síðastlið- in tuttugu ár. Frá brottför Filipusar prins á mánudag; Sveinn Björnsson frá Utanríkisráðuneytinu, ritai-i Filipusar, Þórður Orn Sigurðs- son framkvæmdastjóri alþjóða- máladeildar Flugmálastjórnar, Filipus prins og Haukur Hauks- son varaflugmálastjóri. Morgunblaðið/Pétur Johnson 4-\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.