Morgunblaðið - 30.10.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 30.10.1987, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 „ tcf qet ekki borðað kaJda- 5úpu." * Ast er... . .. aðgleyma ekki að hringja til hennar. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Þegar annað hvort okkar fellur frá ætla ég að kaupa mér íbúð í miðbænum, sem ég skoðaði um daginn! Með moi*gunkaffinu Maður gæti svo sem eins hafa orðið golfbolti. Högg og aftur högg á lífsleiðinni og lenda svo að lokum ofan í holu — Lítt skiljanleg mót- slysadeildimii * a Til Velvakanda. Ég get ekki orða bundist eftir móttökur er konan mín mátti þola er hún kom að næturlagi á þessa stofnun, brotin á ökkla eftir slys. Við höfðum verið í þriggja vikna sumarleyfí á Mallorca og vorum að Ijúka því 16. þ.m. er konan varð fyrir því óhappi að misstíga sig er við vorum að yfírgefa matsal hótels- ins að kvöldlagi. Náð var strax í fararstjórann, sem kallaði til lækni er skoðaði fótinn og hringdi svo í sjúkrabfl og sendi okkur beint á spítala í Palma. Þar voru teknar myndir og síðan var kvaddur til sérfræðingur er sagði að líklega væri um brot að ræða og uppskurð yrði að gera strax að morgni. Okk- ur varð hverft við þetta því þrem dögum seinna var ákveðin heimför. Að morgni var hún svo skorin upp og fóturinn settur í gifs upp að hné og fyrirmæli gefín um að hún mætti ekki stíga í hann næstu 10 daga. Er læknirinn frétti af fyrir- hugaðri heimför okkar sagði hann að það gæti orðið í lagi. Hún yrði flutt í sjúkrabfl að flugvélinni, síðan yrði að flytja hana með sjúkrabíl frá flugvélinni heima og þá beint á spítala í hendur lækna er ákvæðu síðan hvert framhaldið yrði. Þetta sagði hann að væri krafa sín og trygginganna, en trygging okkar heyrði til neyðarþjónustu SOS- Intemational. Við vorum tryggð hjá Brunabótafélagi íslands. Við nutum einstakrar fyrir- greiðslu fararstjóra Landsýnar ytra, sérlega góðrar þjónustu spítalans, og þá ekki síður áhafnar flugvélar Amarflugs er tók á móti okkur og komið hafði með sjúkrakörfu að heiman ef hennar hefði þurft með. Sjúkrabfll beið svo við landganginn og flutti konu mína til Reykjavíkur. Þetta var aðfaranótt 20. þ.m. Við vorum spurð ytra hvert við vildum helst snúa okkur heima og sögðumst við þá kjósa Landakots- spítala því þar höfðum við bæði haft góð kynni af læknum og ann- arri þjónustu um nær 50 ára skeið. Þetta átti að athuga fyrir okkur. Er ég spurði piltana í sjúkrabílnum hvert þeir fæm með sjúklinginn sögðust þeir hafa fyrirskipun um að fara með hann á slysadeildina. Ég þurfti að taka á móti farangri okkar og vildi ekki tefja þá með því að bíða eftir mér. Klukkan var fjögur um nóttina er flugvélin lenti, og 40 mín. seinna var komið á slysadeildina. Þar tóku á móti þeim tvær hvítklæddar stúlk- ur og þeim tjáð hvemig á stæði. Piltamir spurðu hvort mikið væri að gera, en þær sögðu það ekki vera, nóttin hefði verið róleg. Þær spurðu nú út í ástand hennar, hver hefði sent hana til þeirra og hvers hún vænti af slysadeildinni um há- nótt þar sem búið væri að gera aðgerð á fætinum. Hún sagði þeim frá skilyrðum læknisins ytra og tryggingafélagsins fyrir heimflutn- ingnum svona fljótt, en piltamir hefðu flutt hana til þeirra þótt hún hefði sjálf kosið Landakotsspítal- ann. Við þessu fékk hún þau svör að sjúklingar gætu engu um það ráðið. Það væm læknamir sem því réðu. Hjá þeim væri enginn læknir vakandi, þær fæm ekki að hrófla við þeim út af þessu, hún skyldi bara fara heim og koma svo seinna — svona upp úr átta. Konan varð hálfhvumsa við þess- ar móttökur, stödd þama á öðrum fætinum, með hækjur og fáklædd, því ekki var reiknað með þessum móttökum heima. Stúlkumar litu á myndimar sem hún var með og umsögn læknisins. Hvorki skildu þær spænsku né höfðu vit á mynd- unum, en vildu halda hvom tveggja og sýna læknum þegar þeir vökn- uðu. Hún átti svo bara að hringja eða koma og tala við þá. Þetta væra góðir sérfræðingar og þeim mætti treysta. Konan mín var orðin heldur leið yfír þessum móttökum, skildi bara ekki hvert hlutverk slysadeildarinn- ar væri — til hvers hún væri opin. Nokkmm sinnum hafði hún komið Til Velvakanda í Morgunblaðinu hinn 27. októ- ber er sagt frá þingi Alþjóðafélags geðlækna sem haldið var hér í Reykjavík. í geininni sé ég að auk geðlæknanna vom þátttakendur úr hópi sálfræðinga og félagsfræð- inga. Það er mín skoðun að þama hefðu þjónandi prestar einnig átt heima. Ég þykist tala af reynslu þegar ég segi að bæði læknar og þama áður og ávallt verið vel tekið og fengið þá þjónustu er hún hefði þurft á að halda, en þama virtist hafa orðið breyting á — henni var bókstaflega ýtt út þótt ástand henn- ar væri svona bágborið og þvert ofan í fyrirmæli læknisins ytra. Hvað var nú til ráða? Ekki vildi hún fara að kalla á sjúkrabflinn aftur og bað þær að fá sér myndimar og hringja á bfl, en á slysadeildina kæmi hún ekki að sinni, hefði held- ur önnur ráð. Ég reyndi að haska för minni eins og ég gat og ætlaði svo að leita hana uppi og athuga hvemig gengið hefði. En á dauða mínum átti ég von er ég kom að útidyrum okkar, en ekki því að hitta þar kon- una mína skjálfandi bæði af kulda og örvingluð yfír móttökunum er hún hafði hlotið. Ég var með úti- dyralykilinn, en hún var búin að standa þama í 45 mínútur á öðmm fætinum og það í nokkurra stiga frosti. Ég átti bara ekki orð til yfír þessar hvítklæddu vemr á slysa- deildinni önnur en þau að bölva þeim hressilega. Ég hafði fullan hug á því að þjóta til og skammast við þessa óþokka, en sat á strák mínum og lét það ógert, en sá mikið eftir því að hafa ekki fylgt konu minni í sjúkrabflnum. Ég hitti svo lækni á Landakots- spítala upp úr kl. 8 er tók mér ljúfmannlega og ætlar að koma konu minni til heilsu aftur. Ég vildi gjaman fá svör við því hvort svona móttökur séu eðlilegar í tilvikum sem þessum hjá þessari stofnun, er ég hef alltaf haldið og reyndar sannreynt að leita mætti til þegar óhöpp koma fyrir. Magnús Þorbjörnsson prestar þurfí þess með að innan- gengt sé milli þessara stétta og þá ekki síst að samvinna sé milli presta og geðlækna. Ég veit að sumir læknaskólar búa kandídata undir slíka samvinnu. Mig rekur minni til þess að einn af þekktustu læknum landsins léði mér eitt sinn bók eftir prest sem fluti fyrirlestra við lækna- deild sjálfs Harvardháskóla. Dr. Jakob Jónssona Prestar hefðu átt að vera með HÖGNI HREKKVISI XaJ-RJ SEft\ þú SJÁlR. þETTA EKXI ,SP/KI." Víkverji skrifar Ikönnun Borgarskipulags á við- horfum íbúa Árbæjar- og Breið- holtshverfa til skipulags hverfanna kemur ýmislegt forvitnilegt fram. Meðal annars að 91% svarenda í könnuninni átti húsnæðið sem þeir bjuggu í, en tæplega 9% vom leigj- endur. í greinargerð með niðurstöð- um segir að þessar tölur bendi til þess að algengara sé að fólk í nýrri hverfum borgarinnar búi í sínu eig- in húsnæði, en fólk í eldri hverfun- um. Eldri kannanir áætla að 80-85% íbúa í Reykjavík búi í eigin húsnæði. íbúðir svarenda vom mjög mis- stórar. Meðalíbúðin var íjögur herbergi og 108 fermetrar að stærð. Minnsta íbúðin var 35 fermetrar, en sú stærsta fjórtán sinnum stærri, eða 488 fermetrar. Þá kemur einn- ig fram að 1,2 bifreiðir vom á heimiii svarenda að meðaltali. XXX Hin framsækna Stöð 2 hélt upp á eins árs afmælið með því meðal annars að byija sýningar á eldgamalli þáttaröð um „þá vamm- lausu“ (á amerísku „The Untouch- ables"). Ríkissjónvarpinu er hér með bent á að tryggja sér sýningar- rétt á þáttunum um þá Bonanza- feðga, sem einnig vom sýndir í Kanasjónvarpinu fyrir margt löngu. Víkveiji ábyrgist þó ekki mikla „horfun". XXX Að síðustu grípur Víkveiji niður í tvær fréttir í blaðinu Feyki, sem gefið er út á Sauðárkróki. Annars vegar segir frá því að tófa hafí orðið fyrir bfl skammt frá Siglufírði fyrir nokkm. Segir í frétt- inni að ökuljós bifreiðarinnar hafí mglað rebba, mórauðan hvolp frá í vor, í ríminu og að óvenju klaufa- leg viðbrögð og reynsluleysi hafi orðið honum að fjörtjóni. í blaðinu segir að ekki sé nýlunda að tófur séu á kreiki á þessum stöðum, en ekki sé vitað til þess, að þær hafí orðið fyrir bflum til þessa þó stund- um hafí litlu munað. Hins vegar segir frá veiðiferð nokkurra siglingafræðinemenda Reykjaskóla. „Vitjað var um sjö netatrossur og krabbagildmr. Nokkrir krabbar höfðu gengið í gildramar en ekki bólaði á nokkmm físki er farið var að draga netin. Drógu menn nú langa hríð án þess að verða varir. Þegar aðeins tvö net vom eftir af trossunni sáu skip- veijar hins vegar glytta í risafísk. Að sögn viðmælenda Feykis brá mönnum mjög og vom um hríð all skiptar skoðanir á því hvaða fyrir- bæri væri þama á ferðinni. Hugsuðu sumir að þetta væri „plastfískur" en aðrir töldu senni- legast að þetta væri hrefna. Einn bátsveija, lítt vanur sjósókn, stóð í þeirri trú lengi vel að ýsa liti svona út. Honum misheyrðist þegar skip- stjómarmenn sögðu nemendum að þeir hefðu veitt hnísukálf síðan í sumar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.