Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 49 Þessir hringdu . . Er kirkjan ekki sið- fræðistofnun? Sverrir Bjarnason hringdi: „Að undanförnu hafa birst um það fréttir í blöðum að í ráði sé að koma upp svokallaðri siðfræði- stofnun á vegum kirkjunnar. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að kirkjan væri siðfræðistofnun. Ég hélt að skólinn sem rekinn hefur verið í Skálholti væri skóli þessarar siðfræðistofnunnar þ.e. kirkjunnar. Ef það er ekki rétt hjá mér að kirkjan sé siðfræði- stofnun til hvers eru þá prestarnir að predika yfír okkur á hverjum sunnudegi? Ég óska eftir því að þjóðkirkjan upplýsi hvort þetta álit mitt er rétt eða rangt." Stórvaxin læða Stórvaxin læða, hvít með gul- brúna flekki og ómerkt, hefur verið í óskilum í húsi á Melunum í rúmlega viku. Eigandi hennar er vinsamlegast beðinn að hringja í síma. 25858. Seðlaveski Brúnt kvenseðlaveski með skilríkjum o. fl. tapaðist föstu- dagskvöldið 23. október í leigubíl frá BSR eða fyrir utan Frosta- skjól 17. Pinnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 22721. Offáir Hreyfilsbílar Þ.E. hringdi og sagði að of fáir leigubílar frá Hreyfli væru í mið- bænum á kvöldin. Hún sagði að á planinu fyrir neðan Arnarhól, þar sem Hreyfill hefur leigubíla, væri oft enginn bíll á kvöldin. Sagðist hún nota Hreyfilsbílana mikið og að það myndi koma sér mjög vel fyrir marga ef Hreyfils- menn gætu bætt úr þessu. Svart reiðhjól Svart kvenreiðhjól með hvítri flutningagrind framaná fannst fyrir skömmu. Eigandi þess getur hringt i síma 12729. Köttur Svartur fressköttur með hvíta stjörnu á enni fór að heimanfrá sér skömmu. Hann er með hvíta bringu og hvítar loppur og ber eyrnamark. Þeir sem hafa orðið varir við kisa eru beðnir að hringja í síma 28948. Gallaðir sjónvarpsþættir Til Velvakanda. Á því er enginn vafi að með auk- inni menningu íslensku þjóðarinnar hafa t.d. vinsældir Sinfóníuhljóm- sveitar íslands vaxið með þjóðinni og er það vel. Það var þess vegna vel tilfundið hjá sjónvarpinu að láta gera sérstaká kynningardagskrá um hljómsveitina, en bara sorglegt hve sú kynning var lítilfjörleg. Að vísu sást hljómsveitin að verki, hins vegar var ekki sagt á hvaða hljóðfæri hver og einn lék. Slfkt hefði verið sjálfsagt, því vafa- laust hefðu flestir gaman af því að fá að vita hverjir það eru, sem lof eiga skilið, og ekki síst þar sem um langvarandi kynni yrði að ræða. Það er hins vegar áberandi hve mikil áhersia er lögð á að kynna í sjónvarpi einhverja poppara og há- vaðagerðarmenn og venjulegast eru þessir ótíndu glamrar kallaðir „virtúósar" eða öðrum álíka fráleit- um lofsyrðum. Það væri oft skemmtilegt að vita nöfn á þeim óþekktu konum og körlum, sem fréttamenn sjónvarps taka tali í starfi sínu. En hvers eiga fremstu hljómlist- armenn þjóðarinnar að gjalda að ekki megi nefha nöfn þeirra og láta sjást hver er hver? Tjarnarbakkinn er rétti staðurinn fyrir ráðhúsið Til Velvakanda Nokkuð hefur \rerið um að fólk tjái sig um ráðhúsið sem byggja á við Tjörnina og finni hugmyndinni allt til foráttu. Það er eins og engu megi hreyfa í miðbænum án þess mótmælaalda fari af stað. Þegar verkinu er lokið eru hins vegar all- ir ánægðir. Þannig var það til dæmis með útitaflið sem mikið var deilt um á sfnum tíma. Þar sem ráðhúsið á að rísa er nú bflastæði og húskofi með klósett- um í kjallara. Bflastæðið ásamt þessu járnslegna húsi er nú eftir því sem mér skilst orðið svo mikið menningarverðmæti að við þvf má alls ekki hrófla. Talað er um að raðhúsið skemmi svip umhverfisins þarna en enginn talar um að þetta hús ásamt bflastæðinu geri það. Mér lýst vel á þarna verði reist vegleg bygging og þetta er einmitt rétti staðurinn fyrir ráðhús borgar- innar. Ráðhúsið mun setja skemmti- legan svip á Tjörnina og umhveri hennar. Reykvíkingur Þá er mér ómögulegt að minnast ekki á hve misheppnaður var þátt- urinn „Maður vikunnar" í síðustu viku, með Sigurjóni Rist vatnamæl- ingamanni. Hann átti annað skilið. Mér er óskiljanlegt hvaða erindi „vínarvalsar" áttu inn í þáttinn. Því mátti ekki heyrast árniður og straumköst, þegar árnar voru sýnd- ar? Mér þykir það oft til vansa hve fjarskyldri tónlist er oft hellt yfir mann í svona þáttum. Mér hefði fundist mega ræða meira við Sigur- jón Rist og fræðast af honum, ekki síst með árnið að undirspili. Þá hefði og verið eðlilegt að segja fráx því hvaða ár og vötn væri um áð ræða. Vafalaust vita ekki allir mis- muninn á dragaá, bergvatnsá eða jökulá. Viðleitnin með þættinum „Manni vikunnar" er góð, en það verður að vandat.il hans, það er ekki nóg að sitja undir heysátu úti í náttúr- unni og hlusta á glaðlega tónlist. Sjónvarpsunnandi HEILRÆÐI Rjúpnaveiðimenn Á þessum árstíma skipast veður oft skjótt f lofti. Kynnið ykkur því veðurútlitið áður en lagt er upp í veiðiferðina. Klæðist ávallt ullarfötum og hafíð meðferðis léttan hlífðarfatnað f áberandi lit. Vandið fótabúnaðinn. Grandskoðið allan búnað ykkar og vandið hann af stakri umhyggju. Sýnið forsjálni og gætni á öllum leiðum og tillitssemi við þá er heima bfða. VERÐ KR. 3.465,- Stærð: 36-41 Lítur: Svart með brúnu Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur TOfF «<-*•»—'SSÐBDra W»w VELTUSUNDI 1 21212 Kringlunni, sími 689212 Ath.: Mikið úrval af fallegum leð- urstígvélum frá OSWALD, ARA o.fl. L LANDSVIRKJUN Forval Landsvirkjun hefur ákveðið að efna til forvals á verktökum vegna byggingar stjórnstöðvar við Bústaðaveg 7 í Reykjavík. Nær verkið til upp- steypu hússins og að gera það fokhelt. Húsið verður á þremur hæðum, samtals 1.997 m2að flatarmáli og 8.354 m3 að rúmmáli. ÁÆTLAÐAR HELSTU MAGNTÖLUR ERU: Mót Steypustyrktarstál Steypa 5.900 m2 145tonn 1.220 m3 Auk þess skal koma fyrir lögnum, blikkstokkum og innsteypt- um pípum vegna raflagna. Miöað er við að útboðsgögn verði tilbúin í janúar 1988 og að verkið geti hafist 15. febrúar 1988 og að því verði lokið 15. júní 1988. Forvalsgögn verða afhent frá og meö fimmtudeginum 29. október 1987 á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Útfylltum og undirrituðum forvalsgögnum skal skila á sama stað eigi sfðar en föstudaginn 13. nóvember 1987. Reykjavík, 29. október 1987. BESTI KOSTURINN! Nýja ökumanns— húsið er þekkt fyrir þægindi og vandaðan frágang NYJA LINAN - FORCE II Nýtt ökumannshús í sérflokki, öflugri mótor en sparneytnari og samhæfður gírkassi með fjölda hraðastiga. Eigum íáeina vel útbúna traktora, á mjög hagstæðu verði. ÞÓRf ÁRMÚLA11 SÍMIB815DD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.