Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI MEfSTARALIÐA Víkingar í Evrópukepni tíunda árið í röð: Danir sigurvissir en Víkingar stadráðnir í að komast áf ram Fyrri leikurinn við Kolding í Höllinni á sunnudagskvöld VÍKINGAR mœta danska liðinu Kolding í Laugardalshöll á sunnudagskvöldið í 16-liða úr- slitum vrópukeppni moistara- liða (handknattleik. Þetta verður 39. Evrópulelkur Víkinga, en árið í ár er einmitt það tíunda í röð sem liðið leik- ur í keppninni. Leikurinn á sunnudaginn hefst kl. 20.30 en síðari leikur liðanna verður ytra að viku liðínni. Svo merkilega vill til að á öllum þessum tfma hafa Víkingar aldrei dreeist gegn dðnsku liði fyrr en nú. Kolding liðið varð danskur meistari í fyrsta skipti sfðastliðið vor og í því eru margir þekktir leik- menn. Þar ber fyrstan að nefna stórskyttuna Kim Jacobsen, sem leikið hefur mjög vel með danska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði 12 mörk gegn HIK f 1. deildinni á dögunum er Kolding tapaði með einu marki, 22:23. HIK sló Breiðablik út úr Evrópukeppn- inni í haust eins og menn muna eflaust. Þá má nefna markvörðinn Carsten Holm, sem er landsliðsmað- ur og Hans Peter Munk Andersen. Þjálfari liðsins er Bjarne Simonsen, sem á sfnum tíma lék með hinu fræga Fredericia-KFUM liði. Hann á að baki 190 landsleiki, lítill og snaggaralegur, stórhættulegur hornamaður. Óútrelknanlegtlið Kolding-hðið leikur mjög hraðan handknattleik, og eru leikmenn þess stórhættulegir f hraðaupphlaupum. Liðið er mjög gott þegar það nær sér á strik, en skv. upplýsingum sem Víkingar hafa fengið hjá Degi Jón- assyni, fyrrum leikmanni Fram og nú liðsmanni danska liðsins Ribe, er liðið óútreiknanlegt. „Ef áhorf- endur standa á bak við Vfkinga f HÖllinni - fjölmenna og hvetja Víkinga, þá geta þeir slegið danska liðið út af laginu. Ef Víkingar ná sterkum varnarleik, þá er ég sann- færður um að þeir geta brotið sókn Kolding á bak aftur með stuðningi áhorfenda," segir Dagur. Hann bætir við: „Hins vegar má aldrei vanmeta þetta lið," — hann segir liðið feikilega sterkt á heimavelli og að mikill áhugi sé á leiknum í Danmörku. Dagur segir lið Kolding þekkt fyrir að leggja aldrei árar í bát: „í fyrra tókst þeim hvað eftir annað að snúa töpuðum leikjum sér í vil, voru kannski fimm eða sex mörkum undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en náðu að sigra á endasprettinum. Víkingur þarf helst að vinna með átta marka mun f Reykjavík því Kolding er þekkt fyrir að snúa erfiðristöðu sér í vil. En þátt fyrir allt þetta þá hef ég trú á Víkingum," sagði Dagur. Dðnsku blöðln sigunriss Dönsk blöð sem fjallað hafa um viðureign Kolding við fslensku Víkingana telja það nánast formsat- riði að leikirnir fari fram — svo öruggt sé að þeirra menn komist áfram í 8-liða úrslitin. Ef til vill er ástæðan sú hve auðveldlega HIK lagði Breiðablik að velli fyrr f haust, en þó undarlegt þegar tillit er tekið til þess hve hátt íslenskur hand- knattleikur er skrifaður. Á blaðamannafundi sem Víkingar héldu í vikunni, kom fram að sér- stök stemmning yrði í kringum þessa leiki þar sem þetta væri í fyrsta skipti sem þeir léku gegn dönsku liðið. Einnig voru þeir ákveðnir í að sýna frændum vorum, íkvöld Morgunblaoio/Bjarni Eiríksson Það er til mikils að vinna hjá Vfkingum er þeir leika gegn danska liðinu Kolding í Evrópukeppni meistaraliða á sunnu- daginn. Fyrirtækið Bifreiðar og landbúnaðarvélar h/f hefur ákveðið að gefa liðinu bíl, Lada Samara, komist það áfram f 8-liða úrslit keppninnar. Leikmenn stilltu sér upp við bflinn sem þeir vilja ólmir eignast. eftir skrif dönsku blaðanna, hvar Davíð keypti ölið. Og í þriðja lagi, eins og Árni Friðleifsson, einn hinna ungu leikmanna Víkings, orðaði það: „Við erum ákveðnir í að hefna fyrir tap Breiðabliks í haust." Það er því greinilegt að Víkingar ganga til leikjanna ákveðnir f að sigra. Með góðum stuðningi áhorfenda í Höllinni á sunnudagskvöldið ættu þeir að geta gert góða hluti, eins og þeir hafa gert f Evrópukeppninni undanfarin ár. HANDBOLTI Fram og Þðr leika í 1. deild karla á fslandsmótinu 1 handknatleik f Laugardalshöll kl. 20.00 f kvöld. FH og KR leika f 1. deild kvenna f Haiarfirði kl. 19.00. KÖRFUBOLTI Tveir leikir verða f úrvalsdeildinni f körfuknattleik f kvöld. Nýliðarnir UMFG og Þór leika f Grindavfk kl. 20.30 og UMFN og Breiðablik f Njarðvík kl. 20.00. BLAK Þróttur frá Reykjavfk og Þróttur frá Neskaupstað leika f bikarkeppni kvenna f Hagaskóla f kvöld kl. 18.30. Að þeim leik loknum leika Fram og Þróttur, Nes. og síðan Vfkingur og Þróttur f 1. deild klara. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Qyrfl Blrglsson er aðalskytta Stjörnunnar og ef hann nær sér á strik á morgun má markvörður Norðmanna passa sig. Stjarnan annað árið í röð í Evrópukeppni bikarhafa: Stjaman mætir Urædd á morgun Stjarnan ætlar sér sigur og áframhald í keppninni i STJARNAN mœtir norsku blk- armeisturunum Urædd f rá Porsgrunn í 2. umferð Evrópu- keppni bikarhafa á morgun, laugardag, kl. 16.00 ÍDigra- nesi. Stjarnan tekur nú þátt í Evrópukeppni bikarhafa íann- að sinn á jaf nmögurm árum. Bæði árin hef ur liðið náð að komast í 2. umferð eftir ao hafa unnið llð frá Bretlandsl- eyjum nokkuð örugglega. Urædd hefur verið eitt sterkasta félagslið Noregs undanfarin ár. Liðið hefur nær undantekning- arlaust unnið til verðlauna í norsk- um handknattleik sfðastliðin 5 ár, og hefur þar af leiðandi mikla reynslu í Evrópukeppni. Liðið sló Valsmenn út í fyrra. Flmm norsklr landsliðsmenn í liði Urædd eru fimm norskir lands- liðsmenn. Atkvæðamestir eru Bent Svele, sem lék um tíma sem at- vinnumaður á Spáni, og Roger Kjendalen báðir útispilarar. Þá er línumaðurinn Ketil Larsen talinn einn besti varnarmaður þeirra Norðmanna. Roger Kjendalen er leikstjórnandi bæði hjá Urædd og landsliðinu. Hann er mikil skytta og gerir oftast 5 til 8 mörk í leik. UræddefstíNoregl Urædd er nú efst í norsku 1. deild- inni með sjö stig eftir 4 leiki. Þess má geta að norskur handbolti er í mikilli sókn og til marks um það gerði norska karlalandsliði jafntefli við Svía í síðustu viku. Það gæti orðið mikilvægt fyrir Stjörnuna að Gunnar Einarsson. þjáflari, hefur dvaldið í Noregi við nám og þjálfun í nokkur ár og þekk- ir því mjög vel til liðsins. Gengi Garðbæinga hefur hins vegar verið misjafnt í íslandsmótinu það sem af er. Það er ljóst að þeir verða að detta niður á sinn besta leik til að sigra á morgun. Garðbæingar sönnuðu það í heima- leiknum gegn jógóslavneska liðinu Dinos Slovan í fyrra að á góðum degi geta þeir bitið frá sér. Þeir töpuðu þá stór á útivelli en sigruðu heima 20:17 í mjög góðum leik. Stjarnan verður að sigra Urædd á morgun ætli þeir sér að eiga mögu- leika á áfaramhaldandi þátttðku i keppninni. Urædd er n\jög sterkt á heimavelli því fengu Valsmenn að kynnast í fyrra. Stuðningur áhorf- enda er því mikilvægur fyrir Garðbæinga á morgun. -I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.