Morgunblaðið - 30.10.1987, Side 50

Morgunblaðið - 30.10.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI MEfSTARALIÐA Víkingar í Evrópukepni tíunda árið í röð: Danir sigurvissir en Víkingar staðráðnir í að komast áfram Fyrri leikurinn við Kolding í Höllinni á sunnudagskvöld VÍKINGAR mœta danska liðinu Kolding f Laugardalshöll á sunnudagskvöldið f 16-liða úr- slitum vrópukeppni meistara- liða í handknattleik. Þetta verður 39. Evrópuleikur Víkinga, en árið f ár er einmitt það tfunda f röð sem liðið leik- ur í keppnlnni. Leikurinn á sunnudaginn hefst kl. 20.30 en síðari leikur llðanna verður ytra að viku liðinni. Svo merkilega vill til að á öllum þessum tíma hafa Víkingar aldrei dregist gegn dönsku liði fyrr en nú. Kolding liðið varð danskur meistari í fyrsta skipti síðastliðið vor og í því eru margir þekktir leik- menn. Þar ber fyrstan að nefna stórskyttuna Kim Jacobsen, sem leikið hefur mjög vel með danska landsliðinu að undanfömu. Hann skoraði 12 mörk gegn HIK í 1. deildinni á dögunum er Kolding tapaði með einu marki, 22:23. HIK sló Breiðablik út úr Evrópukeppn- inni í haust eins og menn muna eflaust. Þá má nefna markvörðinn Carsten Holm, sem er landsliðsmað- ur og Hans Peter Munk Andersen. Þjálfari liðsins er Bjame Simonsen, sem á sínum tíma lék með hinu fræga Fredericia-KFUM liði. Hann á að baki 190 landsleiki, lítill og snaggaralegur, stórhættulegur homamaður. Oútreiknanlegt llð Kolding-hðið leikur mjög hraðan handknattleik, og eru leikmenn þess stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Liðið er mjög gott þegar það nær sér á strik, en skv. upplýsingum sem Víkingar hafa fengið hjá Degi Jón- assyni, fyrrum leikmanni Fram og nú liðsmanni danska liðsins Ribe, er liðið óútreiknanlegt. „Ef áhorf- endur standa á bak við Víkinga í HÖllinni - Qölmenna og hvetja Víkinga, þá geta þeir slegið danska liðið út af laginu. Ef Víkingar ná sterkum vamarleik, þá er ég sann- færður um að þeir geta brotið sókn Kolding á bak aftur með stuðningi áhorfenda," segir Dagur. Hann bætir við: „Hins vegar má aldrei vanmeta þetta lið,“ — hann segir liðið feikilega sterkt á heimavelli og að mikill áhugi sé á leiknum í Danmörku. Dagur segir lið Koiding þekkt fyrir að leggja aldrei árar í bát: „f fyrra tókst þeim hvað eftir annað að snúa töpuðum leikjum sér í vil, vom kannski fímm eða sex mörkum undir þegar tíu mínútur vom til leiksloka, en náðu að sigra á endasprettinum. Víkingur þarf helst að vinna með átta marka mun í Reykjavík því Kolding er þekkt fyrir að snúa erfíðristöðu sér í vil. En þátt fyrir allt þetta þá hef ég trú á Víkingum," sagði Dagur. Dflnsku blöflln slgurvlss Dönsk blöð sem fjallað hafa um viðureign Kolding við íslensku Víkingana telja það nánast formsat- riði að leikimir fari fram — svo ömggt sé að þeirra menn komist áfram í 8-liða úrslitin. Ef til vill er ástæðan sú hve auðveldlega HIK lagði Breiðablik að velli fyrr í haust, en þó undarlegt þegar tillit er tekið til þess hve hátt íslenskur hand- knattleikur er skrifaður. Á blaðamannafundi sem Víkingar héidu í vikunni, kom fram að sér- stök stemmning yrði í kringum þessa leiki þar sem þetta væri í fyrsta skipti sem þeir léku gegn dönsku liðið. Einnig vom þeir ákveðnir í að sýna frændum vomm, iq -mm Morgunblaöið/Bjarni Eiríksson Það er til mikils að vinna hjá Vfldngum er þeir leika gegn danska liðinu Kolding í Evrópukeppni meistaraliða á sunnu- daginn. Fyrirtækið Bifreiðar og landbúnaðarvélar h/f hefur ákveðið að gefa liðinu bfl, Lada Samara, komist það áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Leikmenn stilltu sér upp við bflinn sem þeir vilja ólmir eignast. eftir skrif dönsku blaðanna, hvar Davíð keypti ölið. Og í þriðja lagi, eins og Ámi Friðleifsson, einn hinna ungu leikmanna Víkings, orðaði það: „Við emm ákveðnir í að hefna fyrir tap Breiðabliks í haust." Það er því greinilegt að Víkingar ganga til leikjanna ákveðnir í að sigra. Með góðum stuðningi áhorfenda í Höllinni á sunnudagskvöldið ættu þeir að geta gert góða hluti, eins og þeir hafa gert í Evrópukeppninni undanfarin ár. íkvöld HANDBOLTI Fram og Þór leika I 1. deild karla á íslandsmótinu í handknatleik f Laugardalshöll kl. 20.00 f kvöld. FH og KR leika f 1. deild kvenna f Hafarfirði kl. 19.00. KÖRFUBOLTI Tveir leikir verða f úrvalsdeildinni f körfuknattleik f kvöld. Nýliðamir UMFG og Þór leika f Grindavík kl. 20.30 og UMFN og Breiðablik f Njarðvík kl. 20.00. BLAK Þróttur frá Reykjavfk og Þróttur frá Neskaupstað leika f bikarkeppni kvenna f Hagaskóla f kvöld kl. 18.30. Að þeim leik loknum leika Fram og Þróttur, Nes. og sfðan Víkingur og Þróttur f 1. deild klara. HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Gytfl Blrgisson er aðalskytta Stjömunnar og ef hann nær sér á strik á morgun má markvörður Norðmanna passa sig. Stjarnan annað árið í röð í Evrópukeppni bikarhafa: Stjaman mætir Urædd á morgun Stjaman ætlar sér sigur og áframhald í keppninni STJARNAN mœtir norsku bik- armeisturunum Urœdd frá Porsgrunn í 2. umferfl Evrópu- keppni bikarhafa á morgun, laugardag, kl. 16.00 í Digra- nesi. Stjarnan tekur nú þátt í Evrópukeppni bikarhafa íann- afl sinn á jafnmögurm árum. Bœöi árin hefur liðiö náð aö komast í 2. umferð eftir að hafa unnið liö frá Bretlandsl- eyjum nokkuö örugglega. Urædd hefur verið eitt sterkasta félagslið Noregs undanfarin ár. Liðið hefur nær undantekning- arlaust unnið til verðlauna í norsk- um handknattleik síðastliðin 5 ár, og hefur þar af leiðandi mikla reynslu í Evrópukeppni. Liðið sló Valsmenn út í fyrra. Flmm norsklr landsllösmenn í liði Urædd eru fímm norskir lands- liðsmenn. Atkvæðamestir eru Bent Svele, sem lék um tíma sem at- vinnumaður á Spáni, og Roger Kjendalen báðir útispilarar. Þá er línumaðurinn Ketil Larsen talinn einn besti vamarmaður þeirra Norðmanna. Roger Kjendalen er leikstjómandi bæði hjá Urædd og landsliðinu. Hann er mikil skytta oggerir oftast 5 til 8 mörk í leik. Urasdd «fst í Noregl Urædd er nú efst í norsku 1. deild- inni með sjö stig eftir 4 leiki. Þess má geta að norskur handbolti er í mikilli sókn og til marks um það gerði norska karlalandsliði jafntefli við Svía í síðustu viku. Það gæti orðið mikilvægt fyrir Stjömuna að Gunnar Einarsson. þjáflari, hefur dvaldið í Noregi við nám og þjálfun í nokkur ár og þekk- ir því mjög vel til liðsins. Gengi Garðbæinga hefur hins vegar verið misjafnt í íslandsmótinu það sem af er. Það er ljóst að þeir verða að detta niður á sinn besta leik til að sigra á morgun. Garðbæingar sönnuðu það í heima- leiknum gegn jógóslavneska liðinu Dinos Slovan í fyrra að á góðum degi geta þeir bitið frá sér. Þeir töpuðu þá stór á útivelli en sigruðu heima 20:17 í mjög góðum leik. Stjaman verður að sigra Urædd á morgun ætli þeir sér að eiga mögu- leika á áfaramhaldandi þátttöku í keppninni. Urædd er mjög sterkt á heimavelli því fengu Valsmenn að kynnast í fyrra. Stuðningur áhorf- enda er því mikilvægur fyrir Garðbæinga á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.