Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 51 HANDBOLTI/ 1.DEILD Guðmundur varði vel og Hans skoraði tíu Það dugði Breiðablik til að leggja Víkinga að velli „SVONA gata piltarnir leikið. Þetta var sigur liðsheildarinn- ar, bœði í sókn og vörn," sagði Geír Hallsteínsson þjálfari Breiðabliks eftir að þeir lögðu Vflcinga að velli í Digranesi í 1. deildinni f handbolta. Bœði Nðin hafa hlotið 8 stig en Víkingar hafa hagstœðara markahlutfali. Leikurinn var f jörugur og skemmtilegur á að horfa og það var ekki fyrr en rétt í lokin sem Blikar náðu verulegri forystu. Víkingar skoruðu fyrsta markið en jafnt var upp í 4:4. Þá skor- uðu Víkingar þrjú mörk en Blikar gáfust ekki upp og tókst að komast yfir. Það var fyrst og fremst slök vörn Víkinga sem gerði það að verkum. Hans Guðmundsson var einnig í banastuði og skoraði SkúliUnnar Sveinsson skrífar hann 8 mörk í fyrri hálfleik. Það virtist vanta baráttu og sigur- vilja í Víkinga í leiknum. „Við komum vel undirbúnir og vorum ekki að hugsa um Evrópuleikinn," sagði Árni Indriðason þjálfari þeirra eftir leikinn. „Við skoruðum 14 mörk í fyrri hálfleik og það á að duga til að vinna leik. Vörnin klikk- aði alveg hjá okkur og við skutum vitlaust á Guðmund sem varði vel í leiknum," sagði Árni ennfremur. Já, Guðmundur varði vel í marki Blika, sérstaklega í siðari hálfleik þegar hann hreinlega lokaði mark- inu. Hann varði hvert skotið á fætur örðu eftir að Víkingar höfðu skapað sér dauðafæri. í síðari hálfleik náðu Víkingar að minnka muninn niður í 21:20 þegar skammt var til leiksloka. Þá misstu þeir tvo menn útaf á sama tíma og fengu á sig tvö mörk. Þar með var draumur þeirra búinn. Guðmundur var án efa maður leiks- ins. Hann varði meistaralega og hélt liðinu á floti á stundum. Hans lék vel og skoraði mikið og Björn lék nú eins og hann á að sér eftir nokkra lægð að undanförnu. Ólafur stóð sig vel í horninu og Kristján einnig á línunni. Hjá Víkingum var Kristján einna bestur, hann varði ágætlega í leikn- um og Hilmar stóð sig mjög vel á línunni. Aðrir léku undir getu og eins og áður sagði virtist vanta sig- urvilja í liðið. Dómarar leiksins voru ekki nógu sannfærandi. Sigurði Baldurssyni var frekar laus höndin á spjaldinu og missti það meira að segja einu sinni í öllum hamaganginum. Víkingar voru útaf í 16 mínútur og Blikar í 10. Auk þess fékk vara- markvörður Blika að sjá rauða spjaldið þar sem hann sat á bekkn- um. Mikið um að vera ( Digranesi í gærkvöldi. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Reuter Leikmenn Kýpur huga að markverði sfnum, Andreas Charitou, skðmmu eftir að sprengja sprakk í marki hans í leik Hollendinga og Kypurmanna f Rotterdam í fyrrakvöld. Atvikið kann að eiga eftir að reynast Hollendingum dýrkeypt. Sæti Hollendinga í úrslitunum í hættu Hollendingar verða heppnir ef þeir sleppa við brottvísun úr Evrópukeppni landsliða f knattspyrnu, sagðist Reuters- tróttastofan hafa eftir heimild- um úr innsta hring Knatt- spyrnusambands Evrópu (UEFA)ígœr. 0 Ileik Hollendinga og Kypur- manna í Rotterdam í fyrrakvöld var reyksprengjum og flugeldum kastað inn á leikvanginn. Eftir að- eins þriggja minútna leik sprakk ein sprengjan í marki gestanna og slasaðist Andreas Charitou, mark- HANDBOLTI vörður Kýpur. Charitou var borinn af velli í sjúkra- börum og í mótmælaskyni við framgöngu áhorfenda gengu Kýp- urbúar af leikvelli. Eftir klukku- stundar þóf í búningsklefunum féllust þeir á að hefja leikinn aftur og tók þá varamarkvörðúr stöðu Charitou. Um atvikið verður fjallað á fundi aganefndar UEFA 12. og 13. októ- ber og refsing þá væntanlega ákveðin. Hollendingar unnu leikinn 8-0 og tryggðu sér þarmeð sigur í 5. riðli Evrópukeppni landsliða og sæti í úrslitakeppninni í Vestur-Þýzkal- andi næsta sumar. Nú eru þeir hins vegar sagðir eiga á hættu að verða útilokaðir vegna skrflslátanna á leiknum í Rotterdam í fyrrakvöld. Yrði það mikið áfall fyrir Hollend- inga því þeir hafa ekki komizt í úrslit stórmóts i knattspyrnu í átta ár, eftir gullaldarskeið á áttunda áratugnum. Árið 1984 tryggði hollenzka ungl- ingalandsliðið sér sæti í úrslitum Evrópukeppni unglingalandsliða en voru dæmdir frá keppni vegna samskonar atviks í undankeppninni og í leiknum í fyrrakvöld. Leika Atli og Birgir meö? Atli Hilmarsson æfði með Pröm- urum f gærkvöldi í fyrsta sinn eftir að hafa verið í gifsi í fjórar vikur og sagðist hann vonast til að geta leikið I kvöld. Birgir Sigurðs- son verður éinnig að öllum lfkindum með Fram 1 kvöld. í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagðist Alti mundu æfa með spelkur og tæki hann ákvörðun um leikinn í dag í samráði við þjálfara Fram......... „Ég vonast til að geta leikið gegn Þór. Höndin er að vísu öll stíf eftir mánuð í gifsi en ég vona bara það bezta. Það má segja að það sé beð- ið eftir mér." UBK-Víkingur 26 : 21 Digranes, 1. deild karla í handbolta, fímmtudaginn 29. október 1987. Gangur leiksins: 1:1, 4:4, 4:7, 5:9, 8:9, 11:10, 12:13,16:14, 17:14, 20:17, 20:19, 21:20, 23:20, 23:21, 26:21. Miirk UBKs Hans Guðmundsson 10/3, Bjöm Jónsson 4, ólafur Björnsson 4, Kristján Halldórsson 3, Aðalsteinn Jónsson 2, Þórður Davfð&son 2, Jón Þórir Jónsson 1. Varin skot Guðmundur Hrafnkelson 17. Mörk Vfkings: Hilmar Sigurgfslason 5, Guðmundur Guðmundsson 4, Sig- urður Gunnarsson 4/2, Karl Þráinsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Árni Friðleifs- son 2, Siggeir Magnússon 1. Varin skot: Kristján Sigmundsson 13. Dómarar: Sigurður Baldursson og Björn Jóhannesson voru slakir, Hans í ham Hans Guðmundsson var S miklu stuði i gær og skoraði tfu mörk. ENGLAND Bikardráttur m Igær var dregið í fjórðu um- ferð enska deildarbikarsins, sem fram fer 16. nóvember. Eftirtalin lið drógust saman: Aston Villa - Sheff. Wed. Man. City - Swindon/ Watford Ipswich - Luton Peterborough/Reading - Bradford Everton - Leeds/Oldham Arsenal - Stoke Bury - Man. United Wimbledon - Oxford/Leicester. Þróttarar Haustfagnaðurfélagsinsverðurhaldinn ifélagsheimili Þróttar laugardaginn 31. október og hefst klukkan 20.30. Rúllugjald - Mioar vio innganginn - MÆTUM ÖLL Aðalstjórn. Knattspyrnttþjalfarar! 2. deildar liði ÍR vantar þjálfara fyrir mfl. í knattspyrnu. Umsóknir skilist til auglýsinga- deildar Mbl. fyrir 1. nov. 1987 merktar: „ÍR - 87". Sm ÐU / MiC heBgterað greJðafyrirmeð kredrtkort. fostudaga frákl. 9.00 til 1700 og laugardaga Wkl. 9.00 «113:30. LEIKVIKA 10 Leikir 31 október 19B7 K j_ x 2 1 Charlton - Southampton 2 Chelsea - Oxford United 3 Derby - Coventry 4 Man. Unlted - Nott'm Forest 5 Newcastle - Arsenal 6 Norwich - Q.P.R. 7 Portsmouth - Sheffield Wed. 8 Tottenham - Wlmbledon 9 Watford - West Ham 10 Oldham - Birmlngham 11 Plymoth-Hull 12 Sheffield United - Leeds NOTAÐU SÍMAÞJÖNUSTUNA ! ! ! 688 322 V &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.