Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 51 HANDBOLTI / 1. DEILD Guðmundur varði vel og Hans skoraði tíu Það dugði Breiðabliktil að leggja Víkinga að velli „SVONA geta piltarnir leikið. Þetta var sigur liðsheildarinn- ar, bæði í sókn og vörn,“ sagði Geir Hallsteinsson þjálfari Breiðabliks eftir að þeir lögðu Víkinga að velli í Digranesi f 1. deiídinni í handbolta. Bæði liðin hafa hlotið 8 stig en Vikingar hafa hagstæðara markahlutfall. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa og það var ekki fyrr en rétt í lokin sem Blikar náðu verulegri forystu. Víkingar skoruðu fyrsta markið en jafnt var upp í 4:4. Þá skor- uðu Víkingar þijú mörk en Blikar gáfust ekki upp og tókst að komast ■HB yfir. Það var fyrst SkúliUnnar og fremst slök vöm Sveinsson Víkinga sem gerði skrifar það að verkum. Hans Guðmundsson var einnig í banastuði og skoraði hann 8 mörk í fyrri hálfleik. Það virtist vanta baráttu og sigur- vilja í Víkinga í leiknum. „Við komum vel undirbúnir og vorum ekki að hugsa um Evrópuleikinn," sagði Ámi Indriðason þjálfari þeirra eftir leikinn. „Við skoruðum 14 mörk í fyrri hálfleik og það á að duga til að vinna leik. Vömin klikk- aði alveg hjá okkur og við skutum vitlaust á Guðmund sem varði vel í leiknum," sagði Ámi ennfremur. Já, Guðmundur varði vel í marki Blika, sérstaklega í síðari hálfleik þegar hann hreinlega lokaði mark- inu. Hann varði hvert skotið á fætur örðu eftir að Víkingar höfðu skapað sér dauðafæri. í síðari hálfleik náðu Víkingar að minnka muninn niður í 21:20 þegar skammt var til leiksloka. Þá misstu þeir tvo menn útaf á sama tima og fengu á sig tvö mörk. Þar með var draumur þeirra búinn. Guðmundur var án efa maður leiks- ins. Hann varði meistaralega og hélt liðinu á floti á stundum. Hans lék vel og skoraði mikið og Bjöm lék nú eins og hann á að sér eftir nokkra lægð að undanfömu. Ólafur stóð sig vel í hominu og Kristján einnig á línunni. Hjá Víkingum var Kristján einna bestur, hann varði ágætlega í leikn- um og Hilmar stóð sig mjög vel á línunni. Aðrir léku undir getu og eins og áður sagði virtist vanta sig- urvilja í liðið. Dómarar leiksins vom ekki nógu sannfærandi. Sigurði Baldurssyni var frekar laus höndin á spjaldinu og missti það meira að segja einu sinni í öllum hamaganginum. Víkingar vom útaf í 16 mínútur og Blikar í 10. Auk þess fékk vara- markvörður Blika að sjá rauða spjaldið þar sem hann sat á bekkn- um. Mikið um að vera í Digranesi í gærkvöldi. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Reuter Leikmenn Kýpur huga að markveröi sínum, Andreas Charitou, skömmu eftir að sprengja sprakk í marki hans í leik Hollendinga og Kýpurmanna 1 Rotterdam í fyrrakvöld. Atvikið kann að eiga eftir að reynast Hollendingum dýrkeypt. i Hollendinga í úrslitunum í hættu Hollendingar verða heppnir ef þeir sleppa við brottvísun úr Evrópukeppni landaliða í knattspyrnu, sagðist Reuters- fréttastofan hafa eftir heimild- um úr innsta hring Knatt- spyrnusambands Evrópu (UEFA)ígær. m Ileik Hollendinga og Kýpur- manna í Rotterdam í fyrrakvöld var reyksprengjum og flugeldum kastað inn á leikvanginn. Eftir að- eins þriggja mínútna leik sprakk ein sprengjan í marki gestanna og slasaðist Andreas Charitou, mark- vörður Kýpur. Charitou var borinn af velli í sjúkra- bömm og í mótmælaskyni við framgöngu áhorfenda gengu Kýp- urbúar af leikvelli. Eftir klukku- stundar þóf í búningsklefunum féllust þeir á að hefja leikinn aftur og tók þá varamarkvörður stöðu Charitou. Um atvikið verður fjallað á fundi aganefndar UEFA 12. og 13. októ- ber og refsing þá væntanlega ákveðin. Hollendingar unnu leikinn 8-0 og tryggðu sér þarmeð sigur í 5. riðli Evrópukeppni landsliða og sæti í úrslitakeppninni í Vestur-Þýzkal- andi næsta sumar. Nú em þeir hins vegar sagðir eiga á hættu að verða útilokaðir vegna skrílslátanna á leiknum í Rotterdam f fyrrakvöld. Yrði það mikið áfall fyrir Hollend- inga þvf þeir hafa ekki komizt f úrslit stórmóts í knattspymu í átta ár, eftir gullaldarskeið á áttunda áratugnum. Árið 1984 tryggði hollenzka ungl- ingalandsliðið sér sæti í úrslitum Evrópukeppni unglingalandsliða en vom dæmdir frá keppni vegna samskonar atviks í undankeppninni og í leiknum í fyrrakvöld. HANDBOLTI Leika Atli og Birgir með? Atli Hilmarsson æfði með Fröm- umm í gærkvöldi í fyrsta sinn eftir að hafa verið í gifsi í fjórar vikur og sagðist hann vonast til að geta leikið í kvöld. Birgir Sigurðs- son verður éinnig að öllum líkindum með Fram í kvöld. í samtali við Morgunblaðið f gær- kvöldi sagðist Alti mundu æfa með spelkur og tæki hann ákvörðun um leikinn i dag f samráði við þjálfara Fram. „Ég vonast til að geta leikið gegn Þór. Höndin er að vísu öll stíf eftir mánuð í gifsi en ég vona bara það bezta. Það má segja að það sé beð- ið eftir mér.“ UBK-Víkingur 26 : 21 Digranea, 1. deild karla I handbolta, fimmtudaginn 29. október 1987. Gangur leiksins: 1:1, 4:4, 4:7, 5:9, 8:9, 11:10, 12:13,16:14, 17:14, 20:17, 20:19, 21:20, 23:20, 23:21, 26:21. MSrk UBK: Hans Guðmundsson 10/3, Bjöm Jónsson 4, Ólafur Bjömsson 4, Kristján Halldórsson 3, Aðalsteinn Jónsson 2, Þórður Davfðsson 2, Jón Þórir Jónsson 1. Varin skot Guðmundur Hrafnkelson 17. Mörk Vfkings: Hilmar Sigurgislason 5, Guðmundur Guðmundsson 4, Sig- urður Gunnarsson 4/2, Karl Þráinsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Ámi Friðleifs- son 2, Siggeir Magnússon 1. Varin skot: Kristján Sigmundsson 13. Dómarar: Sigurður Baldursson og Bjöm Jóhannesson voru slakir. Hans í ham Hans Guðmundsson var í miklu stuði í gær og skoraði tfu mörk. ENGLAND Bikardráttur m Igær var dregið í flórðu um- ferð enska deildarbikarsins, sem fram fer 16. nóvember. Eftirtalin lið drógust saman: Aston Villa - Sheff. Wed. Man. City - Swindon/ Watford Ipswich - Luton Peterborough/Reading - Bradford Everton - Leeds/Oldham Arsenal - Stoke Bury - Man. United Wimbledon - Oxford/Leicester. Haustfagnaður félagsins verður haldinn í félagsheimili Þróttar laugardaginn 31. október og hefst klukkan 20.30. Rúllugjald - Miðar við innganginn - MÆTUM ÖLL Aðalstjórn. Knattspyrnuþjálfarar! 2. deildar liði ÍR vantar þjálfara fyrir mfl. í knattspyrnu. Umsóknir skilist til autí lýsinga- deildar Mbl. fyrir 1. nov. 1987 merktar: „ÍR - 87“. , LEIKVIKA 10 hœgterað greiðafyrirmeð Leikir3l.október1987 K 1 x 2 kredítkorti. 1 Charlton - Southampton föstodaga 2 chelsea * Oxford United 3 Derby - Coventry frá kl. 9.00 til 17«) 4 Man. Unite'd - Nott'm Forest 5 Newcastle - Arsenal oglaugandaga 6 Norwich-Q.P.R. 7 Portsmouth - Sheffield Wed. frá kl. 9.00 til 13:30. 8 jottenham - Wimbledon 9 Watford - West Ham 10 Oldham - Blrmlngham 11 Plymoth-Hull 12 Shetfield Unlted - Leeds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.