Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 52
| ALHLIÐA PRENTPJÓNUSTA S GuðjónÚLhf. | /91-272 33 | fltorgtiiilifitfeifr NYTT SIMANUMER: 696000 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Ríkisstjórnin: Söluskattí á matvæli frestað til áramóta Með 3 milljónir á síðunni Það er mikið sem kemst fyrir f einni sQdarnót, meðal annars þriggja milijóna króna virði af síld, samtals um 500 tonn. Þurfð- ur Halldórsdóttir fékk slfkt kast á miðvikudag. Þurfður hafði ekki þörf fyrir nema 70 tonn. Skógey SF setti sUdardæluna sfna f nótina og hafði 210 tonn upp úr krafsinu, Hafnarvfk GK fékk 140 tonn og Heiðrún EA afganginn. Gert til að greiða fyrir kjarasamningum RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sinum i gærmorgun að fresta af- námi undanþágu söluskatts á matvæli til áramóta. Ákvörðun þessi er tekin eftir óformlegar viðræður við aðila vinnumarkaðsins og er af hálfu rikisstjórnarinnar tekin án skilyrða eða skuldbindinga. Með þessu er talið að greitt verði fyrir þvi, að viðunandi niðurstaða geti náðst f komandi kjarasamningum. Forystumenn launþegahreyfingar- innar fagna þessu og telja það munu greiða fyrir samningum, en ákvörðunin verði þó ekki notuð sem skiptimynt í kjarasamningum. í firétt frá ríkisstjóminni um þessa ákvörðun segir svo: „Sýnt er að kjarasamningar fyrir næsta ár geta haft úrslitaáhrif á framvindu efna- hagsmála. Miklu skiptir að niður- stöður samninga stuðli að jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Langvarandi óvissa í kjaramálum eykur á efna- hagsvanda til tjóns fyrir launafólk og atvinnulíf. Ákvörðun ríkisstjóm- arinnar nú er ætlað að greiða fyrir því, að samningsaðilar nái niður- stöðu, sem viðunandi getur talizt. Ríkisstjómin lýsir því jafnframt yfir að hún er fyrir sitt leyti reiðubúin til viðræðna við aðila vinnumarkaðs- ins um þau mál er tengzt gætu gerð kjarasamninga." Snarræði kom í veg fyrir stórtjón SNARRÆÐI starfsmanna Sóln- ingar hf. við Smiðjuveg í Kópavogi bjargaði fyrirtækinu frá stórtjóni þegar eldur kom upp í lokuðu loftræstikerfi á 10. timanum í gærkvöldi. Starfsmenn, sem voru að vinna í fyrirtækinu, settu strax af stað slökkvikerfi og náðu að hemja eldinn þar til slökkvilið kom á vettvang og réði niður- lögum eldsins. Verið var að slípa hjólbarða fyrir sólningu þegar neisti hljóp úr slípivélinni inn í lokað loft- ræstikerfí. Mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu og slökkviliðs þegar tilkynningin kom frá Sóln- ingu og var Smiðjuveginum lokað um tíma, en þegar til kom reynd- ist auðvelt að ráða niðurlögum eldsins. Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, segir að ákvörðun þessari tengist áhætta, sem að mati hans sé þess virði. Annars vegar standi tekjuöflun upp á 75 milljónir króna í 60 milljarða fjárlagafrum- varpi og hins vegar möguleikinn á því að samningar fyrir næsta ár geti tekizt innan þess heildarramma, sem ríkisstjómin hafi markað, þó þannig að kaupmáttaraukningin varðveitist og það svigrúm nýtist, sem ætlað hafí verið til leiðréttingar á kjörum hinna verst settu. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, segir að ríkisstjómin hafí í máli þessu metið aðstæður þannig að skynsamlegt væri að slá á frest ákvörðun um afnám söluskatts á matvæli. Með því móti yrði því ekki um kennt, að samningaviðræður yrðu stirðari en ella. Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands Islands, segir að ríkisstjómin geti ekki stillt þessari ákvörðun upp sem skiptimynt. Hún hafí ákveðið að gera þetta án skuld- bindinga og hann vilji iíta á þetta sem fyrsta skref í þá átt, að alfarið verði hætt við söluskatt á matvæli. Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI og stjómarmaður í VSÍ, segir þetta vera ákveðna viljayfirlýsingu af hálfu ríkisstjómarinnar þess efnis að rejmt verði að stuðla að raun- hæfum kjarasamningum. Hún hljóti að leiða til þess að verkalýðshreyf- ingin og vinnuveitendur gangi til viðræðna við ríkisvaldið. Sjá ummæli forystumanna launþega, atvinnurekenda og for- sætisráðherra og fjármálaráð- herra á bls. 2o * Islensk gengisskráning: Morgunblaðið/Rafn Ólafsson Gengi dollars ekki jafn lágt skráð síðan í nóvember 1984 KAUPGENGI Bandaríkjadollars var í gær skráð 37 krónur og 71 Búizt er við vax- andi loðnuveiði „NÚ er ég kominn í „loðnugall- ann“, skyrtuna, gömlu skóna og er með rétta bindið, svo þetta hlýtur að fara að glæðast. Eg var í þessum flikum, þegar mest veiddist í fyrra og nú virð- ist margt benda til að veiðin fari að vaxa og fleiri bátar eru komnir á miðin,“ sagði Ástráð- ur Ingvarsson, starfsmaður Loðnunefndar í samtali við Morgunblaðið. „Menn ero nú bjartsýnni en áður um vaxandi loðnuveiði. Veð- ur ero skapleg um þessar mundir og loðnan virðist vera að færa sig austur á bóginn úr straumnum á Grænlandssundi. Rækjubátar hafa orðið varir við eitthvað af loðnu á Strandagronninu og það lofar góðu,“ sagði Ástráður. í fyrrakvöld tilkynntu tvö skip um afla. Gullberg VE fór til Þórs- hafnar með 620 tonn og Hrafn GK til Grindavíkur með 650. Um miðjan gærdaginn var Jón Kjart- ansson SU á leið til EskiQarðar með 1.100 tonn og Öm KE fór til Krossaness með 750. eyrir og hefur gengið ekki verið jafn lágt skráð síðan 20 nóvem- ber 1984. Dr. Sigurður B. Stef- ánsson framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðnaðar- bankans segir að ef dollarinn haldi áfram að lækka hljóti stjórnvöld að þurfa að gera upp- við sig hvort þau þurfi að grípa til ráðstafana til að rétta við hag þeirra fyrirtækja sem aðallega selja fyrir dollara. Gengi krónunnar var fellt um 12% 20. nóvember 1984, sem hafði þau áhrif að dollar hækkaði úr 33,98 í 39,19 krónur. Til saman- burðar má nefna að enskt pund var eftir gengisfellinguna 1984 skráð á 48,958 krónur en er nú skráð á 65,012 krónur og vestur-þýskt mark var skráð á 13,1 krónu 1984 en er nú skráð á 21,73. í samtali við Morgunblaðið sagði dr. Sigurður B. Stefánsson hag- fræðingur að síðan dollarinn fór að falla á alþjóðlegum markaði í febrú- ar 1985 hefði hann helmingast í verðgildi gagnvart þýska markinu. Á Islandi hefði dollarinn lækkað um 6 krónur á þessum tíma en Evr- ópumyntimar hefðu hækkað um 70% að meðaltali. Þetta stafaði af þeirri aðferð sem notuð er til að skrá gengi krónunnar; þegar reynt væri að halda gengi krónunnar föstu hækkaði gengi annarra við- miðunarmynta þegar gengi dollar- ans lækkaði. Um 2/3 útflutnings íslendinga fer til Evrópulanda og um 85% inn- flutningsins kemur þaðan. Sigurður sagði að raungengi krónunnar gagnvart Evrópumyntunum hefði haldist stöðugt á þessum tíma þann- ig að verð á innfluttum vörum hefði haldist svipað og verð á innlendri framleiðslu og þær iðngreinar sem selt hafa í Evrópumyntum stæðu ágætlega en mjög er farið að herða að hinum sem selja í dollurom. Sig- urður sagði að ástæðan fyrir að ekki væri farið að heyrast meiri kvein frá sjávarútveginum væri sú að fyrirtækin þar hefðu fært sig svo mikið yfír á Evrópumarkaðinn að það vegi upp tapið á dolluronum auk þess sem verð í dollurom hefur hækkað mjög mikið. „Ef gengi dollarans heldur áfram að lækka mikið næstu daga hljóta þessar greinar þó að verða mjög tæpt staddar. En Bandaríkjamark- aður hefur verið mjög mikiivægur gegnum tíðina og þegar til lengri tíma er litið verður að halda þeim viðskiptum áfram. Sú spuming blasir við stjómvöldum, sem hafa staðfastlega ítrekað að muni halda fast við fastgengisstefnu, hvort þau verða að grípa til einhverra ráðstaf- ana annarra en almennrar gengis- fellingar til að hjálpa þeim fyrirtækjum sem selja fyrir dollara. Krónan stendur ágætlega gagnvart Evrópumyntum og því er engin ástæða til breyta gengi hennar þar,“ sagði Sigurður. B. Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.