Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Sinfóníu- tónleikar Áheyrendur fagna Hafliða Hallgrímssyni, tónskáldi og stjórnanda, og söngkonunni Jane Manning að loknum flutningi Vetrarvers. Tónlist Jón Ásgeirsson Nielsen: Heliosforleikurinn op. 17 Hafliði Hallgrímsson: Sálmur við klett Hafliði Hallgrímsson: Vetrar- vers Sibelius: Sinfónía nr. 5, op. 82 Stjórnandi: Hafliði Hallgrímsson Einsöngvari: Jane Manning Síðustu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands voru mjög sérstæðir og ánægjulegir. Sér- stæðir fyrir þá sök að frumflutt voru tvö íslensk tónverk undir stjóm höfundar, er auk þess stýrði hljómsveitinni í verkum eftir Ni- elsen og Síbelíus. Ánægjulegir þar sem flutningur hljómsveitarinnar var mjög lifandi og að sem hljóm- sveitarstjóri kom Hafliði Hallgrí- msson á óvart. Það sem einkenndi stjóm Haf- liða, bæði í eigin verkum og verkum Nielsens og Sibelíusar, var sterk þörf hans til að draga fram ýmis smágerð einkenni tónsmíðanna og það tókst honum án þess að missa sjónar á tilfinn- ingalegu innihaldi þeirra. Þessi nákvæmni í stjórn veldur þó því að Hafliða hættir til að hemja hraðann, er skyggði nokkuð á framvindu verkanna, þrátt fyrir nákvæmnislega myndræna út- færslu á ýmsum smáatriðum, sem hljómsveitin gerði sér far um að leika sérlega vel. Jane Manning er trúlega frá- bær söngkona en líklega er Vetrarvers eftir Hafliða Hallgrí- msson ekki nægilega „experimen- talt“ til að söngkonunni gefist tækifæri til að sýna nútímalegar tæknibrellur sínar. Það var hins vegar ekki nokkur leið að fylgjast með framburði hennar á textan- um sem ætti að vera mikilvægt, þó höfundurinn segist reyna „að forðast að nota ljóðið sem „fljót- andi snaga", sem tónlistin er hengd á. Hins vegar á sér stað viss „bólstrun" orðanna, þegar þétt er skrifað". List með skýring- um er „list" þar sem fólki er sagt hvað það eigi að finna eða upp- lifa, nema að skýringin sé nauð- synleg sem afsökun, vegna þess að höfundurinn er ekki viss um að honum hafi tekist ætlunarverk sitt. En eins og Hafliði tilgreinir í efnisskrá, er hann vitnar í Braque: „það sem skiptir máli í listum verður aldrei skilgreint", hefði hann átt að láta nægja sem útskýringu. Óskýr framburður söngkon- unnar olli því að hlusendur gátu ekki samtvinnað stemmningar texta og tónlistar en hljómsveitar- rithátturinn var oft mjög áhrifa- mikill og trúlega ætti Hafliði að sleppa því að yrkja í „orð“ en semja hljómsveitartónlist í stóru formi. Sálmur við klett, sem er einskonar útfærsla á sálmalaginu „Grátandi kem ég nú Guð minn til þín,“ var óttalega lítið og létt- vægt í gerð, notalegt í hljóman og ekkert meira. Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Pétur Gunnarsson: SYKUR OG BRAUÐ. Þættir og greinar. Punktar 1987. Pétur Gunnarsson hefur löngum verið laginn við að skemmta lesend- um sínum og bregst að þessu leyti ekki í Sykri og brauði, þátta- og greinasafni sínu með efni frá 1972-1986. Sumir þáttanna nálgast það að vera smásögur í venjulegri merkingu orðsins, aðrir eru fremur í svipmynda- og minningastíl. Greinamar eru teknar úr blöðum og tímaritum, settar saman við ýmis tækifæri, sumar ávörp og ræður. Sykur og brauð fræðir okkur heilmikið um Pétur Gunnarsson, höfund Punktsins og fleiri bóka. Hér er meira að segja ritgerð sem nefnist Um aðdraganda og tilurð Punktsins og segir frá fæðingar- hríðum þessarar vinsælu skáldsögu og einnig ljóðaraunum höfundar. Dæmi um hnyttilega mynd, þau eru fleiri en eitt í Sykri og brauði, er úr þættinum Borg út í mýri. Lýst er manni og konu á leið út í Örfmsey: „Olíugeymamir stóðu þungbúnir eins og lögregluþjónar, blixfullir af olíu en kríumar helltu sér gargandi yfir manninn og konuna eins og þær vissu hvað stæði til og vildu koma í veg fyrir það. Konan setti svarta handtösku ofan á hausinn á sér en maðurinn ögraði þeim með glansandi skallanum. Þórbergur Þórðarson kom labbandi eins og Sjaplín í frakka með staf og hélt að hann væri eins og Sigfús Blön- dal. Kríur og gorkúlur námu staðar í loftinu á meðan hann gekk fram hjá.“ En Pétur Gunnarsson lætur sér ekki nægja að draga upp nostalgískar myndir liðinnar tíðar. Hann gerist glaður þátttakandi í tali um dag og veg og leggur sitt af mörkum til umræðu um hug- myndafræði, ekki síst marxisma sem honum er hugleikinn. í MM enn sem fjallar um Mál og menningu og er orðsending til Magnúsar Kjartanssonar bendir Pétur Gunnarsson réttilega á að „sjálfstæðisbaráttan, fullveldið og síðar lýðveldisstofnunin" hafí bara verið „litla tannhjólið í gangverki MM“. Stóra tannhjólið í gangverki MM telur Pétur hafa verið sósíal- isma Sovétríkjanna og boðun hans á íslandi og vitnar í Kristin E. Andrésson sér til fulltingis. Undir þetta verður tekið hér og minnt á að óþarfi er að reyna að dylja þetta ætlunarverk eins og núverandi forvígismenn Máls og menningar hafa gert að undanfömu í viðtölum vegna afmælis bókaútgáfunnar. Pétur er stundum heillaður af valkostum marxismans, en oftast gagnrýninn á túlkun hans hér á Pétur Gunnarsson landi. Freistandi er að vitna í skrif Péturs um samfélagsmál. í Ára- mótapælingum ’84 segir m.a.: „Hægrimenn ólmast gegn félags- legri þjónustu, báknið burt, sjúkra- samlagið á sölulista . . . Vandinn bara að þar sem þessari þjónustu er fyrir að fara, myndi afnám henn- ar snerpa undir róttækni fólks og jafnvel ógna öllu samfélagsmynstr- inu. Vinstrimenn, á hinn bóginn, virðast löngu hættir að gera lífgun- artilraunir á sínum hugsjónasmyrð- lingum og einbeita sér þess í stað að ritun óskalista, en fljótlega kem- ur upp spurningin hvar eigi að taka féð.“ Að vonum hefur Pétur Gunnars- son ýmislegt til mála að leggja vegna umræðna um raunsæi og nýraunsæi, breytileika raunsæis í tímanum. Hann hrífst af hvers- dagsraunsæi íslenskra höfunda sem honum eru skyldir, en er ekki mik- ið fyrir að gefa bókmenntaupp- skriftir. „Kannski má líkja veruleikanum við sjúkling og bók- menntunum við meðal sem sjúkling- urinn myndar alltaf ný og ný ónæmi gegn“ skrifar Pétur. Margt í Sykri og brauði er dæmi- gert fyrir umræðu frá vinstri og gjaman kryddað vissri þjóðernis- stefnu. En höfundinum tekst oftar en einu sinni að orða hugsun sína með ferskum hætti svo að minnir á skáldsagnahöfundinn og það gef- ur bók hans ekki síst gildi. Donne og Francis Bacon Rúnanámskeið - Kynning á hugmyndaheimi fornmanna, tengslum þeirra við náttúruna, anda og goð. - Kynning á merkingu og notkun hinna germönsku RUNA til spásagna og persónulegrar leiðsagnar. - Náttúrutengsl og nútíminn. - Kynning á norrænum SEIÐ til könnunar á innlöndum hugans og breyttu vitundarástandi. I nlfth^hrnfH' Trvoavi Gunnar Hansen. Kyrmlnoarfcvfild: Rmmtudaoinn S. nóv. Id. 20.30-22.301 Þridrangi, Tryggvagötu 18. NámtkaiSstfcnl: Laugardag 7. nóv. kl. 10.00-17.00 og sunnudag 8. nóv.ld. 10.00-17.00. StaAur Asmundarsafn. Skránlng og upptýalngar. Þridrangur, slml 622305 kl. 17-19. Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson John Donne: Selected Prose. Edited with an Introduction and Notes by Neil Rhodes. Penguin Books 1987. Francis Bacon: The Essays. Ed- ited with an Introduction by John Pitcher. Penguin Books 1985. Donne og Bacon voru samtíma- menn. Donn fæddur 1572, dáinn 1631 og Bacon fæddur 1561, dáinn 1626. Donne áleit að sín myndi einkum verða minnst sem mikils prédikara, fremur en mikils skálds. Útgefand- inn Rhodes segir í formála, að tilgangur útgáfu þessa rits sé að sýna fram á af hveiju Donne hafði þessa skoðun. Þversagnir, vandamál og við- fangsefni, ákallanir og ritgerð um sjálfsvíg, þannig flokkar útgefand- inn efnið og loks prédikanir, sem er lengsti hluti ritsins. Ritgerðin um sjálfsvíg telur út- gefandinn vera fyrstu ritgerð þessa efnis á ensku. Donne tók prestvígslu 1615 og var þjónandi prestur við St. Pauls- kirkju frá 1621 til dauðadags. Donne hafði lifað umbrotasömu lífí fram til þessa og Isak Walton sem skrifaði fyrstu ævisögu Donne leitaðist við að líkja honum við heilagan Ágústínus, syndara sem umturnast til heilags manns. Út- gefandi telur að svo hafí ekki verið, kvæði hans bera vitni um magnaðar ástríður og efa, sem kyrrðist aldrei. Snilli hans sem prédikara átti sér vitaskuld kveikju í innri átökum og ástríðum. Þess vegna verða mögnuðustu ræðumar um margt líkar ástríðuþrungnustu kvæðum hans. Francis Bacon var meðal þeirra fyrstu, sem töldu að öll vitneskja fengist einungis sönn og rétt með tilraunum. Hann er þess vegna oft talinn faðir vísindalegrar rök- hyggju. Hann taldi því að kenning- ar Platons og Aristotelesar væru meira og minna heilaspuni án tengsla við raunveruleikann. Rann- sóknir á fyrirbrigðum náttúrunnar voru samkvæmt skoðun hans und- irstaða allrar sannrar þekkingar. Framan af ævi var Francis Bac- on embættismaður. Hann sat á enska þinginu og var mikill áhuga- maður um stjómmál, en var ákærður fyrir mútuþægni og féll í ónáð. Hann stundaði síðan rit- störf og heimspekilegar hugleið- ingar það sem eftir var ævinnar. Bacon hélt mjög fram hinni mekanísku heimsmynd. Hann taldi að keppikefli manna skyldi vera að gera sér náttúruna undirgefna og að maðurinn væri herra jarðar- innar og að með rannsóknum myndi hann ná valdi á frumöflun- um og veldi hans yrði þar með engum takmörkunum háð. Náttúr- an skyldi verða ambátt mannsins og vald hans yfír náttúrunni yrði fengið með tilraunum og rannsókn- um. Bacon skrifaði einkum á latínu, „Novum organum" kom út 1620, „The Advancement of Learning", 1605 og eru þau kunnust heim- spekiritgerða hans. Þetta safn ritgerða sem hér birtist er kunnast bókmenntalegra verka hans, kom fyrst út 1597.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.