Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐŒ), LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 13 stæðir einstaklingar, i samræmi við upphaflegan tilgang samtakanna. Ég lét í ljós von um að sá dagur myndi koma að i öllum sendinefnd- unum væru ekki aðeins stjórnarfull- trúar heldur einnig fulltrúar lýðræðislegrar stjórnarandstöðu. Þetta þótti mörgum fjarlægur draumur. í annan stað lagði ég áherzlu á það að mannréttindamál varða fyrst og síðast einstaklinga. Þegar grannt væri gáð væru það einstakl- ingar, sem yrðu fyrir barðinu á eða nytu eftir atvikum þeirra ákvarð- ana, sem teknar væru á alþjóðavett- vagni. • * • Ég fjallaði einnig um afvopnun- armál og þá þróun sem orðið hefur i kjölfar leiðtogafundarins f Reykjavík. Ég fagnaði líkum á sam- komulagi um takmörkun skamm- drægra kjarnorkuflauga, en lét þess jafnframt getið, að það hlyti að vera skilyrði fyrir farsælu fram- haldi, að breytingarnar stefndu ekki friði og Iýðræði í Vestur-Evrópu í hættu. Það kom til dæmis greini- Iega fram hjá fulltrúum ýmissa Evrópuríkja, að þeir bera ugg í brjósti yfir því að brottflutningur skammdrægra flauga frá Evrópu stefni öryggi ríkja þeirra í hættu vegna y f irburða austurblokkarinnar i hefðbundnum vopnabúnaði. Ég lagði áherzlu á að sátt og friðsamleg samskipti milli austurs og vesturs yrði að byggja á gagn- kvæmu trausti. Orð væru að vísu til flestra hluta fyrst, en þeim þyrftu að fylgja aðgerðir, til að gera þau marktæk. Ég tók sem dæmi, að orð Sovétmanna yrðu trúverðugri og marktækari, ef þeir flyttu herlið sitt frá Afganistan og sýndu þann veg vilja í verki. * * * Loks fjallaði ég um alþjóðleg efnahagsmál. Ég lagði áherzlu á alþjóðlega fríverzlun og nauðsyn þess að standa vörð um hana. Það væri mikilvægt, ekki sízt fyrir þró- unarlöndin, sem ættu allt undir því að koma framleiðslu sinni á mark- aði í þróuðum ríkjum. Ég áréttaði og sterklega þá stað- reynd, að það er samhengi milli almennra mannréttinda einstakl- inga og efnahagslegra framfara, bæði á innlendum vettvangi og fjöl- þjóðlegum. Full þörf væri á því, þegar mann- réttindamál væru rædd, að hafa þessa staðreynd jafnframt í huga. - sf. á tónleikunum í dag, Píanólög fyrir byrjendur. Slíkt verk hefur aldrei verið samið hér á landi áður en það vekur, þó ólíkt sé,- upp minningar um fyrstu heftin í Mikrokosmos eftir Béla Bartók. Fyrir utan þessa tónleika Snorra mun Tónlistarfélag Kristskirkju gangast fyrir allfjölbreyttum tón- leikum í vetur. Á næstu tónleikum, 15. nóvember, mun fiðluleikarinn Illíf Sigurjónsdóttir, sem starfað hefur sl. ár í Sviss, leika með enska píanóleikaranum David Tutt. Þau munu leika verk eftir Bach, Bartók og Richard Strauss. Um nýárið verða tónleikar f kirkjunni, þar sem söngflokkurinn Hljómeyki flytur ný og eldri verk eftir Hjálmar Ragnars- son. Snemma á næsta ári verða svo tónleikar í tilefni 80 ára afmælis franska tónskáldsins Olivier Mess- iaen, en hann er af flestum talinn til stórmeistara tónlistarinnar í dag. Björn Sólbergsson, organleikari, sem menntaður er í Frakklandi, mun leika nokkur helstu verk hans á orgel Kristskirkju. Loks eru fyrir- hugaðir a.m.k. tvennir „portretttón- leikar" íslenskra tónskálda í vor, en aðal stefnumið Tónlistarfélags Kristskirkju fyrir utan að efla tón- listarlíf i kirkjunni sjálfri er að kynna nýja tónlist, innlenda og er- lenda. Er mál manna að engin vanþörf sé á því. Hðfundur er tónskáld. e^.^fm eíri«ui»?^l.09l^öta^íCn 00 Til dæf«Sl^Sí 6-00° oghann - Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingsími: 685111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.