Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 , vænta. Til að veija enn betur er ef til vill ráðlegt að setja stóran plastpoka utan um laukakistuna á svölunum. í svalakassana er heppilegast að velja lágvaxnar tegundir. Krókusar, dvergpáskaliljur, hýas- intur og lágvaxnir túlipanar henta mjög vel. I áliðnum aprflmánuði — hér sunnanlands — má svala- kassinn svo fara að „fækka fötum“. Hafíð gát á honum og haldið honum í skjóli við húsið. Setjið hann ekki upp á svalahand- riðið nema á einstaka góðviðris- dögum. Vindsláttur V(;rdaganna getur annars auðveldlega brotið leggi blómlaukanna. Hafsteinn Hafliðason Að drífa lauka II Síðari grein Aðferðin stig af stigi: ílát: Pottar og krúsir af öllu tagi. Bestir eru samt venjulegir blómsturpottar með afrennslisgat í botni. Það skiptir litlu máli hvort þeir eru úr leir eða plasti. Blómst- urpottana má svo fela í potta- hlífum og skrautpottum. Það borgar sig ekki að rækta laukana beint í þannig dýrindisgripum. Mold: Blandið venjulegri potta- mold og þungum vikri saman til helminga. Þrengslamulningur, Mývatns- og Kötluvikur henta vel en Hekluvikur síður vegna létt- leikans. Gróðursetjið laukana eins þétt saman og þeir komast. Hyljið þá með mold svo að laukamir séu að minnsta kosti í hálfu kafí í moldinni. Smáa lauka er best að hylja alveg. — Athugið að best fer á því að láta sléttu hliðina á túlipanalaukum snúa út að potta- börmunum. Merkið hvem einasta pott með sortar- eða/og tegundamafni ásamt dagsetningu. Minnið getur oft verið hrapallega brigðult og ágiskanir út í hött! Vökvið vel á eftir og fylgist svo með því að moldin þomi ekki allan tímann sem ræktunin tekur. Setjið pottana svo á kaldan stað eins og fyrr er lýst og vitjið þeirra af og til. Kjörhiti er á bilinu 4—ÍO^C. Sé hann hærri er hætta á að laukamir rotni — eða fari of hratt af stað og kasti blómun- um. Lágur hiti lengir ræktunartí- mann um eina viku fyrir hveija gráðu sem hann er undir 7°C kjör- marki. Ofan við það mark styttist tíminn líka um eina viku fyrir hveija gráðu upp að 10°C. Tímasetning: Laukar sem settir em niður í byijun október má fara að drífa í janúarlok. Þeir laukar sem gróðursettir eru um miðjan mánuðinn má svo býija að drífa í febrúarbyijun. Þannig er hægt að teygja á blómguninni með viku til hálfsmánaðarbili. Drifhitinn: Þegar laukamir eru teknir inn tilbúnir til drifning- ar verður að gæta þess að fara ekki of geyst af stað með hitann. Best er að byija við 12—15°C og láta hann síðan hækka hægt upp í 18—20°C þegar fer að sjást í blómin. Blómin standa samt lengst sé hitinn hafður í lægri kantinum. Birta: Til að blöð og blóm fái sterkan og eðlilegan lit þurfa laukjurtimar að fá eins mikla birtu og mögulegt er eftir að þær eru komnar í drifninguna. Eftirræktun: Það launar ekki fyrirhöfn að reikna með fram- haldslífi fyrir driflaukana. Hendið þeim bara með góðri samvisku! Svalakassamir em kapítuli útaf fyrir sig. í sjálfu sér er að- ferðin alveg nákvæmlega sú sama og beitt er við driflaukana. — En það verður að passa að laukamir í svalakössunum fari ekki of snemma af stað. Því er hægt að stjóma með því að setja laukana seint niður og halda kössunum svo á eins köldum stað og hægt er án þess að það frjósi mjög í þeim. Mörgum hefur gefíst vel að búa um þá á svölunum og hafa þá þar yfir veturinn. Til þess ama er ágætt að nota kassa úr timbri, einangrunarplasti (frauðplasti) og jafnvel venjulega pappakassa. Þar eru svalakassamir svo settir í eft- ir að búið er að gróðurselja í þá laukana. Utan um þá og á milli þeirra er svo einangrað með sam- ankuðluðum dagblöðum, gömlum værðarvoðum eða plastkurli. Þessi „laukakista" er svo höfð sem næst húsveggnum á þeim stað svalanna sem síst er úrkomu að Kínakál Bókaútgáfan Iðunn gefur út sextíu bækur fyrir jólin Heimllishorn Bergljót Ingólfsdóttir Kínakál hefur verið fáanlegt hérlendis um nokkurra ára skeið, kærkomin viðbót við það sem fá- anlegt var í salatið. Kínakál hefur verið ræktað frá fomu fari (Aust- ur-Asíu og Kína og nafnið því vel í samræmi við upprunann. Rækt- un kínakáls, utan upprunalegra heimkynna, á sér langa sögu þó að neytendur hérlendis hafi ekki ýkja löng kynni af þessari græn- metistegund. Kfnakál er Ijómandi gott í grænmetissalat, en það er einnig hægt að nota það snögg- soðið og heitt og tapar það ekki ferskleika við það. Kálið geymist ágætlega í plastpoka í kæliskápn- um í nokkra daga, en ef það hefur aðeins látið á sjá og mýkst er hægt að stinga því í kalt vatn smástund fyrir notkun. Heitt kínakál 1 1 vatn 2 tsk. salt ca. 800 g kínakál 1 poki Hollandaise-sósa safí úr hálfri sítrónu steinselja Kálinu er skipt í fjóra hluta eftir endilöngu, soðið í 5—7 mín. í léttsöltuðu vatni. Látið síga vel a kálinu eftir suðu og því haldið heitu. )' Sósan er löguð eftir forskrift á pakka. Bragðbætt með sítrónus- afa og hellti heitri yfír kálið. Brytjuð steinselja sett yfir um leið og borið er fram. Haft með soðn- um eða steiktum físki eða grill- mat. Kínakáls-salat í salati er haft: Kínakál, tómat- ar og laukur ásamt einhveiju heitu kjöti í bitum. Kínalcálið er skorið þvert, tóm- atamir skomir í bita. Yfir er hellt olíu-edikslegi og kjötið sett saman við um leið og borið er fram. Rjómabakað kínakál 400 g kínakál 1 stór laukur 100 g skinka 50 g rifínn ostur IV4 dl kaffíijómi eða ijómabland 1 tsk. paprikuduft salt og pipar Kálið skorið og snöggsoðið í söltu vatni sem svo er látið síga vel af. Laukurinn er brytjaður og skinkan skorin í teninga. Kál, laukur og skinka lagt í lög í smurða ofnfasta skál, papriku- salti og pipar stráð yfir hvert lag. Bakað neðst í 200°C heitum ofni í ca. 40 mín. Borið fram með grófu brauði og smjöri eða sem meðlæti með físki eða kjöti. Bókaútgáfan Iðunn gefur út sextíu bækur fyrir jólin og er það nokkur aukning frá fyrra ári, að sögn Jóns Karlssonar, forstjóra Iðunn- ar. Bækur eftir íslenska höfunda eru alls fimmtán, þar af tvær nýj- ar ljóðabækur og ein skáldsaga . Ný ljóðabók eftir Sigfús Daðason kemur út og nefnist hún „Útlínur bak við minnið". Af öðrum verkum eftir íslenska höfunda taldi Jón Karlsson nýja skáldsögu eftir Kristján Jóhann Jónsson, „Undir húfu tollarans", sem er samtíðarsaga úr Reykjavík, og „Uppgjör konu“, opinskáar endur- RAGNAR Lár listmálari opnar sýningu á 22 vatnslitamyndum í Félagsheimilinu Festi í Grindavík laugardaginn 31. október. Myndimar á sýningunni eru allar gerðar á síðastliðnu sumri og eru fyrirmyndimar sóttar til Grindavíkur og nágrennis. Myndir em m.a. frá minningar Höllu Linker, eiga eftir að vekja hvað mesta athygli. Halla Linker giftist ung bandarískum kvik- myndaframleiðanda og fluttist vestur um haf, þar sem hún meðal annars stjómaði sínum eigin sjónvarpsþætti í 22 ár. Af þýddum verkum nefndi Jón „Perestrojka", bók eftir Gorbachev sem gefin er út um allan heim samtímis, og „Konur sem elska of mikið" eftir Robin Norwood, en hún ijallar um konur sem velja sér maka sem ekki endurgjalda ást þeirra. Grindavíkurhöfn og úr elsta bsejar- hlutanum. Einnig verða á sýningunni myndir frá golfvellinum, ströndinni og úr hrauninu. Sýningin verður opnuð kl. 16.00 á laugardaginn og verður opin til kL 20.00. Sýningin verður opnuð svo UL 14.00 á sunnudeginum 1. nómnJxr og lýkur kl. 20.00 á sunnudagskvóld. Ein af myndum Ragnars. Ragnar Lár sýnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.