Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 1t fiOamiM ŒcáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 411. þáttur Hrannar skaflinn herðir smell, hákarls skaflinn bítur. Hesthófs skaflinn hruflar svell, hengju skaflinn niður féll. Þessa vísu birti ég um daginn og bað lesendur að greina marg- breytilega merkingu miðríms- orðsins skafl. Jens Guðmundsson á Bæjum í Snæfjallahreppi (Jens í Kalda- lóni) hefur orðið við þessari beiðni og skrifar svo: „Hrannarskafl er brotfaldur, þ.e. brotstjór í stórsjó á hafi úti. Hákarlsskafl er hákarls- kjaftur, samanber að hákarlinn skeflir í sig með ógnarkrafti beituna og fæðu sína. Hesthófsskaflinn er skafla- jám undir hesthófum sem hruflar svellið, þ.e. broddamir undir skeifunum. En hengjuskaflinn niður féll, er hin alkunnu snjóflóð. Fyrst myndast snjóhengja í fjallabrún- um, sem auðvitað er skafl, fellur sem snjóflóð, svo sem allir þekkja.. Ég þakka Jens Guðmundssyni þessar góðu skýringar og til frekari áréttingar tek ég hér upp úr Orðabók Menningarsjóðs undir orðinu skafl: „1) samfokin fönn eða sandur (oft hrygglaga að ofan)... 2) brotstjór, holskefla. 3) hæl- broddur á skeifu til notkunar í hálku: skaflaskeifa. 4) tanna- röð í skötu og hákarli; höggtönn; tannaröðin (efri eða neðri) í manni: beygja skafl(inn), fá grátvipmr um munninn". Dettur þá umsjónarmanni í hug löngu liðinn atburður og kveðskapur. Það er ár 1238. Flóttamenn úr Öriygsstaðabar- daga hafa leitað hælis í kirkjunni í Miklabæ. Þeir fá að lokum all- ir grið nema sex. Kolbeinn og Þórður Sighvatssynir vom höggnir, þá Krákur og Svein- bjöm Hrafnssynir. Eftir vom Hermundur Hermundarson hinn hárprúði og Þórir jökull Stein- fínnsson. Hermundur átti þá ósk síðasta, að hár hans hið hrokkna og síða yrði bundið upp, svo eigi litaðist það blóði á höggstokkn- um, og var honum það veitt. Þórir jökull kvað vísu þá, sem margir kunna, áður en hann lagðist undir höggið: Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar drífa. Kostaðu huginn að herða, hér muntu lífið verða. Skafl beygjattu, skalli, þótt skúr á þig falli. Ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. Þess má geta til skýringa, að verða í vísunni er í merkingunni að láta, missa. „Beygjattu" merkir beygðu ekki, og skalli er þama heildstætt í merking- unni maður minn. ★ Magnús Kristjánsson á Þamb- árvöllum í Strandasýslu staðfestir það sem áður er fram komið um spakmælið: Garður er granna sættir. Ég birti hér á eftir tvo stutta kafla úr bréfi hans vegna annarra orða sem hann auðkennir: „Sagt var stundum um þá, sem gerðu mikið að því að stugga aðkomuskepnum úr löndum sínum, að þeir væru gras-sárir. En þetta á sína skýringu: Meðan heyskapur var að miklu leyti á engjum þótti ekki gott að hafa þar hóp af hrossum, sem bitu grasið og tróðu niður. Við það minnkaði heyfengur af eng- inu. En afkoma flestra heimila byggðist á því að eiga nóg hey á haustnóttum fyrir búféð yfír vet- urinn ... Sagt var um jörð eina þar sem ágangur búfjár var mikill: Hún er fóta-skinn. Ekki hefí ég heyrt hvað orðið fótaskinn merkjr þama, hvort það er að troða á einhveiju eða troða eitthvað nið- ur, eða þá einhver önnur merk- ing;“ Ég þakka Magnúsi Kristjáns- syni þessar upplýsingar og aðrar fýrri. Ég þekki orðið grassár heiman úr Svarfaðardal í svipaðri merkingu og Magnús greindi. En það er í ljótri vísu sem ég tilfæri ekki. Hins vegar fínn ég það ekki í orðabókum. Fótaskinn var í minni sveit haft um lélegt jarð- næði, en í Orðabók Menningar- sjóðs er sú merking ekki gefín, heldur er orðið þýtt: „1) iljaskinn. 2) skinn til að ganga eða þurrka sér á.“ Bætt er svo við orðtakinu að hafa einhvern að fóta- skinni= traðka á einhveijum, og enn dettur umsjónarmanni vísa í hug. Magnús Ásgeirsson þýddi mikið eftir Gustaf Fröding, þar á meðal Skáldið Wennerbóm. Þar segir: Og hann sofoar, leggst í lundinn inni, laufkrónumar stijála af miskunn sinni daufú skini um skáldið Wennerbóm. Kastanían fijómild fellir blóm, flaskan liggur tóm, sniglar hafa hana að fótaskinni. ★ Haukur Eggertsson í Reykjavík stingur upp á þessum orðum í staðinn fyrir „gallerí": listbær, listval, liststöð. Ég held mig enn við listhús og myndhús. Hvað leggið þið til málanna? Já, og meðal annarra orða, hvers kyns fínnst ykkur að eftir- farandi nafnorð séu: föl, gor, jógúrt, kók, kögur, mör, regn- skúr? ★ Salómon sunnan sendir þessar línur: Ganga sögur af Þjóðreki þaðan, um þráhyggjudellu sem skað' 'ann. Hann vill stöðugt þjóta til Vatnsmýrar-Tóta, en hann veit bara alls ekki hvaðan. Allra sálnamessa í Dómkírkjunni Landssam- tök hjarta- sjúklinga gefa út jólakort LANDSSAMTÖK hjartasjúkl- inga hafa gefið út jólakort og fylgir kortinu skreytt umslag. Jólakortið er með ljósmynd sem Ævar Jóhannesson tók. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála, en Landssamtök hjartasjúklinga hafa beitt sér fyrir fláröflunum til kaupa á rannsókn- ar- og lækningatækjum fyrir Landspítalann og fleiri sjúkrahús. Félagið hefur einnig haldið uppi fræðslu- og upplýsingaþjónustu í þágu hjartasjúklinga og stefnt er að því að stuðla að byggingu þjálf- unar- og endurhæfíngarstöðvar í Reykjavík, segir í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum. Skrifstofa samtakanna er í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík og er hún opin daglega f DÓMKIRKJUNNI verður flutt allra sálnamessa, þar sem beðið er fyrir öUum látnum, sunnudag- inn 1. nóvember kl. 14.00. Predik- nnin verður helguð trúnni á framhaldslíf og tónlistin eiunig. Svala Nielsen óperusöngkona syngur stólversið „Friður sé með öll- um yður“ eftir Schubert, og Dómkór- inn flytur „Ave verum corpus" eftir Mozart. Þá verður einnig flutt hið hefðbundna tón, sem lengi hefur ver- ið helgað þessum degi. Ég vænti þess, að þeir, sem hafa tengt tryggðarbönd við þessa helgi- stund, megi enn eiga þar gott samfélag og hvet alla, sem að undan- fömu hafa kvatt ástvini sína, til þess að koma í kirkju á morgun og samein- ast í bæn fyrir þeim. Þórir Stephensen kl. 13.00-17.00. GAMLI MIÐBÆRINN Samtökin Gamli miðbærinn óskar eftir sam- starfi við skemmtikrafta sem tilbúnir væru að taka þátt í að skapa skemmtilega stemmningu og andrúmsloft í miðbænum í desembermán- uði. Við leitum eftir hljómlistarfólki, kórum, leikflokkum og öllum þeim, sem telja sig hafa eitthvað fram að færa í þessum efnum. Vinsam- legast hafið samband við skrifstofuna, sími 621170. BANKAKORT: Samtökin vilja vekja athygli þjónustuaðila á mið- bæjarsvæðinu á mikilvægi bankakorta. Sé bankakorti framvísað og númer þess fært inn á ávísun, ábyrgist bankinn ávísun að upphæð 10.000 kr. Með þessu minnkum við áhættuna á því að sitja uppi með „ónýtar" ávísanir. TIL A THUGUNAR: í vaxandi samkeppni spyrja margir: „Hvað er til ráða?“ Snjallir kaupmenn finna alltaf einhvern mótleik. Sumir auglýsa vel og mikið og ekki ber að gera of lítið úr mætti auglýsinga, sé rétt að þeim staðið. Þær eru um leið upplýsingar, sem eru nauðsynlegarfyrirviðskiptavini. Aðrirfara þá leið að lækka álagningu og reyna með því að örva viðskiptin. í þessu erfólgin viss áhætta á því að menn teygi sig of langt og beri ekki eðlilegan hlut frá borði. Það er auðvitað ekki hægt að benda á eina leið sem hentar öllum. í þessu eins og svo mörgu öðru er vandratað meðalhófið. Þó má full- yrða, að það, sem er líklegast til að bera árangur til lengri tíma, sé að vanda vel alla þjónustu, sýna lipurð og kurteisi í allri framkomu, reyna að leysa úr öllum ágreiningsmálum á staðnum og kapp- kosta að viðskiptavinurinn fari ánægður út. Besta auglýsingin er nefnilega viðskiptavinur, sem kem- ur aftur vegna þess að hann hefur fengið vöru eða þjónustu á verði, sem hann sættir sig við, og fengið þá tilfinningu að hann sé velkominn aftur. I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.