Morgunblaðið - 31.10.1987, Side 19

Morgunblaðið - 31.10.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 19 AUGLYSING KÚNÍGÚND, SÉRVERSLUN MEÐ GJAFAVÖRUR, ___________________SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6 WLA GJAFAINNKA UPII\I ERU BYRJUÐ KÚNÍGÚND Erlendar og innlendar gæðavörur á boðstólum Falleg gjafavara í Kúnigúnd Skólavörðustíg 6 Fólk er byrjað að kaupa jólagjafirnar. Þó eru rúmar sjö vikur tiljóla. Við litum inn hjá Kúni- gúndá Skólavörðustíg 6 og það var ekki um að villast. „ Það er eldra fólkið sem er forsjált og verslarinn tiljólanna meðan veðrið ergott, “ sagði Sigurveig Lúðvíks- dóttir, kaupmaður. Og verslunin mætir þess- um forsjálu viðskiptavinum og pakkar inn í jólapappír með öllu tilheyrandi. Ekki amaleg þjónusta það. Það er greinilegt að versl- anir í Gamla miðbænum eru sem fyrr vel undir jóla- kauptíðina búnar. Nýjar vörur eru stöðugt að bæt- ast í hillurnar, og meira á eftir að berast af spenn- andi og fallegum varningi. í Kúnígúnd er mikið úrval af gæðavöru til gjafa eins og kunnugt er. Verslunin er eini aðilinn sem selur hina frægu framleiðslu Royal Copenhagen-fyrir- tækisins. Framleiðendur fyrir það fyrirtæki eru Holme- gaard með sína frægu gler- vöru og Georg Jensen, en stálborðbúnaðurinn frá því fyrirtæki er víðfrægur. Þá er það Bing og Gröndal, fínasta postulíniö, sem einnig er selt í Kúnígúnd. Sigurveig sagði, að versl- unin sérhæfði sig í vönduð- um vörum til heimilisins. Lögð væri áhersla á að vöruval væri sem allra fjöl- breyttast. Það er auðvelt Sigurveig í Kúnfgúnd að skipta gjöf í Kúnígúnd og fá annan hlut, sem eig- andinn kýs fremur. í Kúnígúnd er kominn mjög smekklegur norskur hótel- leir til heimabrúks, sterkur, en með létt yfirbragð. Hvíti liturinn sem hefur ráðið er að vikja fyrir pastellitum. Mjög fallegir gripir, sem munu prýða mörg jólaborð- in. í versluninni er mikið úrval af eldhúsáhöldum, sem eru í senn fallega hönnuð og úr úrvals efnum. Má þar nefna stálhnífana frá Sol- ingen í V-Þýskalandi, viðurkennt gæðastál. íslenskir listamenn skapa fallega keramikmuni fyrir Kúnigúnd. Má þar nefna Helga Björgvinsson og Svanhvíti Magnúsdóttur sem eru þarna með fallega gripi, gjörólík í vinnslu á leirnum, en bæði mjög at- hyglisverð. Þá eru þarna gripir sem veröa skemmti- legir til gjafa t.d. jólasvein- arnir þrettán ásamt foreldrunum, þeim Grýlu og Leppalúöa. Þessa gripi hefur Sigríður Bjarnadóttir gert og eru þetta vinsælar gjafir fyrirtækja til erlendra vina og viðskiptamanna, enda fylgir með útskýr- ingabæklingur á ýmsum málum. SIGRÚN OG JULÍUS (SKINN-GALLERII, LAUGAVEGI66 ÍSLENSKU SKINNIN ERU ÞAU BESTU í HEIMINUM Sigrún og Júlf- us skarta hér mokkajökkum, sem þau hafa framleitt, ákjósanlegur vetrarklæðn- aður. Mokkaflíkur eru aftur i tisku eftirnokkurt hlé, - að vísu talsvert öðruvísi fatnaðuren við þekkjum frá siðasta áratugi. Það er mun léttara yfir hönn- uninni og áferðin á efninu er allt önnur en áður. Við litum inn hjá þeim hjón- unum Júlíusi Steinarssyni og Sigrúnu Guðmunds- dóttur í Skinn-galleríi, en fyrirtæki þeirra er til húsa á þriðju hæð á Laugavegi 66. Júlíus lærði feldskera- iðnina í Svíþjóð og kona hans er pelsatæknir frá sænskum skóla. Mokkafatnaður er aðal- framleiðsluvaran í Skinn- galleríi um þessar mundir og nýtur mikilla vinsælda. Áferðin er kölluð Nappal- an-áferð. Hún er nokkuð leðurkennd, glansandi og hrindir frá sér fremur en að draga í sig eins og gamla áferðin gerði óneit- anlega. Skinnin eru lunga- mjúk og ótrúlega þægileg að bera, hamla hreyfingum ekki hið minnsta. „íslensku skinnin eru tvímælalaust þau bestu í heiminum," sagði Júlíus, „enda eru (talirnir á höttun- um eftir skinnum héðan. Það segir sína sögu. Við fáum skinn frá Loðskinni hf. á Sauöárkróki, úrvals efni sem gaman er að vinna úr.“ Sigrún sagði að sá litur sem vinsælastur er um þessar mundir væri koní- aksbrúnn, mildur og falleg- ur. Brúnir tónar eru greinilega í tísku í yetur. Hjá Skinn-galleríi er sér- saumað fyrir viðskiptavin- ina, en auk þess eru alltaf til skinnflíkur á lager. Hjá fyrirtækinu er talsvert sniðið og saumað úr rú- skinni sem flutt er inn í ýmsum litum, en einnig er notaö kálfaleður, hjartar- leður og fleiri gerðir leðurs. Þá eru alltaf saumaðir pels- ar af ýmsum gerðum, eins konar hliðargrein, aðallega gegn pöntunum. Skinnflíkur eru dýrari en þær sem saumaðar eru úr öðrum efnum. En þær end- ast lengur, bera sig alltaf vel og veita góða tilfinn- ingu. Varan er seld gegn óðum greiðsluskilmálum. Skinn-gallerii er rúskinn selt til heimasaums, en það tíðkast talsvert að fólk saumi úr því ýmiskonar fatnað. VERBUÐ Skólavörðurstig 22 ANDRÉS Skólavörðustig 22a Skólavörðustíg 7 LEIKFANGAHUSIÐ Skólavörðustíg 10 LISTVINAHÚS Skólavörðustíg 43 elle Skólavörðustíg 42 Sérverslun fyrir yngstu bömin Skólavörðustíg 2 u EGGERT feléktri Skólavörðustig 38 BLÓM & GRÆNMETI HF. Skólavörðustíg 3a Bikarinn Skólavörðustíg 14 «1 CMðkka-kaffi Skólavöröustíg 5 U | Skólavörðustíg 12 ^lheilsuhúsið Skólavörðustíg 1a HAKDPSJÓIUSAMBAND ÍSLAKDS Skólavörðustig 19 Hdrgreiöslustofan á Skólavörðustig 41 PéturTiyggvi Skólavörðustig 6 LfP* Skólavörðustig 17a Týsgata 1 HALLDOR SIGUROSSON SKARTGRIPAVtRZLUN Skólavörðustig 2 Skólavörðustíg 3 CARL A. BERGMANN ÚRSMIÐUR Skólavörðustíg 5 Skólavörðustíg 6 ÚRSMIÐIR Skólavörðustíg 3 /OgU< Skólavörðustíg 12 Ú>oÁc,6t/A LÁRUSAR BLÖNDAL Skólavörðustig 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.