Morgunblaðið - 31.10.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.10.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 19 AUGLYSING KÚNÍGÚND, SÉRVERSLUN MEÐ GJAFAVÖRUR, ___________________SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6 WLA GJAFAINNKA UPII\I ERU BYRJUÐ KÚNÍGÚND Erlendar og innlendar gæðavörur á boðstólum Falleg gjafavara í Kúnigúnd Skólavörðustíg 6 Fólk er byrjað að kaupa jólagjafirnar. Þó eru rúmar sjö vikur tiljóla. Við litum inn hjá Kúni- gúndá Skólavörðustíg 6 og það var ekki um að villast. „ Það er eldra fólkið sem er forsjált og verslarinn tiljólanna meðan veðrið ergott, “ sagði Sigurveig Lúðvíks- dóttir, kaupmaður. Og verslunin mætir þess- um forsjálu viðskiptavinum og pakkar inn í jólapappír með öllu tilheyrandi. Ekki amaleg þjónusta það. Það er greinilegt að versl- anir í Gamla miðbænum eru sem fyrr vel undir jóla- kauptíðina búnar. Nýjar vörur eru stöðugt að bæt- ast í hillurnar, og meira á eftir að berast af spenn- andi og fallegum varningi. í Kúnígúnd er mikið úrval af gæðavöru til gjafa eins og kunnugt er. Verslunin er eini aðilinn sem selur hina frægu framleiðslu Royal Copenhagen-fyrir- tækisins. Framleiðendur fyrir það fyrirtæki eru Holme- gaard með sína frægu gler- vöru og Georg Jensen, en stálborðbúnaðurinn frá því fyrirtæki er víðfrægur. Þá er það Bing og Gröndal, fínasta postulíniö, sem einnig er selt í Kúnígúnd. Sigurveig sagði, að versl- unin sérhæfði sig í vönduð- um vörum til heimilisins. Lögð væri áhersla á að vöruval væri sem allra fjöl- breyttast. Það er auðvelt Sigurveig í Kúnfgúnd að skipta gjöf í Kúnígúnd og fá annan hlut, sem eig- andinn kýs fremur. í Kúnígúnd er kominn mjög smekklegur norskur hótel- leir til heimabrúks, sterkur, en með létt yfirbragð. Hvíti liturinn sem hefur ráðið er að vikja fyrir pastellitum. Mjög fallegir gripir, sem munu prýða mörg jólaborð- in. í versluninni er mikið úrval af eldhúsáhöldum, sem eru í senn fallega hönnuð og úr úrvals efnum. Má þar nefna stálhnífana frá Sol- ingen í V-Þýskalandi, viðurkennt gæðastál. íslenskir listamenn skapa fallega keramikmuni fyrir Kúnigúnd. Má þar nefna Helga Björgvinsson og Svanhvíti Magnúsdóttur sem eru þarna með fallega gripi, gjörólík í vinnslu á leirnum, en bæði mjög at- hyglisverð. Þá eru þarna gripir sem veröa skemmti- legir til gjafa t.d. jólasvein- arnir þrettán ásamt foreldrunum, þeim Grýlu og Leppalúöa. Þessa gripi hefur Sigríður Bjarnadóttir gert og eru þetta vinsælar gjafir fyrirtækja til erlendra vina og viðskiptamanna, enda fylgir með útskýr- ingabæklingur á ýmsum málum. SIGRÚN OG JULÍUS (SKINN-GALLERII, LAUGAVEGI66 ÍSLENSKU SKINNIN ERU ÞAU BESTU í HEIMINUM Sigrún og Júlf- us skarta hér mokkajökkum, sem þau hafa framleitt, ákjósanlegur vetrarklæðn- aður. Mokkaflíkur eru aftur i tisku eftirnokkurt hlé, - að vísu talsvert öðruvísi fatnaðuren við þekkjum frá siðasta áratugi. Það er mun léttara yfir hönn- uninni og áferðin á efninu er allt önnur en áður. Við litum inn hjá þeim hjón- unum Júlíusi Steinarssyni og Sigrúnu Guðmunds- dóttur í Skinn-galleríi, en fyrirtæki þeirra er til húsa á þriðju hæð á Laugavegi 66. Júlíus lærði feldskera- iðnina í Svíþjóð og kona hans er pelsatæknir frá sænskum skóla. Mokkafatnaður er aðal- framleiðsluvaran í Skinn- galleríi um þessar mundir og nýtur mikilla vinsælda. Áferðin er kölluð Nappal- an-áferð. Hún er nokkuð leðurkennd, glansandi og hrindir frá sér fremur en að draga í sig eins og gamla áferðin gerði óneit- anlega. Skinnin eru lunga- mjúk og ótrúlega þægileg að bera, hamla hreyfingum ekki hið minnsta. „íslensku skinnin eru tvímælalaust þau bestu í heiminum," sagði Júlíus, „enda eru (talirnir á höttun- um eftir skinnum héðan. Það segir sína sögu. Við fáum skinn frá Loðskinni hf. á Sauöárkróki, úrvals efni sem gaman er að vinna úr.“ Sigrún sagði að sá litur sem vinsælastur er um þessar mundir væri koní- aksbrúnn, mildur og falleg- ur. Brúnir tónar eru greinilega í tísku í yetur. Hjá Skinn-galleríi er sér- saumað fyrir viðskiptavin- ina, en auk þess eru alltaf til skinnflíkur á lager. Hjá fyrirtækinu er talsvert sniðið og saumað úr rú- skinni sem flutt er inn í ýmsum litum, en einnig er notaö kálfaleður, hjartar- leður og fleiri gerðir leðurs. Þá eru alltaf saumaðir pels- ar af ýmsum gerðum, eins konar hliðargrein, aðallega gegn pöntunum. Skinnflíkur eru dýrari en þær sem saumaðar eru úr öðrum efnum. En þær end- ast lengur, bera sig alltaf vel og veita góða tilfinn- ingu. Varan er seld gegn óðum greiðsluskilmálum. Skinn-gallerii er rúskinn selt til heimasaums, en það tíðkast talsvert að fólk saumi úr því ýmiskonar fatnað. VERBUÐ Skólavörðurstig 22 ANDRÉS Skólavörðustig 22a Skólavörðustíg 7 LEIKFANGAHUSIÐ Skólavörðustíg 10 LISTVINAHÚS Skólavörðustíg 43 elle Skólavörðustíg 42 Sérverslun fyrir yngstu bömin Skólavörðustíg 2 u EGGERT feléktri Skólavörðustig 38 BLÓM & GRÆNMETI HF. Skólavörðustíg 3a Bikarinn Skólavörðustíg 14 «1 CMðkka-kaffi Skólavöröustíg 5 U | Skólavörðustíg 12 ^lheilsuhúsið Skólavörðustíg 1a HAKDPSJÓIUSAMBAND ÍSLAKDS Skólavörðustig 19 Hdrgreiöslustofan á Skólavörðustig 41 PéturTiyggvi Skólavörðustig 6 LfP* Skólavörðustig 17a Týsgata 1 HALLDOR SIGUROSSON SKARTGRIPAVtRZLUN Skólavörðustig 2 Skólavörðustíg 3 CARL A. BERGMANN ÚRSMIÐUR Skólavörðustíg 5 Skólavörðustíg 6 ÚRSMIÐIR Skólavörðustíg 3 /OgU< Skólavörðustíg 12 Ú>oÁc,6t/A LÁRUSAR BLÖNDAL Skólavörðustig 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.