Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Morgunblaðið/Bj ami Úr Sætabrauðskallinum, Eilert Ingimundarson og Saga Jónsdóttir í hlutverkum sínum. Söngleikurinn „Sæta- brauðskallinn“ frum- sýndur í Gamla bíói REVÍULEIKHÚSIÐ frumsýnir ævintýrasöngleikinn „Sæta- brauðskaliinn“ eftir David Wood i Gamla bíó á morgun, sunnudag. Leikstjóri er Þórir Steingrímsson, Ieikmynd er eft- ir Stíg Steinþórsson, Jóhann Pálmason stjómar lýsingu og Sigurður Jónsson sér um hljóð. Ævintýrasöngleikurinn „Sæta- brauðskallinn" var fyrst settur upp í Towngate leikhúsinu af Theatre Royal um jólin 1976, en síðan hefur hann verið sýndur víðsvegar um England, meðal annars tvisvar í „Old Vie" leik- húsinu í London. Einnig hefur Sætabrauðskallinn verið sýndur víða um heim, og var hann valinn vinsælasti bamaleikurinn í Vest- ur-Þýskalandi leikárið 1980-81. Aðalpersónumar í söngleiknum eru Gaukur von Kúkú, sem Þórar- inn Eyfjörð leikur, Herra Salti, sem leikinn er af Bjama Ingvars- syni, Frú Pipra, sem leikin er af Öldu Amardóttur, og loks Sæta- brauðskallinn, sem Ellert Ingi- mundarson leikur. Einnig koma við sögu þau Sláni mús sem Grét- ar Skúlason leikur, og Gamla hlussan, leikin af Sögu Jónsdótt- ur. Þau Þórarinn, Grétar og Adda fara hér með sín fyrstu hlutverk í atvinnuleikhúsi. „Sætabrauðskallinn" gerist á eldhússkenk á heimili „þeirra stóru“. Á skenknum búa herra Salti og frú Pipra, og Gaukur von Kúkú, sem býr í gauksklukku. Gaukur er með hálsbólgu svo hann getur ekki sagt „kúkú“, og á þar með á hættu að verða hent í ruslafötuna. Sætabrauðskallinn, sem er nýbakaður, hittir þau Gauk, Salta og Pipru, og býðst til þess að hjálpa við að lækna hálsbólguna, en er hindraður í því af mafíuþorparanum Slána mús og Gömlu hlussunni, gamalli tegr- isju sem býr uppi á efstu hillunni og allir hræðast. Grundvöllur fyrir bamaleikhúsi á ís- landi Þórir Steingrímsson leikstýrir söngleiknum, og hann var spurður Þórir Steingrimsson, leikstjóri. hvemig verk „Sætabrauðskall- inn“ væri. „Þetta er sannkölluð Qölskyldu- sýning, spennandi ævintýri með hæfílegri gamansemi í bland, og höfðar jafnt til fullorðinna og bama. Við teljum að það sé gmn- dvöllur fyrir bamaleikhús hér á landi. Revíuleikhúsið hefur áður sett upp bamaleikrit, en fyrsta verkefni okkar var bamaleikritið „Galdraland" eftir Baldur Georgs sem við sýndum í Bæjarbíó í Hafn- arfirði. Einnig höfum við sett upp „Litla Kláus og Stóra Kláus", og við teljum að það sé þörf á því að bömin sjái lifandi leikhús. Það er hætt við að þau verði aðeins þiggjendur við myndband eða sjónvarp, en í leikhúsi fínna þau nálægð verksins og em þáttak- endur í sýningunni. Til þess að bamaleikhús geti gengið til frambúðar verða að koma til styrkir frá skólayfírvöld- um eða ríkinu. Þegar framtak eins og leikhús er styrkt verður fólk að gæta að því að það em ekki gjafír, heldur skilar fjármagnið sér í skattheimtu af miðaverði sem rennur beint í ríkissjóð. Við emm tilbúin til þess að taka þessa áhættu vegna þess að við höfum trú á að þetta gangi.“ -SJ Saga Jónsdóttir: Ekkí síður fyrir fullorðna en böm Saga Jónsdóttir leikur Gömlu Hlussuna, gamala tegrisju sem býr í tekatlinum á eldhúshill- unni. Gamla Hlussan skelfir flesta aðra ibúa eldhússins og allir forðast hana, en hver er þessi gamla tepokahlussa? „Hún er voðalegt skass og skap- vond, og er ógnvaldur annarra á eldhússkenknum. Enginn hefur þorað að heimsælqa hana fyrr en sætabrauðskallinn biður hana um aðstoð, en það leynist í henni góð sál á bak við hijúft yfírborðið. Hún uppgötvar að hún hefur sjálf skapað sér óvinsældir og er ein- mana vegna þess, og reynir þá að snúa við blaðinu. Það er virki- lega gaman að kljást við hana, og það getur svo sem vel verið að við séum ekki svo ólíkar." — Hvemig leikrit er „Sæta- brauðskallinn" „Þetta er söngleikur, og mikið líf og fjör eins og vera ber í góð- um söngleik, mikið sungið og dansað. Pullorðnir eiga ekki síður erindi á þessa sýningu en böm, þetta er sýning sem öll fjölskyldan getur skemmt sér á saman." Saga Jónsdóttir rekur Revíu- leikhúsið ásamt Þóri Steingríms- syni, og hefur sett upp tvær sýningar hjá leikhúsinu. Áðspurð um hvemig starfsemin hefur gengið þau sex ár sem Revíuleik- húsið hefur starfað sagði hún að það hafí verið erfítt, en mjög Morgunblaðið/Bjami Saga Jónsdóttir ánægjulegt. „Samstarfíð hefur gengið mjög vel, og áhuginn hjá leikurunum alltaf verið mjög mik- ill, en húsnæðisleysið hefur háð okkur mikið. Við höfum verið að æfa í alls konar húsnæði, í fok- heldu húsnæði, og einu sinni æfðum við á jámsmíðaverkstæði, en við væmm ekki að þessu ef þetta væri ekki skemmtilegt og gefandi." Þórarinn Eyfjörð: Sérlega gaman að leika fyrir börn ÞÓRARINN Eyfjörð leikur Gauk von Kúkú, svissneskan gauk sem býr í gauksklukku, og hefur þann starfa að gala „kúkú“ á klukkutíma fresti. Hvernig hlutverk er Gaukur von Kukú? „Gaukur von Kúkú er mjög skemmtilegt hlutverk, og virki- lega gaman að fást við það. í upphafí leiksins fær Gaukur háls- bólgu, og þá er voðinn vís, ef honum batnar ekki verður honum hent í ruslið. Út frá þessu spinnst ævintýrið." Þórarinn útskrifaðist úr Leik- listarskóla íslands í vor, og þetta er hans fyrsta hlutverk eftir út- skriftina, en hann er einnig að æfa hlutverk í „Vesalingunum", söngleik sem verður jólaleikrit Þjóðleikhússins. Er mjög ólíkt að leika í þessum tveimur söngleikj- um? „í sjálfu sér er starf leikarans alltaf hið sama, þó að verkin séu ólfk. Revfuleikhúsið er lítill sjálf- stæður leikhópur, héma búum við ekki við fjárhagslegt öryggi, en vinnan er alltaf jafn mikils virði. Hvað varðar „Sætabrauðskallinn" þá er gífurlega gaman að leika fyrir böm, þau láta tilfínningar sínar og skoðanir í ljós, og em opinskárri en fullorðnir áhorfend- ur.“ Aðspurður hvort hann hefði ekki verið hræddur við að fara úr í leiklist vegna atvinnuleysis með- al leikara, sagði Þórarinn að þeir sem fæm út í leiklistamám hug- Morgunblaðið/Bjami Þórarinn Eyfjörð suðu ekki mikið út í atvinnuhorf- umar í fyrstu. „Fólk fer út i þetta af einhveiju bijálæði, það er búið að ákveða að það vilji gera þetta og ekkert annað. Seinna þegar menn koma út í ískaldan raun- vemleikann gera þeir sér frekar grein fyrir hvað það var sem þeir vom að fara út f. Ég hlýt að vera undir einhverri heillasjömu að fá tækifæri til þess að leika í allan vetur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.