Morgunblaðið - 31.10.1987, Side 22

Morgunblaðið - 31.10.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Ráðstefna Vöku um dagvistarmál: „Foreldrarekin“ dagheim- ili það sem koma skal Aukíð frumkvæði stúdenta nauðsynlegt segir Davíð Oddsson VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, gekkst siðastliðið fimmtu- dagskvöld fyrir dagvistarráðstefnu í hugvísindahúsi háskólans, Odda. Þar voru flutt fjögur erindi, þar sem reifuð voru ýmis sjónarmið í dagvistarmálum. Davíð Oddsson, borgarstjóri, ræddi um dagvistar- þjónustu Reykjavíkurborgar, Eirikur Ingólfsson, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar, stúdenta um þá þjónustu sem stofnunin hefði veitt, veitti og kæmi hugsanlega til með að veita. Freyja Kristjánsdóttir ræddi um kosti og galla hinna svokölluðu „foreldra-reknu“ dagheim- ila og Valborg Snævarr, fuUtrúi Vöku í háskólaráði reifaði hugmyndir að nýjum leiðum i dagvistarmálum fyrir stúdenta. Líflegar umræður urðu að loknum framsöguerindum. Benedikt Bogason, formaður Vöku, setti ráðstefnuna. Hann kom inn á það í ræðu sinni, að dagvistar- mál væru eitt af brýnustu hags- munamálum stúdenta, nauðsynlegt væri að vel væri á málum haldið, þannig bamafólk flæmdist ekki frá námi. „Ljóst er að íjöldi bamafólks meðal stúdenta fær ekki dagvistar- pláss fyrir bömin sín. Þarf þvf að staldra við og kanna leiðir til úr- bóta.“ Uppblásið í ríkisfjölmiðlum Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði í erindi sínu að umræður um dagvistarmál hefðu verið ofarlega á baugi undanfarið og væri það vel, en hins vegar hefði umraeðan að hluta komið til vegna tímabundinna erfíðleika í mannaráðningum, sem blásnir hefðu verið upp með óeðlileg- um hætti og hefðu nokkrir fjölmiðl- ar, einkum ríkisflölmiðlamir, tekið þátt í þeim leik. „Reynt hefur verið að nota þá stöðu til að sýna fram á að allsheijar ófremdarástand sé í dagvistarmálum og er einkum spjót- um beint að Reykjavíkurborg af einhveijum ástæðum, þó að fram hafi komið til, að mynda í svöram á Alþingi íslendinga, að hvergi er meira gert í dagvistarmálum, en ein- mitt í höfuðborginni og hvergi er ástandið betra í þeim efnum, en ein- mitt þar og hvergi fleiri dagvistar- rými á hvert bam en þar." Davfð rakti þá stökkbreytingu sem hann taldi hafa orðið í dagvist- armálum í Reylqavík undanfarin ár og áratugi. A þeim tíma er hann fæddist hefðu þrjú bamaheimili ver- ið í Reykjavík, en nú væra þau að nálgast sjötíu, ef saman væra talin heimili borgarinnar og annarra að- ila. Kostnaður vegna þeirrar þjón- ustu, sem veitt er f þessum málaflokki, vex líka hröðum skref- um, ekki bara í krónum talið heldur hlutfallslega jafnframt, þannig að æ stærri hluti af þeim peningum, sem sveitarfélagið hefur úr að spila á hveiju ári, gengur til þess mála- flokks, jafíit til uppbyggingar, en þó einkum og sér í lagi til reksturs." Þróunin síðustu 10 ár Davíð rakti töluiega þróun síðustu tíu ára í dagvistarþjónustu. Plássum á skóladagheimilum hefði fjölgað úr 82 í 272, eða 331%. Pláss í heilsdags- dagvistun hjá Reylqavíkurborg hefðu verið 780 1977, en nú væra þau 1.156 og hefði því fjölgað um 48%. Og ef litið væri til leikskól- anna, þá hefðu þeir verið með pláss fyrir 1.612 böm árið 1977, en í árs- lok 1986 væra þau 2.470, eða aukist um 53%. Þessar tölur taldi Davíð hafa enn meira vægi vegna þeirrar staðreyndar, að bömum á aldrinum 0-5 ára hefði fækkað úr 8.510 árið 1977 í 8.411 á þessu ári, á sama tíma og öðrum borgarbúum hefði fjölgað um 8.000. „Arið 1977 gat Reykjavíkurborg séð fyrir plássi á dagvistarheimili eða leikskóla fyrir 33% af öllum bömum á aldrinum 0-5 ára. Á þessum 10 áram er talan komin upp f 43%.“ Gat hann þess að til viðbótar kæmi það rými, sem væri hjá einkadagvistarstofnunum Reykjavík, þar sem pláss væri fyrir 585 böm. Væri þá hlutfallið komið í rúmlega 50% og þegar litið væri til þess að töluvert langur tími liði, þar til farið væri að hafa böm á dagvistarstofnunum og kennsla 5 ára bama tekin að færast í aukana væri talan enn hærri. „Það er því langt frá því að unnt sé að tala um ófremdarástand," sagði Davíð og bætti því við, að Reykjavíkurborg tæki þátt í starfí dagmæðra, sem rækju sína þjónustu margar með ágætum, og sinntu þær tæplega 1.200 bömum. 400 milljónir á ári Davíð ræddi því næst um kostnað- inn. Hann taldi að á yfírstandandi ári greiddu foreldrar nálægt 125 milljónir króna fyrir gæslu á bömum hjá Reykjavíkurborg og borgarsjóð- ur 315 milljónir á móti. Til annarrar daggæslu greiddi borgin 30 milljón- ir, auk þess sem 45 milijónir færa í rekstur gæsluvalla. „Samtals bætir borgin því 400 milljónum við 125 milljóna framlag foreldra og því flarri lagi að halda því fram að sveit- arfélagið sinni ekki þessum mála- flokki." Borgarstjóri kvað hina hröðu upp- byggingu hafa haft ýmsa kosti í för með sér, en hefði hins vegar haft þá ókosti, að rekstrarkostnaður hefði stórlega aukist. Hin mikla fjölgun hafí kallað á grfðarlegan fjölda starfsmanna, en nú ynnu tæplega 1.000 manns í heldur færri stöðu- gildum á dagvistarheimilum borgar- innar. Um kjör fóstra sagði Davíð að ýmsu hefði verið slegið fram, en í því sambandi mætti benda á að fleiri menntaðar fóstrur væru í störf- um f samræmi við menntun sfna, en tfðkaðist um önnur kvennastörf. Hann benti einnig á að viðkomandi skólastofnanir hefðu ekki getað mætt hinni hröðu uppbyggingu þess- ara faglegu stofnana og kæmi það til álita að borgin ræki eða styddi einkaaðila til að reka skólastofnun, sem með viðurkenndum hætti gæti laðað til sín fleiri nemendur og út- skrifað, þannig að starfsmanna- skortur þyrfti eldri að hamla uppbyggingu. Davið kvaðst vera þeirrar skoðun- ar, að stúdentar ættu í auknum mæli að hafa vaxandi framkvæði í uppbyggingu sinna dagvistarstofn- ana. Taldi hann ekki óeðlilegt að í tengslum við uppbyggingu nýrra hjónagarða yrði gert ráð fyrir innan- húss sem svaraði tveimur til þremur íbúðum fyrir dagvistarheimili. Samstarf stúdenta og Reykjavíkur Eiríkur Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Félagsstoftiunar stúdenta, flutti næst erindi, þar sem hann fjall- aði um þátt stofnunarinnar í dagvist- un. Hann rakti sögu þeirra afskipta frá 1968, þegar FS opnaði dag- heimilið Efrihlíð. Fjóram áram síðar var dagheimili FS í Valhöll við Suð- urgötu stofnað. Árið 1978 yfirtók Reykjavíkurborg rekstur dagheimil- anna gegn því að stúdentum yrðu tryggð 17% af dagvistarrými í borg- inni. „Má því þannig segja að stúdentar hafi með þessum sam- starfssamningi keypt sig inn f dagvistarkerfi borgarinnar." Eiríkur sagði að á áranum 1981—82 hafi talsvert starf verið unnið á vegum stjómar FS að undirbúningi nýs dagheimilis stúdenta, en fram- kvæmdum hefði verið frestað, þar eð ekki hefði tekist að tryggja flár- mögnun. Hann sagði að þó hefði vaknað aftur umræða sfðastliðinn vetur, enda hefði stúdentaráð þá sýnt málinu áhuga. Eiríkur taldi rétt að stefna að því að flytja dagvistar- starfsemi bæði úr Efrihlíð og Valhöll, sem báðar væra óhentugar undir slíkan rekstur og reisa á há- skólalóðinni bamaheimili fyrir 70 böm. „En það þarf fleira en lóð. Peningar era og hafa verið sá þátt- ur, sem allt hefur hingað til strandað á.“ Eiríkur var nokkuð bjartsýnn á að með bættri stöðu Byggingarsjóðs stúdenta, sem fyrirsjáanleg væri, mætti leggja á ráðin um þátttöku í kostnaði við byggingu dagheimilis, en ekki þýddi þó að reikna með slíku framlagi næstu tvö árin, meðan enn væri verið að koma upp hjónagörð- um. Vonaðist hann eftir að formleg- ar viðræður um samstarf við borgina gætu hafíst fljótlega. Dagheimili rekið af foreldrum Því næst flutti erindi Freyja Krisljánsdóttir, forstöðumaður bamaheimilisins óss, en það er svo- kallað „foreldrarekið“ bamaheimili, þ.e. foreldrar þeirra bama, sem hveiju sinni dvelja þar, sjá um rekst- urinn. Bamaheimili þetta var stofn- að fyrir 14 áram og var markmiðið með stofnun þess, að sögn Freyju, að stuðla að því að foreldrar hefðu betra tækifæri til þess að fylgjast með gæslu bama sinna og hefðu meiri innsýn í starf fóstranna. Gat hún þess að heimilið væri ekki deildaskipt eftir árgöngum, heldur væra öll bömin saman eins og systk- inahópur. Ákvarðanir í sambandi við rekstur, mannaráðningar, inntöku nýrra bama og inntökugjöld væra taknar foreldrafundi, foreldramir sæju um viðhald og einu sinni í viku leystu þeir fóstramar af við gæslu baraanna. Náið samband foreldris og fóstru Freyja sagði helsta kostinn við rekstur sem þennan vera hið nána samband og samvinnan á milli for- eldris og fóstra. Tæki foreldrið virkan þátt í því starfi, sem unnið væri á heimilinu. Helsta gallann kvað hún vera þann, að ekki ættu allir foreldrar þess kost að komast frá vinnu til þess taka þátt í gæsl- unni, þannig að ákveðinn hópur fólks gæti ekki tekið þátt í starfinu. „Það sem er erfiðast við rekstur- inn er húsnæðið," sagði Freyja og benti á að tvö samsvarandi dag- heimili hefðu lagt upp laupana vegna húsnæðisvandræða. „Svona heimili standa og falla með húsnæðinu, öll önnur vandamál geta foreldramir Ieyst,“ sagði Freyja og gat þess að Ós hefði þrisvar sinnum þyrft að flytja síðan það var sett á laggim- ar, en nú væri það komið í láns- húsnæði frá borginni. „Við höfum fyrir löngu sannað okkur og eftir- spumin er meiri en við getum nokkum tíma annað. Það eina sem vantar er að einhver byiji." Konum fjölgar í HÍ Síðasta framsöguerindið flutti Valborg Snævarr, fulltrúi Vöku í háskólaráði. Hún benti á að um síðastliðin áramót hefðu 232 böm stúdenta verið á biðlista eftir dag- vistun hjá Reykjavíkurborg, sú tala hefði reyndar minnkað í rúmlega hundrað. Hún taldi hins vegar þess- ar tölur ekki segja alla söguna. Ekki ættu allir stúdentar lögheimili í Reykjavík og stúdentar sæktu al- mennt ekki um á vöggustofum eða dagheimilum, þar eð þau pláss væra svo til eingöngu ætluð einstæðum mæðrum og biðlisti væri hreinlega Morgunblaðið/Sverrir Benedikt Bogason, formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, setur ráðstefnu um dagvistar- mál. Lengst tíl vinstri við pallborðið er L4ja Stefánsdóttir, fundarstjóri, Freyja Kristjánsdóttir, Valborg Snævarr, Eiríkur Ingólfsson og Davíð Oddsson, borgarstjóri. það langur, að það tæki því ekki fyrir fólk, sem ætti stutt eftir í námi, að sækja um. Taldi Valborg augljóst að vandi væri fyrir höndum hjá stúd- entum; hefði sá vandi farið vaxandi vegna sífellt aukins flölda kvenna í háskólanum. Svona er það nújafnréttið! Valborg gerði að sérstöku um- ræðuefni þátt Lánasjóðs íslenskra námsmanna, þar sem hann hefði með nýjustu úthlutunarreglum sínum veist að einstæðum mæðram með því að telja meðlög til tekna, þannig að þau drægjust nú frá láni og gerðu þessum hópi erfiðara fyrir að stunda nám. „Meðlagsgreiðendur. sem oftast era feður, fá hins vegar lánað sérstaklega til meðlagsgreiðsl- unnar. Svoria er það nú jafnréttið." Um þátt stúdenta hjá borginni sagði Valborg að fyrsta skrefið væri að endurskoða samkomulagið við borgina. Helst þyrftu stúdentar að fá fulltrúa I stjómamefnd dagvistun- ar, gætu þeir til dæmis gætt þess að „kvóti" námsmanna í dagvistun borgarinnar væri fullnýttur, lokun- artími á sumrin væri sveigjanlegri og gjöld þeirra væra lægri en ann- arra. Sem dæmi um nauðsyn þess að fulltrúar stúdenta ættu setu í nefnd- inni nefndi Valborg afgreiðslu til- lögu, sem lögð var fyrir borgarstjóm um niðurgreiðslu fyrir stúdenta á dagmæðrakostnaði. „Hvers vegna að gera upp á milli foreldra, sem eiga böm sín á dagheimilum, og þeirra, sem era hjá dagmæðram?" Valborg hélt síðan áfram í umflöllun sinni um dagmæðrakerfíð og sagði að þrátt fyrir mjög gott starf margra þeirra væri óstöðugleiki slíkur í dag- mæðrastéttinni, að stúdentar gætu ekki byggt á þessu kerfí sem fram- tíðarlausn. Skemmtileg og mann- eskjuleg lausn Valborg sneri sér síðan að því sem hún telur að sé einhver skemmtileg- asta og manneskjulegasta lausn á dagvistarvanda stúdenta, hinum svoköiluðu foreldrareknu dagheimil- um. Vonaðist hún til þess að jákvæð umsögn gæti fengist hjá borgar- sijóm til að setja á stofn slíkt heimili og að borgin tæki þátt í rekstrar- kostnaði. Taldist Valborgu til, að með lögbundinni þátttöku ríkis í byggingarkostnaði, kaupum eða leigu og miðað við sama rekstrar- kostnað og hjá borginni, þyrfti hvert pláss að kosta um 24-25 þúsund kr. til að standa undir sér. Ætti þá eft- ir að koma til niðurgreiðsla sveitarfé- lagsins. „Einn galli er hins vegar á gjöf Njarðar. í fjárlagaframvarpi er gért ráð fyrir núll krónum til upp- byggingar dagvistarheimila." Taldi Valborg þetta æði undarlega jafnað- arstefnu hjá fjármálaráðherra. Hún minnti að endingu á að til stæði að stofna foreldrasamtök í Háskóla ís- lands og taldi hún að slíkur sam- starfshópur ætti meðal annars að geta undirbúið stofnun foreldrarek- ins dagheimilis. Líflegar umræður vora að loknum framsöguerindum. Var þar meðal annars rætt um dagheimili í hinum nýju hjónagörðum og þátttöku garð- búa í rekstri slíks dagheimilis. Davíð Oddsson sagði að það væri frei- standi að fallast á aðild stúdenta að stjómamefnd dagvistar, en hins veg- ar vildi hann ekki lofa neinu að svo stöddu. „Sú gagnrýni gæti komið fram að með þessu væri verið að draga einn hóp út úr.“ Hann benti hins vegar á að fordæmi væri fyrir því í öðram nefndum og stjómum að hagsmunaaðilar ættu setu. Einn- ig vægi það þungt að stúdentar hefðu lagt til tvö dagheimili í dag- vistarkerfi Reykjavíkur. Davíð taldi þetta réttmæta kröfu. Um niður- greiðslu á dagmæðrakostnaði sagði Davíð, að það hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir borgina. Einnig yrði að taka tillit tii þeirra, sem engrar þjónustu nytu. Sigrún Magn- úsdóttir, borgarfulltrúi, var meðal þeirra, sem til máls tóku á ráðstefn- unni. Lýsti hún yfir sérstakri ánægju sinni með ræðu Valborgar og lýsti sig mjög hlynnta foreldrareknum dagheimilum. Fundarstjóri á ráðstefnunni var Lilja Stefánsdóttir, formaður Félags hjúkranarfræðinema.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.