Morgunblaðið - 31.10.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.10.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Jólasvemdi eru komnir ( á kreik í gluggunum í Hafnarstræti wjr • \ • 'y"1 og Kringlunm.:. til aö minna ykkur á, að óðum styttist til jóla og að betra er að hafa tímann fyrir sér ef jólagjafirnar vina og ættingja erlendis eiga að ná fram í tíma. .. Við göngum frá og sendum jólapakkana um allan heim. Allar sendingar eru fulltryggðar yður að kostnaðarlausu. RAMMAGERD1N HAFNARSTRÆtl 19 & KRINGLUNNI „V ængjasláttur í þakrennum“ þýdd á norsku SKÁLDSAGA Einars Más Guð- mundssonar, Vængjasláttur í þakrennum, kom nýlega út hjá Cappelan forlaginu í Noregi und- ir nafninu Vingeslag í takrenna. Bókin er þýdd af Jóni Sveinbimi Jónssyni, sem er ritstjóri hjá Cappelan forlaginu. I fréttatilkynningu frá Almenna bókafélaginu segir að viðbrögð norskra gagnrýnenda hafi verið skjót og góð og í einum dómi segir meðal annars: „Skáldsagan er í sjálfri sér mjög raunsæ og ætti því ekki að stugga almennum lesendum frá sér, en jafnframt felur hún í sér surrealístíkt sprengiefni, sem er nægilegt til að senda helming norskra rithöfunda til tunglsins." Annar gagnrýnandi kemst svo að orði: „Boðskap þessarar ljóð- rænu dúfusögu má skýra á ýmsa vegu, óski lesandinn þess. Annars þarf maður hvorki grúskara né skýrendur til að njóta frásagn- arstfls íslendingsins." Vængjasláttur í þakrennum hef- ur áður komið út á dönsku og er EINARMAR GUÐMUNDSSOn Kápa norsku útgáfunnar bókin væntanleg á sænsku næsta vor. Þá hefur þýzka tímaritið Neu Deutsche Rundschau birt úr henni sýnishom. Einnig er fyrirhugað að gefa Riddara hringstigans út hjá Wolfgang Butt Veriag í Vestur- Þýzkalandi. Sýning opnuð í Listasafni alþýðu í dag: Starf blaðamanna í 90 ár Morgunblaðið/BB Skrifborð á skrifstofu forstöðukonu var meðal þeirra húsmuna sem skemmdarverk voru unnin á. Sauðárkrókur: Skemmdarvarg- ar ófundnir Sauðárkróki UM SÍÐUSTU helgi var brotist inn i ieikskólann i Furukoti og unnin mikil skemmdarverk. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er ekki vitað hverjir voru þar að verki en unnið er að rannsókn málsins. í samtali við Lindu Bjömsdótt- ur forstöðumann leikskólans kom fram að önnur .deild skólans var tekin í notkun síðastliðinn mið- vikudag en tekið var á móti bömum í síðari hópnum á fimmtu- dag. Linda sagði að starfsfólk hefði einbeitt sér að þrifum í vi- kunni og reynt að koma húsinu í eðlilegt horf eftir því sem hægt er. Allmikið af leikföngum og öðmm munum þurfti að fleygja og allstaðar em merki um skemmdarverkin. För á húsgögn- um og veggjum eftir vatn, lausir gólfdúkar og skemmdir á vegg- klæðningu og þurfa iðnaðarmenn að koma til skjalanna þegar skemmdimar koma að íullu í Ijós. - BB Morgunblaðið/Júlíus Þau hafa haft veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar, frá hægri: Guðjón Einarsson ijósmyndari, Guðmundur Sv. Hermannsson varaformaður BÍ, Lúðvík Geirsson formaður BÍ og Jóhanna Harðar- dóttir formaður sýningarnefndar. í baksýn sjást Siguijón Jóhannsson og Björgvin Páisson hengja upp eina af myndunum á sýningunni. í TILEFNI 90 ára afmælis Blaða- mannafélags Islands stendur félagið fyrir viðamikilli sögu- og ljósmyndasýningu sem verður opnuð í Listasafni alþýðu við Grensásveg í dag klukkan 15 Sýningin ber yfirskriftina „Saga og störf blaðamanna í 90 ár“ og kennir þar margra grasa. Viða- mesti hlutinn em fréttaljósmyndir frá síðustu ámm og áratugum. Yfir 30 fréttaljósmyndarar eiga myndir á sýningunni þar af ^ölmargir sem störfuðu við fréttaljósrnyndun á sjötta og sjöunda áratugnum. Yfir 100 fréttamyndir em á sýningunni. Þá er á sýningunni rakin þróun- arsaga útlitsteiknunar á dagblöðum frá fyrstu útgáfum til síðustu ára. Einn merkasti þáttur sýningarinnar em margvísleg skjöl um sögu og starf Blaðamannafélagsins frá fyrri ámm en flest þeirra komu í leitim- ar fyrir fáeinum misserum. Þau höfðu verið í vörslu Jóns Bjamason- ar heitins, fyrmm ritara og form- anns Blaðamannafélagsins en Jóni tókst með mikilli ástundun að halda til haga dýrmætum skjölum um sögu félagsins. Meðal merkra skjala á sýningunni er það elsta úr sögu félagsins, boðsbréf frá Jóni Ólafs- syni ritstjóra um stofnun Blaða- mannafélagsins 18. nóvember 1897. Á afmælissýningunni er einnig bmgðið upp mynd af vinnuaðstöðu blaðamanna fyrir 50-60 ámm og hún borin saman við það sem tíðkast nú á dögum þegar tölvu- tæknin ræður ríkjum. Þá er Ríkisút- varpið með sérstakt horn þar sem sýndir em munir frá sögu frétta- stofu útvarpsins, meðal annars verður leikin um það bil 45 mínútna löng upptaka úr ýmsum merkum fréttatímum, til dæmis fyrstu beinu fréttasendingunni en hana annaðist Hendrik Ottósson úr flugvél yfir- gosstöðvar Heklu 1947. Þessi afmælissýning Blaða- mannafélagsins verður opin dag- lega til 15. nóvember, frá klukkan 14-20 virka daga og 14-22 um helg- ar. Sendum um allan heim!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.