Morgunblaðið - 31.10.1987, Page 30

Morgunblaðið - 31.10.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Reuter Ronnie Wood opnar listsýningu Ronnie Wood, gítarleikari rokkhljómsveitarinnar sálugxi Rolling Stones, opnaði myndlistarsýningu i London á fimmtudag. A sýn- ingunni eru meðal annars málverk af frægu fólki og sést á myndinni hvar Wood stendur fyrir framan mynd af höfuðpaur hljómsveitarinnar, hinum varamikla (og -sama?) Mick Jagger. Ber sýningin nafnið Áratugir og þykir gárungum það réttnefni. Ekki fer sögum af því hvort Wood er betri gítarleikari en mynd- iistarmaður. Einkavæðiiig' BP heldur áfram London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, NIGEL Lawson, fjármálaráð- herra Bretlands, lýsti yfir því i neðri málstofu brezka þingsins í fyrrakvöld, að rikisstjórnin hyggðist standa fast við sölu hlutabréfa ríkisins í oliufélaginu BP. Langt er síðan brezka stjómin ákvað að selja hlutabréf í BP að verðmæti 7,2 milljarðar sterlings- punda en um tíma leit út fyrir að ástand á verðbréfamörkuðum að undanförnu mundi setja strik í reikninginn. Hlutabréf BP höfðu hríðfallið í verði og eftirspum eftir þeim var orðin hverfandi. Þær millj- ónir manna sem þegar höfðu ákveðið að kaupa hlutabréf máttu naga sig í handarbakið en ljóst var þó að verstur yrði skellurinn fyrir þær fjármálastofnanir sem höfðu skuldbundið sig með samningum við nkisstjórnina til að kaupa öll þau hlutabréf sem ekki tækist að selja á almennum markaði. Hialdsmenn leita að nýju formannsefni London, frá Valdidmar Unnarí Valdimrssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SÚ ákvörðun Youngs lávarðar að gefa ekki koist á sér sem næsti formaður brezka íhaldsflokksins þykir framar öðru bera nokkurn vott um álitshnekki fyrir Margaret Thatcher, forsætisráðherra. Eftir að Norman Tebbit, núver- flokksins en peningum er meðal andi formaður íhaldsflokksins, ákvað í sumar að láta af því starfi varð fljótlega ljóst að líklegasti eft- irmaður hans yrði Young lávarður, sem nú er ráðherra iðnaðar- og verzlunarmála. Ekki spillti það fyrir Young að hann naut fulls stuðnings Thatcher, sem leynt og ljóst vnan að því að Young leysti Tebbit af hólmi. Margt fer öðru vísi en ætlað er. Innan Ihaldsflokksins óx þeim öfl- um sífellt ásmegin, sem töldu ýmsa meinbugi á því að Young lávarður tæki við formannsstarfinu. Gengu þeir fram fyrir skjöldu Whitelaw lávarður, formaður íhaldsmanna í lávarðadeildinni, og John Waken- ham, formaður þingflokks íhalds- manna í neðri málstofunni. Þeir tveir og ýmsir aðrir háttsettir íhaldsmenn töldu fráleitt að for- mennska í flokknum væri á hendi þess manns, sem jafnframt væri ráðherra iðnaðar- og verzlunar- mála. Slíkir gætu hagsmunaá- rekstramir orðið. Hefur til dæmis verið bent á að formaður íhalds- flokksins stjómar íjáröflunarstarfi annars safnað hjá ýmsum þeirra fyrirtæka, sem ráðherra iðnaðar- og verzlunarmála hefur eðli sínu samkvæmt margvísleg samskipti við. Að mati Whitelaws lávarðar og ýmissa fleiri framámanna íhalds- flokksins væri það vægast sagt varhugavert af pólitískum ástæðum a láta sama mann gegna þeim tveimur embættum sem hér er um að ræða. Er Whitelaw lávarður sagður hafa varað Thatcher ein- dregið við afleiðingum þess að láta Young lávarði formannsstarfið eft- ir. Thatcer lét sér segjast. Hún vildi að vísu ekki gefa Young upp á bátinn sem verðandi formann en er sögð hafa farið þess á leit við hann að hann léti þá öðrum eftir þá hluta ráðherrastarfa sinna, sem sneru að nánum samskiptum við einstök stórfyrirtæki sem mörg hafa stutt íhaldsflokkinn fjárhags- lega. Á þetta vildi Young lávarður hins vegar ekki fallast og var þá ljóst að formennska í íhaldsflokkn- um gæti ekki fallið honum í skaut. Niðurstaða alls þessa þykir nokk- ur álitshnekkir fyrir Margaret Thatcher, forsætisráðherra, sem ekki á því að venjast að hennar vilji ní aekki fram að ganga innan íhaldsflokksins. Er ljóst að íhalds- menn þurfa enn um sinn að leita að formannsefni til að leysa af hólmi Norman Tebbit, sem undanfarin r ahefur gegnt því embætti með góð- um árangri. Tebbit hefur nú hins vegar ákveðið að draga sig í hlé á hinum pólitíska vettvangi um tíma ekki sízt til að geta annast eigin- konu sína sem lamaðist í spreng- ingu hryðjuverkamanna í Brighton árið 1983. Ýmsir telja þó að því fari §arri að þessi harðskeytti stjómmálamaður hafí sungið sitt síðsta og eru margir íhaldsmenn þeirrar skoðunar að Tebbit sé manna hæfastur til að leiða flokk- inn þegar Margaret Thatcher ákveður að hennar hlutverki í því efni sé lokið. Normna Tebbit hélt á fund Thatcher í gærmorgun til að gang endanlega _ frá afsögn sinni sem formaður íhaldsflokksins. Talið er að hún muni leggja að Tebbit að gegna formennskunni út næstu viku. Það er því skammur tími sem Thatcher hefur til að finna nýjan formann. , fréttaritara Morgfunbladsins. Allt þetta setti brezku ríkisstjórn- ina í bobba og enginn þeirra kosta sem hún stóð frammi fyrir gat talizt góður. Ljóst var að hefði stjórnin ákveðið að hætta við sölu hlutabréf- anna hefði sú stefna hennar beðið mikinn hnekki sem miðar að einka- væðingu á sem flestum sviðum hér í landi. Hefði slíkt getað haft í för með sér margvíslegar alvarlegar pólitískar afleiðingar fyrir ríkis- stjómina, sem gert hefur frekari einkavæðingu að einu höfuðatriði þeirrar stefnu sem fylgt skuli á komandi kjörtímabili. Hinn kostur- inn var þó heldur ekki góður að halda sölu hlutabréfanna til streitu eins og ekkert hefði í skorizt. Óttuð- ust margir, ekki sízt þeir sem kunnugir eru í fjármálaheiminum, að slík ráðstöfun gerði aðeins illt verra. Margir einstaklingar og stofnanir töpuðu stórfé jafnframt því sem ástand á verðbréfamörkuð- um væri stefnt í enn meiri voða en ella. Frekara verðhmn væri fyrir- sjáanlegt. Eins og vænta mátti var ákvörð- unar fjármálaráðherra beðið með eftirvæntingu og var þétt setinn bekkurinn í þingsal neðri málstof- unnar. Bmtust út_ fagnaðarlæti meðal þingmanna íhaldsflokksins er Nigel Lawson gerði heyrum kunnugt að ríkisstjómin hygðist ekki láta bilbug á sér finna í einka- væðingaráformum sínum og sölu hlutabréfa í BP yrði haldið áfram. Það mnnu hins vegar tvær grímur á ýmsa flokksbræður Lawsons er hann gerði grein fyrir þeim hliðar- ráðstöfunum sem stjómin hyggst grípa til í þessu sambandi. Til að koma í veg fyrir enn frekari ringul- reið á verðbréfamarkaðinum hefur ríkisstjómin nefnilega ákveðið að Englandsbanki ábyrgist kaup þeirra hlutabréfa sem ekki ganga út á hinum almenna markaði. Er þetta töluverður léttir fyrir þær fjármála- stofnanir sem sjáífar höfðu ábyrgst kaup þeirra bréfa á því verði sem stjómin hafði upphaflega sett upp. Englandsbanki mun þó ekki greiða slík hlutabréf á hinu uppmnalega verði og er ljóst að fjárhagslegt tjón þeirra aðila sem þegar höfðu skuld- bundið sig til að kaupa hlutabréfin á því verði sem stjórnin setti upp nemur að minnsta kosti einum millj- arði punda samtals. Þrátt fyrir allt þykir brezkum fréttaskýrendum sem sú leið er ríkisstjómin kaus að fara sé ill skásti kosturinn fyrir stjómina, bæði frá efnahagslegu og pólitísku sjónarmiði. Með ráðstöfunum sínum haldi stjómin nokkum veginn and- litinu hvað varðar einkavæðingará- form sín og tryggingin af hálfu Englandsbanka komi í veg fyrir að markaðnum sé stefnt í enn frekara óefni. Þó er ljóst að þessi trygging sem gefin er af hálfu Englands- banka um kaup hlutabréfa felur í sér tímabundið fráhvarf frá óheftri markaðshyggju. Þetta hafa stjóm- arandstæðingar óspart bent á og sumir meira að segja lýst þeirri skoðun að þessar síðustu aðgerðir marki þáttaskil í stefnu ríkisstjórn- arinnar. I ljósi þróunar undanfar- inna vikna sé markaðurinn einn ekki talinn fær um að tryggja viðun- andi árangur í einkavæðingará- formum ríkisstjórnarinnar. John Smith, talsmaður Verka- mannaflokksins í efnhagsmálum, orðaði þetta svo að eins og komið væri yrði einkavæðing BP sú fyrsta sinnar tegundar sem fæli í raun sér innbyggt afturhvarf til þjóðnýting- ar. Belgía; Ráðherra sér að sér Briissel, Reuter. JOSEPH Michel, innanríkisráð- herra Belgíu, bauðst i gær til að biðja hvern þann mann afsökun- ar sem tekið hefði ummæli sin um útlendinga nærri sér. Ummæli Michel birtust í viðtali, sem tímaritið Exclusief, átti við hann. Þar sagði hann: „Við erum í sömu sporum og Rómverjar 'asínum tíma, ^-eigum á hættu innrás bar- bara. I þessu sambandi eru barbar- amir Arabar, Marokkómenn, Tyrkir og Júgóslavar. Það er ekki hægt að kalla þ'a neitt annað því hér er um mað ræða fólk sem kemur mjög langt að og ekkert er sameiginlegt með okkar menningu og þess". Fulltrúar ýmissa erlendra ríkja hafa kvartað jrfir ummælum Mic- hels, sem er úr flokki frönsku- mæltra kristilegra sósíalista, minnsta flokknum, sem aðild 'að samsteypustjóm Wilfried Martens. í gær birti Michel síðan yfirlýsingu þar sem hann sagðist harma það ef einhver hefði móðgast og sagðist tilbúinn að biðja viðkomandi afsök- unar. Hann sagði Grikki og Rómveija hafa til foma kallað alla útlendinga barbara og hefði hann notað orðið í sömu merkingu. Það hefði ekki verið ætlun sín að móðga eða særa neinn. Reuter Geislun í Bras- ilíu er líkt við Chernobyl Mikill óhugur er nú meðal Bras- ilíumanna vegna þess að fjórir menn hafa látist af völdum geisl- unar, sem slapp út í andrúmsloft- ið í borginni Goiania í síðasta mánuði. Umhverfísvemdar- sinnar hafa ákaft mómælt kjamorkuáætlun brasilískra stjómvalda ákaft og á annarri myndinni sést kona ein sitja und- ir borða, sem á er letráð Goiano- byl. Slysið átti sér stað með þeim hætti að brotajámssali fann sérs- takt tæki til geislameðferðar fyrir utan yfirgefna læknamið- stöð í Goiania og skrúfaði það í sundur með því að geislavirkni slapp út frá efninu sesíum 137. Á hinni myndinni sést Brasilíu- maðurinn Roberto Wagner Mota, eitt 244 fómarlamba geisla- virkninnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.