Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Fylgi stjórnmála- flokkanna Skoðanakönnun Hagvangs, sem skýrt var frá á miðviku- dag, sýnir, að stjórnmálastarf- semin er í deiglunni. Framgangur Framsóknarflokksins og fylgistap Alþýðubandalagsins ásamt með velgengni Kvennalistans vekja mesta athygli. Sjálfstæðisflokk- urinn lyftir sér aðeins eftir hina lélegu útkomu í kosningunum í apríl. Alþýðuflokkurinn og Borg- araflokkurinn dala. Almennasta skýringin á miklu fylgistapi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum var sú, að stór hóp- ur kjósenda hans hefði gengið til stuðnings við Borgaraflokkinn. Ástæðulaust er að draga þessa skýringu í efa. Sé tekið mið af henni og litið á samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Borgara- flokks í könnun Hagvangs, kemur í ljós að 36,6% þeirra, sem af- stöðu tóku, lýsa yfir stuðningi við þessa flokka. Þetta er lægri tala en menn hafa átt að venjast í skoðanakönnunum, þegar litið er á styrk borgaralegra afla gegn vinstri flokkunum. Virðist aug- ljóst, að Framsóknarflokkurinn er farinn að höfða til nýrra hópa kjósenda og ná stuðningi frá þeim. Samstarfíð við Sjálfstæðis- flokkinn síðan 1983 hefur greini- lega gefíð framsóknarmönnum tækifæri til að skapa sér nýja ímynd og vafalaust skiptir máli fyrir Framsóknarflokkinn, að áherslur í málflutningi hans breyttust við það, að formaður- inn, Steingrímur Hermannsson, bauð sig fram í þéttbýlinu á suð- vestur homi landsins. Það hlýtur að vera sjálfstæðis- mönnum verulegt áhyggjuefni, að flokkur þeirra lyftir sér ekki meira en raun ber vitni. Nýtur hann nú stuðnings 28,7%, sam- kvæmt könnun Hagvangs. Ber þessi tala með sér, að flokknum hafí ekki tekist, á því hálfa ári, sem liðið er frá kosningum, að fínna nýja viðspymu til að sækja á brattann. Umræður innan flokksins um stöðu hans og leiðir til nýrrar sóknar hafa verið litlar, að minnsta kosti fyrir opnum tjöldum. Vekur athygli, að fyrir skömmu var birt niðurstaða í könnun Skáís á vegum Helgar- póstsins, serti sýndi, að 58% Reykvíkinga treystu Sjálfstæðis- flokknum best fyrir stjórn Reykjavíkur. Er stórt bil á milli þeirrar tölu og hinnar, sem gefur fylgi flokksins á landsvísu til kynna. Er verðugt verkefni að bijóta til mergjar, hvað þessum mun veldur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur við mótun stefiiu sinnar ekki hikað við að skapa sér sérstöðu. Tals- menn hans hafa gengið fram fyrir skjöldu með tillögur um nýjar aðferðir við lausn vandamála. Á hinn bóginn hefur einnig komið fram, að þegar á 'reynir virðist flokkinn oft skorta þá eindrægni, sem þarf til að hrinda umdeildum málum í framkvæmd. Skýr stefnumörkun hefur mátt sín lítils, þegar á hólminn er komið. Hefur þetta vafalaust orðið til þess, að margir efast um að full sannfæring búi að baki heit- strengingum um að takast á við vandamál með nýjum hætti. Hitt er einnig staðreynd, að mönnum er sjaldan þakkað það, sem vel er gert, heldur jafnan af þeim krafist að þeir geri eitthvað meira. Sundrungin innan Alþýðu- bandalagsins er augljósasta skýringin á því, hve illa fer fyrir flokknum í skoðanakönnun Hag- vangs. Að sumu leyti eru al- þýðubandalagsmenn í uppreisn gegn sjálfum sér og er þess tæp- lega að vænta, að menn flykkist til stuðnings við þann vígvöll. Og hvers vegna skyldi fólk nú á tímum lýsa yfír stuðningi við flokk, sem fylgir úreltri stefnu um þjóðnýtingu og ríkisforsjá í stóru og smáu? Borgaraflokkur- inn dalar eftir að fjölmiðlabylgjan er hætt að brotna á honum. Er ekki að efa að þunginn í hinum persónulega andróðri, sem mætt hefur Þorsteini Pálssyni frá Borg- araflokknum, dregur úr fy'ölda- fylgi við Sjálfstæðisflokkinn og gerir formanni flokksins óhægara um vik en ella að slá á rétta strengi gagnvart kjósendum. Fylgisaukning Kvennalistans á áreiðanlega rætur innan Alþýðu- bandalagsins. En þeir stjóm- málamenn, sem einblína á umfjöllun í fjölmiðlum, ættu að líta til aðferða Kvennalistans við að minna á sig. Talsmenn flokks- ins kvarta helst undan því að ekkert sé eftir þeim haft, en þeir kveðja sér samt hljóðs með þeim hætti að eftir þeim er tekið. Al- þýðuflokkurinn hefur iokið fyrri sigurgöngu í skoðanakönnunum. Em þeir, sem lýst hafa stuðningi við flokkinn, greinilega að gera upp við sig, hvemig þeir eigi að bregðast við honum sem stjómar- flokki og em enn ekki að fullu sáttir við hann í því hlutverki. Hafí skoðanakönnun Hag- vangs einhver áhrif á stjóm- málastarf líðandi stundar, kunna þau helst að verða á þann veg, að framsóknarmenn færa sig upp á skaftið. í sjálfu sér er það ekki neitt sérstakt fagnaðarefni. Hrun á verðbréfamörl og afleiðingar af skipti eftir MICHAEL PROWSE FYRIR rúmri viku gerðist nokk- uð á fjármálamörkuðum, sem margir fréttaskýrendur og sér- fræðingar höfðu talið útilokað. Verðbréf féllu um rúmlega fimm hundruð stig samkvæmt Dow Jones-verðbréfavísitölunni í kauphöllinni i Wall Street á ein- um degi. Hrunið varð meira en þegar hrunið mikla varð í kaup- höllinni í New York árið 1929. Markaðimir hafa hægt og sígandi verið að rétta úr kútnum, en vart er hægt að segja að það veki traust. Sú staðreynd að verð- gildi eigna þjóðar geta minnkað um tuttugu prósent í einu vetfangi er ógnvekjandi, þótt stór hluti tapsins verði einhvem tíma bættur. Hrunið var mikið og snöggt og ber miklum óstöðugleika í fjármálaheiminum órækt vitni. Það er ekki hægt að láta eins og ekkert hafí í skorist. Kreppan mikla Hafa skal hugfast að hlutabréf falla aldrei jafnt og þétt í verði svo dögum skiptir. Dow Jones-vísitalan hækkaði talsvert eftir hrunið mikla í október árið 1929. í apríl 1930 var vfsitalan orðin hærri en hún var í desember 1928. Hrunið á verð- bréfamarkaðinum þennan svarta dag árið 1929 var aðeins fyrirboði um það sem koma skyldi. Verðbréf hrundu um 80 prósent í verði frá september árið 1930 fram í júní 1932. Og heimurinn var lagður í rúst af kreppu, sem linnti ekki í rúmlega hálfan áratug, eins og lesa méi í sögubókum. Árið 1933 var verg þjóðarfram- leiðsla Bandaríkjamanna rúmlega þriðjungi minni en árið 1929. Það var ekki fyrr en árið 1941 að dollar- inn náði aftur sama styrkleika og 1929 og réði þar miklu eftirspum vegna heimsstyijaldarinnar síðari. Kreppan í Bandaríkjunum, sem teygði anga sína til allra iðnvæddra ríkja, hafði þær afleiðingar að stjómmálaskoðanir tóku stakka- skiptum. Ríkisstjómir misstu traust til lögmála markaðarins og sneru baki við þeirri heimspeki, sem boð- aði afskiptaleysi; „laissez faire". í þijá áratugi eftir að heimsstyijöld- inni siðari lauk árið 1945 vom ríkisafskipti í þeim tilgangi að efla velferðarríkið og koma jafnvægi á efnahaginn talin bæði sjálfsögð og eðlileg. Því má líta svo á að hmnið mikla í Wall Street áríð 1929 hafí markað upphafíð að gagngemm breyting- um í sögunni, sem em afar þýðing- armiklar. Spumingin er sú hvort miklar breytingar á verði hlutabréfa undanfamar vikur verði túlkaðar á sama hátt þegar upp verður staðið. Er hér um fyrirboða róttækra breyt- inga í stjómmálum og efnahagslífí að ræða? Stjómmála- og fjármálamenn reyna ákaft að vísa slíkum vanga- veltum á bug. Nigel Lawson, fíármálaráðherra Bretlands, gerði lítið úr því að verðbréf féllu um 22 prósent í kauphöllinni í London 12. og 13. október og sagði að um „móðursýkisleg viðbrögð" væri að ræða. Lýsti ráðherrann yfír þvf að efnahagur Breta væri traustur. í Bandaríkjunum hafa yfirvöld verið jafn á§áð um að kveða niður samlíkingar við kreppuna miklu. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti gekk bjartsýnn og brosmildur ffam fyrir skjöldu til þess að sannfæra bandaríska fíármálamenn um að ekkert væri athugavert við banda- rískan efnahag, sem í raun er að sligast undan innflutningi og skuld- um. Tæknin hæpið skálkaskjól Þeir sem vilja afsaka hmnið hafa leitað skjóls bak við tæknileg atr- iði, tölvuskjái, nýja viðskiptahætti og tilkomu verðbréfamarkaða, sem gera kleift að versla með viðskipti allan sólarhringinn. Segja þeir að verðbreytingar fyrir heimsstyijöld- ina síðari gætu vel hafa sagt nokkuð nákvæmlega fyrir um blikur á lofti á vinnumarkaði og í skrifstof- um og verksmiðjum. Aftur á móti segja þeir að allt öðru máli gegni um hrunadansinn á verðbréfamörk- uðunum fyrir hálfum mánuði. Segja úrtölumennimir að hrunið sé fremur afleiðing af þeim við- skiptakerfum, sem við notum, en að það beri spennu í efnahagsmál- um heimsins vitni. Hrunið hafi endurspeglað það að nú er hægt að senda upplýsingar með ógnar- hraða um heim allan og þar með sá frækomum efasemda og óvissu. Hátækni í rafeindaiðnaði og mark- aður, sem aldrei sefur, hafi gert það að verkum að allt hljóp í bál og brand eftir að fremur lítill ágreiningur kom upp milli Banda- ríkjamanna og Vestur-Þjóðveija um stefnuna í eftiahagsmálum. Niðurstaða röksemdafærslu af þessu tagi er sú að stjómmálamenn ættu að varast það að deila fyrir opnum tjöldum og viðskiptahættir í kauphöllum heimsins myndu njóta góðs af varfæmum endurbótum. En úrtölumaðurinn viðurkennir ekki að efnahagslíf í heiminum er nú undir svipuðu álagi og á síðari hluta þriðja áratugarins. Hann segir að grundvallarlögmál markaðarins gefí ekki tilefni til þess að endur- skrifa reglur um verðbréfamarkaði. Gallinn við þessar röksemdir er sá að verðmæti hreinna eigna fellur ekki um 20 prósent á einum degi í einhvers konar tómarúmi. Þetta hrun átti sér ekki stað í efnahags- heimi, sem heilbrigði einkennir að öðru leyti. Á þessum áratug hefur Banda- ríkjadollari hækkað fáránlega mikið og fallið aftur og á það sama við um breska sterlingspundið. Banda- ríkjadollari hefur fallið um rúmlega 40 prósent gagnvart helstu gjald- miðlum heims frá því í febrúar 1985. Olíuverð hækkaði í upphafí áratugarins og kostaði fatið rúm- lega 30 dollara þegar verðið var hæst. En olían lækkaði aftur. Olíu- fatið kostaði um tíma aðeins 10 dollara og hækkaði aftur upp í 20 dollara. Vextir hafa einnig hækkað og lækkað á víxl. Einnig hefur vöru- verð lækkað svo mikið á þessum áratug að fara verður aftur til fjórða áratugarins til að finna hliðstæð dæmi. Reyndar fór vöruverð að hækka aftur á síðasta ári. Þetta hringsól á gengi gjald- miðla, vöxtum og verði á helstu vörum er samfara miklum og alvar- legum óstöðugleika i efnahagsmál- um. Þróunarríki eru sokkin í skuldafen og skulda nú vestrænum ríkjum rúmlega þúsund milljarða dollara. Afleiðingar afskiptaleysis Á sama tíma er atvinnuleysi við- varandi í stórum hlutum hins iðnvædda heims. Rúmlega þijátíu og ein milljón manna er atvinnulaus í þeim ríku löndum sem Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) í París fylgist með. Aftur á móti skiptir meira máli fyrir verðbreytingar á hlutabréfa- Fijáls markaður er eins og hundui greinarhöf undur. mörkuðum að ójöfnuður í viðskipt- um er landlægur og heldur áfram að þjaka efnuðustu ríki heims. Gengisfall dollarans hefur lítið gert til að draga úr viðskiptahalla Bandaríkjamanna, sem nemur 150 milljörðum dollara. Efnaðasta ríki heims, sem hefur verið öruggur lán- ardrottinn mestan hluta þessarar aldar, hleður nú upp erlendum skuldum og hafa ráðamenn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Washington sagt að þessi skuldasöfnun gangi ekki til lengdar. Japönum og Vest- ur-Þjóðveijum hefur miðað hægt í viðleitni þeirra til að draga úr við- skiptaafgangi, sem er skammarlega mikill. Þetta ójafnvægi í viðskiptum má að nokkru rekja til þeirrar stefnu stjórnar Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta að lækka skatta miskunnarlaust og lýst hefur verið með orðunum: „eyðum núna, borg- um síðar“. Þessi stefna hafði í för með sér að gárlagahalli færðist stórum í aukana á fyrstu árum þessa áratugar. En ójafnvægið má einnig rekja til nánasarlegrar spamaðarhyggju bæði í Japan og Þýskalandi undanfarinn áratug. Búast hefði mátt við því að fjár- málamarkaðir víða um heim hefðu verið í nokkurri lægð vegna þess langvarandi efnahagsvanda heims- ins, sem ekkert gengur að ráða bót á. En því íór fjarri. Undanfarin fímm ár hefur ærandi fögnuður ríkt á verðbréfamörkuðum, sem rekja hefur mátt til minni verðbólgu og lægri vaxta á kostnað lítils hag- vaxtar og mikils atvinnuleysis. Verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.