Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 33
h MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 33 kuðum aleysis ^í-^yi**^ /*¦ ir, sem gefinn er laus taumur, segír á hlutabréfum þrefaldaðist í helstu kauphöllum heims á árunum 1982 til upphafs þessa árs. Erfitt væri að leggja fram betri uppskrift að verðbréfamörkuðum, sem breytast í sífellu. Svimandi hækkun verðs á hlutabréfum (þar til söluæðið greip um sig) átti sér stað þrátt fyrir ójafnvægi í efna- hagsmálum, sem ekki á sér for- dæmi, á gjaldeyrismörkuðum, í þriðja heiminum og á vinnumark- aði. Hlutabréf hækkuðu þótt allir helstu mælikvarðar í efnahagsmál- um, allt frá gengi gjaldmiðla til vöruverðs, rokkuðu upp og niður. Þegar litið er á þessar staðreyndir og í ljósi þess að Bandaríkjamenn eru ekki jafn traustir lánardrottnar og þeir voru þarf ekki að finna hástemmdar, tæknilegar útskýring- ar á sveiflukenndum verðbréfa- mörkuðum undanfarinna daga. Þaðan af síður er hægt að útiloka að eitthvað þessu líkt gerist aftur, nema stefnubreyting verði í efna- hagsmálum. Eins og hagfræðingur- inn John Kenneth Galbraith leiðir rökum að í bók sinni Hrunið mikla (The Great Crash) þá er „samhengi nauðsynlegt í hinum efnahagslegu fyrirbærum; það er enginn Kína- múr". Hlutabréfamarkaðir lúta ekki eigin lögmálum og þaðan af síður er hægt að slfta þá úr samhengi við efnahagslíf heimsins. Þeir eru þvert á móti mikilvæg visbending um ástand efhahagsmála. Því hlýt- ur að vera hægt að draga þýðingar- miklar ályktanir af hruninu á verðbréfamörkuðunum þótt þeir hafi eitthvað rétt úr kútnum sfðan. En hvaða ályktanir? Nánast eng- inn telur líklegt að önnur kreppa skelli á og má rekja það til þess að menn drógu lærdóm af krepp- unni miklu þrátt fyrir allt. Banda- ríski seðlabankinn beið ekki boðanna og tilkynnti daginn eftir hrunið í kauphöllinni f Wall Street að ekkert yrði því til fyrirstöðu að „auka lausafé í umferð til þess að styðja við efnahags- og fjármála- kerfið". Bankinn greip til harka- legra aðgerða til að knýja fram vaxtalækkun. Þessi skyndilega breyting á stefnu undanfarinna mánaða kom á óvart, en hún bar skynsemi vitni. Bankastjórar seðlabanka um víða veröld gera sér fullkomlega grein fyrir því að frá því að efnahagslíf náði hámarki f ágúst 1929 þar til verulega harðnaði á dalnum vorið 1933 minnkaði peningamagn í um- ferð í Bandaríkjunum um þriðjung. Ýmsir hagfræðingar halda því fram að ein meginástæðan fyrir krepp- unni miklu hafi verið sú að lausafé snarminnkaði eins og áður er lýst. Segja þeir að hrunsins mikla í Wall Street hefði aðeins verið minnst sem minniháttar leiðrétting- ar á verðbréfamarkaðinum og gefíð laukrétta vísbendingu um lítillegan samdrátt í viðskiptum ef Seðla- bankinn hefði komið í veg fyrir skort lausafjár. Það ber að vona að vestur-þýski seðlabankinn, sem þekktur er fyrir varkárni, grípi til allra tiltækra ráða til að koma í veg fyrir að peninga- magn í umferð aukist of hægt og skal þá ósagt látið hvað ber að gera ef lausafé minnkar. Og fari svo að peningarnir dugi ekki til af einhverjum ástæðum ber æðstu- prestum peningamagnshyggju að brjóta odd af oflæti sínu og beita húsráði hagfræðingsins Johns Ma- ynard Keynes. Húsráð þetta felst í að ríkisstjórnir auki bæði lántökur og eyðslu til mótvægis við sam- drátt í einkageiranum. Alltjent ættum við að hafa lært eitt frá fjórða áratugnum: aðgerðarleysi er óverjandi ef peningamagn í umferð minnkar um 33 prósent. Þess ber aftur á móti að gæta að hrunið á verðbréfamörkuðunum gæti markað þáttaskil f hugmynda- sögunni, þótt það sé ekki fyrirboði um aðra kreppu. Úlfakreppa á gjaldeyrismörkuðum hefur þegar sannfært Nigel Lawson, sem er frjálshyggjumaður af eðlisávísun, um að þeim þurfí að stjórna. Sveiflukenndir verðbréfamarkaðir ættu að færa mönnum heim sann- inn um það að þeir séu brigðulir. Verðfall hlutabréfa um 20 prósent á einum degi ber því vitni að fullyrð- ingar lærðra manna um að verð- bréfamarkaðir séu „skilvísir" eru hlálegar. Einnig vegur þungt að hrunið fyrir hálfum mánuði sigldi í kjölfarið á því að enn einu sinni fóru tilraunir til að efna til alþjóð- legs samstarfs í efnahagsmálum út um þúfur. Markaðir og taumlausir hundar Markaðirnir eru farnir að hegða sér eins og fjölskylduhundur, sem gefínn er laus taumur. í upphafí verður hundurinn altekinn taum- lausri gleði yfír fengnu frelsi. Næst taka við óknyttir og slæm hegðun og að lokum grípur hundinn ótti og hann tekur að leita hlýju og skjóls, sem eigandinn veitti honum í árdaga. Verið getur að ýmsir stjórnmálamenn haldi enn í kenn- inguna um afskiptaleysi (laissez faire), en frá mörkuðunum berast nú þau boð að hvorki sé vanþörf á eftirliti né aðhaldi. Því er ekki útilokað að stefnan f efnahagsmálum hafí brátt snúist heilan hring. Menn sem upplifðu ringulreiðina á fjórða áratugnum sniðu efnahagskerfíð eftir að heims- styrjöldinni síðari lauk. Verið getur að þeir hafí gengið of langt f stjórn- semi og höftum á markaði. Aftur á móti má leiða að því rök að hið „gullna skeið" þenslu í viðskiptum hefði aldrei orðið ef stjórn peninga- flæðis hefði ekki einkennst af aðhaldssemi og ófrjálslyndi. En nú virðist koma sífellt betur í ljós að viðbrögðin við afskiptum stjórn- valda og stjórnun markaða á áttunda og nfunda áratugnum voru full afgerandi. Menn véku sér undan allri ábyrgð. Þetta má sjá af stjórn efnahagsmála bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Ljóst var að það kerfi, sem notað var til að njörva gengi gjaldmiðla niður að mestu og kennt er við Bretton Woods hlaut til dæmis að hrynja fyrr eða síðar vegna þess að óhugs- andi var að Bandarfkin yrðu kjöl- festa gjaldeyrismála í heiminum. En ríkisstjórnir gáfust hreinlega upp árið 1970 í stað þess að fínna upp nýtt kerfí þar sem aðrar þjóðir þyrftu einnig að axla ábyrgð. Af- staðan var í raun þessi: „Við getum ekki stjórnað gengi gjaldmiðia, þannig að við látum markaðina um það." Auknir erfíðleikar í glímunni við verðbólgudrauginn leiddu til ámóta ýkjukenndraviðbragða í hin- um einstöku ríkjum. Ríkisstjórnir höfðu í áratugi séð til þess að jafn- vægi héldist milli hagvaxtar, vinnumarkaðarins og stöðugleika í verðlagi. En ýmsar ríkisstjórnir firrtu sig skyndilega allri ábyrgð á hagvexti og vinnumarkaðinum. Þær gerðu röksemdafærslu pen- ingamagnshyggjumanna að sinni og sögðu að einungis væri mögu- legt að stjórna verðbólgunni. Því var haldið fram að stjórnvöld gætu aðeins haft áhrif á hagvöxt og at- vinnumál með því að leysa allar viðjar af mörkuðum og innleiða frjálslyndi. Þáttaskil í hugmy ndum hagfræðinnar? Ef nú er svo komið að þáttaskil verða í hugmyndum í hagfræði er aðeins hægt að rekja það til þess að hinar nýju stefnur hafa ekki borið nægjanlegan árangur. „Fljót- andi" gengi, sem ákvarðast af mörkuðum, áttu að koma á stöðug- leika á gjaldeyrismörkuðum og koma í veg fyrir að eitt ríki þyrfti að gjalda fyrir mistök annars. Út- koman varð allt önnur. I raun gerðist það að þjóðum heimsins var veitt frelsi til að framfylgja eigin stefnu í efnahagsmálum, sem ein- kenndist af jafn miklu ósamræmi hjá öllum, um lengri tíma en nokkru sinni áður. Bandaríkjamenn hefðu aldrei lent í því fúafeni, sem nú er að gleypa þá, ef stjórnvöld hefðu takmarkað peningastreymi og stjórnað gengi gjaldmiðla af hyggjuviti. Afskiptaleysið hefur ekki heldur borið ávöxt á öðrum sviðum. Ef iðnríki heims hefðu ekki skorast undan þeirri ábyrgð að nota um- frambirgðir Samtaka olíuútflutn- ingsríkja (OPEC) af olíu til að hjálpa þriðja heiminum, þegar hann safnaði hvað mestum skuldum á sjöunda áratugnum, væri hann þá í jafn miklum ógöngum vegna skuldasöfnunar á okkar dögum? Önnur spurning og umdeildari. Ef stjórnir aðildarrfkja Evrópubanda- lagsins hefðu verið reiðubúnar til að axla ábyrgð af atvinnumálum þyrfti framkvæmdanefndin í Briiss- i el þá að örvænta vegna 12 prósenta atvinnuleysis? Þeir sem bera ábyrgð á stefnu- mótun í efnahagsmálum geta ekki horft framhjá mesta hruni á verð- bréfamörkuðum í sex áratugi, miklum sveiflum á gjaldeyrismörk- uðum og ójafnvægi í efnahagslffí heimsins, sem á sér ekki fordæmi. Dagskipunin er augljós. Þó er ekki þar með sagt að Bandaríkjamenn, Japanar og Vestur-Þjóðverjar geti fallist í faðma og sæst til skamms tíma. Draga verður lærdóm af at- burðum þriðja áratugarins: mark- aðarnir eru nytsamir þrælar, en þeir eru þrjóskir drottnarar, sem engin leið er að treysta á og leiða að lokum til glötunar. Höfundur er fjármálasérfræðing- ur dagblaðsins Financial Times. Búið er að grafa allan grunninn. Stykkishólmur: Morgunblaðið/Árni Helgason Unnið af fullum krafti við íþróttamiðstöðina Stykkishólmi. UNNIÐ er af fullum krafti að Iþróttamiðstöðinni í Stykkis- hólmi. Sverrir Hermannsson tók fyrstu skóflustunguna í vor við hátiðlega athöfn og mikla eftirvæntingu þeirra sem viðstaddir voru. Nú er búið að grafa allan grunninn og koma mannvirkinu niður á fast og traust land. Trésmiðja Stykkishólms tók að sér fyrsta áfangann, þ.e. að koma þessu upp úr jörðinni og ganga frá undirstöðum og kjallara. Er þetta milljóna verk og vandað og nú er það vonandi að veðrið setji ekki strik í reikninginn. Því það fer eftir veðri hvort þessi fyrsti áfangi klárast á þessu hausti. Fréttaritari Morgunblaðsins kom þarna við einn morguninn, þar sem smiðir með alls konar tæki voru önnum kafnir og litu vart upp. Þeir létu vel yfir gangi málanna og var ekki að heyra á þeim annað en að verkinu miðað það vel og það versta væri yfir- staðið og að vonir stæðu um uppfyllingu allra samninga. — Árni Eigendur Sætabrauðshússins gáfu sölufólki Merkisdaga stóra tertu, sem var eftirlíking af merkinu sem selt var. Slysavarnafélag Islands: Liðlega átján milljónir söfnuðust á Merkisdögum UTOST er að fjáróflunarátak Slysavarnafélags íslands dag- ana 23. tU 25. október undir nafninu Merkisdagar skilar fé- iaginu liðlega 18 muljónum króna. Nokkra daga hef ur tekið að safna saman upplýsingum frá óllum sölustöðum, sem voru um 100 talsins. Söfnunarfénu verður varið til sjóslysavarna og verja slysavarna- deildir og björgunarsveitir sínum hluta til kaupa á búnaði og tækjum fyrir sjóbjörgunarflokka __ sína. Hluti Slysavarnafélags íslands verður notaður til fræðslu í örygg- ismálum sjómanna og einnig til að styrkja minni slysavarnadeildir til tækjakaupa fyrir björgunar- sveitir sínar. í fréttatilkynningu frá Slysa- varnafélaginu þakkar félagið landsmönnum sem og íyrirtækjum og samtökum fyrir bann mikla stuðning við félagið og málefni þess sem fram hafi komið f hinum jákvæðu undirtektum. Þær séu vissulega mikil hvatning fyrir fé- lagið og deildir þess til afram- haldandi öflugs starfs á þessum vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.