Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Karpov og Kasparov að tafli f Sevilla á Spáni. Nær Karpov að auka forskotið? Skák Margeir Pétursson Þeg-ar sjöunda einvígisskák þeirra Kasparovs og Karpovs fór í bið í gær í Sevilla á Spáni blasti mjög erfið vörn við heimsmeistaranum og miklar líkur á að Karpov tækist að auka forskot sitt upp í 4-3. í biðstöðunni hefur Karpov skiptamun yfir, en Kasparov hefur tvö peð í bætur. Peðin nýtast honum þó ilia í stöðunni og hann hefur ekkert mótspil, en drottning og hrókur Karpovs vinna hins vegar vel saman. Þetta er einmitt staða sem Karpov nýtur sín afskap- lega vel í og þvi full ástæða til að spá honum sigri. Meistaramir komu enn á óvart í byrjanavali sínu. Kasparov beitti eina ferðina enn Grunfeldsvöm, þrátt fyrir að skor hans gegn Karpov með þeirri byijun sé að- eins 33%. Heimsmeistarinn hefur beitt byijuninni 12 sinnum áður gegn Karpov og náð átta jafntefl- um, (jórum sinnum tapað og aldrei unnið. Þetta er sem sagt ekki hlut- fall sem hæfír heimsmeistara og bendir til þess að byijunin sé ekki nægjanlega traust. Þrátt fyrir góðan árangur Karpovs gegn byijuninni hefur honum ekkitekist að hrekja hana fræðilega. í fímmtu skákinni í Sevilla lenti hann í miklum vand- ræðum eftir að hafa krækt sér í peð, en tókst síðan að vinna skák- ina eftir að Kasparov hafði gerst of djarfur í sókninni. Það kom því mjög á óvart að Karpov iék sama leikinn í skákinni í gær og það var ekki fyrr en í 16. leik að Kasparov breytti út af. Að sögn Reuters fréttastofunnar voru stór- meistarar í Sevilla agndofa yfír því að Karpov skyldi endurtaka þetta vafasama afbrigði, því hann er þekktur fyrir annað en að tefla á tvær hættur. Byijun hans í gær heppnaðist öllu betur en í fímmtu skákinni og eftir að hann fómaði peðinu til baka í 22. leik kom upp geysi- lega flókin staða. Kasparov brá á það ráð að fóma skiptamun fyrir tvö peð, en eftir það var alveg ljóst að möguleikamir á sigri voru allir Karpovs megin. Biðskákin verður tefld í dag, en áttunda skákin á mánudaginn. 7. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Griinfeldsvörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 — d5 4. cxd5 — Rxd5 5. e4 — Rxc3 6. bxc3 — Bg7 7. Bc4 — c5 8. Re2 - Rc6 9. Be3 - 0-0 10. 0-0 Bg4 11. f3 — Ra5 12. Bxf7+ Það er almennt álit byrjanasér- fræðinga á þessum leik að hvítur teggi of mikið á stöðu sína til að vinna peðið. 12. - Hxf7 13. fxg4 - Hxfl+ 14. Kxfl - Dd6 15. e5 - Dd5 16. Bf2 - Hd8!? í fímmtu skákinni lék Kasparov hér 16. — Hf8 og hélt öruggu frumkvæði eftir 17. Kgl — Bh6 18. h4!? - Df7 19. Bg3 - Be3+ 20. Kh2 — Dc4. Nú hótar Ka- sparov 17. — Bxe5. 17. Del - De4 - 18. g5 - Df5 19. h4 Karpov vill múra svartreita- biskup andstæðingsins inni með því að setja peð sín á svarta reiti. Til að losa um sig verður svartur fyrr eða síðar að íeika h7-h6. 19. - Rc4 20. Kgl - Dg4 21. a4 - h6 Ef hvítur ætti nú ekkert betra en 22. gxh6? — Bxh6 væri hanr í miklum vandræðum vegna hót- unarinnar 23. — Re3. Karpov verður að hleypa taflinu upp í miklar flækjur til að forða þessu. 22. Ha2! - hxg5 23. Dbl - gxh4 24. Db3 - De6 25. Rf4 - Df7 26. Rxg6 — Dxg6 27. Dxc4+ — Kh8 28. Hb2! Óþægilegur leikur sem tekur möguleikann 28. — Dbl+ af svörtum og hótar bæði 29. Hxb7 og 29. Bxh4. 28. — cxd4 29. cxd4 — Dg4 30. Df7 Kasparov bregður nú á það ráð að fóma skiptamun fyrir bæði miðborðspeð hvíts. Með því losar hann auðvitað um biskupinn á g7, en þó er eins og hann hafí ekki metið stöðuna eftir skiptamuns- fómina rétt. Hér kom vel til greina að leika 30. - Dg5, því 31. Hxb7? gengur auðvitað ekki vegna 31. — Bxe5! Hins vegar stendur hvítur eitthvað betur eftir 31. Hbl — Hf8 32. De6! Annar nærtækur leikur er 30. — h3 og eftir 31. Be3 - hxg2 32. Hxg2 - Ddl+ 33. Dfl ætti svartur að geta hald- ið endataflinu. 30. - Hxd4 31. Bxd4 - Dxd4+ 32. Hf2 - Dxe5 33. Hf5 - Del+ 34. Hfl - De5 35. Khl Karpov teflir til vinnings, 35. Hf5 hefði leitt til þess að sama staðan kæmi upp aftur. 35. - b6 36. Df4 - Dh5 37. Df5 - De2 Kasparov víkur sér undan drottningakaupum, því eftir þau myndi hvíti hrókurinn strax gera usla á drottningarvængnum. 38. Hcl - Bf6 39. Dg6! - De6 40. Hdl - Dc8 41. Hfl - Dd7. í þessari stöðu fór skákin í bið og Karpov, hvítur, innsiglaði sinn 42. leik. Það er ljóst að Kasparov á mjög erfíða vöm fyrir höndum, t.d. má benda á framhaldið 42. Dh5+ - Kg8 43. Hf4! Þing Verkamannasambands íslands: Oþolandi misgengi launa í miklu góðæri EFTIRFARANDI kjaramála- ályktun var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á þingi Verkamannasambands íslands á Akureyri í gær: Það sem einkennir stöðu kjara- mála nú er annarsvegar óviðunandi kjör fískvinnslufólks og annarra láglaunahópa en hinsvegar óþolandi misgengi launa í þjóðfélaginu. Þetta gerist á sama tíma og mik- ið góðæri hefur gengið yfír þjóðina. Jafnframt hefur óheft þensla og launaskrið virkað til ójöfnuðar í tekjuskiptingu þar sem þenslu- greinamar hafa fleytt ijómann af góðærinu meðan aðrir sitja eftir með óbreyttan kaupmátt. Þeir sem hafa orðið útundan í góðærinu reyna að bjarga sér með mikilli yfírvinnu, þar sem hana er að fá, en hinir bera skertan hlut frá borði. Það er ömurleg staðreynd, að stór hluti íslensks erfiðisvinnufólks byggir afkomu sína á óhóflegri yfir- vinnu. Meginmarkmið í næstu samning- um verður að leiðrétta þennan ójöfnuð og hækka laun áðumefndra hópa. Gera verður þá kröfu til vinnuveitenda að þeir setjist nú þegar að samningaborði og hefji samningaviðræður af fullri alvöm. Eftir leiðréttingu hljóta samningar að beinast að því að styrkja kaup- máttinn — veija hann gegn verð- hækkunum og skattbreytingum. Forsendur jólaföstusamninganna eru löngu brostnar. Stjómvöld hafa leyft sér að hækka verulega laun ýmissa betur launaðra stétta í þjón- ustu hins opinbera og atvinnurek- endur hafa keppst um að hækka laun þeirra, sem góð laun höfðu fyrir, mest þeirra sem mest höfðu fyrir. Þannig hefur launabilið vaxið á ný og það svo mjög, að það er orðið miklu meira en það var fyrir kjarasamningana í desember 1986. A þennan hátt hafa stjómvöld og atvinnurekendur notað ávöxt þeirra fóma sem láglaunafólk hefur fært til að vinna bug á verðbólgunni. Það traust sem launþegar sýndu fyrri ríkisstjóm var óverðskuldað. Stjómvöld skorti siðferðisþrek til að standa við sinn hluta þjóðarsátt- arinnar. Það er sérstakt hagsmunamál launafólks að verðlag haldist stöð- ugt og mun VMSÍ gera allt sem unnt er í þeim efnum. 13. þing Verkamannasambands íslands hvetur öll aðildarfélögin til að snúa bökum saman. Íslenskri verkalýðshreyfingu er fátt ómögu- legt. Afl einingar mun færa okkur að settu marki og útrýma því mis- rétti, sem láglaunafólk býr við í dag. NVSV; Erindi um gróð- urástand á Reylganesskaga AÐALFUNDUR Náttúruvemd- arfélags Suðvesturlands er haldinn í dag kl. 14.30 i Félags- heimilinu Festi i Grindavík. Á fundinum flytur Ingvi Þor- steinsson náttúrufræðingur erindi um gróðurkortagerð og ástand gróðurs á Reykjanesskaga. Erindið hefst kl. 15.30. Fískverð á uppboðsmörkuðum 30. október FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verö verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 46,50 42,50 44,03 8,1 357.040 Ýsa 55,00 30,00 51,35 3,7 191.509 Karfi 24,00 21,50 22,49 98,1 2.208.428 Ufsi 27,00 26,50 26,72 13,1 351.492 Blálanga 29,00 25,50 27,37 6,4 177.613 Samtals 26,49 132,7 3.515.403 í gær var selt úr Karlsefni og bátum. Á mánudag verður selt úr Keili, Þorsteini, Gjafari og Stakkavík, um 140 tonn. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 49,00 30,00 46,35 5,8 271.277 Ýsa 53,00 40,00 50,38 12,9 651.391 Karfi 24,00 21,00 22,93 45,3 1.039.617 Ufsi 27,50 26,50 27,28 19,7 538.836 Samtals 29,74 84,6 2.516.772 Selt var úr Jóni Vídalín og Ottó N. Þorlákssyni. Næst veröur boðiö upp á þriöjudag. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA í Njarðvík Hæsta Lægsta Meðal- Magn (lestlr) Heildar- verð verð verð verð (kr.) Þorskur 46,00 30,00 43,16 14,9 643.084 Ýsa 53,00 40,00 49,68 13,8 685.584 Langa 36,00 15,00 33,08 1.5 50.070 Síld 6,40 6,40 6,40 1.1 7.040 Keila 16,00 12,00 14,93 6,8 101.524 Samtals 39,79 39,0 1.517.029 í dag veröur selt úr Vörðunesi og Faxavík, karfiog fl., og línubát- um. A mánudag verður selt úr Skarfi GK á gólfi í Grindavík, 35 tonn af þorski, 3 af ýsu og fleira. FISKMARKAÐUR NORÐURLANDS Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Ufsi 14,00 25,00 350.000 [ gær var selt úr Hafbjörg EA. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Efri-Holtum, Vestur-Eyjafjöllum. Slgurjón Guöjónsson, Jón Sigurjónsson, Unnur Jóna Slgurjónsdóttir, Oddur Sæmundsson, Kristbjörg Sigurjónsdóttir, Jóhann Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.