Morgunblaðið - 31.10.1987, Side 42

Morgunblaðið - 31.10.1987, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Kaþólskt biskupaþing um hlutverk leikmanna eftir Torfa Ólafsson Fyrsta dag októbermánaðar hófst í Róm þing kaþólskra biskupa um köllun og hlutverk leikmanna í kirkjunni. Það þing átti raunar að halda á síðastliðnu hausti en þar sem þá var talin nauðsyn á að halda aukaþing biskupa, var þinginu um hlutverk leikmanna frestað um eitt ár. Lauk þinginu í gær. Hiutverk og staða leikmanna í kirkjunni hafa verið mikið rædd síðastiiðna tvo áratugi eða frá lok- um II. Vatíkanþingsins 1965. Á þessum rúmu 20 árum hefur orðið allmikil fækkun í prestastétt kirlq'- unnar þótt dregið hafi úr henni upp á síðkastið, færri prestar látið af störfum og fleiri ungir menn innrit- ast í prestaskóla. Eftir Vatíkanþingið hófust mikl- ar hræringar í prestastéttinni. Að vísu hafði borið við áður að prestar sæktu um iausn frá embætti en það færðist miög í aukana eftir þingið. Mátti að sjálfsögðu búast við ein- hveiju slíku því rót og umbyltingar heljast að jafnaði þegar slakað er á reglum og aga, eins og tvímæla- laust gerðist á þinginu. Meðalaldur presta hefur hækkað töluvert og þótt fleiri nemendur hafi innritast í prestaskóla á síðastliðnum árum en á 7. og 8. áratugnum hafa prest- nemar horfið frá námi, kvænst og farið að vinna hin og þessi störf. Nokkuð hefur verið um að prestar hafí sótt um lausn frá embætti, stundum vegna löngunar til að stofna heimili en þó oftar vegna annarra ástæðna. Þó hefur dregið úr slíkum umsóknum enda hefur Jóhannes Páll II. páfi staðið fastar gegn þeim en fyrirrennarar hans. Vafalaust á vaxandi heimshyggja sinn þátt í þessu losi innan presta- stéttarinnar. Mest hefur fækkun presta orðið í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku og er þar nú alvarlegur prestaskortur. Pólland hefur þó sér- stöðu meðal Evrópulanda. 30% af flölgun presta í Evrópu varð þar 1979—1984. í rómönsku Ameríku hefur jafnan verið mikill presta- skortur. Ef við athugum hversu margir leikmenn eru „á prest“ í kirkjunni þá voru þeir 2.069 árið 1984 miðað við allan heiminn. í Mið-Ameríku voru þá 7.698 leikmenn á prest, 920 í Norður-Ameríku og 1.181 í Evrópu. Hér á landi mun fjöldi kaþ- ólskra presta vera mestur í heimin- um, miðað við fólksfjölda, því hér gegna 11 prestar þjónustu við 1.800 leikmenn og eru því aðeins 163,6 leikmenn á prest. Fjöldi kaþólskra í heiminum var 855,6 milljónir 1984 og hafði þá fjölgað um 11 milljónir frá árinu áður. í Brasilíu voru kaþólskir §öl- mennastir eða 118,5 milljónir, í Mexíkó 73,8 milljónir, á Ítalíu 55,8 milljónir, í Bandaríkjunum 52,5 milljónir og í Frakklandi 46,6 millj- ónir. (Þessar tölur eru teknar úr hagskýrslun Vatíkansins fjTÍr 1984.) Meðan fjöldi presta var nægileg- ur á Vesturlöndum var hlutdeild leikmanna í störfum kirkjunnar heldur rýr og fólst helst í því að gangast fyrir ýmiss konar félags- starfsemi meðal safnaðanna. Haft er eftir amerískum biskupi að þá hafi prestað aðeins ætlast til þess af leikmönnum að þeir „hlýddu, bæðu og borguðu“. En þegar prestaskortur fór að verða tilfinnan- legur fóru að heyrast raddir um að full þörf væri á að þjálfa leikmenn til ýmissa starfa enda reyndust þeir víða vera fúsir til að leggja kirkj- unni lið. Með því að taka að sér ýmis störf, sem prestar höfðu unnið áður, svo sem bókhald, bréfaskriftir og önnur skrifstofustörf, léttu þeir á prestunum svo þeir höfðu rýmri tíma til sinna starfa. Á Vatíkan- þinginu 1963—65 var hlutverk leikmanna í kirkjunni rætt og gefín út um það tilskipun 1965 þar sem postullegt starf leikmanna var talið mjög áríðandi fyrir kirkjuna enda hefði öllum kristnum mönnum verið veittur „hinn almenni prestdómur". Á árunum eftir Vatíkanþingið var meira rætt um ókvæni presta en áður. Róm hélt og heldur enn sem fyrr fast við það en þá var farið að leyfa kvæntum mönnum að læra prestleg fræði og þeim að því námi loknu veitt djáknvígsla sem er síðasta vígslan fyrir prest- vígslu. Geta því djáknar unnið flest prestverk önnur en hlýða á skriftir og helga altarissakramenti og því létt mikið undir með önnum köfnum prestum. Hins vegar hafa ekki allir gömlu prestamir verið hrifnir af því að eiga að fela þessum nýju aðstoðarmönnum hluta af störfúm þeim sem þeim finnst enginn hafa heimild til að vinna nema þeir. Komið hefur fyrir í öðrum kirkju- deildum að kvæntir prestar hafi gengið í kaþólsku kirlquna og óskað þess að vera þar prestar. Hafa nokkur brögð verið að þessu í ensku kirkjunni síðan fór að slakna þar á andstöðunni við prestvígslu kvenna. í því efni hefur kaþólska kirkjan verið ósveigjanleg, eins og hin orþ- odoxa. Þessum óskum presta hefur verið vel tekið og eru þeir nú einu kvæntu prestamir innan kaþólsku kirkjunnar. Þó mun þeim ekki hafa verið falin störf sóknarpresta. Á það er rétt að benda að ókvæni presta er aðeins byggt á kirkjulögum en ekki kristinni kenningu og gæti kirkjan því breytt þeim lögum ef henni fyndist ástæða til þess. Ókvænis hefur verið krafíst af kaþ- ólskum prestum síðan á 11. öld. Konur hafa látið meira til sín heyra síðustu tvo áratugina en nokkm sinni áður og hafa þær kraf- ist jafnréttis á við karla á þessu sviði sem öðram. Segjast þær vera fullfærar um að vinna merkilegri störf í kirkjunni en skipuleggja bas- ara og bingóspil, gera við messu- klæði eða ganga í klaustur. Róm hefur þó jafnan litið á kröfur þeirra um prestvíglu sem hveija aðra fá- sinnu. Þó hafa konur í síauknum mæli annast ritningarlestur og ýmsa aðra þjónustu í kaþólskum messum og smástúlkur jafnvel þjónað við hlið kórdrengja með góðu samþykki sóknarpresta þótt Vatíkanið hafí ekki enn gefið út formlega heimild til slíkrar þjón- ustu. Engar stökkbreytingar Þessi og önnur vandamál hafa rædd á þingi því sem nú er lokið. Basil Hume, kardínáli í Englandi, lét þau orð falla í heimsókn sinni til Dublin á sl. hausti að þetta þing mundi að visu varla skipta sköpun í sögu kirkjunnar en þó gæti það orðið „nýr áfangi á leið kirkjunnar til að skilja sjálfa sig og endumýj- ast“. Hann og fleiri vilja forðast að vekja of glæsar vonir þeirra sem óska gagngerðra breytinga á lífi og háttum kirkjunnar því ef svo færi að ekki yrði haldið lengra í fijálslyndisáttina fyrst um sinn, og kannski dregið eitthvað í land frá því sem nú er, gætu vonbrigðin orðin breytingamönnum þungbær. Um það er ekki að villast að íhaldss- amari öflin innan kirkjunnar telja að eftir Vatíkanþingið hafí verið gengið of langt í fijálslyndisáttina og verði nú að stinga við fótum og jafnvel herða eitthvað á klónni á ný, án þess þó að ganga í berhögg við samþykktir Vatíkanþingsins. Vafalaust er kirkjunni það fyrir bestu að forðast allar öfgar í hvaða áttina sem er þvl einingu hennar verður að varðveita. Breytingar verða sjálfsagt á háttum hennar eftir því sem tímamir krefjast en affarasælast er að þær gerist smám saman en ekki í stóram stökkum eins og raunin var á eftir Vatíkan- þingið. Dæmi um hvað slíkt getur haft í för með sér er svissneski bisk- upinn Lefevbre sem lýsti þingið vera markieysu eina svo og allar breytingar sem því fylgdu. Hann og fylgjendur hans syngja messuna enn alla á latínu samkvæmt gamla messuforminu frá 16. öld og neita afdráttarlaust að hlíta fyrirmælum kirkjustjómarinnar. Undirbúningur að biskupaþing- inu sem nú er lokið hófst fyrir tveim áram með því að öllum biskupum var sent ítarlegt bréf um köllun og hlutverk leikmanna í kirkjunni og heiminum. Var ætlast til þess að efni bréfsins yrði rætt í biskups- dæmunum og svarað spumingum sem í því vora til glöggvunar á við- fangsefninu. Það olli þó nokkram erfiðleikum að málið á bréfí þessu var svo snúið og tyrfið að jafnvel Englendingar kvörtuðu undan erf- iðleikum við að skilja hina ensku þýðingu þess. Biskuparáðin sendu síðan til Rómar svörin við spumingunum og var vinnuskjal biskupaþingsins síðan byggt á þeim að sögn en nið- urstöður biskuparáðanna, byggðar á svöranum, vora ekki birtar. Hlutur leikmanna Þingið hafa setið um það bil 230 biskupar, 20 aðstoðarmenn og 60 áheymarfulltrúar. Fimm aðstoðar- mannanna vora leikmenn en hinir prestar og systur. Af áheymarfull- trúunum vora 33 karlar, þar af 6 prestar, og 27 konur. Áðalritari þingsins var Jan Schotte, erkibis- kup frá Belgíu. Fyrir hönd Norður- landa sat það* Gerhjard Schwenzer, Oslóarbiskup. Atkvæðisrétt höfðu einungis biskupamir. Sú staðreynd blasir við að kirkjan kemst ekki hjá því að auka hlut- deild leikmanna í starfsemi sinni. Óvíst um framhald afvopnun- arviðræðna risaveldanna eftir Henry Brandon AÐ undanfömu hafa menn unnið að þvi hörðum höndum í Wash- ington að undirbúa leiðtogafund risaveldanna. Utanríkisráðherrum risaveldanna tókst ekki að leysa ágreining um ýms tæknileg atriði varðandi upprætingu meðal- og skammdrægra flauga á fundi þeirra í Moskvu í síðustu viku. Ráðherramir höfðu einnig sett sér að ákveða dagsetningu fyrir næsta fund leiðtoga risaveldanna en það tókst ekki þar sem Sovétstjómin setti það sem skilyrði að fyrir lægju drög að samkomulagi um gagneldflaugakerfi og fækkun lang- drægra kjamorkuflauga. Fréttir herma að þeir hafi nú fallið frá þessari kröfu og leiðtogarair muni koma saman til fundar fyrir áramót. Óvíst er um árangur þess fundar en ljóst er að verulega hefur miðað i samkomulagsátt á velflestum sviðum. Ef að líkum lætur verður sáttmáli um upprætingu meðal- og skammdrægra flauga undirritaður þ.e.a.s. ef Sovétmenn setjá ekki fram ný skil- yrði líkt og þeir gerðu á leiðtogafundinum í Reykjavík á síðasta ári og nú síðast í Moskvu. Reagan forseti kynnti fyrst hug- mynd sína um „núlllausnina" svonefndu árið 1981 og bauð að hætt yrði við uppsetningu banda- rískra kjamorkuflauga í Evrópu gegn því að Sovétmenn tækju niður eldflaugar sínar. Sovétmenn reynd- ust ófáanlegir til að setjast að samningaborðinu allt þar til þeir Mikhail Gorbachev Sovétleiðtogi og Reagan forseti komu saman til fundarins fræga í Reykjavík. Þar vora risaveldin nærri því að ná sam- komulagi um „núlllausnina" en á síðustu stundu setti Gorbachev það sem skilyrði að jafnframt yrði sam- ið um takmarkanir tilrauna með geimvopn. Reagan gat ekki fallist á að fóma geimvamaráætluninni og því lauk fundinum án samkomu- lags. Síðar lýsti Gorbachev sig reiðubúin til að semja um útrým- ingu meðal- og skammdrægra flauga óháð geimvömum og náðu utanríkisráðherrar stórveldanna bráðabirgðasamkomulagi um þetta á fundi sínum í Washington í síðasta mánuði. Urðu þeir ásáttir um að freista þess að ganga frá lokadrög- um samkomulagsins í Moskvu, sem leiðtogamir myndu síðan undirrita á fundi í nóvember eða desember. Þetta fór á annan veg en efni stóðu til þar sem Sovétmenn settu geim- vamaráætlunina enn og aftur fyrir sig og kröfðust þess nú að fyrir lægju drög að samningi um tak- markanir tilrauna með þess háttar vopnabúnað og helmingsfækkun langdrægra kjamorkuflauga áður en boðað yrði til næsta leiðtoga- fundar. Hingað til hafa hverfandi líkur virst á því að samkomulag náist um fækkun langdrægra flauga. Reagan hefur marglýst yfir því að ekki verði horfíð frá tilraunum með ýmsan hátæknibúnað sem tengist geimvamaráætluninni. Sovétmenn hafa jafnan krafist þess að sam- komulag um langdrægar eldflaugar hafi einnig að geyma ákvæði sem takmarki tilraunir með geimvopn. Því kom það bandarískum ráða- mönnum nokkuð á óvart er Eduard Shervardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kynnti þeim nýjar hugmyndir um þetta ágreiningsefni er hann ræddi við George Shultz utanríkisráðherra í Washington í síðasta mánuði. Shevardnadze lagði fram lista yfir þann búnað sem Sovétmenn telja sig geta fallist á að gerðar verði tilraunir með í geimnum. Sagði hann þetta þó bundið því skilyrði að Bandaríkja- stjóm félli frá svonefndri „rýmri túlkun" á ABM-sáttmálanum frá árinu 1972 um takmarkanir gagn- eldflaugakerfa og yrðu stjómvöld vestra að skuldbinda sig til að virða „þrengri túlkun“ sáttmálans í tíu ár. Shultz utanríkisráðherra sagði á fundi með utanríkisráðherram Atlantshafsbandalagsins i Briissel um síðustu helgi að nokkuð hefði miðað í samkomulagsátt um fækk- un langdrægra eldflauga á fundi hans og sovéskra ráðamanna í Moskvu en ef marka má yfirlýsing- ar hans og Reagans forseta er það ófrávíkjanleg krafa Bandaríkja- stjómar að áfram verði unnið að tilraunum með geimvopn. Yfirburðir Sovétmanna Ráðamenn í vamarmálaráðu- neytinu telja óráðlegt að hefja viðræður sem leitt geta til stórfellds niðurskurðar kjamorkuheraflans. Þar sem Sovétmenn njóta yfirburða á sviði hefðbundins vígbúnaðar myndi slíkur niðurskurður þjóna hagsmunum Sovétmanna, einkum og sér í lagi í Evrópu. Paul Nitze, helsti ráðgjafi Shultz utanríkisráð- herra á sviði vígbúnaðarmála, er einn þeirra sem hefur leitt þennan ótta hjá sér. Hann telur unnt að ná samkomulagi um tilraunir á sviði geimvama og greiða þannig fyrir samkomulagi um fækkun lang- drægra flauga. Hann hefur sagt að unnt væri að skilgreina þann búnað sem leyfilegt væri að gera tilraunir með og þann sem ekki væri leyfílegt að þróa og smíða samkvæmt ákvæðum ABM-sátt- málans. Sovétmenn leggja til að tilraunir í geimnum með ýmsan búnað svo sem spegla og örbylgju- vopn verði takmarkaðar og samið verði um umfang tilrauna með ann- an búnað sem heyrir geimvömum til svo sem leysigeisla. Þar virðist ekki bera mikið á milli. Starfsmenn vamarmálaráðu- neytisins era á hinn bóginn ósammála Nitze. Þeir telja ein- göngu raunhæft að semja um takmarkanir tilrauna með geim- vopn og helmings fækkun lang- drægra flauga ef Sovétmenn fallast jafnframt á niðurskurð hins hefð- bundna herafla. Menn efast vissu- lega um að Sovétstjómin reynist reiðubúin til að fallast á nægilegar tilslakanir varðandi geimvamartil- raunir. Á hinn bóginn er ekki vitað hversu langt Mikhail Gorbachev er reiðubúinn að ganga til að ná fram samkomulagi um fækkun lang- drægra eldflauga, sem era ógn- vænlegustu lq'amorkuvopnin. Sovéskir ráðamenn hafa þegar látið að því liggja að þeir séu reiðu- búnir til að skera hefðbundinn herafla niður um helming geri ríki Atlantshafsbandalagsins slíkt hið sama. Ekki er með öllu óhugsandi að þeir reynist reiðubúnir til að samþykkja að slík fækkun verði ekki jöfn. Staðreyndin er sú að þeir hafa mun fleiri menn undir vopnum en ríki Atlantshafsbandalagsins og ráða auk þess yfír mun fleiri skrið- drekum og fallbyssum. Markmið Gorbachevs Þótt það sé öldungis óvíst hvort Sovétmenn reynast reiðubúnir til að ganga að kröfum Bandaríkjanna og NATO til að ná fram samkomu- lagi um fækkun kjamorkuvopna um niðurskurð hins hefðbundna herafla og bann við framleiðslu efnavopna, sem einnig hefur verið rætt með góðum árangri, þá er það engan veginn útilokað. Sérfræðinga grein-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.