Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 43 f Róm hefur litíð á kröfur kvenna um prestvígslu sem hveija aðra fásinnu. Þó hafa konur í síauknum mæli annast ritningarlestur og ýmsa aðra þjónustu í kaþólskum messum. tala prestanna komin niður 5 49 þar sem margir þeirra séu þegar orðin gamalmenni. Sums staðar geti prestamir aldrei fengið sumarleyfi eða farið frá sóknum sínum því að ekki sé hægt að fá neinn til að leysa þá af. Að visu hefur kirkjunni þar, eins og víðar, borist liðsauki frá þriðja heiminum því að mörg þau lönd sem áður töldust trúboðslönd Haldi þróunin áfram á sama hátt og að undanfömu, verður presta- skorturinn orðinn að einu stærsta vandamáli kirkjunnar um næstu aldamót, eftir aðeins 13 ár. Breska vikublaðið The Tablet tekur það til dæmis um prestaskortinn þar í landi að S Austur-Anglíu þjóni nú 66 prestar 58 sóknum en við því megi búast að eftir næstu 3—5 ár verði eru nú aflögufær hvað presta og systur snertir, en sú viðbót nægir þó ekki til að fylla í skörðin. Prest- lausum sóknum fjölgar því stöðugt, einkum í Vestur-Evrópu. En þó að fýrsta og stærsta úr- ræðið virðist vera aukin þjónusta leikmanna mega menn þó ekki blanda henni saman við prestþjón- ustuna. Þjónusta presta er „sakra- mentöl" og valdið til að framkvæma hana er veitt með vígslu kirkjunn- ar, en þjónustu leikmanna geta allir þeir veitt sem til þess hafa nægi- lega hæfileika og menntun. Réttur- inn og skyldan til slíkrar þjónustu, hinn almenni prestdómur, er veittur í skíminni og fermingunni. Aukin þjónusta leikmanna er þó ekki ævinlega einfalt mál í fram- kvæmd og biskupum og prestum mun ekki veita af allri sinni lagni og skilningi til að stjóma henni svo að hún verði að sem mestu gagni fyrir kirkjuna. Þeir mega ekki ótt- ast þetta nýja úrræði en ekki heldur ofmeta það. Fólkið verður líka sjálft að taka á sig ábyrgðina. Það verður að vera fúst til að auka við mennt- un sína, það verðúr að stofna til einlægs samstarfs við prestana sem sumir hveijir em naumast reiðu- búnir til að breyta þeim starfs- háttum sem þeir hafa vanist allt frá námsámm sínum; það verður að geta áunnið sér traust hvers annars og það verður að læra að skilja hlutverk sitt og móta það en apa ekki í öllu eftir prestunum. Dálkahöfundur einn í Englandi sagði fyrr á þessu ári: „Væri svo fráleitt að gera ráð fyrir því að heilagur andi sé að færa sér presta- vandann í nyt?“ Mikill fyöldi hæfra karla og kvenna innan kirkjunnar bíður þess að verða kvaddur til að starfa við hlið presta og biskupa. Þetta fólk getur, ef vel tekst til, endurskapað söfnuð sinn þar sem hinir trúuðu leggja fram sinn skerf í sameiningu, kringum sakrament- isþjónustu prestanna, til þess að skapa heilsteypt kristilegt samfélag sem hefur æðsta boðorð Krists, kærleiksboðorðið, að leiðarljósi og mælikvarða á störf sín. Þríþætt dagskrá En við hveiju búast menn af bisk- upaþinginu? I vinnuskjalinu grein- ast viðfangsefni þess í þrennt: 1. Staða mannsins í nútímaþjóð- félagi, séð frá sjónarmiði trúarinn- ar. 2. Leikmenn og leyndardómar kirkjunnar. 3. Vottar Krists í heiminum. í fyrsta hlutanum er mælt með virkri hlutdeild leikmanna í þjóð- félaginu, samvinnu milli íjölskyldna annars vegar og skóla og at- hafnalífs hins vegar þar sem aukinni athygli sé beint að al- mannaheill. Bent er á hungrið í heiminum og sjálfselsku þeirra sem neita að miðla öðrum af gnótt sinni. Sýnt er fram á hvemig vígbúnaðar- kapphiaupið kyndi undir ofbeldi og styijöldum. Virðuleiki mannsins er grundvöliur hlutdeildar hans í sam- félaginu. Full viðurkenning á gildi konunnar hefur ekki náðst ennþá en sú viðurkenning krefst þess að einnig sé viðurkenndur sá munur sem er á karli og konu. Aukning lýðræðis í þjófélögunum leiðir til þess að menn kreijast meira lýð- ræðis í kirkjunni en þá rís sú spuming, á hveiju slík aukning lýð- raeðis eigi að byggjast og við hvað virk hlutdeild í lífí kirkjunnar eigi að miðast. í öðrum hlutanum er greint milli köllunar og boðunar. „Köllun" er þá víðtækari en „boðun" því hún er köllun bæði til samfélags og boðunar. Boðunin felst í því að umbreyta heiminum smám saman með kærleika frá Guði sem við öðl- umst fyrir trúna á Krist. Boðun leikmanna mótast af hlutdeild þeirra í veraldlegum málum. Kirkj- an verður nú að horfast í augu við harðnandi andstöðu heimsins við að menn aðhyllist kristileg verð- mæti. Fletta verður ofan af fölskum verðmætum, fordæma óréttlæti og beijast gegn því að manngildið sé fótum troðið. I þeirri baráttu verður kirkjan „tákn sem á móti verður mæit“ því hún aðhyllist ekki hinar „auðveldu" leikreglur þessa heims.- í þriðja hlutanum er fjallað um þau athafnasvæði þar sem leikmenn eru kaliaðir til að gegna boðun sinni. Allir eru kallaðir til heilag- leika og hinir trúuðu eru kallaðir til boðunar. Hlutdeild kvenna í lífí og boðun kirkjunnar er oft víðtæk- ari en hlutdeild karla og krefst dýpri innlifunar. Minnst er á ýmis félaga- samtök sem vinna að sinnaskiptum *•- manna og kristilegri mótun og eru kirlq'unni til mikils gagns. Leik- mönnum er bent á að beijast gegn allri mismunum, hvort sem hún byggist á kynþætti, félagslegri stöðu, efnahag, stjómmálum, menningarstigi eða trúarbrögðum. Leita skal friðar í heimi sem er í síauknum mæli hijáður af ofbeldi, stríði, hryðjuverkum, pyndingum, innilokun í fangabúðum og hemað- arlegri íhlutun í stjómarfar. Fjöl- skyldan er ómetanleg í þvf hlutverki að umbreyta daglegri önn til bless- unar og gagns. Þrátt fyrir allt skipulag nútímaþjóðfélaga hefur þeim reynst ofvaxið að spyma á - móti auknu atvinnuleysi. Líka hefur verið traðkað á hópum manna og jafnvel heilum þjóðum af gróða- sýki, efnishyggju og neyslufíkn sem leggur þungar skuldabyrðar á herð- ar þeirra sem fátækir em fyrir. "* A þessum forsendum var lagt úr höfíi við upphaf þingsins. En það blasir þó við að hlutverk leikmanna sé framar öðm að fást við hin ver- aldlegu mál enda sé þar næg viðfangsefni að fínna sem krefjast þess að trúáð og kærleiksríkt fólk beijist þar þrotlaust í þágu hinna ofsóttu, fátæku og umkomulitlu. Hlutverk prestanna er aftur á móti guðsdýrkun og sálgæsla enda hafa þeir menntað sig til hennar. Og þar sem svo mikill skortur er á prestum í heiminum hefur kirkjan ekki efni á að missa hina vígðu þjóna sína út í hina veraldlegu baráttu sem er hlutverk leikmanna. „Skomager,..^ bliv ved din læst,“ segja Danir — hver gegni því starfi sem hann kann best. Það kemur í ljós, hve skýr mörk biskupaþingið hefur dregið milli athafnasvæða vigðra manna og leikmanna og með hvaða hætti ætlast er til þess að hvomgur fari inn á verksvið hins, enda hefur Jóhannes Páll páfí einmitt lagt ríka áherslu á það í áminningum sínum og ræðum. Það útilokar þó að sjálf- sögðu ekki að leikmenn hlaupi undir bagga með prestum f þeim störfum _ sem þeir kunna ef til vill betri skil á og ekki snerta sjálfa prestþjón- ustuna. Höfuadur er formaður Félags kaþólskra leikm&nna. þá þingmenn sem telja áætlunina bijóta gegn ákvæðum sáttmálans og sannfært þá enn frekar um nauð- syn þess að takmarka fjárveitingar til hennar. Þrýst á Reagan forseta í þau 35 ár sem ég hef skrifað fréttir og greinar frá Washington man ég fá dæmi þess að þingmenn hafi komið fram líkt og nú og freistað þess að neyða forsetann til að taka upp utanríkisstefnu sem er þeim þóknanleg. Eina undan- tekningin sem mér kemur í hug er þegar þingið neyddi stjóm Richards Nixon til að kalla heim herliðið frá Víetnam eftir að þingmenn höfðu neitað að fallast á frekari Qárveit- ingar til stríðsrekstursins. Þing- menn hafa ekki einungis skorið niður fjárveitingar til geimvamará- ætlunarinnar og vamarmála. Þeir hafa einnig uppi áform um að setja vemdarlög varðandi innflutning er- lendis frá sem ganga í berhögg við yfírlýsta stefnu stjómarinnar. Þingmenn hafa einnig þrýst einn- ig á forsetann um að samþykkja nýja skatta til að rétta af tjárlaga- hallann og hefur Reagan hafíð viðræður við fulltrúa beggja flokka á Bandaríkjaþingi um leiðir til að vinna bug á ijárlagahallanum. Loks krefjast þingmenn þess að hann fylgi sérstöku lagaákvæði sem skyldar forsetann til að ráðfæra sig við þingið á átakatímum. Telja þeir að vera bandarískra herskipa á Persaflóa hafí leitt til hemaðará- taka sem túlka megi sem strfðsástand. Hugmyndin er ekki sú að fá forsetann til að falla frá flotavemd á Persaflóa heldur vilja þingmenn treysta stöðu sína gerist alvarlegir atburðir á flóanum. Re- agan forseti hefur ekki hyggju að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti kynnir tillögu sfna um upprætíngu meðaldrægra kjamorkuflauga í Evrópu árið 1981, sem stórveldin hafa nú náð bráðabirgðasamkomulagi um. ir á um hvað býr að baki tilslökun- um Gorbachevs. Því er haldið fram að hann vilji tryggja stöðu sína sem leiðtogi stórveldis, aðrir telja að hann þurfi að geta sýnt fram á árangur í vígbúnaðarmálum eigi honum að auðnast að hrinda áætl- unum sínum um efnahagslegar umbætur í framkvæmd. Ýmsir líta svo á að honum sé umhugað um að koma á stöðugleika í samskipt- um austurs og vestur til þess að honum vinnist tími til að einbeita sér að þeim innanríkisvandamálum sem þjaka Sovétmenn. Aðrir eru sannfærðir um að hann vilji einung- is draga úr kjamorkuógninni og þær raddir heyrast einnig að til- gangurinn sé sá að reka fleyg milli Bandarikjamanna og aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Evrópu og maíkmiðið sé að fá Bandaríkja- menn til að kalla heim herlið sitt í álfúnni. Fjárframlög til gfeimvama Aðstæður á Bandaríkjaþingi kunna að hafa ráðið miklu um til- lögur þær sem Shevardnadze kynnti. Óldungadeildin hefur sam- þykkt að veita auknum flármunum til hennar en fulltrúadeildin hefur skorið niður fjárveitingar. Vamar- málaráðuneytið ráðgerir að hraða áætluninni en þingið hefur úrslita- valdið. Starfsmenn vamarmála- ráðuneytisins gerðu að mtnu mati mistök er þeir tilkynntu að þeir myndu brátt þurfa að gera tilraun- ir, sem ýmsir telja óheimilt er að gera samkvæmt hinni „þrengri túlkun" ABM-sáttmálans. Þessi yfírlýsing hefur hleypt illu blóði f innleiða lagaákvæðið sem minnst var á hér að framan. Líkt og forver- ar hans telur hann það vera í ósamræmi við stjómarskrá Banda- ríkjanna. í raun er þetta gamalt deilumál um það hvort þingið eða forsetinn ákvarði utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það er hins vegar fullljóst að aðeins þingið get.’ir lýst yfír stríði og Bandaríkjaforseti er yfirmaður heraflans. Hins vegar sendi Hany Tmman forseti herlið inn í Kóreu án þess að þingið hefði samþykkt stríðsyfírlýsingu. Kennedy sendi fyrst hermenn til Víetnam án þess að hafa leitað eft- ir samþykkt þingsins. Það var ekki fyrr en Lyndon B. Johnsson skýrði frá því að Norður-Víetnamar hefðu ráðist á bandarísk herskip sem hann fór fram á það við þingmenn að þeir samþykktu heftidaraðgerðir. Það er í sjálfu sér ekki að undra að þingmenn skuli vilja nota þetta tækifæri til að beita forsetann þrýstingi. En tímasetningin er röng. Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur flotavemd Bandaríkjamanna á Persaflóa. Þetta framferði þingsins getur orðið til þess að skapa efa- semdir meðal þjóða um hvort óhætt sé að treysta á stuðning Banda- ríkjastjómar. En Reagan verst af alefli. Krafturinn er vissulega ekki hinn sami og áður. Skoðanakannan- ir sýna hins vegar að 52 prósent þjóðarinnar styðja hann og það hefur sýnt sig að baráttuþrekið er mun meira en flestir stjómálaský- rendur töldu fyrir rúmum mánuði. Höfuadur var um 30 ára akeið fréttaritari Lundúnablaðsins Sunday Times. Hann ritar greinar og dálka um bandarisk stjómmál og er þekktur fyrir viðtöl sín við Ronald Reagan og aðra háttsetta bandariska embættísmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.