Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐE), LAUGAEDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Brot úr skátaferð til Noregs 1964 eftirHrefnu Tynes „Viltu taka að þér að vera farar- stjóri kvenskátahóps til Noregs næsta sumar?" spurði mig Ingólfur Ármannsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri BIS. „Já, því ekki það, sérstaklega ef ég má fara með þær á þær slóðir sem ég þekki," svaraði ég. Drengirnir ætluðu á skátamót til Norður-Noregs, Bodö, og það þótti rétt að efna til ein- hverrar ferðar fyrir skátastúlkur, þar eð ekkert kvenskátamót yrði haldið þetta sumar. Ég fékk fyrir- taks aðstoðarforingja, Sigrunu Sigurgestsdóttur frá Reykjavík. Hópurinn var víðsvegar að, þó flest- ar frá Reykjavík, 40 stúlkur á aldrinum 13—22ja ára. Þetta var góður hópur, við hittumst oft þenn- an vetur sem undirbúningur stóð yfir og bréfasamband var haft við þær sem lengst áttu að, t.d. Akur- eyri, Isafjörð, Siglufjörð o.fl. Öllum gert Ijóst að við væum fulltruar islenskra skáta á erlendri grund, það fæli í sér ábyrgð og aga. Hér vinnst auðvitað ekki tími til að fínkemba ferðalagið en drepið á eitthvað sem eftirminnilegt er. Okk- ur hafði verið sagt m.a. að skátarnir . yrðu boðnir í ráðhúsið í Oslo, rétt var að okkur yrði hleypt inn og við fengjum að skoða það helsta. Við undirbjuggum okkur því með gjöf eins og skáta er siður, ljómandi fallegt lítið kálfskinn þar sem á bakhliðina var málað „ísland" (útlínur landsins) og þar á letruð þakkarorð og góðar óskir, svona „bræðraþjóðar-vináttulegur texti". Svo hafði maður með sér ýmislegt smádót til að bjarga sér méð á ýmsan hátt, eins og lím, liti, skæri og sem betur fer mynstrið af landinu, þunnar skinnpjötlur o.fl. Við vorum ekki búnar að vera lengi í ráðhúsinu þegar mér varð ljóst að þetta væri einhver misskiln- ingur, þetta var ekkert boð. Ég segi því við Sigrúnu: Hér afhendi ég ekki skinnið, við tökum það með okkur heim á farfuglaheimilið. Daginn eftir fórum við frá Osló og til Leikvinjar, sem var útivistar- staður kvenskáta í Osló, mest nýtt til foringjaþjálfunar. Þar vorum við í góðu yfírlæti. Ég leit á Sigrúnu og hún kinkaði kolli, við stungum r w ¦!* 'W f $&> ¦&% r: f 1 t f f ..¦ :¦¦.:¦¦¦ ¦,.:¦,¦¦ ¦ : . * 7 xi NSm\ 1 i, vL ' v í '¦/,;¦'. Æ '"ÉL H . ~. * \ I -H r ~/ ¦ - •% é WJL *¦' " #* \ i 111 I m & Á «¦ 'tr >. m * j h m m.. ' " J w. ... > Tfflí ¦¦ "¦m 8: % 1 *WS Æk* .,{( 1* 3 mm-' P-*v ^r «¦• M - f ¦ » \.:¦ : - ¦¦¦ i * *"¦. * * tm •*• \ i t 1 "11 ! m 1, ép ff ^ f J».?. «*™..................ss»^# * Éfc Þátttakendur í ferð íslenskra kvenskáta til Noregs 1964. „Þessi smástund var umvafin sérstökum hugblæ, þarna höfðu ræturnar legið, við myndum fra heim þar sem okkar rætur höfðu sprottið úr íslenskri mold og íslensku and- rúmslofti." okkur inn á herbergið mitt. „Við breytum þessu á skinninu, ég hef hugmyndina tilbúna." Klippa „ís- land" út, líma það yfir gömlu skreytinguna, skrifa svo nýjan texta á „nýja ísland". Með hverju átti nú að framkvæma þetta? Jú, fótaþjöl og naglaþjöl, skafa með skátahníf. Við áttum ekki nægilega stóra skinnpjötlu til að geta hulið gamla textann en við höfðum 2 mynstur, hitt var minna. Það varð að fjarlægja mestalla Vestfírðina, taka bita af Snæfellsnesi, Reykja- nesi og Langanestánni, svolítið af Austfjörðunum. Við hömuðumst á skinninu, seint gekk það. Það var nuggað, nagað, skafíð og strokið (og hlegið). Loksins, „Nýja ísland" huldi allt. Við límdum það yfír allt krafsið, og strokið var yfír með hreinni örk. Nú var að vanda sig því nú varð að skrifa textann. Ég er viss um að tungan í mér fór marga hringi í munninum á meðan ég var að skrifa. Sigrún gætti þess að enginn kæmi inn. Við vorum svo hrifnar þegar við höfðum lokið þessu verki. Okkur fannst þetta svo stórsniðugt. Norsku skátastúlkurn- ar urðu svo hrifnar af skinninu. Þær vildu helst hengja það upp báðum megin. Þær vissu ekki neitt en þær voru vel að því komnar. Seinna skrifaði foringinn mér að þær skiptu um hlið vikulega, stundum sneri kálfurinn út og stundum „ísland", með nöfnunum okkar allt um kring. Við fórum með langferðabíl frá skátabúðunum til Hönefoss, en það- an skyldi haldið með járnbrautarlest til Geilo og þaðan með lest til Harð- angursfjarðar. Það varð þó nokkur bið eftir lestinni. „Hvað eigum við að gera?" spurðu stelpurnar. „Klæðiði Ole Petter úr og syngið," sagði ég. Ole Petter var gítarinn einnar stúlkunnar frá Hafnarfirði. Hann hét í höfuðið á syni Odd Hopp, sem var „ofsalega sætur", heyrði ég. Lestin kom og handlangað var öllu draslinu, sem ekki var svo lítið, bakpokar, töskur, tjöld o.fl. Ég stóð við gluggann inni og tók á móti. Það þýddi ekkert að troðast með þetta inn gangana á lestinni. Þetta gekk og stelpurnar sem úti voru komust inn og lestin rann af stað, fyrsta lestarferðin hjá þeim flestum. Við gistum á tjaldstæði f Ulvik og fórum sfðan til Björgvinjar. Þar bjuggum við 3 daga á gömlu far- fuglaheimili upp á Flöyen. Það var heldur fornfálegt, trégólfin ber qg útikamar, en það þótti stelpunum sniðugt, það brakaði í hverri fjöl, og svo var sæti fyrir tvær f einu. Svo dansaði biðröðin á fjölunum fyrir utan. Leiðin lá til Sunmöre, en á leið okkar gistum við 1 nótt í Vadheim í Sogni, en ókum þaðan í gegnum ItyrðafyUd. Við vorum svo heppnar að við fengum ferju til að fara með okkur yfír til Ekenes svo við kæm- umst út í Rivedal, þar sem stytta Ingólfs Arnarsonar hefur verið sett upp. Við höfðum þar stutta við- dvöl, stóðum í kring um styttuna og héldumst í hendur, ein hélt á fslenska fánanum. Ég mælti nokkur orð og minntist Ingólfs og Hallveig- ar Fróðadóttur. Við stóðum á gamla túninu þeirra. Sfðan sungum við „Lýsti sól", andartaks þögn, heim- sókninni var lokið. Þessi smástund var umvafín sérstökum hugblæ, þarna höfðu ræturnar legið, við myndum fara heim þar sem okkar rætur höfðu sprottið úr fslenskri mold og fslensku andrúmslofti. Við áttum margar skemmtilegar stundir framundan. Við vorum 3 daga í Volda. Þar var föst „rúta" í þvottavélina hennar dóttur minnar, nú skyldi allt þvegið og snyrt. Þar höfðum við varðeld, helgistund í kirkjunni, myndasýn- ingu o.fl. Hér er ekki rými til að skrifa meira frá þessari ferð. Ég vil ljúka þessu spjalli með því að minnast orða kaupmannsins okkar í Volda, þegar ég kom til þess að borga matarreikninginn: „Þið hafíð Ifklega ekki mörg unglingavanda- mál á íslandi, ef unglingarnir ykkar eru eins og þessar ungu stúlkúr, sem þú ert með hérna." Mér þótti vænt um þessi orð, og ég fékk svipuð orð í eyra annars staðar þar sem við dvöldum. ís- lenska skátahreyfíngin átti þarna góða fulltrúa. Uöfundur er kveaakátaforíngi. Opið bréf til f ormanns BSRB - fráJúlíusiK. Björnssyni Kæri Kristján. Eftir að hafa lesið grein þína um lífeyrismál í Morgunblaðinu föstu- daginn 23. október sfðastliðinn, finnst mér það vera skylda mín að rita þér bréfkorn og kynna þér skoð- anir mínar í þessu máli. Þú margendurtekur í grein þinni, _að lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna séu tryggð með hinu nýja frumvarpi og bráðabirgðaákvæði ^sem með því fylgir. Betur að svo væri. En sífelld endurtekning rangra fullyrðinga gerir þær ekki réttar. Þú tiltekur í grein þinni þrjú meginatriði sem þú telur að bráða- birgðaákvæðið tryggi; (1) að lífeyrir verði áfram miðaður við laun eftirmanns eða bestu 10 ár í starfí (óbein verðtrygg- >ng). (2) að 95 ára reglan gildi áfram og - (3) að tekið verði tillit til allra þátta lífeyri8réttinda opinberra starfsmanna við ákvörðun ið- gjalda. Þú hnykkir síðan á ofangreindum atriðum og fullyrðir; „menn greiða hér eftir sem hing- að til iðgjöld í 32 ár, nema þeir sem vilja vinna sér rétt til 95 ára reglu svo þeir geti hætt 60 ára. Menn geta áfram ákveðið að hætta störf- um 65 ára á óskertum lífeýri eða að vera í starfí til 70 ára aldurs og bæta við sig réttindum eins og nú er heimilt." Kæri Kristján, lestu bráða- birgðaákvæðið aftur. Það sem ég vitna til hér að ofan úr grein þinni, stendur alls ekki í bráðabirgða- ákvæðinu. Þar er hvergi sagt að öll ofangreind réttindi verði við lýði áfram, heldur er þar mjóg skýrt tekið fram að þessi réttindi sem þú tiltekur, ásamt ýmsum öðrum atrið- um, skuli meta til viðbótariðgjalds sem vinnuveitandi skuli greiða eftir gildistöku laganna. Ég sé ekki staf- krók í ákvæðinu um að réttindin skuli vera óbreytt frá því sem nú er. Aftur á móti tilgreinir bráða- birgðaákvæðið að áunnin réttindi skuli ekki raskast heldur haldast óbreytt. Ef slík röskun ætti sér ekki stað væri það vitaskuld stjórn- arskrárbrot og slíkt gerir auðvitað enginn. En lífeyrisréttindi ríkis- starfsmanna í framtíðinni eru aftur á móti undir því komin að okkur takist að semja við ríkisvaldið um eðliiegt mat á núverandi réttindum til hækkunar iðgjaldsgreiðslna. Ef ekki semst, þá skal, skv. bráða- birgðaákvæðinu, setja niður gerðar- dóm sem skal meta réttindin eins og þau eru nú, til iðgjalda og þú veist eins vel og ég, að slfkum gerð- ardómi er ekki treystandi frekar en kjaradómi, sem aftur og aftur dæmdi BSRB og BHMR lúsarlaun þrátt fyrir rækileg gögn sem lögð voru fram í dómnum. Á sínum tíma var vafalaust gert samkomulag við ríkisvaldið, um að starfsmenn þess fengju lægri laun en greidd væru á hinum almenna markaði, gegn því að fá betri lífeyri að lokihni starfsævj og betra at- vinnuöryggi en gengur og gerist. Þessi stefna kostaði ríkisvaldið lítið sem ekkert f upphafí, en nú þegar lífeyrisþegum hefur fjölgað og menn sjá fram á að þeim muni enn hlutfallslega fiölga, þá á að fjar- lægja réttindin. Til hvers hafa ríkisstarfsmenn þá sætt sig við lúsarlaunin f áratugi? Ég vil einnig benda þér á, að jafnvel þó gerðardómur eða samn- ingur hækki iðgjöid vinnuveitenda, þá samrýmast núverandi lífeyris- réttindi ríkisstarfsmanna samt sem áður ekki nýju lögunum. Ef svo skyldi fara að mat þetta yrði að öðru leyti réttlátt, verða afleiðingar frumvarpsins samt sem áður eftir- farandi: 1. Ríkisstarfsmenn halda ekki ríkisábyrgð á lífeyri. 2. Ríkisstarfsmenn fá ekki verð- tryggðan lífeyri, eða jafngildi hans nema ávöxtun lífeyrissjóðs- ins leyfí það. 3. Ríkisstarfsmenn fá ekki lífeyri .miðað við laun eftirmanns. 4. Ríkisstarfsmenn geta ekki hafíð lífeyristöku samkvæmt núgild- andi 95 ára reglu. 5. Rfkisstarfsmenn þurfa að greiða iðgjald lengur en f 32 ár, eins og reglan er nú. Hvaða léttlæti er það að ríkis- starfsmönnum skuli nú þröngvað til þess að semja aftur um lífeyris- réttindi sem þeir hafa verið í áratugi að vinna að. Ert þú tilbúinn að taka þá áhættu sem þessu fylgir? Hversvegna gátu fulltrúar í 17 manna nefndinni ekki fellt sig við upprunalegu tillöguna okkar, sem var að lögin giltu ekki um lög- bundna lífeyrissjóði svo sem lífeyr- issjóð starfsmanna ríkisins? Af hverju var það ekki í lagi ef bráða- birgðaákvæðið gerir sama gagn? Þetta fæ ég ekki skilið á annan veg en þann, að bráðabirgðaákvæðið geri ekki sama gagn, og að fulltrú- ar í 17 manna nefndinni viti það mæta vel. Þú endar grein þína á umræðu um þörfína á almennum umbótum f lífeyrismálum. Þar erum við sam- mála. Þörfín á úrbótum í þessúm efnum hefur aldrei verið meiri en nú, en úrbætur verða að standa undir nafni. Frumvarp það sem nú liggur fyrir er afrakstur 11 ára vinnu fjölda manna, en þrátt fyrir það hafa þeir aðeins skilað litlum Júlíus K. Björnsson „Það er ljóst að allir ríkisstarfsmenn meta núverandi lífeyrisrétt- indi mikils. Þessvegna má ekki á nokkurn hátt tefla þessum réttindum ítvísýnu." hluta af því verkefni sem fjármála- ráðherra fékk þeim í hendur f júlí 1976. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.