Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Gunnar Guðmunds- son — Minning Fæddur 30. mai 1898 Dáinn 23. október 1987 Utan þess dags bak við árin og fjallvegina streyma fram lindir mínar. Ef ég legg aftur augun ef ég hlusta, ef ég bíð heyri ég þær koma eftir leyningunum grænu langt innan úr tímanum hingað hingað úr fjarska. Þær hljóma við eyru mér þær renna gegnum lófa mína ef ég legg aftur augun. (Hannes Pétursson) Þá er hann afi okkar, Gunnar Guðmundsson, genginn til hvílu sem bíður okkar allra eftir mislang- an ævidag. En hjá okkur geymist minningin, minningin um hann afa okkar á Vestfjörðum og allar þær sumarferðir sem við fórum þangað. Það var hápunktur og tilhlökkunar- efni hjá litlum systkinum að fara að heimsækja afa og ömmu á Vest- fjörðum. Einhvem daginn eftir sauðburð eða slátt var hlé tekið á sveitastörfum. Nesti var tekið til, hangilqoti, sviðum og laxi stungið í poka til að færa afa og ömmu. Síðan snemma morguns var lagt af stað. Sjaldnast þurfti að vekja fjölskyldumeðlimi því lítið var sofið fyrir tilhlökkun nóttina áður en ferðalagið hófst. Ferðafötin voru tilbúin og sumir höfðu pakkað niður farteski sínu löngu áður en ferðin var ákveðin. Síðan var öllum pakk- að inn í Land-Rover-inn og keyrt af stað. En leiðin var löng fyrir litla krakka og þá voru vegir ekki eins góðir og nú og því gat ferðin tekið allt upp í rúma tólf tíma og voru þá margir orðnir þreyttir og oft var spurt: „Erum við ekki að verða komin til afa og ömmu? Er langt eftir?" Leiðin virtist endalaus en margt var hugsað á leiðinni: „Ætli myndaherbergið hans afa sé ekki orðið fullt? Ætli amma sé búin að gera hundrað skeljamyndir í viðbót? Hvað skyldi hann afi eiga margar hænur núna? Ætli kjörvelið í garð- inum sé orðið að skógi svo maður geti falið sig þar?“ Svona var spáð í fram og aftur hvað hefði breyst síðan í fyrra þegar við fórum til afa og ömmu og mikil var tilhlökk- unin. Það var alltaf ævintýri líkast að fara til afa og ömmu. En þó leiðin virtist endalaus tók hún nú alltaf enda um síðir og við komumst að Hofí, en það heitir húsið þeirra afa og ömmu, og hvað sem lítið fólk gat orðið þreytt þá vöknuðu alltaf allir upp þegar pabbi og mamma sögðu að nú værum við komin á Þingeyri. Þá opnaðist þessi undraveröld sem allir voru að spá í hvort hefði breyst eftir árið. Við gátum loksins hitt ömmu og afa eftir langa bið. Þama voru þau og tóku á móti litla og stóra sveitafólkinu sunnan af Snæfellsnesi sem sumt var orðið ansi þreytt eftir langt ferðalag. Þama stóðu þau sæt og falleg og góð, afi okkar og amma í þessari undraveröld, sem húsið þeirra var í fullt af myndum og blómum. En nú er hún amma bara ein eftir. Hann afi okkar, sem var svo Ijúfur og góður, er dáinn. Eftir langan erilsaman lífsdag fór afi að mála myndir sér til gamans og öðrum til ánægju. Það var undravert hve góðum tökum hann náði á því á stuttum tíma og án allrar kennslu. Á myndum hans afa sjáum við að viljinn er allt sem þarf. Við biðjum þess að lindir minn- inganna um góðan mann styrki hana ömmu okkar sem nú hefur misst þann lífsförunaut sem hún hafði í 67 ár. Megi Guð blessa minningu hans afa. Systkinin á Þverá. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. ^ W SiarfsfraíðsluniiiKl fiskvinnslunnar 150 REYKJAVÍK SÍMI 686095 Verkstjóranámskeið fískvinnslunnar eru nú í fulium gangi. Starfsfræðslunefnd fiskvinnsl- unnar hefur skipulagt námskeið fyrir verkstjóra í fiskvinnslu og verða þau haldin nú í haust og í vetur. Námskeiðin verða haldin í Borgamesi og standa samtals í sex kennsludaga sem skiptast í tvær þriggja daga annir. Þátttakendur mæta í Reykjavík á miðvikudags- kvöldi og efÚr stuttan kynningar- fund er ekið þaðan með rútu f Borgames. Á laugardagseftirmið- degi er ekið til Reykjavíkur og lýkur námskeiðsönnunum þar með kvöldverði í boði sjávarút- vegsráðherra. 40 verkstjórar í tveimur 20 manna hópum geta setiö hveija námskeiðsönn. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvora önn. Inni- falin í gjaldinu er greiðsla á öllum kostnaði, þar með töldum ferðum til og frá Boigamesi ásamt öllum uppihaldskostnaði í Borgamesi. Námskeiðin verða haldin á eft- irfarandi tímum: 1. önn, nr. 1: 4.-7. nóvember 1987 og vikulega eftir það, eftir þörfum. 2. önn, nr. 1: 20.-23. janúar 1988 og vikulega eftir það, eftir þörfum. Ekki veröur bókað á seinni námskeið fyrr en fullbókað er á hin fyrri. Fram til þessa hefur framboð á námskeiðum fyrir verkstjóra fiskvinnslunnar verið Iítið, en þau námskeið sem nú er boðið upp á em gerð sérstaklega fyrir þá. Á fyrri önn verður lögð meg- ináhersla á samstarf og samvinnu á vinnustað, líkamsbeitingu og stjómun og skipulagningu starfs- þjálfunar. Magnús H. Ólafsson mun fjalla um líkamsbeitingu við vinnu og þá möguleika, sem verkstjórar hafa í dag til að viðhalda góðri heilsu starfsfólks. Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir munu kenna verkstjórum markvissa sam- skiptatækni og fjalla um samstarf og samvinnu á vinnustað. Þórður M. Þórðarson og Gunn- ar Aspar munu síöan fjalla um starfsþjálfun og skipulagningu hennar, en í dag, með aukinni Meðal leiðbeinenda á námskeið- inum verða: Álfbeióur Steinþórsdóttir, sálfrzóingnr Giéfuma Eydnl, GnuurAsptr, sálfræóingnr lertstjóri Magnús Ólafsson, ÞórinrM.Þoriarson, sjíluajrjálfi tíluifnriinpr tækni í fiskiðnaði og takmörkuðu framboði af starfsfólki, er þessi þáttur mikilvægari en nokkru sinni áður. Á seinni önn verður áfram fjallað um samstarf og samvinnu á vinnustað, en einnig um stjórn- unarhlutverk verkstjórans, túlk- un kjarasamninga og ýmsa aðra þætti tengda verkstjórastarfmu. Á kvöldin á báðum önnum verður leitast við að fá sérfræð- inga til að halda fyrirlestra og stjórna umræðum um nútfma verkstjórn, framleiðnimál, tækni- þróun í ftskiðnaði, markaðsmál o.fl. Verkstjórar eru hvattir til að skrá sig hið fyrsta á skrifstofu Starfsfræðslu- nefndar fiskvinnslunnar í síma 91-686095. Minning: Vigfús Magnús- son, Skinnastöðum Það er alitaf sárt að kveðja vin sinn, ekki síst þegar manni fínnst hann fara fyrir aldur fram, hafa átt svo mörg ár eftir ólifað. Þessi orð eiga vel við Vigfús á Skinna- stöðum sem er til moldar borinn að Þingeyrum í dag. Vigfús er fæddur í Skólahúsinu í Sveinsstaðahreppi 25. september 1923. Foreldrar hans voru Magnús Vigfússon frá Vatnsdalshólum og Guðrún Jóhannesdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum fram að fermingu. Eftir það var hann mik- ið í Haga og víðar í Sveinsstaða- hreppi. Um tíma vann hann í Ofnasmiðjunni í Reykjavík og eitt sumar í brúarvinnu. Arið 1945 fór hann að búa með eftirlifandi eigin- konu sinni, Lucindu Ámadóttur, í Vatnsdalshólum, en vorið 1952 fluttu þau að Skinnastöðum og stofnuðu þar nýbýli en þá jörð átti Landnám ríkisins. Komu þau með fjölskyldu sína þangað að öllu húsalausu. Sem bráðabirgðahús- næði byggði Vigfús skúr á stærð á við meðalstofu í húsum nú til dags. í þessu húsnæði voru þau í rúm 6 ár. Undrar menn hvað þar rúmaðist og maður skilur vart dugnað húsmóðurinnar að þurfa að vera með bala af bamaþvotti á kolaeldavél í eldhúsinu ásamt matseld á stóru heimili. Raunar hafði hún rennandi vatn en enga skólplögn. Þess minnist Lucinda að þröngt hafí verið þegar 8 karl- menn vom við matborðið sem kom fyrir þau ár meðan Vigfús var að byggja. Fyrsta árið þeirra á Skinnastöð- um byggði hann fjós, fjárhús og hlöðu, en íbúðarhúsið síðar. Þetta var mikið átak fyrir efnalítið fólk og mun hafa verið þröngt í búi hjá þeim fyrstu árin. Nú er sonur þeirra, Vignir, búinn að ljúka byggingu á myndarlegum fjár- húsum með tilheyrandi haughúsi og hlöðu. Vigfús vann mikið að öllum þessum framkvæmdum sjálfur enda var hann laghentur og af- kastamikill til allrar vinnu. Við á Torfalæk voram mjög forvitin þegar það fréttist að hjón framan úr Sveinsstaðahreppi væra að taka nýbýli á Skinnastöðum. Það kom fljótt í ljós að þar eignuð- umst við góða nágranna og myndaðist fljótt vinátta milli heim- ilanna sem haldist hefur alla tíð. Vigfús var mjög greiðvikinn og hjálpsamur, skiptumst við oft á verkum og þótti mér alltaf jafn gaman að vinna með honum fyrir verklagni hans og dugnað. Þótt Vigfús væri dálítið hlé- drægur eða feiminn eins og hann orðaði það sjálfur, þá lék hann á als oddi í kunningjahópi með glas í hönd, söngvinn var hann þá, enda kunni hann mikið af dægur- lögum. Var hann í mörg ár í Karlakór Vökumanna. Vigfús var góður hestamaður_ og stundaði dálítið tamningar. Átti hann jafn- an jgóða hesta og sat þá vel. Eg starfaði með honum í hreppsnefnd um árabil og lagði hann þar ætíð gott til mála. Mörg ár var hann deildarstjóri KH-deild- ar Torfalækjarhrepps og í fleiri störfum innan sveitarinnar. Þau hjón eignuðust 5 börn og era þijú eftirtalin á lífi: Árni, lög- regluvarðstjóri í Reykjavík, kvæntur Björk Kristófersdóttur, húsmóðir; Ánna Guðrún, vinnur við verslunarstörf, gift Kristófer Sverrissyni, mjólkurfræðingi; Vignir sem er bóndi á Skinnastöð- um. Þá ólust upp hjá þeim tvö börn Lucindu frá fyrra hjóna- bandi, þau era Alda Þórann og Haukur Viðar. Ég vissi af eigin raun að Vigfús unni þeim eins og sínum bömum, enda kunna þau það að meta. Vigfús hugsaði mjög vel um heimili sitt og bú, fór lítið frá, hefur víst fundist að þá væri hann að svíkjast um. Gestagangur hefur alltaf verið mikill hjá þeim hjónum, bæði af fjölskyldunni, vinum og kunningjum, enda vora þau bæði mjög gestrisin. Fyrir tveimur til þremur áram fór hann að fínna fyrir sjúkdómi sem læknar réðu ekki við. Það er ákaflega sárt að sjá vin sinn tær- ast upp og bíða síns skapadægurs, en það gerði Vigfús með mikilli hugprýði enda vissi hann sjálfur fyrir nokkra að hveiju stefndi. Nú veit ég að hans þjáningu er lokið og hann kominn til sinna heimkynna í sól og sumarblíðu. Konan hans, hún Dadda, og fjöl- skyldan öll hafa borið hans veik- indi með stakri hugprýði og gert allt sem þau gátu til að létta hon- um lífið í hans veikindastríði. Með þessum línum fylgja frá okkur öllum á Torfalæk hugheilar samúðarkveðjur. Torfi Jónsson VELDU &TDK ÞEGARÞÚ VILT HAFAALLTÁ HREINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.