Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Minning: Arngrímur Jónsson, Argilsstöðum I Fæddur 23. apríl 1901 Dáinn 23. október 1987 í þann mund er sumarið kvaddi og vetur konungur gekk í garð kvaddi einnig þennan heim Am- grímur Jónsson, bóndi á Árgilsstöð- um. Það er gangur árstíðanna að hveiju sumri fylgi haust og síðan vetur og þá dimmir um sinn, en smám saman fer að birta aftur og það vorar á ný og nýtt sumar heils- ar. Þannig er einnig lífið, fólk kveður og aðrir heilsa en þó er það svo við andlátsfrétt vina eða ætt- ingja þó aldraðir séu, að oft er sem hausti að í hugum okkar, það dimm- ir um sinn og þannig var það er ég fékk andlátsfrétt þessa frænda míns. Það haustaði að í huga mínum. Sumarsins verður minnst sem eins hins besta sem komið hefur, a.m.k. hér sunnanlands, hlýja, sól og heiðríkja er það sem kemur í hugann þegar ég minnist liðins sumars og þannig er það einn- ig þegar ég lít til baka og minnist Amgríms Jónssonar. Það eru aðeins bjartar og hlýjar minningar sem ég man og mun geyma um þennan aldraða heiðursmann. Amgrímur fæddist 23. apríl 1901 á Ægissíðu í Rangárþingi. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Guðmunds- son frá Keldum á Rangárvöllum og Guðrún Pálsdóttir frá Selalæk í sömu sveit. Jón og Guðrún bjuggu allan sinn búskap á Ægissíðu, sam- tals 44 ár. Þau eignuðust átta böm sem nú við fráfall Amgríms eru öll látin. Þau voru: Páll, fæddur 14. júní 1886, dáinn 18. desember 1888; Guðmundur bóndi á Ægissí- ðu, fæddur 1. júní 1888, dáinn 28. des. 1962; Páll bóndi á Stóru-Völl- um, fæddur 10. janúar 1890, dáinn 29. okt. 1943; Þuríður, fædd 8. febrúar 1892, dáin 14. nóvember 1937; Torfi bóndi á Ægissíðu, fæddur 16. júlí 1894, dáinn 12. mars 1965; Þorgils bóndi á Ægis- síðu, fæddur 21. október 1895, dáinn 18. mars 1986; Ingibjörg húsfreyja á Gaddastöðum, fædd 11. ágúst 1897, dáin 1. maí 1958. Amgrímur var því yngstur systk- ina sinna. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum á stóru heimili því auk þess sem áður er nefnt voru oft vandalausir þar heimilisfastir um lengri eða skemmri tíma. Einn- ig var oft gestkvæmt, því á Ægissíðu var póstafgreiðsla og símstöð, áætlunarbílar sem gengu milli Reykjavíkur og Fljótshlíðar höfðu þar afgreiðslu. Má því segja að æskuheimili Amgríms hafi verið þjónustumiðstöð síns tíma. Ekki naut Amgrímur langrar skóla- göngu heldur vann að búi foreldra sinna og aðstoðaði við þá þjónustu sem fylgdi póst- og símaafgreiðslu og ferðamönnum gangandi og ríðandi sem einatt áttu viðdvöl á Ægissíðu. Eins og áður er getið var ávallt margt fólk í heimili á Ægis- síðu. Þar voru einnig kaupakonur og árið 1924 kemur þangað ung stúlka, ættuð frá Norðfírði en flutt- ist sem bam með foreldrum sínum í Hafnarfjörð og ólst þar upp. Þessi stúlka var Stefanía P. Marteins- dóttir. Hún var létt og kát. Amgrími leist vel á þessa lífsglöðu stúlku og 18. maí 1929 voru þau gefín saman í hjónaband. Bjuggu þau eitt ár á Ægissíðu, en flytja árið 1930 að Árgilsstöðum í Hvolhreppi og bjuggu þar í 48 ár eða þar til Stef- anía lést 4. júní 1978. Á Árgilsstöð- um bjuggu þau bömum sínum gott og notalegt heimili. Þar var gott að koma og myndarskapur og gestrisni í fyrirrúmi. Amgrímur var hægur og hlýr og ávallt var stutt í brosið. Hann var minnugur og fróður um menn og málefni og var svo til hinstu stundar. Stefanía var glaðvær og myndarleg og aldrei féll henni verk úr hendi. A sumrin voru oft böm og unglingar i sveit hjá þeim hjónum og vel hefur þeim líkað vistin enda vafalaust vel að þeim búið. Svo mikið er víst að þau hafa haldið tryggð við Árgilsstaði og fólkið þar. Amgrímur og Stef- anía eignuðust fjögur böm. Þau eru: Guðrún, gift Benjamín Jóhann- essyni, starfsmanni Lýsis hf.; Jón, býr á Árgilsstöðum; Ágústa, dáin 13. september 1981, var gift Sæ- mundi Óskarssyni, prófessor við Háskóla íslands; og Marta, gift Svavari Friðleifssyni, verslunar- manni á Hvolsvelli. Bamabömin eru ellefu og bamabamáböm níu. Kært var alla tíð með þeim hjón- um og var það þungbært fyrir Arngrím að missa konu sína og þremur árum síðar dóttur sína, Ágústu, langt fyrir aldur fram frá eiginmanni og flölskyldu. En Am- grímur bar ekki sorg sína á torg. Eftir fráfall Stefaníu býr hann áfram á Árgilsstöðum með Jóni, syni sínum, en haustið 1980 flytur hann á Hvolsvöll til Mörtu dóttur sinnar og tengdasonar og átti hjá þeim athvarf síðan. Ég veit að Amgrímur fær góða heimkomu er hann nú hverfur á fund feðra sinna og ástvina. Hann var aldamótabam og flestir af þeirri kynslóð gerðu ekki kröfur til annarra en sjálfra sín. Hans lífsstarf var að rækta garðinn sinn og það gerði hann af samviskusemi og trúmennsku, ljúf- ur í umgengni við menn og málleys- ingja. Amgrími færi ég þakkir fyrir samfylgdina. Hann andaðist 23. okt. á Selfossi. Hann verður jarð- sunginn í dag frá Breiðabólstaðar- kirkju í Fljótshlíð. Afkomendum og fjölskyldum þeirra flyt ég innilegar samúðarkveðjur frá mér og Qöl- skyldu minni. Ingibjörg Þorgilsdóttir Amgrímur Jónsson, fyrrv. bóndi á Árgilsstöðum I, er látinn. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu góður granni og sveitungi, hugljúf- ur og góðviljaður samferðamaður. Amgrímur fæddist á stórbýlinu Ægissíðu í E)júpárhreppi. Ægissíða er ein langstærsta jörð í Rangár- þingi. Þar er staðarlegt og útsýnið vítt og breitt, fögur fjallasýn og hin búsældarlegu hémð innan Qalla- hringsins gleðja augað. Foreldrar Amgríms voru hjónin Jón Guð- mundsson og kona hans, Guðrún Pálsdóttir. Bæði voru þau hjón ætt- uð frá höfuðbólinu Keldum í Rangárvallahreppi. Jón á Ægissíðu var búhöldur mikill. Amgrímur ólst upp við mikil umsvif í búnaði og móttöku ferðamanna. Ægissíða er í þjóðbraut og var áningarstaður þeirra sem leið áttu austur Rangár- þing og áfram. Amgrímur kvæntist Stefaníu Marteinsdóttur frá Hafnarfirði og hófu þau búskap á Árgilsstöðum I í Hvolhreppi vorið 1930 og bjuggu þar alla tíð. Stefanía er látin fyrir nokkrum ámm. Að konu sinni lát- inni brá Amgrímur búi og Jón sonur hans tók við jörðinni en sjálfur dvaldi hann að mestu hjá yngstu dóttur sinni, Mörtu, og tengdasyni í Litlagerði 3, Hvolsvelli. Þar átti hann gott skjól enda var hann þakk- látur þeim hjónum, heilsan farin að bila og kraftamir þverrandi. Vorið 1931 byijaði ég, sem þess- ar línur ritar, búskap á Þómnúpi. Lönd Þómnúps og Árgilsstaða Iiggja saman. Fénaður gekk saman vor og sumar. Samgangur var því mikill milli bæja. Það tókust því fljótt góð kynni milli okkar. Þau hafa haldist til þess dags er báðir lifðu. Þessi fátæklegu orð, sem hér em sögð, em lítið þakklæti fyrir þau góðu kynni. Amgrímur var snotur bóndi. Hann hýsti jörð sína vel og ræktaði, byggði íbúðarhús og fjós, gekk vel um hey og hirti vel sinn búfénað. Amgrímur hlaut í vöggugjöf góða greind og glaða og létta lund. Það mátti segja að hann væri alltaf brosandi. Það stafaði frá honum gott viðmót og hlýja til samferða- manna. Hann átti góða konu og efnileg böm. Hann var hamingju- maður í einkalífi. Hann lagði ávallt gott til manna og málefna. Hann var traustur sem bjarg. Ég og fjölskylda mín sendum bömum hans og öðmm vandamönn- um samúðarkveðjur. Lárus Ág. Gíslason, Miðhúsum. Amgrímur Jónsson, Árgilsstöð- um, Hvolhreppi, andaðist 24. október sl. Þar er genginn góður maður og gegn bóndi, einn þeirra mörgu, sem ræktað hafa íslenzkar sveitir á þessari öld. Amgrímur fæddist 23. apríl 1900, ættaður frá Ægissíðu á Rangárvöllum og af Víkingslækjar- ætt. Fylgdi því öldinni úr fortíð hefðbundinna búskaparhátta og inn í vélaöld þá, sem nú er umhverfí okkar. Frá því á þriðja áratugnum bjó hann á Árgilsstöðum í Hvol- hreppi þokkalegu búi ásamt konu Fæddur 23. október 1912 Dáinn 23. október 1987 í dag er kvaddur hinstu kveðju mágur minn, Sigurður A. Péturs- son, lengst af kenndur við Staðarhól á Hellissandi en síðar búsettur á Hringbraut 60, Keflavík. Ekki gmnaði mig það í síðasta mánuði, er við fylgdum saman móður hans síðasta spölinn í Ingj- aldshólskirkjugarð, að svo skammt væri til leiðarloka hjá syni hennar. Enn emm við minnt á óútreiknan- legan hverfulleika tilvemnnar og að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sigurður virtist hress er hann vaknaði að morgni 75 ára afmælis- dags síns 23. október sl., en fáum mínútum síðar var hann allur. Hann var fæddur á Hellissandi 23. október 1912, elstur af 8 böm- um hjónanna Péturs Magnússonar og Ingveldar Sigurðardóttur, sem þar bjuggu. Pétur féll frá á besta aldri 1936, en Ingveldur lést 31. ágúst sl. í hárri elli. Af bömum Péturs og Ingveldar sem upp komust hafa nú með Sig- urði þijú fallið frá á skömmum tíma, en þijú á lífi em: Guðmundur að Ásgarði, Garði, Guðfínna í Grimsby, Englandi, og Vigfús á Hellissandi. Sem elsta bam foreldra sinna fór Sigurður fljótt að hjálpa til við heimilið og uppeldi yngri systkina sinna. Hann erfði í ríkum mæli hagleika föður síns við smíðar og lagni við vélar og gerði smíðar að aðalstarfi sínu þar til hann lagði fyrir sig pípulagningar á síðari ámm. Sigurður kvongaðist 6. septem- ber 1941 Vigdísi Jónsdóttur ættuð af Vatnsleysuströnd og úr Ámes- sýslu, sem lifir mann sinn. Þau sinni, Stefaníu Marteinsdóttur, ætt- aðri úr Hafnarfirði. Á Árgilsstöðum er tvíbýli. Bjuggu þau Amgrímur og Stefanía I norðurbænum, en í suðurbænum bjuggu hjónin Berg- steinn Ólafsson og Þómnn ísleifs- dóttir, og síðar sonur þeirra, Ólafur Bergsteinsson. Amgrímur var myndarlegur maður að vallarsýn. Hann var jafnlyndur og góðlyndur friðsemdarmaður og gæfumaður í öllu lífi sínu. Stefanía var glæsileg kona og skaprík, sem reyndist manni sínum tryggur lífsfömnautur. Hún andað- ist fyrir nokkmm ámm. Þótt þau Amgrímur væra næsta ólík í skapi, en uppfylltu hvort annað á farsælan hátt. Eignuðust þau fjögur böm, Guðrúnu, Ágústu, Jón og Mörtu, sem öll hafa reynzt dugnaðarfólk og nýtir þjóðfélagsþegnar. Jón Amgrímsson býr nú á Árgils- stöðum, skynsamur maður og verklaginn bóndi. Guðrún er gift Benjamín Jóhannessyni og búa þau á Seltjamamesi og eiga §ögur böm. Eitt bam eignaðist Guðrún; áður en hún giftist Benjamín. Agústa giftist Sæmundi óskarssjmi, verk- fræðingi og prófessor við Háskóla íslands og eignuðust þau fimm böm. Marta giftist Svavari Frið- leifssyni og eiga þau einn son. Allir hafa niðjar þeirra Stefaníu og Amgríms reynzt hið mannvænleg- asta fólk. Kynni mín af Amgrími og hans fólki hófust snemma, því að ég var í sveit hjá Ólafi frænda mínum í suðurbænum flest sumur á æsku- og unglingsámm. Þá var einfalt að hlaupa norður í bæ og leika þar við krakkana. Einnig vom ýmis störf sameiginleg báðum býlunum, svo sem þegar sóttir vom hestar upp í Rjúpbotna eða kýr út fyrir Fiská. Um helgar var og farið í útreiðar- túra á vökmm gæðingum inn með Rangá og Fiská, þar sem Keldur, Reynifell og fleiri bæir standa sunn- an Heklu í mikilúðlegu umhverfi að baki Þríhymingi. Allt vom þetta reistu bú að Staðarhóli og bjuggu þar til 1961 er þau fluttu til Keflavíkur og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust 4 böm, Ingveldi sem búið hefur á Hellissandi, Anney sem búsett er í Keflavík, Pétur sjó- maður, kvæntur Stefaníu Jónsdótt- ur, og Jón bílasali, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur, báðir í Keflavík. Bamabömin em orðin 12. Mágur minn var mikið ljúfmenni og vildi einlæglega hvers manns götu greiða. Meðfædd lipurð og hagleikur hans komu því víða að góðum notum. Hann barst ekki mikið á en vann trúlega og mat mikils fallega heimilið sem kona hans bjó þeim af miklum myndar- skap og snyrtimennsku, sem einkenndi umgengni beggja. Það sama var að sjá í litla sumarbú- staðnum sem þau höfðu komið sér upp, og hugðust njóta þar rólegra daga að loknum reglulegum starfs- degi, en hann hætti störfum við pípulagningar fyrir hálfu ári. Við kveðjum nú hrygg í huga góðan dreng, þökkum fyrir sam- fylgd sem aldrei bar skugga á og getum glaðst yfir vissu um góða heimkomu hans til þeirra sem á undan era gengnir. Hvíli hann í Guðs friði. Ólafur Guðmundsson Hið skyndilega andlát tengdaföð- ur míns, Sigurður A. Péturssonar, kom mér sem öðmm í opna skjöldu, en hann átti 75 ára afmæli daginn sem hann lést. Þessi kveðjuorð eiga að þakka honum Sigga mínum kærleiksrík kynni þau 19 ár sem ég þekkti þau hjónin. Umhyggja hans og ástúð til Minning: SigurðurA. Péturs- son, Keflavík skemmtilegar stundir, sem aldrei gleymast. Én löngu eftir að ég var hættur að fara í sveit til sumardvalar, lá leiðin aldrei svo til Árgilsstaða, að ekki væri skroppið norður í bæ til Amgríms og Stefaníu og þar þegið kaffi og góðgjörðir. Það var jafnan mikið líf í kringum Stefaníu, sem var ómyrk í máli og kunni að koma orðum að hlutunum. Amgrímur fór sér hægar, en lagði gott til allra mála. Þau Amgrímur og Stefanía hafa ef til vill gefíð mér betri inn- sýn í lífsháttabyltingu íslenzku þjóðarinnar en nokkrir aðrir. Fyrst þegar ég steig inn fyrir þeirra dyr, bjuggu þau í litium torfræ, en þó hlýjum og vistlegum. Þá vom ár kreppu og fátæktar um garð geng- in og að hefjast uppsveifla sú, sem styijöldinni fylgdi. Þetta vom tímar, þegar heyið var enn reitt heim í böggum á klökkum. En nýir bú- skaparhættir mddu sér til rúms og mikið ræktunar- og uppbyggingar- starf jók afrakstur landsins. Fyrst leystu sláttuvélar og rakstrarvélar, dregnar af hestum, orfið, hrífuna og reiðingshesta af hólmi. Og enn síðar komu dráttarvélar með allri þeirri tækni, sem þeim fylgdi. Sama var um gamla torfbæinn, sem hvarf, þegar af gmnni reis stórt íbúðarhús í nútímastíl. Þessar miklu breytingar gengu yfir sveitimar. Að mörgu leyti var gamla búskaparlagið miklu per- sónulegra og skemmtilegra en það sem nú tíðkast. Og ekki vil ég segja, að Amgrímur hafi verið neinn sérstakur véladýrkandi. Hann undi ávallt vel hag sínum, þótt ekki væri neinu ríkidæmi fyrir að fara. Og tæknina tók hann hófsamlega í þjónustu sína. Hófsemdin var hon- um í blóð borin á öllum sviðum. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnzt Amgrími Jónssyni og hans ágæta fólki. Votta ég aðstandend- um samúð mína á þessari skilnaðar- stund. Sigurður Gizurarson drengjanna okkar verður þeim ómetanlegt veganesti. Það sem öðm fremur lýsti best hans mann- gerð var hjálpsemi hans og fómfysi, hann hafði alltaf tíma fyrir aðra, en taldi sig sjaldnast þurfa á aðstoð annarra að halda. Dæmigert um þennan eiginleika hans var að dag- inn áður en hann lést var hann að mála heima hjá sér og buðum við honum aðstoð, en hann taldi sig ekki þurfa þess en hins vegar myndi hann þiggja hjálp við að stækka sumarbústaðinn næsta sumar. Þau hjónin áttu sumarbústað í Vaðnes- landi í Grímsnesi, sem heitir Staðarhóll, en þar dvöldu þau hjón- in öllum stundum. Þar naut hann útivemnnar í fógra umhverfi í faðmi náttúmnnar. Mér er ógleym- anlegt þegar hann var að byggja sumarbústaðinn, hversu haganlega var að öllu staðið, enda var hann einstaklega verklaginn. Siggi var fæddur á Hellissandi. Þangað fór- um við oft með þeim hjónum og nutum þess í ríkum mæli að labba fjöramar og hlusta á hann lýsa uppvaxtarárum sínum. Fjölskyldan mín kveður Sigurð með söknuði og þakklæti. Kristín Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.