Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 52 Ingveldur Árnadóttir Efra-Hvoli — Minning Fædd 11. febrúar 1901 Dáin 20. október 1987 Ingveldur Ámadóttir, húsfreyja að Efra-Hvoli í Mosfellssveit, lést á Reykjalundi þriðjudaginn 20. októ- ber sl. 86 ára að aldri. Með henni er genginn enn einn af frumbyggj- um þessa byggðarlags. Vinsældir hennar náðu til mikils §ölda fólks ungra og gamalla, sem hún hafði sem samferðamenn á langri lífsleið. Ingveldur var fædd að Miðdals- koti í Laugardal þ. 11. febrúar 1901 og var ein 14 systkina. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðrún Jónsdóttir og Ámi Guðbrandsson bóndi þar og standa að þeim ættir af Suðurlandi. Um aldamótin var víða þröngur kostur á íslenskum heimilum og margur maðurinn í dag undrast það kraftaverk, hvemig hin bammörgu heimili í landinu komust af við þær aðstæður sem vom á þessum tíma. Heimilið f Miðdalskoti var mann- margt svo að marga munna var þar að metta, en allt komst af og geta má nærri að húsbændur hafa beitt ráðdeild og aðgæslu, sem er okkur nútímamönnum Qarlæg eða að mestu ók :nn. Ámi Guðbrandsson faðir Ing- veldar átti systur suður í Mosfells- sveit og var það húsfreyjan á Reykjahvoli, Ingunn Guðbrands- dóttir. Á Reykjahvoli bjuggu þau hjón Ingunn og Helgi Finnbogason góðu og vaxandi búi. Ingunn sótti það nú allfast að fá litlu frænku sína til sín til dvalar, svo að Ingveld- ur litla fór til frænku sinnar á Reykjahvoli 3 eða 4 ára að aldri. Dvölin þar varð lengri en ef til vill var ætlað í upphafi, því að þama ólst Ingveldur upp og tileinkaði sér vinnubrögð og myndarskap Ingunn- ar frænku sinnar sem veganesti í lífinu. Meðal annars var það ráð Ingunnar að unga stúlkan fór til stuttrar dvalar á myndarheimili í Reykjavík,, t.d. var hún einn vetur á heimili Magnúsar Einarssonar dýralæknis. Árið 1927 giftist Ingveldur Vígmundi Pálssyni frá Eiði við Reykjavík, en hann stundaði sem ævistarf mjólkurflutninga fyrir bændur úr Mosfellssveit og ná- grenni til 1947. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en 1935 varð það að ráði að þau fengu jarðnæði hjá þeim Reykjahvolshjónunum, fósturfor- eldrum Ingveldar, og stofnuðu nýbýlið Efra-Hvol og bjuggu þar síðan. Ungu hjónin byggðu allt upp frá gmnni og ráku þar hefðbundinn búskap en auk þess ræktuðu þau alla tíð hænsni og seldu egg. Rekst- ur hænsnabúsins var til fyrirmynd- ar bæði um búnað og umhirðu, en Vígmundur heitinn var smiður góð- ur og vann allt slíkt sjálfur. Annars var bú þeirra hjóna ekki stórt en afurðagott og vel rekið. Þar leið öllum mönnum og skepnum vel, enda vel fyrir öllu séð og gestrisni mikil og rausnarleg. Vígmundur lést fyrir allmörgum ámm en Inga ræktaði áfram hænsnin fram undir 1980 eða meðan heilsan leyfði. Þau Inga og Vígmundur eignuðust tvö böm, Pálmar, sem býr í úljaðri Efra-Hvols og starfar á Reykja- lundi, en hann er kvæntur Ragn- heiði Jónasdóttur og eiga þau þijú böm uppkomin. Ingunn Vígmunds- dóttir var yngri og var gift Sigurði Auðunssyni rekstrar- og hagræð- ingarfræðingi, en hann fórst í flugslysi á Snæfellsnesi fyrir nokkr- um ámm. Þau Ingunn og Sigurður áttu einnig þijú böm sem em nú uppkomin. Þá var sonur Vígmundar frá fyrri tíð meira og minna á heim- ilinu, en fór snemma að vinna fyrir sér og fetaði í fótspor föður síns, vann all tið hjá Mjólkursamsölunni og er þar enn. Heimili þeirra Ingu og Vígmundar var þekkt fyrir fá- dæma gestrisni og myndarskap. Þar dvöldu óvandabundnir ungling- ar á ýmsum tímum og bundu órofa tryggðabönd við þau hjónin á Efra- Hvoli. Ólafur Jónsson frá Helgadal var langdvölum á Efra-Hvoli og Kristinn Sveinsson, nú bygginga- meistari, og reyndar ýmsir fleiri unglingar áttu gott athvarf hjá Ingu og Vígmundi og hafa haldið tryggð við heimilið. Þau hjónin vom næstu nágrann- ar okkar hér á Reykjum og nutum við vináttu þeirra og hjálpsemi, einkum er eitthvað fór úrskeiðis á tæknisviðinu, þá var alltaf leitað til Vígmundar. Nú þegar samferðin er á enda em Ingu og þeim hjónum báðum færðar þakkir og Ingu beðið bless- unar á hinni ókunnu strönd handan móðunnar miklu. Við vinir og ná- grannar vottum ættingjum samúð við fráfall hennar, en minningin lif- ir. Jón M. Guðmundsson í dag, laugardaginn 31. október, verður sæmdarkonan Ingveldur Ámadóttir, Inga eins og hún var alltaf kölluð, kvödd hinstu kveðju frá Lágafellskirkju og jarðsett þar við hlið bónda síns. Foreldrar Ingu vom Guðrún Jónsdóttir og Ami Guðbrandsson sem bjuggu í Miðdalskoti í Laugar- dal. Þau eignuðust sautján mann- vænleg böm og munu íjortán þeirra hafa komist upp. Var Inga ellefta I röð þeirra er upp komust. Það mun stundum hafa verið þröngt í búi eins og viða var á þeim ámm, því mun það hafa ráðist svo milli foreldra Ingu og sæmdar- hjónanna Ingunnar Guðbrandsdótt- ur og Helga Finnbogasonar á Reykjahvoli í Mosfelissveit að þau tækju Ingu í fóstur, en Ingunn og Ami faðir Ingu vom systkin. Inga kom að Reykjahvoli er hún var á ijórða ári og var það hennar heimili eftir það, þar til hún stofn- aði sitt eigið heimili. Það varð strax mjög kært milli Ingu og fósturfor- eldranna og sá kærleikur entist alla tíð. Reylqahvoll var mikið myndar- heimili og mikið forstand á öllum hlutum. Þar var mikil drift í bú- skapnum, alltaf vinnufólk eins og tíðkaðist þá og svo böm þeirra hjóna sem vom þijú; Finnbogi, Sigríður og Oddný. Var mikill kær- leikur með þeim og Ingu. Oft mun hafa verið glatt á hjalla á þessu stóra heimili. Inga vandist því að vinna mikið og átti afar létt með það og fóm öll verk henni sérlega vel úr hendi, vom öll unnin af alúð og snerpu og svo vel af hendi leyst sem verða má. Já, hún minntist oft á þetta góða heimili og var þakklát fyrir allt sem þau gerðu fyrir hana. En þetta þakklæti var gagnkvæmt, Ingunn og Helgi vom henni eins og góðir foreldrar geta bestir verið og kunnu vel að meta kosti hennar. En oft hugsaði Inga til foreldra og systkina og til æskuheimilisins í Laugardalnum sem hún mundi vel eftir. Þessi fjölskylda er nú dreifð um allt land og er mikið myndar- fólk og ber forfeðmm sínum gott vitni. í einni ferðinni á æskustöðvamar tók hún með sér væna hríslu og gróðursetti hana í skjóli við húsið sitt. Hafði hún hana alltaf fyrir augunum, sér og öðmm til yndis- auka. Sýndi þetta vel tryggðina við Laugardalinn. 6. janúar 1927 giftist Inga Vígmundi Pálssyni frá Eiði í Mos- fellssveit hinum ágætasta manni og var það mesta gæfuspor þeirra beggja. Þau byijuðu að búa í Reykjavík og vom þar í nokkur ár, en hugur Ingu var oft hjá hinu góða heimili sem hún ólst upp á og létu Ingunn og Helgi hana hafa land undir sum- arbústað er skírður var Efri-Hvoll. Þar unnu þau hjónin bæði af krafti við að koma bústaðnum upp og mun hafa verið notalegt að geta verið þar með bömin á sumrin og þegar tími gafst til. Þá var nú vegurinn öðmvísi en hann er í dag og erfíðara að kom- ast á milli, en Vígmundur var góður bílstjóri, átti alltaf bíl og taldi ekki eftir sér ferðimar sem urðu æði margar og enduðu með því að þau gerðu Efra-Hvol að litlu býli og fengu land út úr Reykjahvoli eins og böm fósturforeldranna. Þau munu hafa flutt alfarin úr Reykjavík árið 1935. Já, það var mikil gleði á Reykja- hvoli að fá ijölskylduna alkomna á Efra-Hvol. Þau Inga og Vígmundur eignuð- ust þijú böm; Ingunni, sem var gift Sigurði Auðunssyni, en hann fórst í hinu hörmulega flugslysi í Ljósufjöllum 5. apríl 1986. Þeirra böm em Auður gift Baldri Schröd- er, Ragnheiður Inga býr með Þórði Ðavíðssyni og svo Auðunn Páll, sem er heima hjá móður sinni; Pálmar kvæntur Ragnheiði Jónasdóttur og eiga þau þijú böm, Inga Ragnar, Vígmund og Sigrúnu. Ein dóttir fæddist andvana. Vígmundur átti son fyrir hjónaband; Aðalstein. Reyndist Inga honum frábærlega vel. Þau höfðu son Aðalsteins hjá sér í mörg sumur og er hann átti frí, enda vildi hann ekki annars staðar vera. Eftir að þau fóm að búa á Efra- Hvoli höfðu þau venjulega einn starfsmann við búið, því Vígmundur vann hjá Mjólkurstöðinni í Reykjavík, keyrði mjólkurbíl sem gekk í Mosfellssveitina. Það kom því töluvert í hlut Ingu að stjóma ýmsum verkum er bóndi hennar var Qarverandi. Margir vom hjá þeim þessi ár og öllu þessu fólki þótti vænt um þau og vildi halda kunningsskap eftir að þeir vom famir þaðan. Einn af þeim sem vom svo lánsamir að vinna hjá þeim var undirritaður. Á afmælisdaginn minn, er ég varð 16 ára, kom ég þar fyrst. Það var bjartur og fagur haustdagur, fremur kaldur. Ég var að fara I fyrsta sinn að heiman úr fámennri sveit. Ég hitti Vígmund við gömlu Mjólkurstöðina á homi Bergþóm- götu og Snorrabrautar. Hann tók mér mjög vel og fómm við saman á stóra mjólkurbílnum sem leið lá út úr bænum og upp í Mosfells- sveit. Hann sýndi mér allt það helsta á leiðinni, Korpúlfsstaði, Blikastaði, Lágafell o.'m.fl. Sfðan blasti Reykjahverfið við. Gufustrók- amir stóðu upp úr hvemnum og mjúk og samfelld gufuslæða lá yfir Varmá. Þá rann heita vatnið óbeisl- að í ána. Þetta er nú býlið mitt, sagði Vígmundur um leið og hann tók fimlega beygju til hægri og á svip- stundu vomm við komnir í hlað. Hann lagði bílnum á sinn stað og við gengum heim að húsinu. Inga stóð á tröppunum og tók á móti okkur. Hún heilsaði mér mjög hlýlega og bauð mig velkominn í vistina. Ég sá strax að hér væm hlutim- ir í lagi, bæði inni og úti. Áður en við var litið var Inga komin með dúkað borð, fullt af alls lags veislu- mat. Þannig var rausn og myndar- skapur á þessu heimili alla tíð. Já, það var einstakt hvað allt var snyrtilega og notalega fram borið. Hún gerði sér grein fyrir þörfum fólksins í smáu sem stóm, fyrir- hyggjan einstök. Er ég kom út í gripahúsin blasti við það sama, afburða fallegir og vel hirtir gripir, hveiju nafni sem þeir nefndust. Og ekki vom þeir hræddir við fólkið. Nei, þeir fögn- uðu þeim sem komu, því þeir vom svo góðu vanir. Góðu atlæti hús- bændanna og enginn hefði getað verið á þessum bæ til lengdar, sem ekki hefði sýnt dýranum nákvæmni f öliu. Mér fannst stundum sem Inga sæi ýmsa hluti fyrir sem við hin sáum ekki og gátum ekki látið okk- ur detta í hug. Þegar ég kom inn í fyrsta sinn með litla tösku sem aleigan min var í sagði Inga: Ég spái þvi nú drengur minn að kist- illinn þinn eigi nú eftir að stækka! Það er mikið lán fyrir ungling að lenda hjá slíku fólki. í nágrenni við Efra-Hvol vom margir sumarbústaðir. Þetta fólk vandi mjög komur sínar að Efra- Hvoli til þess að kaupa egg, mjólk o.þ.h. Það var auðséð á þessu fólki hvað því þótti gott að versla hjá Ingu. Og er kynnin urðu meiri fór það að senda bömin sín eftir þessum vömm og þau sóttust eftir að fara til Ingu. Það vom venjulega hlýleg orð, sælgætismoli eða annað gott sem fylgdi með sem bömin kunnu vel að meta. Ég þekki fjölda fólks sem telur það eitt af sínum bestu og dýrmætustu minningum að hafa kynnst þessu góða heimili. Þeir vom ófáir, sem minna máttu sfn í lífinu, sem komu til Ingu og vora sumir tfmum, jafnvel ámm saman þar og vildu ekki annars staðar vera. Fengu uppörvun við að koma þar og njóta góðra veit- inga, létts spjalls og ráðlegginga. En Inga hefði ekki getað gert allt sem hún gerði gott, nema af því að bóndi hennar var sama sinn- is, en lét henni oftast eftir fram- t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, EYÞÓR ÓSKAR SIGURGEIRSSON, Kjarrhólma 36, Kópavogi, lést á Spáni föstudaginn 30. október. Hrafnhildur Sveinsdóttir, Kristfn Eyþórsdóttir, Hartmann Guðmannsson, Lilja Dóra Eyþórsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Margrót Eyþórsdóttir, Bjöm H. Einarsson, Hrafnhildur Eyþórsdóttir, Sævar Ástráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, SÆMUNDUR FRIÐJÓNSSON, Gullteig 29, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum 30. október. Ólöf Guðmundsdóttir, Heiður Sæmundsdóttir, Sixten Holmberg, Frfður Sæmundsdóttir, Hávarður Emilsson, Friðjón Sæmundsson, Kristfn Benediktsdóttir og barnabörn. kvæmdina sem hann vissi að myndi fara vel úr hendi. En eftir skin koma skúrir og hinn 2. júlí 1967 missti Inga mann sinn. En hún gafst ekki upp við það, heldur bjó áfram í húsinu sínu og hafði hænsni til að hlúa að og sér til ánægju og alltaf sérlega bústinn kött! En hennar mikli styrkur var nú sonurinn Pálmar og hans góða kona, sem fylgdust með hveiju fót- máli hennar öll árin og gerðu fyrir hana allt sem í mannlegu valdi stóð. Til marks um umhyggjuna settu þau glugga á húsið sitt, sem ekki hafði verið áður, til að geta fylgst með því hvort ljósið kæmi í gluggann hjá Ingu á morgnana og hvort það slökknaði að kveldi á réttum tíma, svo og hverri annarri hreyfíngu sem þar fór fram. Og svo komu sonar- og dóttur- bömin æði oft og sváfu hjá ömmu. Dóttirin og tengdasonurinn fluttu svo að túngarðinum hjá Ingu svo skjól var á allar hliðar, svo komu allir góðu nágrannamir oft og styttu henni stundimar. Það var venja okkar hjónanna að fara alltaf til Ingu á nýársdag. Hún átti þann dag. Það var gott að byija árið með því. Sá dagur brást ekki, yfir honum var alltaf fegurð og heiðríkja. En fyrir tæpum fimm ámm gat þessi ákveðna og duglega kona ekki verið lengur heima hjá sér og átti þá vini í næsta nágrenni, á Reykjalundi, sem tóku henni og gerðu allt fyrir hana sem í mann- legu valdi stóð. Fyrir það allt vil ég leyfa mér að færa öllu starfsfólkinu alúðar- þakkir fyrir einstakt starf og • fómarlund sem aldrei brást. Ég vil svo að lokum þakka allt sem þessi góða kona var mér og minni fjölskyldu alla tíð og biðja henni guðs blessunar í fyrirheitna landinu. Ollum aðstandendum votta ég innilegustu samúð. Megi minn- ingamar um móður, ömmu, langömmu og tengdamóður vera ljós á ykkar vegi á ókomnum ámm. Kristinn Sveinsson, Sveinsstöðum. Mig langar lítillega að minnast Ingu á Efra-Hvoli, sem nú er ný- iátin. Árið 1937 keyptu foreldrar mínir sumarhús f Mosfellssveit, nánar til- tekið rétt við Efra-Hvol. Sumar- dvölin í bústaðnum var fyrir mér skemmtilegasti tími ársins. Þá var skólinn búinn og lífið bara leikur. Ég var svo heppin að dóttir hjón- anna á Efra-Hvoli og ég urðum góðar vinkonur og var ég heima- gangur þar á sumrin í mörg ár. Það var einnig ómetanlegt fyrir mig, stelpu úr Reykjavík,, að kynn- ast af eigin raun lífínu á íslenzkum bóndabæ, sem ég hefði eflaust ekki vitað eins mikið um ef ég hefði ekki kynnzt þessu góða fólki. Inga var alveg sérstök kona. Hún var ein af þeim sem var alltaf að, en hafði samt alltaf nægan tíma fyrir aðra, hafði sérstakt lag á að láta manni líða vel í návist sinni og gestrisin með afbrigðum. Ég fékk oft að fara með á engj- ar og taka þátt í heyskapnum og þó maður hafi eflaust oft verið til lítils gagns var alltaf stutt í hrósið hjá Ingu. Eftir að ég fullorðnaðist heim- sótti ég Ingu oft, en það var ekki af skyldurækni, ég hlakkaði alltaf til að hitta hana, ræða um málefni líðandi stundar, segja fréttir af mínu fólki og fá fréttir hjá henni. Oftast var komið fram á kvöld þeg- ar ég hélt af stað heim á leið, reynslunni ríkari og búin að þiggja af ómældri gestrisni hennar og ekki mátti ég fara án þess að fá nýorpin egg að taka með heim. Síðastliðin ár hefur hún átt við vanheilsu að stríða. Hún átti eflaust mjög erfitt eftir að hún varð veik og þurfti að vera upp á aðra kom- in, þessi dugmikla, gjöfula og gestrisna íslenzka bóndakona. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnzt svo einstakri konu. Blessuð sé minning hennar. Sigurveig Ragnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.