Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 60
60 > v MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 HCI2/HAIH1 j, eina sem er lausl, er Ipriib- CXrsu'itcxn." Skiptir ekki máli hvað þú segir. Þú ókst á meiri hraða en tíu kílómetra. Með morgunkaffrnu Það var örugglega ekki halelúja, sem presturinn sagði... Veitið húsnæðisfrum- varpinu brautargengi Til Velvakanda. Lagafrumvarp það, sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flytur, um breytingar á húsnæðis- málakerfínu, hefur orðið tilefni nokkurra umræðna. í þeim umræð- um hafa vakið nokkra athygli gagnrýnisraddir nokkurra stjómar- þingmanna. Meginbreytingin, sem í frum- varpinu nýja felst, virðist vera sú, að nú á að koma í veg fyrir, að þeir, sem eiga margar fbúðir, fái lán, enn á ný. En sagt er, að þess fínnist dæmi, að lán hafí verið veitt þeim, sem eiga allt að 6—8 íbúðir. Flestum ætti að vera ljóst, að slík tilhögun lánveitinga er með öllu óhæf. í annan stað er í hinu nýja frumvarpi lögð rík áhersla á aukna fyrirgreiðslu til handa hinum efna- minni. Nú mundu flestir ætla, að menn gætu yfírleitt fallist á þessi sjónar- mið. En þá kemur fram, að tveir stjómarþingmenn, þeir Halldór Blöndal og Páll Pétursson, and- mæla frumvarpinu. Hinn fyrmefndi Til Velvakanda Laugardaginn 24. október birtist bréf í Velvakanda frá manni sem biður um að meira eftirlit sé haft með útlendingum hér á landi. Hann er hræddur um að þeir stundi ólög- legt athæfí hér á íslandi. Ég er útlendingur. Hann þarf þó ekki að óttast eiturlyfjasölu eða slíkt frá minni hendi. Af og til sést ég á flakki í miðbænum og ekki (vinnufötunum, ég má ekki fara út í vinnufötunum (ég er hjúkrunarfræðingur) en í segir þó í viðtali við Alþýðublaðið 22. október að hann hafí ekki séð frumvarpið. Sú frásögn virðist harla kynleg, því að í Morgunblaðinu seg- ir sama dag (22. okt.), að þingflokk- ur sjálfstæðismanna hafí „á fundi í fyrradag samþykkt frumvarpið með ákveðnum fyrirvörum". Fróðir menn á Alþingi telja, að andstaða fyrmefndra þingmanna kunni að stafa af því, að farið hafi frítímum finnst mér gaman að labba um og skoða land og fólk. Svo er sjálfsagt um marga aðra. Ég er ekki með svart hár eins og útlendingar frá suðlægum löndum en ég er hræddur um að útlendingahatur fari að vaxa meðal okkar ef við dæmum fólk eftir slíku. Hræðsla og hatur mun hins vegar hverfa ef við reynum að tala saman og skilja hvert annað. 0g höfum í huga: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“. Norbert MUller fyrir bijóstið á þeim, að á stjómar- andstöðu-árum Jóhönnu Sigurðar- dóttur hafí hún reynst býsna snjöll við að koma málum fram í þinginu, þótt við ofurefli virtist oft að etja, enda mun hún almennt talin dug- mikil og starfhæf. Þau ummæli leyfí ég mér að viðhafa hér, þótt ekki sé ég flokkssystir hennar. 0g varla getur andstaðan gegn húsnæðis- frumvarpinu stafað af því, að það er kona, sem flytur málið. Því að stundum getur þingmönnum dottið í hug, að kjósa konur til trúnaðar- starfa í þinginu, þvert gegn flokks- samþykktum. Sbr. eitt og eitt atkvæði, sem konur úr Norður- landskjördæmi eystra (Kolbrún Jónsdóttir og Valgerður Sverris- dóttir) hafa fengið við forsetakjör, og segir nýlega í blaðagrein (í DV), að svo virðist sem einhver þingmaður vilji koma sér f mjúkinn hjá konum. Þótt ég sé ekki krati vil ég skora á þingmenn að veita umræddu frumvarpi brautargengí. Þar er um að ræða betrumbætur á núverandi kerfi. Jónína Sveinsdóttir Útlendingahatur? Víkverji skrifar Ronald Reagan á ekki sjö dag- ana sæla í forsetastóli Banda- rílq'anna um þessar mundir. Fyrst varð íran/Contra-málið til að grafa undan áliti hans meðal bandarísks almennings, síðan neitaði þingið að samþykkja frambjóðanda hans til Hæstaréttar Bandaríkjanna og nú verður kauphallarhrunið væntan- lega til þess að Reagan verður að hverfa frá meginstefnu sinni í efna- hagsmálum og semja við þingið um einhveijar skattahækkanir til að vega upp fjárlagahallann. Forsetinn sem naut hvað mestrar almennings- hylli allra forseta Bandaríkjanna í seinni tíð eftir fyrra kjörtímabil sitt, má því muna fífíl sinn fegurri. Þannig bendir nú flest til þess að Ronald Reagan verði fimmti for- setinn í röð sem ekki ríður feitum hesti frá þessu valdamesta embætti heims, enda þótt þeim hafí sumum hveijum vegnað vel framan af. Lyndon B. Johnson varð fómarlamb Vietnam-stíðsins, Nixon sökk í for- að Watergate-hneykslisins, Ford gerði stuttan og litlausan stans í embættinu, gíslamálið varð Carter að falli og nú virðist heillastjama Reagans hafa yfírgefið hann. Þegar horft er á sögu Banda- ríkjanna verður ekki betur séð en það sé einsdæmi að komið hafí tfmabil þar sem fímm forsetar hafí setið í embætti í röð og allir horfíð úr embætti í skugga pólitískra af- glapa og hneykslismála. Er þetta tilviljun eða hefur eitthvað gerst í bandarísku þjóðlífi sem beinlínis verður þessa valdandi? Ef leitað er að örlagavöldum þessara fímm síðustu forseta Bandaríkjanna, beinist athyglin óhjákvæmilega að bandarískum fjölmiðlun. Mikilla breytinga tók að gæta í fjölmiðlun í Bandaríkjunum upp úr miðjum sjötta áratugnum og átti stríðsrekstur Bandaríkjanna í Vietnam stærsta þáttinn í því. Margir áhrifamiklir fjölmiðlar lentu þá nánast í andstöðu við bandarísk stjómvöld, gagnrýndu þátttöku Bandaríkjanna f stfðinu harðlega og brátt snerist almenningsálitið á sveif með þeim. Fjölmiðlamir fóru að endurskoða hlutverk sitt. Þeir tóku að líta á sig fulltrúa hinna almennu borgara og að I þeirra verkahring ætti að vera að hafa eftirlit með stjómkerfinu. Til varð sú skilgreining á hlutverki fjölmiðl- anna að þeir væru í reynd fjórða stjómstigið og ættu að hafa eftirlit með hinum þremur, þ.e. þingi, framkvæmdavaldi og dómsstólum. Fjölmiðlunin varð ágengari og óvægnari og fjölmiðlamenn öðluð- ust aukið sjálfstraust og fóru að fínna til sín, þegar þeir fundu að þeir gátu haft afgerandi áhrif á gang sögunnar og jafnvel velt áhrifamestu mönnum landsins úr sessi. Fjölmiðlabylting þessi hafí f för með sér aukið sjálfstæði fyrir fjölmiðlamenn og athafnafrelsi, þótt enn sé deilt um hvort fjölmiðlamenn hafi axlað ábyrgðina í sömu hlut- föllum. Samfara þessu létu ýmsar læstar dyr stjómkerfísins undan og það opnaðist upp á gátt. Menn geta sfðan velt þvf fyrir sér hvort forsetar Bandaríkjanna síðustu 20 árin hafí í reynd verið veikari persónuleikar og spilltari heldur en fyrirrennarar þeirra. Þeirri spurningu verður líklega seint svarað, þvf að fyrri forsetar bjuggu við gjörólík skilyrði. í þá daga var yfirvaldið YFIRVALD, naut óttablandinnar virðingar og þurfti tæpast að óttast að við því yrði hróflað. Geðþóttaákvarðanir og sitthvað það sem kallast spilling á okkar tímum var þá hluti af leik- reglunum og það eru þessar leik- reglur sem fjölmiðlamir hafa verið að breyta. Nú vaka fjölmiðlamir yfír yfírvöldunum og það er eins gott að menn fari ekki út af spor- inu. Það er þess vegna ekki víst að ýmsir af merkustu forsetum bandarískrar sögu hefðu heldur þolað að vera undir þeirri smásjá Qölmiðla, sem eftirmenh þeirra nú á tímum mega þola. Svo má kannski líka spyija hversu mikil áhrif hafa fjölmiðlar á það hvers konar menn veljast til að gegna forsetaembættinu í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar nútí- mans hafa tilhneigingu til þess að vera í stöðugri ímyndarleit og þess vegna skipta oft umbúðimar — hvemig stjómmálamaðurinn kemur fyrir, hvemig talanda hann hefur og heiðríkt yfírbragð — meira máli heldur en innihaldið. Skyldi til dæm- is Abraham Lincoln, sem aldrei var talinn með fríðustu mönnum, yfír- leitt hafa átt nokkra möguleika á þvf að ná kjöri á þessari miklu sjón- varpsöld? Umhugsunarefni óneitanlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.