Morgunblaðið - 31.10.1987, Page 61

Morgunblaðið - 31.10.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 61 Þessir hringdu . . . Bíllyklar Tvær lyklakippur, önnur blá en hin svört, með lyklum að Volvobif- reið týndust fyrir nokkru. Síminn hjá eigendum bflsins er 78460. F\indarlaun. Komum í veg fyrir slysaöldu Jónas hringdi: Mikið hefur verið rætt um hrað- ann í umferðinni að undanfömu en án þess að mikill árangur sjá- ist, því miður. Margir ökumenn hafa ekki látið sér segjast og geis- ast áfram án þess að skeyta um hættuna sem af því hlýst. Nú fer í hönd sá árstími sem er hinn hættulegasti í umferðinni, fljúg- andi hálka og slæmt skyggni. Fjöldi bifreiða hefur aldrei verið meiri og má ætla að fjöldi óvanra ökumanna í umferðinni hafi au- kist að sama skapi. Það er því lífsnauðsyn að dregið verið úr hraðanum og verður hver og einn ökumaður að viðhafa varkámi í umferðinni. Komum í veg fyrir slysaöldu þegar aðstæðumar verða verri með því að draga úr hraðanum, aka varlega og sýna meiri tillitsemi." Bröndótt læða Stór bröndótt læða með hvíta bringu og hvítar lappir tapaðist frá Njörfasundi 40 á föstudaginn 23. október. Þeir sem orðið hafa varir við kisu em beðnir að hringja í síma 32887. F'undarlaun. Mál hinna réttlausu Til Velvakanda. Við viljum byija á því að þakka Helga Jóhanni Haukssyni, skóla- stjóra í Súðavík, hans mjög svo skilningsríku slaif um ástand kennslumála á íslandi og það er alveg víst að með þessu móti tekst að hrekja fjölda fólks, sem hefir margra ára reynslu, frá störfum. Svo verður að bjarga grunnskólun- um með enn fleira óreyndu fólki. Og hverra er hagurinn? Bamanna eða kennarasambandsins? Það er alveg með eindæmum hvemig farið er að þvf fólki sem leggur og hefír lagt fram krafta sína í áraraðir til að skólastarf í landinu geti farið fram með eðlilegum hætti. Hvar em stóm orðin um að meta starfs- reynslu? Og það er ekki aðeins að launa- bilið breikki milli kennara og leiðbeinenda, heldur er einnig reynt að hrelqa þetta fólk frá störfum með því að tefja launagreiðslur til þeirra, með alls konar málalenging- um. Það þarf að fylla út eina skýrsluna þá önnur er fengin, allar nánast með sömu upplýsingum. Við hér fengum okkar starfs- heimild samþykkta 10. ágúst og laun fyrir ágúst í framhaldi af því. Eftir það hefir engin greiðsla verið innt af höndum, alltaf vantar nýja skýrslu eins og áður sagði. Og við spyijum: Hvaða fyrirtæki á íslandi liðist nú á dögum að borga fólki ekki laun svo mánuðum skipti? Nei, þar væri fólkið komið í verk- fall fyrir löngu. Þess vegna hvetjum við alla leiðbeinendur að taka hönd- um saman. Við verðum að eiga okkar talsmann í KÍ. Og við hljótum að eiga að fá sömu laun og á sama tíma fyrir sömu vinnu, eða er það bara í frystihúsum sem það gildir? Er meira virði að annast fiskinn (með fullri virðingu fyrir þeim sem því starfi sinna) en fræðsla og upp- eldi bama okkar? Það er staðreynd, að án okkar verður grunnskólum landsins ekki haldið gangandi. Með- an svo er að fólk með kennslurétt- ingi sækir ekki meira í þessi störf, en raun ber vitni, er ekki hægt að bjóða þeim sem kennsluna annast, svona misrétti. Miðað við þær forsendur einnig, að þetta fólk greiðir sín gjöld í KI, innir af hendi sömu vinnu og ber sömu ábyrgð. Það er orðið tíma- bært að fólk þessa lands velti fyrir sér hvemig þessum málum er hátt- að og hvemig því þætti að fá launin sín ekki greidd í 2—3 mánuði en fá í staðinn inn um bréfalúguna gluggapóst um öll sín gjöld, hót- andi dráttarvöxtum og lögtaki, því ekki borgar ríkið dráttarvexti af launum sem það heldur ógreiddum í marga mánuði. Þetta er því ekki eingöngu hróp- legt ranglæti samfélagslega séð, heldur Qárhagslegt tap af þessum fáum krónum sem þetta fólk ber úr býtum. Þrír grunnskólaleiðbeinendur TIL SÖLU Hvalsnes GK 376. Stærð 421. Upplýsingar í símum 92-37655 og 92-37578. POTTRÖR OG FITTINGS Á LAGER -r LEITIÐ UPPLÝSINGA. HEILDSALA — SMÁSALA v VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 BESTI KOSTURINN! Nýja ökumanns— húsið er þekkt fyrir þægindi og vandaðan frágang NYJA LÍNAN - FORCE II Nýtt ökumannshús í sérflokki, öflugri mótor en sparneytnari og samhæfður gírkassi með fjölda hraðastiga. Eigum fáeina vel útbúna traktora, á mjög hagstæðu verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.