Morgunblaðið - 01.11.1987, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.11.1987, Qupperneq 34
4 34 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skattstjórinn í Reykjavík óskar eftir umsóknum um stöðu skrifstofu- manns við skjá og ritvinnslu. Starfið felst í gagnaskráningu, ritvinnslu og sívinnslu og býður upp á töluverða auka- vinnu. Leitað er eftir lipru áhugasömu fólki helst með verslunar- eða stúdentspróf, góða íslenskukunnáttu og reynslu eða þekkingu a.m.k. af lyklaborði. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra sem jafn- framt veitir frekari upplýsingar í síma 26877. Skattstjórinn í Reykjavík, Tryggvagötu 19, 101, Rvk. Sölustarf — vélar Fyrirtæki, sem selur vélar og tæki til land- búnaðar, óskar eftir að ráða sölumann búvéla. í boði er líflegt og áhugavert framtíðarstarf sem felst í sölumennsku og yfirumsjón sölu- deildar. Góðir tekjumöguleikar fyrir réttan aðila. Þær kröfur eru gerðar til umsækjenda að þeir hafi áhuga á vélum og/eða landbúnaði og geti starf- að sjálfstætt. Æskilegur aldur umsækjenda er á bilinu 25-35 ára. Óskað er eftir að umsækj- endur geti hafið störf fljótlega. Umsóknir sendist auglýsingdeild Mbl. merkt- ar: „L - 793“ Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður: Framkvæmdastjóra umsýslu- og fjármála- deildar hjá stofnun verklegra framkvæmda. Krafist er menntunar og/eða reynslu á sviði viðskipta. Stjórnunarreynsla ásamt mjög góðri enskukunnáttu nauðsynleg. Reynsla í tölvunotkun nauðsynleg. Deildarstjóra í eldsneytisdeild birgða- stofnunar varnarliðsins. Starfið felur í sér daglegan rekstur og stjórnun deildar er sér um dreifingu og mótttöku eldsneytis. Krafist er ítarlegrar þekkingar á dreifikerfum og meðferð flugvélaeldsneytis. Stjórnunar- reynsla ásamt mjög góðri enskukunnáttu nauðsynleg. Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, ráðningardeild, Brekku- stíg 39, 260 Njarðvík, eigi síðar en 17. nóv- ember nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973. Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir starfsmanni við vinnumiðlunar- skrifstofu er sinni: Atvinnuleit fyrir fatlaða og þá sem hafa slæma samkeppnisstöðu á vinnumarkaði. Vinnan felst í mati á starfs- hæfni, ráðgjöf, atvinnuleit og stuðningi við starfsmann í vinnu, samstarfsfólk og vinnu- veitanda. Menntun í ráðgjöf og staðgóð þekking á vinnumarkaði á Akureyri koma umsækjanda til tekna. Laun skv. mati kjaranefndar Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri Akureyrar í síma 96-25880. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar Félagsmálastofnun Akureyrar, Strandgötu 19 b. Félagsmálastjóri. Verkfræðingur Ungur vélaverkfræðingur með reynslu í sjávar- útvegi og áhuga á rekstri og markaðsmálum óskar eftir starfi. Lysthafendur leggi inn tilboð merkt: ' „MTM - 10“. Skrifstofustarf Ég er 25 ára gömul kona og óska eftir skrif- stofustarfi með vinnutíma frá kl. ca. 8-4. Hef reynslu sem gjaldkeri og hef kynnst tölvuskráningu. Upplýsingar í síma 621939. Atvinnurekendur! Duglegur og traustur maður sem hefur langa reynslu í verslunarstörfum og stjórnun óskar eftirvel launuðu starfi. Hefurgóð meðmæli. Upplýsingar í síma 75874 í dag kl. 13.00- 15.00, mánudag kl. 09.00-12.00. Ægisborg Við í Ægisborg viljum ráða fóstrur og starfs- fólk til starfa nú þegar. Um er að ræða störf í sal og við stuðning. Nánari upplýsingar gefa Elín Mjöll forstöðu- maður og Auður yfirfóstra í síma 14810. Aðstoðarfólk í bakarí Vegna mikilla anna óskum við eftir morgun- hressu starfsfólki í eftirtalin störf: 1. Aðstoðarfólk við bakstur. Vinnutími frá kl. 05.00-14.00 2. Starfsfólk í pökkun og dreifingu. Vinnu- tími frá kl. 05.00-13.00. Annar vinnutími kemur einnig til greina. Nánari upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum eða í síma 83277 milli kl. 11.00 og 14.00 Brauð hf., Skeifunni 11. Heimilisaðstoð - Heimahverfi Ráðskona óskast til að sjá um heimili með þremur börnum frá kl. 9.00-17.00 mánudaga til föstudaga, þar sem báðir foreldrar vinna úti allan daginn. Elsta barnið 8 ára er í skóla fyrir hádegi, 4 ára í leikskóla eftir hádegi og það yngsta 1 árs er heima allan daginn. Leitað er að áreiðanlegri manneskju sem líkar að vinna með börnum og sinna heimilis- störfum. Góð vinnuaðstaða og góð laun í boði. Upplýsingar veitir Áslaug í síma 623045 á vinnutíma og 39273 á kvöldin. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Landakotsspítali býður ykkur ákjósanlegan vinnustað í hjarta borgarinnar. Góðar strætis- vagnaferðir í allar áttir. Þar geta hæfileikar ykkar notið sín, því við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að starfsfólk okkar fái tækifæri til þess að vinna að þeim með okkur. Við reynum að gera öllum kleift að sækja námskeið og ráðstefnur. Við bjóðum aðlög- unarkennslu áður en starfsmenn fara á sjálfstæðar vaktir. Við höfum lausar stöður á öllum legudeildum, móttökudeild, svæfingadeild og gjörgæslu- deild. Hafið sambandi við skrifstofu hjúkrunar- stjórnar sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600/220/300, alla virka daga frá kl. 8.00- 16.00. Reykjavík 30. október 1987. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Röntgendeild Okkur vantar aðstoð á röntgendeild Landa- kotsspítala. Um fullt starf er að ræða. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf strax. Upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 19600-330. Reykjavík 30. október 1987. Hárgreiðslusveinn Hárgreiðslustofa í miðborg Reykjavíkur vill ráða hárgreiðslusvein í fullt starf. ★ Viðkomandi þarf að hafa réttindi og hafa unnið í faginu á síðustu þremur árum. ★ Á stofunni eru fjórir starfsmenn og vinnu- skilyrði öll hin bestu. ★ Tekjur eru háðir dugnaði og tekjumögu- leikar því góðir. Umsóknum skal skila til Ráðgarðs. Umsókn- areyðublöðum fás á skrifstofunni. RÁÐGAREXJR RÁÐNINGAMIÐLUN NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688 Tæknifræðingar Rafmagnstæknifræðingur (563) (sterkstraums) til starfa hjá stóru innflutn- ings- og verslunarfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Tilboðsgerð, erlend innkaup, lag- erstýring, sjálfstæð sala, markaðsathuganir og markaðsaðgerðir. Véltæknifræðingur (573) til starfa hjá verkfræðistofuí Reykjavík. Starfssvið: Almenn verkfræðistofustörf, s.s. hönnun, tilboðsgerð, eftirlit o.fl. Við leitum að tæknifræðingi sem hefur sem sérsvið hönnun loftræstikerfa. Æskilegt að viðkomandi sé með iðnmenntun, sérstaklega kæmi sér vel blikksmíðanám. Byggingatæknifræðingur (281) til starfa hjá opinberri stofnun í Reykjavík. Starfssvið: Ýmiss sérfræðileg verkefni, m.a. eftirlit og matsstörf. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir merktar númeri viðkomandi starfs til Ráðn- ingarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 7. nóv. nk. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Bókhaldsþjónusta 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.