Morgunblaðið - 06.11.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987
Brestir í söluskattskerfi:
Stefnt að virðis
aukaskatti
„Brestir núverandi sölu-
skattskerfis eru svo alvarlegir
og ágallamir svo miklir," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra á þingi sl.
fimmtudag, „að ekki er um
annað að ræða en að byggja
upp nýtt kerfi, taka upp virðis-
aukaskatt.“
gert 24%. Við undirbúning máls-
ins er nú mjög byggt á fyrra
frumvarpi, en miðað við að skatt-
hlutfallið verði mun lægra, eða
21-22%, og verði hálfu til heilu
prósentustigi lægra en skatthiut-
fall í söluskatti.“
Ráðherra sagði að undantekn-
ingar og undanþágur frá sölu-
skatti væru „svo fjölskrúðugar,
að eftirlit með innheimtu og jafn-
vel álagning þessa skatts sé ill-
framkvæmanleg“.
Virðisaukaskattur hefur verið
upp tekinn í flestum V-Evró-
puríkjum. „Kostirþessa skattkerf-
is eru einkum þeir,“ sagði
ráðherra, „að skatturinn er hlut-
laus gagnvart atvinnugreinum og
neyzluvali."
fliÞmci
Svipmynd frá Alþingi:
Nýr Reykjavíkurþingmaður
María E. Ingvadóttir tók sæti Þorvald Garðar Kristjánsson, for- Þær eru því þijár konumar í þing-
á Alþingi fyrir fáum dögum, en seta sameinaðs þings. Sólveig mannasveit Sjálfstæðisflokks úr
hún er varaþingmaður fyrir Sjálf- Pétursdóttir situr og á þingi sem Reykjavíkurkjördæmi og fjórar í
stæðisflokkinn í Reykjavíkurkjör- varaþingmaður fyrir sama flokk. þingflokknum.
dæmi. Hún sést hér ræða við
Frumvarp til laga um virðis-
aukaskatt hefur verið lagt fram
þrisvar á alþingi, en ekki náð fram
að ganga. „Þá sætti umfang og
eðli hliðarráðstafana verulegri
gagnrýni, sem og skatthlutfallið,"
sagði ráðherra, „en það var ráð-
Málmfríður Sigurðardóttir:
Beina á skattheimtu að stóreignum
Landsbyggðar-
styrking:
Aukið fé
til vegamála
— og flugvallagerðar
Framkvæmdamáttur fram-
laga til vegamála og flug-
vallagerðar eykst um 20%
milli ára, sagði Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráð-
herra í fjárlagaræðu sl.
fimmtudag.
„Bættar samgöngur á landi
og í lofti eru þýðingarmikið at-
riði í byggðamálum," sagði
ráðherrann. „Aðgerðir ríkis-
stjómarinnar til að draga úr
þenslu, sem hefur lýst sér í
manneklu og miklu launaskríði
á höfuðborgarsvæðinu; aukin
framlög til samgöngumála út
um landið og efling hins félags-
lega húsnæðislánakerfis eru allt
þættir í viðleitni ríkisstjómar-
innar til að rétta hlut lands-
byggðarinnar varðandi
opinberar framkvæmdir og fé-
lagslega þjónustu."
fyrirtækjum, verzlun og vaxtatekjum
- og herða tökin á skattsvikurum
„Kvennalistakonur ganga ekki
að því gruflandi að afla þarf
tekna til að standa undir nauð-
synlegum framkvæmdum og
rekstri og hafa margsinnis talað
um nauðsyn þess að endurskoða
og endurskipuleggja allt tekju-
öflunarkerfi ríkisins," sagði
Málmfriður Sigurðardóttir
(Kvl/Nl.e) við fyrstu umræðu um
fjárlagafrumvarpið sl. fimmtu-
dag. Hún sagði kvennalistann
hinsvegar andvigan því að skatt-
leggja nauðþurftir almennings.
„Við viljum afla teknanna þar
sem þær eru mestar fyrir," sagði
þingmaðurinn. „Við viljum skatt-
leggja vaxtatekjur, hækka skatta á
stóreignir, skattleggja hæstu tekjur
umfram aðrar og sækja fé til fyrir-
tækja, einkum í verzlun og viðskipt-
um, sem greiða óeðlilega lítið til
samfélagsins. Og framar öllu viljum
við gera stórátak til að ná inn
umtalsverðum hluta af þeim 4-6
milljörðum, sem skotið er framhjá
skatti og stýrt beint inn í einka-
neyzlu og íj'árfestingu ..."
Þingmaðurinn gagnrýndi „allt of
marga óvissuþætti", sem sveitarfé-
lög mættu sæta, varðandi verkefna-
flutning frá ríki til þeirra og
tekjuöflun til að standa undir aukn-
um kostnaði. Ekkert liggur heldur
fyrir í frumvarpinu um skuldaskil
ríkisins til sveitarfélaga.
Þingmaðurinn gagnrýndi enn-
fremur lækkun framlaga til ráðu-
nautaþjónustu og tilraunastöðva
landbúnaðarins. A tímum þreng-
inga í þessari undirstöðugrein,
þegar bændum væri lífsnauðsyn að
snúa sér í auknum mæli að nýjum
búgreinum, þurfi að styrkja þessa
starfsemi, ekki veikja.
Þá sagði Málmfríður að Kvenna-
listakonur hefðu gjaman viljað sjá
í fjárlögum næsta árs sérstakt
framlag, sem varið væri til að
hækka laun kvenna hjá ríkinu.
Þannig hefði ríkið getað gefið öðr-
um gott eftirdæmi.
Tollakerfi byggt á tveimur tekjustofnum:
Almennirtollar
og vörugjald
Ýmis gjöld felld niður
Samkvæmt starfsáætlun ríkis-
stjórnarinnar á ný samræmd og
einfölduð gjaldskrá aðflutnings-
og vörugjalda að koma til fram-
Ný þingmál
Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk)
hefur lagt fram frumvarp til
breytingar á almennum hegn-
ingarlögum. Fyrsta grein
frumvarpsins fjaUar um breyt-
ingu á.202. grein laganna. Hún
gerir ráð fyrir því að „sérstak-
lega stórt“ brot varðandi
kynsferðismök önnur en sam-
ræði, geti valdið fangelsi, ekki
skemur en eitt ár og allt að
sextán árum. Síðari grein frum-
varpsins fjallar um þyngingu
hegningar vegna kynferðis-
brota gegn persónu af sama
kyni, en þar hafa lög „veitt
miklu lakari vemd en ákvæði
er snerta önnur kynferðisbrot",
segir í greinargerð.
* * *
Endurvinnsla á úrgangi.
Kristín Einarsdóttir og fleiri þing-
menn Kvennalista flytja tillögu til
þingsályktunar um endurvinnslu
og fullnýtingu úrgangsefna. Til-
lagan gerir ráð fyrir því að ríkis-
stjómin skuli „stuðla að
endurvinnsluiðnaði sem nýti meiri
hluta þess sem til fellur af endur-
vinnanlegum og fullnýtanlegum
úrgangsefnum. Samhliða því verði
leitað leiða til að styrkja endur-
vinnsluiðnað sem fyrir er í
landinu".
* * *
Margrét Frímannsdóttir (Abl/
Sl) og fleiri þingmenn úr fjórum
þingflokkum flytja tillögu til
þingsályktunar um æfingaflugvöll
á Selfossi. Tillagan felur ríkis-
stjóminni, ef samþykkt verður,
að kanna, hvort hagkvæmt sé að
stuðla að því að framtíðarstaða
fyrir æfinga- og kennsluflugvöll
á Suðvesturlandi verði á Selfoss-
flugvelli.
* * *
Fyrirspumir:
Maria E. Ingvadóttir (S/Rvk)
spyr iðnaðarráðherra: 1) Hvenær
má vænta frumvarps um breyt-
ingar á lögum um Iðnlánasjóð sem
um getur í fjárlagafrumvarpi
ríkisstjómarinnar fyrir árið 1988?
2) Hvemig er fyrirhugað að
bregðast við tekjumissi Iðnlána-
sjóðs frá næstu áramótum og þar
til lögin hafa verið endurskoðuð?
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(Kvl/Vl) spyr menntamálaráð-
herra: 1) Hversu margir af
notendum Ríkisútvarpsins geta
enn ekki náð útsendingum rásar
tvö og á hvaða landsvæðum búa
þeir? 2) Hvenær má vænta þess
að landsmenn allir sitji við sama
borð gagnvart útsendingum
Ríkisútvarpsins?
kvæmda 1988. Kerfisbreytingin
gerir ráð fyrir að tollkerf ið verði
í stórum díattum byggt á tveim-
ur tekjustofnum, almennum
tollum og vörugjaldi í einu eða
tveimur þrepum i stað margra
smærri gjaldstofna. Þannig
komst Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra að orði í fjár-
lagaræðu sl. fimmtudag.
Þannig er ráðgert að fella niður
eftirtalin gjöld: sérstakt vörugjald
af innflutningi og innlendri fram-
leiðslu, tollafgreiðslugjald og
byggingariðnaðarsjóðsgjald. Jafn-
framt verða hæstu tollar lækkaðir
úr 80% í 30% að tókbaki og benzíni
undanskildu. Þá er gert ráð fyrir
því að tollur af matvælum falli al-
veg niður. Loks er gert ráð fyrir
að stíga lokaskrefið til samræming-
ar við álagningu aðflutningsgjalda
á atvinnurekstur með því að fella
niður alla tolla af vélum, tækjum
og varahlutum ýmiss konar til land-
búnaðar og þjónustuiðnaðar.
í staðinn verður tekið upp nýtt,
samræmt vörugjald, sem lagt verð-
ur bæði á neyzluvörur og bygginga-
vörur með sem fæstum frávikum.
Leitast verður við að tryggja sem
mest samræmi milli innlends vöru-
verðs og innflutningsverðs. „Þessi
breyting hefur í för með sér tals-
verða röskun á verðhlutföllum hér
innanlands," sagði ráðherra. „Þess
eru jafnvel dæmi, að einstakar
vörutegundir lækki um 40-50% í
verði meðan aðrar hækka um
20-30%.“
Ráðunautar Bún-
aðarfélags:
Fækkar um
fjórðung
Framlög til Áburðar-
verksmiðju felld niður
„Til samræmis við hinn al-
menna samdrátt landbúnað-
arframleiðslu er lagt til að
ráðunautum á vegum Búnað-
arfélags íslands fækki um
fjórðung", sagði fjármálaráð-
herra i fjárlagaræðu sl.
fimmtudag.
Framlög samkvæmt jarð-
ræktarlögum lækka og verulega
og styrkir samkvæmt búfjár-
ræktarlögum eru afnumdir.
Þá eru framlög ríkisins til
Áburðarverksmiðju felld niður.
Loks eru framlög til fjárfesting-
arlánasjóða afnumin.