Alþýðublaðið - 26.05.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.05.1932, Blaðsíða 3
alþýðublaðið 3 inn eyrir er veittur tiil atvinnu- bóta. Innflutningshöft eru á nauð- synjavörum. Svo koma þessir þingmenn me'ð bjargráðiÖ. Það er að bjóða þjóðinni brennivín og aðra slíka drykki(!). Ekki ganga þeir þó hreint að verki og lieggja til, að þjóöin verða spurð aðþvi greinilega og ref jalaust, hvort hún vilji leyfa innflutnilng á brenni- vini, whiskyi, koníaki, rommi og öðrum því líkum drykkjum, til viðbótar því áfengi, sem fyrir er. Það er ekki á þann hátt, sem þeir ætlast til, að rnálið verði borið upp fyrir þjóðinm. — Ýms merk mál bíða afgreiðsilu þings- ins, en em ekki tekin á dagskrá. H. G. og meðflutningsmenn hans að þingsályktunartillögunni urn ráðstafanir gegn áfengisbruggun og öðrum áfen gislagahrotu m hefðti mæl-zt til þess við forsetann (Einar Árnason), að sú tillaga væri tekin á dagskrá, en nærri því hefði ekki verið komand/i. Hefði þó mátt vænta þess, að hún væri tekin á dagskrá til endanlegra úrslita á undan tillögu Bergs, þar sem hún, — auk þess hvor til- lagan væri þjóðinni heiilavæn- liegri —, var miklu fyrr fram borin. — Einar Árnason færði það sér til afsökunar, að tillaga Bergs hefði ekki verið rædd fyrri, og því hefði hann tekið hana á dagskrá. Haraldur lagði áherzlu á, að at- kvHíöagreiöslu um áfengislöggjöf- ina veröi ekki bilandað samain við önnur mál. Þess vegna eigi slík atkv æðagreiðsla ekki að Ííara íram í sambandi við alþingtiiskosningar. Fyrst og fremst eigi að bera málið blekkingarlaust upp fyxir kjósendum. Spurndngin á að hljóða beint um það, hvort þeir vfflji, að innflutniingi brennivíns og slíkra drykkja verði bætt við það áfengi, sem fyrir er. Þdð er hnein spurning. Fyrir því hefir H. G. gerst aðalflutningsímaður að breytingalrtiLlögu þess efnis. Hann kvaöst greiða atkvæði með breytingartillögu Ingvars, — sem á að koma fyrst til atkvæða af þessuim tililögum —. Samikvæmt henni er ein af spurningunuim, sem upp verðd bornar fyrir þjóð- inni, um það, hvort hún vilji al- gert aðflutningSibann á áfengi. Umræðunni lault ekki og var málið tekið út af dagskrá. Alþingi, Efri deild endurafgreiddi I íyrradag til n. d. frumvarpið um heimild fyrir stjórmna til að leyfa erlendum manni eða félagi að reása og starfrækja sildar- verksimiðju á Austfjörðum. í gær var kosinn milliþinga- forseti samieinaðs alþingás, þar eð forseti og variaforseti þess eiga ekki heima í Reykjavík eða grend- inni. Var Bjarni Ásgeirsson boisinn með 20 atkv., en 12 sieðlar voru auðir. Á dagskrá var einnig kosn- ing yfirskoðunarmanina lands- reikninga og í efri deild kosning milliþinigaforseta deildarinnar, en þeim kosndngum var báðum frest- að. Jónais Þorbergsson flytur þiings- ályktun,arti:llögu í neðri deild um meoferð lámfjár og starfsfjár. Fer tillagan fram á undirbúning lagasietningar. Telur flutnings- maður sig vera á eins konar mið- punkti þjóðfélagsins og vega til bieggja handa. Er þar annars- veg'- ar óhófseyðsla íhaljdsburgieilsia, sem hann kveðst miða á, en jafn- framt vili liann fá löggjöf, sem komi til leiðar hlutaskiftum í út- gerð, „þar sem henni verður við komið“, og þykist hafa fundið þar lausnariorð, sem heiti „sanmvirði vinntmnar". Þar á eftir hanis til- ætlun alt að miðast við „hvaða kaupgjald atvi!nnureksturiinn þol- ir“. — Kunnugt orðtak úr her- búðum íhaidsins. — Að öoru leyti miinnist hann ekki á, huernig hlut- um skuli skift(!) Þá vill hann og að löggjöf þessi miði að því að lækka launagreiöislur bæjarfé- laga, þar sem, ríkið greiði lægra en þau fyrir hliðstaút starf. —■ Þar sem þessi tvískinnungstillaga dagar væntanilega uppi, er hér ekki farið nánar út í þetta mál að þessu sinni. Tilraunaflug yfir ísland. Rómaborg, 25. maí. U. P. FB. Flugimenn, sem flogið hafa yfir Atlantshaf, oig aðrdr, sem áforma slík flug, eru á ráðstefnu hér um þessar munddr. Hefir ráð- stefnan tdl meðferðar ýms mál, sem snerta væntanlegar skipu- lagsbundnar flugferðir milli Am- eríku og Evrópu. Nefnd, sem skipuð var af ráðstefnunini til þess að athuga fiugskilyrðdn á norðurhveli jarðar, hefir lagt það til, að stofnað verði til tilrauna- flugferða milli Englands og Am- eriku, um Island og Labrador. Endastöðvar yrði Lundúnir og New York, en þessar stórborgir eru, sem kunnugt er, aðalflug- íer ö amiöstö öv ar, New York í VestuTheitmd, en Lundúnir í Ev- rópu. Neíndin er þieirrar skoð- unar, að flugleið sú, sem að franmn er nefnd, sé bezta leiöin, ef settar verði á stofn veðurat- huganastöðvar og loftskeyta- stöðvar. Gerir nefndin sér vonir umi, að hægt verði að koma á reglubundnum póstflugferðum á þessari leið innan tveggja ára. — 'Nefndin lieíir einmg lagt til, að komið verði á reglubundnr um flugferðum frá Chicago til hringsund, Síberíu og Japan, en Nomie í Alaska, þaðan yfisr Be- nefndin tekur fram, að flugskil- yrði á þessari leið verði að atr huga betur en gert hafi verið. Sömuleiðis verði að korna upp veðurathuganastöðvum og loft- skeytastöðvum á þessari leið eigi "síður en á noxðurleiðinni yfir At- lantshaf, áður en reglubundnar póstflugferðir hefjist. Opið bréf til Verkamálaráðsins. Það var af mörgum innan þessa héraðs talinn stærsti við- burður árs'ins 1932, þegar þið fé- lagar gerðuð vinnu og kaupsaimn- inginn fyrir verklýðsfélagiö hér á staðnum við sikipaafgreiðsluna, enda mátti heita að sammmgum þeim væri vel tekið af bændum og búlausum innan héraðsins, sem voniegt var ,því bændur eru yfir- leitt ekki svo efnum búnir, að þeir gieti haldið fólk og vinna því filestir að búum sínum einsaim'lir og komast því lítih að hediman til að stunda atvinmi utan hedmil- anna sér að sfcaðilausu. Enn fremiur losaði samningur þessi af- grexðslumanninn við editt af hans vandasömustu •störfum, siem var að skamta verkafólki það kaup fyrir vinnu sína, sem það gæti vetiö ánægt nneð. Verkamiemn eru nú ánægðir mieð kaúpið hér við skipavdinnuna vegna þess, áð samið var eftir þeirra ósk, enda þött kaupiið sé að líkindum nokk- uð lægra en að undanfömu, þeg- ar tekið er tiillit til þess, að undan farám sumur hefir afgreiðsiLan hér á staðnum orðið að borga ca. kr. 1,25—1,50 um klst. í dagvinnu og mæturvimnu, en er nú samikvæmt samningi kr. 1,00 í dagvinnu og kr. 1,25 í nætur og belgidaga- vinnu um klst. jafnt sumar og vetur. Þetta er nokkuð eðláilegt að bændur hafi þurft að fá medra kaup fyrir að hlaupa frá búum sínum til að sinna skipavimnu fleiri kilómetra langan veg frá beádmlum sínum um sláttinn. Þess má þó geta afgreiðsilumanni til maklegs lofs, að hann lét oft simala þeim saman með bifreiö, þeim að kostnaðarlausu. Einnig má ætla að afgreiöslum. hafi verið svo mannlyndur að borga bændumi kaup frá því þeir fóru að heiiman og þar tíi þeir komu heálm, enda hefi ég heyrt að svo hafi verið. Hinn umfæddi sammngux hefir vexið vel haldinn af báðum að- idjum þar til nú í marz s. 1., að „Brúarfos.s“ kom hér ti!l að taka fryst kjöt og þurfti þá maTga verkamenn, og urðu þó nokkrir verklýðsfélagar frá að hverfa. Þó hafði afgreið&Lum:., sem nú er, Halldór Sigurðsson, tekið 1 utanfélaigsmann til að vinna um borð í skipinu, og þótti félags- mönnum sem þar væri um samn- ingsrof að ræða frá hálfu af- gæiðslum., en ég hygg að það muni vera vafasamt, eftir því, sem nú er upplýst orðið, að mað- ur þesisi hafi verið sérfræðingur. Hann var sendur um borð til þess að telja skrokkana jafnóðum og þeir voru teknir úr bátnum og látnir niður í skip, og þar sem venjulega eru alt að 90 kindar- skrokkar í hverjum bát, er það eins og allir geta séð ekki lík- Legt, að hver öbreyttur verkar maður sé svo vel að sér í töl- vísi, að txúandi sé til að leysa Silikt vandaverk sYo vel af hendi, að treysta megi. Að þessu at- huguðu og ef umr. utanfélags- maður og afgredðslum. væru nú þar að auki skoðanabræður i landsmálum. héraðsmálum, sveit- armálum og verklýösmálum þyk- ir flestum betrd mönnum seim þarna sé u;m kunningjabragð að ræða hjá afgreiðslum. fyrir utan brýna nauðsyn. Þess má geta á- lyktun þessari til staðfestingar, að’ hinn umr. sérfræðingur var lát- inn telja skrokkana í fyrra og reyndi'st prýðilega. Fleiri' utanfé- lagsmenn höfðu vexið teknir í vinnu i þetta sama skip, og: ihöfðu þeir unnið í landi við vigt- un og talningu og hefir mér ver- ið tjáð, að þeir hafi verið lög- giltdr utanfélagsmenn og er mér sagt, að þess háttar menn séu til hingað og þangað um landið!!! Heyrt hefi ég að hreppsnefhdin 'hér í hreppi sé búin að auglýsa eftir mönnum til vegagerðar í vor. Kaupið á að vera kr. 0,50 á klst. Auglýsing þessd er búin að hanga lengi uppi, og hefí ég heyrt að umsækjendur muni fáir enn, enda búast menn við að slíkt .kaup nái skamt í þarfir verkamanna. Hvammstanga, 23/4 1932. Fréttaritarmn. Hreppsnefndarkosning á Barðaströnd. Sýnishorn af hegðan vald- streitumannanna. Sjaldan sér maður í blöðunum minst á sveitarstjörnarkosningar út um land. Þö kemur stöku sinnum fyrir að sveitastjörnarkosningár í sjávar- plássunum eru gerðar að umtals- efni í blöðum, sérstaklega þegar eitthvað athugavert virðist koma fram við kosninguna eða hinir pólitízku flokkar deila um hvor þeirra hafi borið sigur al hólmi. Snemma i vetur fór fram kosn- ing á 3 mönnum í hreppsnefndina hér í Barðastrandahreppi, ásamt 3 fulltrúum fyrir hreppinn á hér- aðsþing Vestur-Barðastrandasýslu, sem háð var á Patreksíirði hinn 16. dez. sl. og af því að kosning þessi varpar skýru ijösi yfir þær aðferðir, sem íhaldið og auðvalds- stéttin í landinu notar í baráttu sinni fyrir að halda völdunum á hvaða sviði sem er. Hefi ég hugs- að mér að segja lesendum Alþýðu- blaðsins frá kosningu þessari, sem er að mörgu leyti einstæð í sinni röð. Daginn sem nefndarkosnig skyldi fram fara, var eitt hið versta veð- ur, sem hefir komið hér í allan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.