Morgunblaðið - 21.11.1987, Page 4

Morgunblaðið - 21.11.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Borgarstjórn um húsið við Tjarnargötu 11: Samþykkt að finna annan stað en hom Túngötu og Garðastrætis BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á fimmtudags- kvöldið að beina þvi til borgar- DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla íslands í dag, laugardaginn 21. nóvember. Ólafur Grétar Guðmundsson ver doktorsritgerð sina, sem lækna- deild hafði áður metið hæfa til doktorsprófs. Heiti ritgerðarinn- ar er „Immunologic Aspects of the Lacrimal Gland and Tears". Andmælendur af hálfu lækna- ráðs, að fundinn verði annar staður fyrir húsið við Tjarnar- götu 11, en ráðgert var á horni deildar verða prófessor dr. Alec Gamer, MRCP., FRCPath., Uni- versity of London, og prófessor Helgi Valdimarsson. Deildarforseti læknadeildar, prófessor Ásmundur Brekkan, stjómar athöfninni. Doktorsvömin fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 14.00. Öllum er heimill aðgangur. Túngötu og Garðastrætis. Á fundi borgarráðs 20. október sl. var samþykkt að flytja og stað- setja húsið við Ijamargötu 11 á lóð á homi Túngötu og Garða- strætis. Á fundi bygginganefndar Reykjavíkur 29. október sl. var samþykkt að heimila flutning hússins, en staðsetningu var fre- stað. Það kom fram hjá Hilmari Guð- laugssyni, formanni bygginga- nefndar, á borgarstjómarfundin- um að hugmyndin um staðsetningu hússins á lóðinni stangaðist á við ákvæði bmna- málareglugerðar. Ef framfylgja ætti þessum ákvæðum þyrfti að færa húsið allnokkuð til. Taldi Hilmar að miðað við þetta væri staðsetning hússins allt önnur og verri. Tillaga Hilmars um að fresta staðsetningu var samþykkt sam- hljóða. Doktorsvörn við Háskóla Islands I/EBURHORFUR í DAG, 21.11.87 YFIRLIT á hádegl f gæn Skammt fyrir noröan land er 997 milli- bara lægö sem þokast austur en 1038 millibara lægö suðvestur af Bretlandseyjum. Á morgun myndast hæöarhryggur á Grænlands- hafi. Veður fer smám saman kólnandi. SPÁ: í dag veröur vestan- og norövestankaldi víða um landið. Smám saman lóttir til, en þó verða dólitil snjó- eöa slydduél við norð- og norðausturströndina fram eftir degi. Hiti 0—5 stig, og heldur kólnandi með kvöldinu. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA SUNNUDAGUR: Vestan og norðvestanátt og víða vægt frost. Él verða við norðausturströndina, en þurrt og víða bjart veður annars staðar. MÁNUDAGUR: Suðvestanátt og hlýtt víða á Suöur- og Vestur- landi. Þokusúld. Þurrt á Norður- og Austurlandi. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. III O* <!• Skúrir Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka Hálfskýjað r r r * / * 5 ? 5 Þokumóða Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo 4 Mistur Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær aö ísi tíma hhi veður Akureyrf 7 hilfskýjað Reykjavfk 6 rígning Bargen 6 Iðtttkýjað Heltlnki 2 slydda Jan Mayen +7 úrkomafgr. Kaupmannah. 8 léttakýjað Narasarsauaq +1 úrkomafgr. Nuuk +2 snjókoma Oaló 2 altkýjað Stokkhólmur 4 tkýjað Þórahðfn 5 ^cýjað Algarve 18 lótttkýjað Amsterdam 10 akúr Aþena 16 lótukýjað Barcelona 16 akýjað Beríln 7 tkýjað Chlcago 44 helðskfrt Feneyjar 6 aúld Frankfurt 7 akýjað Glasgow 10 tkýjað Hamborg 7 akúr Lat Palmat 23 rykmittur London 11 tkýjað Lot Angelet 16 lótttkýjað Lúxemborg 4 akúr Madríd 16 mlstur Malaga 18 lótttkýjað Mallorca 18 tkýjað Montreal 4 tkúr NewYork 8 alakýjað Parít 8 rigning Róm 17 altkýjað Vín 8 altkýjað Wathlngton 7 úrkomafgr. Wlnnlpeg 414 halðtkfrt Valencia 22 lóttakýjað Kristján Karlsson Krístján skrifar sjálfur titil og höfundarnafn á Kvæði 87. Ný ljóðabók eftir Kristján Karlsson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Almenna bókafélaginu: „Kristján Karlsson skáld og bók- menntafræðingur, hefur sent frá sér sína fímmtu ljóðabók, Kvæði 87. Kristján er eins og kunnugt er eitt af okkar sérstæðustu skáldum. Flest ljóða hans krefjast vandlegs lestrar, en hljóti þau hann launa þau lesandanum því að hér er á ferð mikill skáldskapur. Stfll Kristjáns er afar persónuleg- ur, en höfundurinn er eigi að síður nýr í hverri bók. Síðasta bók mark- aði þáttaskil í skáldskap hans og þá munu Kvæði 87 ekki síður gera það. Kvæði 87 er 50 bls. að stærð. Kvæðin eru alls 28, sum nokkuð löng. Útgefandi er Almenna bóka- félagið og kemur bókin út bæði fyrir almennan markað og sérút- gáfa fyrir Ljóðaklúbb AB.“ Fj ármálaráðuneytið: Nýr skrifstofustjóri ÞÓRHALLUR Arason viðskipt- fræðingur hefur verið ráðinn skrifstofustjóri greiðslu- og eignadeildar fjármálaráðu- neytisins. Þórhallur lauk viðskiptafræði- prófí frá Háskóla íslands 1972 og starfaði síðan hjá Vegagerð ríkis- ins. Hann hefur gegnt starfí forstöðumanns fjárhagsdeildar Vegagerðarinnar síðan 1976. Hann er kvæntur Rannveigu Tóm- asdóttur og eiga þau þrjú böm. Af starfí skrifstofustjóra lætur Sigurður Þórðarson sem tekur við stöðu vararíkisendurskoðanda. Jón Björnsson tón- skáldfrá Hafsteins- stöðum látínn Sauðárkrólci. JÓN Björnsson tónskáld frá Haf- steinsstöðum lést aðfaranótt 18. nóvember sl. á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, 84 ára að aldri. Jón var fæddur 23. febrúar 1903 að Glaumbæ í Skagafírði. Foreldrar hans voru hjónin Steinvör Véfreyja Siguijónsdóttir frá Sörlastöðum í Fnjóskadal og Bjöm Lárus Jónsson bóndi og hreppstjóri að Stóru-Seylu. Jón stundaði tónlistamám á Ak- ureyri á árunum 1921-1924 en síðan búskap lengst af á Hafsteins- stöðum í Staðarhreppi eða allt til þess er hann fluttist til Sauðárkróks árið 1973. Jón Bjömsson var mikilvirkur í tónlistarlífi Skagafjarðar, var stjómandi Karlakórsins Heimis frá stofnun hans 1927-1968 og Sam- kórs Sauðárkróks 1966-1971. Þá var Jón organisti við Glaumbæjar- og Reynistaðakirkjur um árabil og við Sauðárkróks-, Hvamms- og Ketukirkjur eftir að hann flutti til Sauðárkróks til ársins 1984. Eftir Jón liggja fjölmörg lög sem hann samdi fyrir kóra og einsöngv- ara og út hafa verið gefín fjögur sönglagahefti með lögum hans und- ir nafninu Skagfírskir ómar. Fyrir störf sín að tónlistarmálum var Jón Jón Björnsson sæmdur fálkaorðunni 1979. Eiginkona Jóns var Sigríður Tijámannsdóttir frá Akureyri en hún lést 3. september 1969 og áttu þau einn son, Steinbjöm, sem lést árið 1975, aðeins 49 ára að aldri. Sambýliskona Jóns síðar var Anna Jóhannesdóttir frá Vindheimum en hún er látin fyrir nokkrum árum. - BB Þórhallur Arason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.