Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 KVÆÐIEFTIR FREY- STEIN GUNNARSSON eftirAuðun Braga Sveinsson Um útgáfuna sáu Andrés Krist- jánsson, Gils Guðmundsson og Ragnar Þorsteinsson. Bókaút- gáfan Iðunn sá um útsendingu bókarinnar til áskrifenda. Bókin er 280 blaðsíður, 14,5*21,5 sm að stærð. Rautt rexínband. Á forsí- ðu er eiginhandaráritun Frey- steins, greypt í guil. Komið er út ljóðasafn Frey- steins Gunnarssonar, fyrrum skólastjóra Kennaraskólans. Safn- að hefur verið saman ljóðum úr bókum hans tveimur, er út komu á meðan höfundur var á lífí, en þær eru: Kvæði I, er út komu 1935 og Kvæði II, er birtust 1943. Loks eru Kvæði III, sem höfundur hafði lokið við að búa undir prent- un áður en hann var allur, 1976. Því miður hefur nokkuð verið fellt úr af vísum úr Kvæði II. 3i Finnst mér að þeim nokkur eftir- sjá, því að í þeim birtist einmitt best kímni Freysteins. Er mér óskiljanlegt, að vísur þessar eða smáljóð skuli hafa verið felld nið- ur, þegar efnt var til þessarar vönduðu útgáfu á ljóðum skálds- ins, sem hún vissulega er. Ég eignaðist Kvæði II, keypti bókina á fomsölu á sínum tíma. Þar er m.a. vísa sú, er Freysteinn orti, er hann hitti Ársæl Ámason, sem þýddi mikið: Sólskin og sumarblíða sindrar um Laugaveg. Þú hefur mikið að þýða; þýðingarlaus er ég. En Freysteinn var mjög mikil- virkur, eins og kunnugt er. Þá kom mér á óvart að sjá ljóð- ið Fyrsta lóuljóð hefjast þannig: Ljómar yfir grund... Ég man ekki betur en að það hafí byijað þannig: Ómar yfir grund... Er það og í samræmi við rímið sem á eftir fer. æskuljóð í huga mér. Ljóðin óma í huga manns hefði ég haldið. En þetta eru smámunir. Freysteinn orti mörg Ijóð við ljúf lög og munu þau enn um skeið lifa. Eg vil benda á ljóðið Gler- brot sem María Brynjólfsdóttir hefur samið lag við. Ljóð þetta er mikið listaverk. Það endar þannig: Nú sit ég í rökkrinu og risla mér við að raða brotunum saman. Ég særi mig á þeim. En samt er það gaman. Er hægt með orðum að lýsa glöggar brostnum vonum og brost- inni lífsgæfu? Ljóð þetta verður vafalítið sett í úrval íslenskra ljóða síðar, það er að segja, ef þjóðin ekki gleymir öllum ljóðum og glat- ar tilfínningu fyrir máli sínu og menningu. Þama er ljóðið, sem vinur Frey- steins, ísólfíir Pálsson tónskáld, gerði lag við: Hér er, bróðir, verk að vinna. Þama er einnig ljóðið: í kvöld þegar ysinn er úti, við lag ísólfs. Ljóð og lag fra einkar vel saman, hvort tveggja hugljúft. Fagurt er eitt af kvöldljóðum Freysteins; þau em raunar öll fal- leg, sjö að tölu. Langt er síðan ég lærði þetta umgetna kvöldljóð: Fuglinn sefur suðr í mó, sefur kisa’ í værð og ró, sefur, sefur dúfan. Sofðu líka sætt og rótt, sofðu vært í alla nótt sofðu, litla ljúfan. Slíkt ljóð syngur sig inn í vitund manns, ef svo má að orði komast. Vor og sumar virðast hafa verið Freysteini einkar hugljúf yrkis- efni. Hann kveður ljóðin Vakir aftur vor í dölum, Við göngum út í laufgan lund (Kátir söngva- sveinar), Syngdu meðan sólin skin, þegar sól vermir jörð, Vor í dag; og fleiri mætti nefna. Ljóð þessi heyrum við einatt í útvarp- inu. Og á meðan þau em lærð og sungin, gleymist ekki nafn míns gamla skólastjóra. Hver man ekki eftir vísunni eft- ir hann Freystein, sem var prentuð aftan á eldspýtnastokka fyrr á tíð, ég á við miðaldra og eldra fólk: Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga, og lýsa þeim sem ljósið þrá, en lifa í skugga. Freysteinn Gunnarsson Allmörg ljóða Freysteins em þýðingar úr þýsku, norsku og sænsku, einnig úr dönsku. Víða ferst Freysteini vel úr hendi að koma erlendu ljóði á íslensku, málið er slétt og fellt. Freysteinn er skáld hinna ljúfu tóna fyrst og fremst, honum liggur ekki hátt rómur. Það var einkenni hans sem skálds. Freysteinn var guðfræðingur, eins og kunnugt er. Hann fm- morti sálminn Lífsins herra, sem er í núverandi sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar. Þama segir höf- undurinn mikið með einföldum orðum, án orðskrúðs: Læknir allra manna meina, mildin hreina, öðrum gleði alla stund, honum svíður sárt og brennur, sifellt rennur blóð úr djúpri dauðans und. Ég minntist fyrr í samantekt þessari á ljóð Freysteins um vor og sumar. Hann orti og önnur ljóð sem hafa verið mjög mikið sungin. Má þar nefna Afram veginn í vagninum ek ég, Litli vin, og Skólasöng Kennaraskólans: Vér leggjum út á lifsins braut. Þá má ekki gleyma hinu fagra ljóði Ég man það enn, sem höfundur- inn mun hafa ort til sonar síns ungs. Það er bæði fagurt og til- fínningaríkt. Ljóðið Heim yfir hæð og sund sungum við nemend- ur Freysteins oft á góðum stund- um. Létt og lipurt, bæði ljóð og lag. Ég vil vekja athygli á ljóði Frey- steins er hann orti fyrir bamadag- inn árið 1948. Þar kemst hann alls staðar vel að orði, en fremst fínnst mér hann túlka mál sitt í þessum ljóðlínum: En bamanna framtíð er pregg hvers lands og fullkomin skylda hvers einasta manns að vemda og styðja þá vaxandi fjöld, sem verða skal mannkyn á komandi öld. Hér eru ekki viðhöfð stóryrði, heldur er ljóðið líkt og talað orð, mælt mál. Þegar þetta var ríkti mikill skortur á matvælum og fleiri lífsnauðsynjum vegna afleiðinga heimsstyijaldar þeirrar, er nýlega var um garð gengin. Freysteinn vissi raunar, að misskipting auðs- ins átti hér ríkan þátt, enda segir hann: Því sverfur nú skortur þá síðustu vöm, er sveltandi, nakin og allsvana böm nú byggja þá veröld, sem á sér þann auð, er öllum má veita hið daglega brauð. Freysteinn Gunnarsson ér best- ur í stuttum ljóðum, jafnvel í einstökum erindum. Ég vil að lok- um tilfæra eitt slíkt: Hvert vinarorð, sem vermir hug, þá vakir böl og stríð, hvert góðs manns orð, sem gleður hug, mun geymast alla tíð. Og það er trú mín, að nokkur af smáljóðum Freysteins muni verða langlíf í landinu, ef þjóðin kýs að varðveita foman arf af þeim toga. Höfundur er kennari. Dagur lyfja- fræðinnar 1987: Framtíð apóteksins Lyfjfræðingafélag íslands gengst fyrir degi lyfjafræðinn- ar í Ráðstefnusal Hótels Loft- leiða laugardaginn 21. nóvember nk. kl. 10—17. Ætlunin er að ræða framtíð apóteksins í víðu samhengi. Rætt verður um hlutverk lyfjafræðinga og apóteksins við að ná markmiði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO); Heilbrigði fyrir alla árið 2000. Einnig verður rætt um mismunandi fyrirkomulag á lyfja- dreifíngu og kynnt ýmis efni sem tengjast rekstri apóteka, svo sem kostnaður við lyfjadreifíngu, álagningarreglur og tilhögun end- urgreiðslu sjúkrasamlaga á lyfja- kostnaði hér á landi og í nágrannalöndum. Rætt verður um samstarf lækna og lyfjafræðinga og framtíð apó- teksins frá sjónarhóli heilsugæslu- læknis. Þá mun heilbrigðismála- ráðherra, Guðmundur Bjamason, ræða framtíð apóteksins frá sjón- arhóli stjómvalda. Fyrirlesarar auk hans verða Jón Bjami Þor- steinsson læknir, Guðmundur Reykjalín, framkvæmdastjóri Apótekarafélags íslands, og lyfja- fræðingamir Almar Grímsson, Einar Magnússon, Guðrún Eyjólfs- dóttir og Helga Vilhjálmsdóttir. Fundinum lýkur með pallborðsum- ræðum. Fundarstjóri verður Jakob L. Kristinsson Bjóddu vetrinum byrginn með JmuuESTone undir bílnum! Nýkomið gott úrval af ódýrum vestur-þýskum leðursófasei Vönduð vara við vægu verði — (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.