Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 13 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 414. þáttur Gamall nemandi, Hrafn Harð- arson í Kópavogi, sendir mér skemmtilegt bréf sem ég freist- ast til að birta eins og það leggur sig (leturbreyt. eru umsjónarm.): „Hr. Gísli Jónsson umsjónar- maður þáttarins íslenskt mál. í þætti þínum 31. október sl. er stutt klausa um erlenda orðið gallerí og nokkrar tillögur um íslenskt orð í þess stað frá Hauki Eggertssyni og þú segist sjálfur halda Jng við listhús og mynd- hús. Eg get ekki annað en lagt orð í belg því sjálfur hef ég átt í nokkrum vandræðum með að fínna eitthvað annað en galleri yfír sýningaraðstöðu í Bókasafni Kópavogs, þar sem ég starfa. í fréttum um sýningar í safninu hef ég freistast til að nota list- krubba, en krubba merkir kró eða stía í fjárhúsi, þar sem hrút- ar voru settir. Ég er hins vegar ekki allskostar ánægður með það orð. Ég er heldur ekki sáttur við viðhaldsorðin þín, vegna þess að gallerí er ekki alltaf heilt hús, heldur miklu oftar hluti húss, sér stofa eða salur, enda er enska merkingin í þá átt. Liststofa þykir mér skárra orð en listbær, listval eða list- stöð, en þó rakst ég á orð í Lexicon poéticum, sem gaf byr undir vængi orði, sem ég gældi við fyrst er ég hóf að leita að staðgengli gallerís, og það er orðið LJSTVÖR, sem ku hafa verið „mytisk person“, og áreið- anlega löngu dauð og því ekki líkleg til að fetta fíngur út í nýja merkingu orðsins. Þetta orð er lipurt og einfalt, þótt samsett sé, og vör einskon- ar skammtímavistun fyrir báta, líkt og listvör er staður, stofa, salur eða heilt hús, þar sem myndverk eru höfð til sýnis skamma hríð. Þætti mér gaman að heyra álit þitt á þessu. Gallinn við þetta orð, eins og við önnur samsett orð, er auðvit- að sá að þegar það er hengt framan við eða aftan í sérheiti verður útkoman iðulega óþjál: Listvör Borg, Listvör Svart á hvítu, Listvör Gangskör (??). Gallerí þýðir einnig súlna- göng, upphækkuð stofa, einsk. svalir (verönd), svo e.t.v. mætti gefa því orði, þ.e. svalir, nýja merkingu: Svalir Borg. Ekki hugnast mér það. En hví gerum við ekki nýtt orð, sem líkist gallerí og hefur einhverja sennilega merkingu, t.d. galari kk. (sbr. kjallari), staður þar sem listamenn hrópa list sinni að fólki, þar gala gauk- ar? Galari Borg, Galari Gangskör. Þetta eru hugleiðingar mínar slegnar á lyklaborð ritvélar minnar um leið. Fyrst ég er á annað borð far- inn að skrifa þér bréf er ekki úr vegi að spyija um álit þitt á einu eða tveimur orðum, sem ég þykist hafa smíðað, þótt ekki hafí þau komist í hámæli: enska orðið thesaurus=þési; bar code=rimlaletur (ekki strika- lykill eins og orðanefnd Sam- starfsnefndar um upplýsingamál hefur það); nafnaskrá (í tölvu)= nafnavisir; subject index (efnisorðaskrá)=fróðlind (í tölvu); compact shelves=skot- hillur. Að svo búnu kveð ég þig og þakka marga fróðlega þætti þína.“ ★ Ekki felli ég mig við tillögu Hrafns um orð fyrir galleri. Þótt krubba merki sumstaðar á landinu kró eða stía, þá þýðir orðið í málvitund minni sóðaleg kerling og krubbulegur sóða- legur. Listvör og systir hennar Hringvör í Sólarljóðum voru vondar konur, tákn dauðasynda og sátu utan við bæjardyr and- skotans og blésu mönnum hatri í brjóst: Hringvör og Listvör sitja i Herðis dymm organs stóli á. Noma dreyri fellur úr nösum þeim, sá vekur fjón með fyrðum. Ég vil því hvorki krubbu né Listvöru í samband við sýning- arstaði listaverka. Þótt orðið galari sé grallaralegt þykir mér það illskást af orðum Hrafns, en ekkert þeirra fínnst mér ná- lægt því eins gott og listhús eða myndhús. Hús er ekki nærri því alltaf heil bygging. í bæjar- húsum voru t.d. hjónahús, suður- eða norðurhús eftir at- vikum, glugghús og vafalítið fleira. Þá eru til gollurshús og gleraugnahús. En gaman væri að heyra álit fleiri lesenda á þessu. Ég gæti hins vegar mælt með „einu eða tveimur" og kannski fleiri af orðum Hrafns Harðar- sonar um heiti á sviði upplýsinga og tölvumáls. En þar vantar mig illilega sérþekkingu til að fella grundaðan dóm um orðin, þó að mér þyki sem sum þeirra hljómi ekki illa eða lítist illa við fyrstu sýn. Því fremur bið ég ykkur umsagnar um þau. ★ Mér hefur verið sagt frá furðulegum ruglingi orðanna forsenda og forsending. Hið fyrra merkir helst skilyrði eða rök málsins, en hið síðara aldeil- is annað=lífshættuleg sendiför, för þar sem sendimanni var beinlínis ætlað að farnast illa. Auglýsing vikunnar er aftur á móti úr smáritinu Dagskránni á Akureyri, en hún hófst svo: „Notaðar kartöflur til sölu.“ Spurning vikunnar: Kannist þið við orðtakið að slá til heys og beitar og þá í hvaða merk- ingu? ÖRBYLGJUOFNAR „Gullna flugan“ Bók um Alþýðuf lokkinn ygur hefur gefið út bók, seni heitir Gullna flugan og er eftir Þorleif Friðriksson. Efnið er „saga átaka í Alþýðuflokknum og erlendrar íhlutunar um íslensk stjóramál í krafti fjár- magns.“ Aftan á bókarkápu segir m.a.: „Gullna flugan segir frá átökum Alþýðuflokksforystunnar við pólitíska andstæðinga innan og utan verkalýðshreyfíngarinnar. Hvaða aðferðum var beitt og að hvaða leyti hafði erlend aðstoð áhrif á gerðir flokksforystunnar gagnvart t.d. Ólafí Friðrikssyni, Héðni Valdimarssyni og Hannibal Valdimarssyni, kommúnistum, só- síalistum og hannibalistum? Var um aðra aðstoð að ræða en í formi peninga? Hveijir veittu aðstoð er- lendis frá? Settu erlendir láns- og styrkveitendur einhver skilyrði fýrir aðstoðinni? Mótaði erlend aðstoð á einhvem hátt skoðanir Alþýðuflokksfoiystunnar til stór- pólitískra mála eins og sambands- málsins 1918 og lýðveldismálsins 1944? Hafði erlend aðstoð áhrif á vöxt og viðgang Alþýðuflokksins. Gullna flugan er sagnfræðilegt tímamótaverk þar sem fjallað er um stjómmálaviðburði aldarinnar og byggð á gögnum sem ekki er hægt að vefengja." Höfundurinn er ungur sagn- fræðingur sem stundaði nám við Háskóla íslands og Lundarháskóla í Svíþjóð. Að námi loknu bjó hann í Kaupmannahöfn í fjögur ár þar sem hann stundaði rannsóknir á sögu evrópskrar verkalýðshreyf- ingar. Hann er ráðinn hjá Verka- mannafélaginu Dagsbrún til þess að skrifa sögu félagsins og kennir jafnframt við heimspekideild Há- skóla íslands. Verð kr. 2.335,- Stærðir 49-56 Verð kr. 2.650,- Stærðir 49-56 Mjúkar, hlýjar og fallegar skinnhúfur fyrir böm og fullordna, dömur og herra. RAtmAGfiRÐIN \ HAFNARSTRÆTI 19 & KRINGLUNNI Sendum í póstkröfu - simar 16277 og 17910 Opið í dag og alla daga vikunnar kl. 11 -20 Timifyrirís Rammíslensk ísbúð með alþjóðlegu yflrbragðl Alltaf ferskar ísnýjung- ar, m.a.: • íssamlokur úr ný- bökuðum súkkulaði- bitakðkum. • Ávaxtabar með 18 tegundum af ferskum ávöxtum oghnetum. • Mjúkís úr vél með jarðabeija-. banana-, vanillu-, plparmintu- eða súkkulaðibragði, sett saman eins og þú vtlt. ÍSHÖLLIN HH Komið og kynnist nýjum meiriháttar hamborgara og djúpsteiktum fiski. Þess virði aö bragöa. H.H. Pizzastaöur i Kringiunni. Ljúffengar pizzur á staðn- um eöa til að taka með heim. (rcla Léreftir Fyllt subbs, bakaðar kartöflur m/fyllingu og salati. fórttudty fned flúdm. Qrvals kjúklingar 'A Kínverskur matur, karrý og súrsætar sósur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.