Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 19 Frá vinstri: Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Signrður I. Snorrason klarinettuleikari, Signý Sæmundsdóttir sðngkona og dr. Weraer Schulze. Ný plata — tónleika- ferð til Austurríkis tíu voru fyrir söngvara og einn hljóðfæraleikara. Hver söngvari og hljóðfæraleikari flutti annað verkið heiman að frá sér og svo eitt erlent verk. Þær Signý og Inga Rós æfðu verk Þorsteins, sem heitir Psyc- homacchia, við latneskan texta frá 4. öld og svo verk eftir norskt tón- skáld, Anna Jastrzebska, pólskfædd eins og nafnið bendir til. Kristinn og Guðríður æfðu verk Karolínu, Ljóðnámuland, við samnefndan ljóðaflokk Sigurðar Pálssonar. Og fínnskt verk eftir Vladimir Agopov, landflótta Rússa, sem er seztur að í Finnlandi. Á móti voru það svo norskir flytjendur, söngkona og sellóleikari, sem æfðu líka verk Þorsteins og fínnskur söngvari og píanóleikari sem æfðu verk Karo- línu. Flokkurinn skiptist þannig í fímm hópa, þar sem í hveijum hópi voru tvö tónskáld og tvö pör af flytj- endum, sem æfðu verk tónskáld- anna. í lokin voru haldnir óformlegir tónleikar, svo enginn missti af neinu. Það var vel búið í haginn fyrir tónlistarfólkið. Fyrir flytjendur var það óvenjulegt að fá tækifæri til að loka sig af í þijá dag og æfa eingöngu tvö verk. Og ekki var það síður merkilegt fyrir tónskáldin að hlusta stöðugt á verk sín í heila þijá daga. Rejmdar eru tónskáld hér vísast betur sett en starfs- bræður á Norðurlöndum hvað varðar samvinnu við flytjendur verka sinna, því hér gerist slíkt nánast á sömu þúfunni og oftast þekkja tónskáldin flytjenduma vel. Hins vegar er það okkar fólki dýr- mætt að eiga kost á að hitta fyrir fólk annars staðar að og það á jafnt við um tónlistarfólk og aðra. Á þátttakendunum var að heyra að það er kannski það, sem gerði þessa ferð svo notadrjúga. Þama voru líka ýmsir gestir, sem gengu á milli flytjenda og lögðu eyrun við. Enska söngkonan Jane Manning var fengin til að segja söngvurunum til og tónskáldið Anthony Payne var fenginn til að rabba við tónskáldin um verk þeirra. Auk þess vora þama tónlistamem- endur, sem fylgdust með, sumir styrktir frá skólunum, til að mæta. Einnig kom sænskt útvarpsfólk og tók upp tónlist og viðtöl við þátttak- endur. Hugmyndin er svo að gera heimildarþátt eða -þætti um þessa tónlistarstefnu. Ef peningar fást verður þessu starfí haldið áfram og þá með nýju fólki. Hér heyrist vonandi eitthvað af þessum verkum á tónleikum seinna í vetur. — Signrður I. Snorra- son klarinettuleikari tekinn tali — Þessa dagana er að koma á mark- aðinn ný hljómplata með tveimur íslenzkum einleikuram, þeim Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og Sigurði I. Snorrasyni. Þar er að fínna kon- sert fyrir klarínett og hljómsveit sem Páll P. Pálsson samdi fyrir Sigurð og sem hann framflutti ásamt Sin- fóníuhljómsveitinni á tónleikum í janúar 1983, undir stjóm höfundur. Jón Nordal samdi Ristur fyrir klarí- nett og píanó handa Sigurði og Önnu Guðnýju. Þau frumfluttu verkið í maí 1985. Þriðja verkið er Steflaus tilbrigði eftir Austurríkismanninn Wemer Schulze. Meira um hann hér á eftir. Sigurður og Anna Guðný fóra í tónleikaferð til Austurríkis í haust, ásamt Signýju Sæmundsdótt- ur söngkonu. Era einhver tengsl þama á milli? „í haust eru liðin tuttugu ár frá því ég fór í framhaldsnám til Vínar og af því tilefni langaði mig að gera eitthvað sérstakt. Þá kom þetta tvennt til, platan og ferðin. Vorið eftir að ég flutti konsert Páls var gerð upptaka að honum fyrir ís- lenzka tónverkamiðstöð, en upptak- an fórst fyrir hjá útvarpinu og annað verk var sett á plötuna. Þetta þótti mér verra, vildi gjaman hafa verkið á plötu. Jón Nordal skrifaði Ristur fyrir okkur Önnu Guðnýju sam- kvæmt pöntun frá Musica Nova, svo þama vora komin tvö verk. Ég fékk svo augastað á því þriðja, eftir Schulze, sem hefur rejmst íslenzkum tónlistarmönnum betri en enginn. Þama var þá komið efni I plötu. Fjárhagshliðin virðist líka ætla að ganga upp. Við fengum dyggan stuðning frá Menningarsjóði Sam-' bands íslenzkra samvinnufélaga. Starfsmannafélag Sinfóníunnar gaf sinn rétt eftir. Ríkisútvarpið lagði sitt fram, upptöku á konsertinum og tækjakost til upptöku á hinum tveim- ur verkunum. Páll og Schulze tryggðu okkur að þeir keyptu hluta upplagsins og Schulze hefur þegar dreift plötunni í Austurríki. Auk þess að vera tónskáld þá kennir Schulze við Hans Keyser Inst- itut. Þetta er vísindastofnun innan tónlistarháskólans í Vín, þar er lögð stund á fag, sem á þýzku heitir harm- onikale Grandlageforschung, Music of the Sphers á ensku, má kallast hljómspeki á íslenzku. Rótin að þess- ari grein er fom-grísk kenning sem Pýþagóras og lærisveinar hans tóku upp og settu fram, að sérhver reiki- stjama hefði sinn sérstakan hljóm, sem væri samhljóma hljómi annarra stjama. Hljóminn væri hægt að sýna fram á stærðfræðilega út frá ijar- lægð stjömunnar frá jörðu og öðram stærðfræðilegum þáttum. Og þetta tengist ekki aðeins himingeimnum, heldur að allir hlutir hafí sinn hljóm, sem megi fínna hátt út, út frá stærð- um þeirra. Þessar hugmjmdir hafa veltzt milli manna um aldir og gera enn, Goethe, Hesse, Hindemith og fleiri hafa hugsað eftir þessum braut- um. Keyser-stofnunin er ein örfárra vísindastofnana á þessu sviði. Schulze hefur mikinn áhuga á norðurslóðum, hefur oft verið í Fær- eyjum, kennt þar tónlist og útvegað þangað kennara. Það var hann, sem skipulagði tónleikafor Sinfóníunnar til Austurríkis 1981, þegar hljóm- sveitin lék í einum af beztu tónleika- sölum heimsins, Musverein-salnum ( Vín. Schulze tók að sér að skipu- leggja ferðina fyrir okkur Önnu Guðnýju. Hann þekkti Signýju frá Vín, þar sem hún hefur verið í námi, og stakk upp á að við fengjum hana í lið með okkur. Við héldum þrenna tónleika, sem vora á vegum aust- urrísk-íslenzka vinafélagsins í Vín. Þar er Schulze ritari. Formaður þess félags er sellóleikarinn dr. Helmut Neumann, sem var áður í hljómsveit- inni hér og er giftur íslenzkri konu, Marínu Neumann. Fyrstu tónleikamir vora í Vfn, bæði á vegum vinafélagsins og aust- urríska tónlistarfélagsins. Þar flutt- um við Ristur Jóns, sönglög eftir Árna Thorsteinsson, Sigfús Einars- son og Jón Þórarinsson, Grand duo eftir Weber fyrir klarínett og pfanó og fímm ljóð og svo Hjarðsveininn á klettunum eftir Schubert. Schulze hélt smá erindi og kynnti plötuna. Tónleikamir vora vel sóttir. Síðan voram við með tvenna tón- leika úti á landi. - Þeir fyrri vora í Grafenegg-höll. í Austurríki tíðkast mjög að halda tónlistar- og ljóða- kvöld og þetta var slíkt kvöld. Þá era lesin ljóð og spiluð tónlist. Schallaburg er stór höll rétt hjá Melk-klaustrinu, sem núorðið er bezt þekkt úr Nafni rósarinnar. Þar era tónleikar allt árið og tónleikar okkar voru hluti af ársdagskrá þeirra. Það var feiki ánægjulegt að halda upp á námsafmælið með þessum hætti. Haustið þama er jmdislegt, svo það er tilvalið að heimsækja Austurríki á þessum árstíma. Auk þess er menningarlífíð í fullum gangi þegar kemur fram á haustið. Fyrir hljóðfæraleikara er ómetan- legt að komast út í tónleikaferðir og sannarlega óskandi að hjómsveitar- meðlimir og aðrir ættu sem oftast kost á því. Ferð sem þessi útheimtir óhemjumiklar æfíngar, við voram búin að halda tvenna tónleika hér heima áður en við fóram út og það segir sig sjálft að átakið hlýtur að koma hljómsveitarvinnunni til góða... Þorsteinn Hauksson tónskáld skýrir verk sitt fyrir Signýju Sæmunds- dóttir söngkonu og Ingu Rós Ingólfsdóttur sellóleikara. :* Kammersveit Háteigskirkju á æfingu, aftari röð frá vinstri: Anna Maguire, Elizabeth Dean og Jóhann Georgsson. Fremri röð frá vinstri: Sean Bradley, Bryndís Björgvinsdóttir, Lovísa Fjeldsted, Mary Camp- bell og Sigríður Hrafnkelsdóttir. Katarínu Óladóttur vantar á myndina. sveit Háteigskirkju svo vetrartón- leika sína, flytur verk eftir Manfredini, Torelli, Pachelbel og Bach, meðal annars h-moll- svítu hans og sembalkonsert í f-moll, þar sem Orthulf Prunner er einleikari. Eins og áður er sagt er þetta strengjasveit, en hugmyndin er að kalla til einleikara og á þessum tónleikum verður það flautuleikar- inn Martial Nardeau. Á vortónleik- unum verða flutt verk eftir Vivaldi, Bach, Mozart og gítarkonsert eftir Carulli. Símon Ivarsson verður ein- leikari á þeim tónleikum. Þetta er víst eina kammersveitin sem er fastráðin hjá kirkju hér. Víða í Evrópu, til dæmis í Þýzkal- andi og í tónlistarlandinu Aust- urríki, era kammersveitir starfandi við stórar kirkjur. Á Englandi era tvær þekktar kammersveitir kennd- ar kirkjum, St. Paul Chamber Orchestra og St. Martin-in-the- Fields, sú síðastnefnda sannarlega heimsfræg. Sú sveit var upphaflega stofnuð af orgelleikara heilags Mar- teins á Ökram. í Kammersveit Háteigskirlqu er það líka orgelleik- ari kirkjunnar, sem leiðir sveitina. Sumsé enn einn silkiskúfurinn í tónlistarlífi höfuðborgarinnar og ánægjulegt að sjá hvað tónlistarlíf kirknanna er orðið myndarlegt. Þess eigum við ekki sízt eftir að njóta á aðventunni... Að loknum tónleikum i Schallaburg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.