Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Fríður floti á fertugsafmælinu, samtals 30 bílar. Steypustöðin hf. 40 ára: Framleitt og flutt um 6 milljón tonn af steypu Rætt við Sveinn Valfells forstjóra um starfsemi elstu steypustöðvar í Evrópu ELSTA steypustöð í Evrópu, Steypustöðin hf., heldur upp á 40 ára afmæli sitt um þessar mundir. Fjörutíu ár eru ef til vill ekki langur timi í sögu þjóð- ar, en íslendingum hefur þó orðið býsna spordijúgt á sviði byggingaframkvæmda á þessu tímabili. Notkun steinsteypu á sér að visu mun lengri sögu og sú uppgötvun, að brennt kalk og gips blandað vatni myndar eins konar sement, er ævaforn. Elstu minjar um notkun sliks sements eru yfir fimm þúsund ára gaml- ar. Rómveijar til forna voru fyrstir manna til að blanda sam- an sementi, sandi og möl til að búa til eiginlega steinsteypu. Sum mannvirki þeirra úr stein- steypu standa enn eftir tvö þúsund ára notkun. Saga port- land-sements, sem nú er notað, hefst í Englandi á sautjándu öld. Á íslandi voru fyrstu stein- steyptu húsin reist í lok síðustu Háskólabíó er eitt þeirra stórhýsa i Reykjavík sem byggt er úr steypu frá Steypustöðinni hf. í rannsóknarstofunni árið 1950. Fyrsti bílaflotinn árið 1948. aldar. Sú hugmynd að dreifa steinsteypu með bifreiðum frá blöndunarmiðstöð þróaðist i Bandaríkj unum og fyrst slíkra stöðva í Evrópu var reist á ís- landi árið 1947, Steypustöðin hf. í tilefni af þessum tímamótum ræddi Morgunblaðið við Svein Valfells byggingarverkfræðing, sem veitir fyrirtækinu forstöðu ásamt Halldóri Jónssyni bygg- ingarverkfræðingi. „Hugmundir um steypustöðvar í þessari mynd komu fyrst upp í Bandaríkjunum og þróuðust þar jafnframt þeirri hugmynd, að hræra steypuna á bílum á leiðinni að bygg- ingarstað og spara með því tíma,“ sagði Sveinn er hann var spurður um tildrög þess, að Steypustöðin hf. var sett á stofn. „Fyrsta steypu- stöðin var reist í Reno í Nevada árið 1926 og þaðan barst þessi nýjung út um Bandaríkin. Það var þó ekki fyrr en 1947 að fyrsta steypustöðin var reist í Evrópu og svo skemmtilega vill til að það var hér á íslandi. Ari síðar barst þessi nýjung til Hollands þar sem reist var fyrsta stöðin á meginlandinu. Ef til vill er það engin tilviljun að íslendingar skuli vera fyrstir Evrópubúa til að tileinka sér þessa nýju byggingartækni. Meginland Evrópu var svo til lokað á þessum árum vegna seinni heimsstytjaldar- innar og þar voru menn upptekanri við að rífa niður en byggja upp. Á stríðsárunum beindist hins vegar öll verslun okkar íslendinga til Bandaríkjanna og samskipti okkar við Bandaríkjamenn voru mjög ná- in, ekki sist eftir að þeir hemámu landið. Stofnfundur Steypustöðvarinnar hf. var haldinn 14. janúar 1947 og fyrsta steypan var hrærð um haus- tið það sama ár. Eftir því sem næst verður komið mun það vera grunnurinn að húsinu við Vallar- gerði 2 í Kópavogi sem fyrst var steyptur á vegum Steypustöðvar- innar. Þrír starfsmenn, sem unnu við steypu fyrsta hússins, starfa enn við fyrirtækið, þeir Ottó Gíslason verkstjóri og bifreiðarstjóramir Geir Magnússon og Kjartan Ingi- bergsson. Fyrstu bflamir vom keyptir í Bandaríkjunum eins og annar tækjakostur. Bflamir vom af gerð- inni GMC, 10 hjóla, með drifi á öllum hjólum og þóttu mikil tæki í þá daga. Þetta vom í rauninni her- bflar því að í stríðinnu vom engir vömbflar framleiddir nema fyrir herinn. Ýmsir erfiðleikar komu upp á fyrstu ámm starfseminnar og á haftaárunum á sjötta áratugnum einkennast fundargerðarbækur stjómar fyrirtækisins mjög af um- ræðum um baráttuna við yfirvöld fyrir nauðsynlegum leyfum til að halda úti þeim tækjakosti sem nauðsynlegur var. Strax í upphafi setti fyrirtækið á stofn eigin rann- sóknarstofu og þar starfar nú tæknifræðingur við rannsóknir og framleiðslustýringu. í þessu sam- bandi má geta, að við höfum gert Morgunblaðið/Ól.K.M. Forstjórar Steypustöðvarinnar hf., Halldór Jónsson og Sveinn Val- fells, við fyrsta húsið þar sem steypa frá Steypustöðinni var notuð árið 1947. „Húsið stendur á traustum grunni eftir 40 ár og svo var einhver að tala um 10 ára ábyrgð,“ sagði Halldór þegar myndin var telrin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.