Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 34
34______________ Iðnaðarráðherra: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Frumvarp til breyt- inga á einkaleyfa- lögum fyrir þinglok IÐNAÐARRÁÐHERRA stefnir að því að frumvarp til breytinga á lögum um einkaleyfi verði lagt fram fyrir þinglok. Hefur hann samið við þijá sérfræðinga til að gera úttekt á málinu og Ieggja fram fyrstu tillögur varðandi endurskoðun einkaleyf alaganna. Sérfræðingamir þrír eru þeir Þorgeir Öriygsson, prófessor í laga- deild Háskóla íslands og formaður áfrýjunamefndar í vörumerkja- og einkaleyfismálum, Jón L. Amalds, borgardómari, og Gunnar Öm Harðarson, tæknifræðingur hjá Vöramerkja- og einkaleyfisskrif- stofunni að Höfðabakka 9. Iðnaðaráðherra leggur áherslu á að endurskoðunin verði gerð í nánu samráði við eftirtalda aðila: Samtök í iðnaði og öðram starfsgreinum Borgarráð: Ný merking á sundsstöðum BORGARRÁÐ hefur samþykkt nýja merkingu á sundstöðum í Reykjavík, að tillögu iþrótta- og tómstundaráðs. Samþykkt var að merkja alla al- menningssundstaði borgarinnar þannig: Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjariaug, Laugardalslaug og Breiðholtslaug. sem eiga mestra hagsmuna að gæta. Aðila í stjómkerfinu sem fara með eða tengjast framkvæmd einkaleyfalaga og stofnana og aðila sem ijalla um og veita tækni- og ráðgjafaþjónustu við fyrirtæki og hugvitsmenn, s.s. tækni- og rann- sóknarstofnanir atvinnuveganna, ráðgjafa og umboðsaðila. I fréttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu segir að með tilliti til þess hve einkaleyfalög okkar séu gömul sé einig nauðsynlegt að varp- að sé ljósi á helstu drætti í þróun einkaleyfamála á alþjóðavettvangi. Upplýsingar um þróun og fram- kvæmd einkaleyfamála á öðram Norðurlöndum munu koma að miklu gagni við endurskoðun lag- anna hér. Sem dæmi um ný tæknisvið sem einkaleyfið hefur orðið að bregðast við má nefna töluvtækni og líftækni. Þá hafa verið gerðir nýir alþjóðasamningar um einkaieyfa- málefni. Alþjóða hugverkastofnunin (WIPO) og einkaleyfastofnanir á öðram Norðurlöndum mun veita upplýsingar og ráðgjöf við þessa endurskoðun. INNLENT Kjell Bækkelund pianóleikari Kjell Bækkelund í Norræna húsinu NORSKl píanóleikarinn Kjell Bækkelund heldur pianótónleika i Norræna húsinu sunnudaginn 22. nóvember kl. 20.30. Bækkelund er íslendingum að góðu kunnur, því hann hefur oft komið til landsins áður og leikið hjá Tónlistarfélaginu, með Sin- fóníuhljómsveit Islands og í Norræna húsinu. Kjeil Bækkelund hefur hlotið §ölda verðlauna og viðurkenninga fyrir píanóleik sinn bæði í heima- landi sínu og utan. Hann hefur ferðast víða og leikið í flestum lönd- umEvrópu og í öðram heimsálfum. Á efnisskrá tónleikanna í Nor- ræna húsinu á sunnudaginn verða eingöngu verk eftir norræn tón- skáld; Edvard Grieg, Niels Viggo Bentzon, Erik Bergman, Finn Mort- ensen og Lars Erik Larsson. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Morgunblaðið/RAX Jan Henning frá Reuter, sem sá um tæknilega uppsetningu þjónustunnar, Elisabeth Lagerquist, mark- aðsstjóri, og Skúli Þorvaldsson hótelstjóri á Hótel Holti. Hótel Holt: Gestum boðið upp á Frétta- sjá Reuters -fréttastofunnar Fá helstu fréttir beint á sjónvarpsskjá REUTER 2/40 11:44 M0SC0W - THE CHIEF SOVIET DELEGATE AT SOVIET-U.S. TALKS IN GENEVA 0N HALTING NUCLEAR TESTS WAS QUOTED AS ACCUSING THE UNITED STATES 0F DELIBERATELY DELAYING AN END T0 SUCH TESTS. ANDRONIK PETROSYANTS TOLD THE COMMUNIST PARTY NEWSPAPER PRAVDA THAT THE TALKS WERE PROCEEDING IN A ÐIFFICULT AND COMPLICATED ATMOSPHERE, AND WASHINGTON WAS LEADING DISCUSSIONS INTO A DEAD END. "ALL THE PR0P0SALS OF THE U.S. DELEGATION 0N HALTING NUCLEAR TESTS , N0 MATTER WHAT VERBAL FOG COVERS THEM, WERE AIMED AT DELAYING THE S0LUTI0N OF THIS PROBLEM IN THE NEAR FUTURE," PETROSYANTS SAID. Sýnishorn af Fréttasjá Reuter. HÓTEL Holt gerði nýverið samn- ing við Reuíers-fréttastofuna um móttöku sérstakrar fréttaþjón- ustu fyrir gesti sína. Likt og þeir geta valið um sjónvarps- stöðvar — jafnt islenskar sem erlendar (um gervihnött) — geta þeir nú stillt á eina rás enn og þar gefur að líta helstu fréttir líðandi stundar. Áhersla er lögð á fjármálafréttir, en almennum fréttum eru einnig gerð ýtarleg skil. Þessi þjónusta er á íslensku nefiid „Fréttasjá", en á ensku kall- ast hún „Reuter News-Watch“. Reuter-fréttastofan hófst handa við undirbúning þessarar starfsemi fyr- ir um tveimur áram, en hún var tekin í gagnið í vor. Hafa fjölmörg stórhótel og fyrirtæki þegar tekið hana í þjónustu sína. Hótel Holt varð fyrst íslenskra fyrirtækja til þess að gera samning við Reuter um Fréttasjána, en í hyggju mun að Hótel Saga og Hót- el Flugleiðir bjóði einnig upp á þessa þjónustu snemma á næsta ári. Þá munu fyrirtæki á Ijármálamarkaðn- um einnig hafa sýnt hugmyndinni áhuga. Auk frétta Reuter geta við- komandi fyrirtæki einnig skeytt inn í eigin skiiaboðum eða auglýsing- um. Ekki mun það þó í ráði hjá Hótel Holti. Að sögn Elisabeth Lagerquist, frá fjármála- og markaðsdeild Reuters, er þjónustan fyrst og fremst sniðin að þörfum viðskipta- manna, sem þurfa að fylgjast grannt með þróun mála á fjármála- markaðnum sem og pólitískum hræringum, en á ferðalögum eiga þeir óhægara um vik. Á vegum Reuters starfa nú meira en 1.000 blaðamenn í 150 löndum. Þá er fréttastofan í beinu sambandi við 130 fjármálamarkaði víða um veröld og getur þvf ávallt gefið upp nýjustu tölur. Þegar fulltrúar Reuters vOra spurðir um hvaða þýðingu þessi þjónusta gæti haft hér á landi sögðu þeir að nú ætti fólk þess kost að vera í mun beinni tengslum við umheiminn, því fréttimar berast á skjáina andartökum eftir að at- burðimir eiga sér stað. Einnig bentu þeir á að víða erlendis hefði skjáum verið komið fyrir á almenningsstöð- um, svo sem í flugstöðvum og bönkum. Töldu þeir að skilningur almennings á fjármálaheiminum gæti aukist veralega fyrir vikið. NVSV: Skoðunarferð undir Vogastapa Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Þátttakendur í skoðunarferð NVSV. Vogum. VETTVANGSFERÐ Náttúru- verndarfélags Suðvesturlands i Vogavík á sunnudaginn tókst mjög vel, að sögn Einars Egilsson- ar, formanns félagsins. Ferðin var farin til kynningar á náttúru- vemdar- og umhverfismálum við Vcwavík. I ferðinni kynnti Stefán Bergmann liffræðingur, lifríki fjörunnar og Guð- mundur Björgvin Jónsson flallaði um hvemig umhorfs var við Vogavík á áram áður, en hann bjó í sjö ár á Brekku undir Vogastapa. Einar Egiisson sagði f samtali við fréttaritara að ferðin I Vogavík hefði tekist sérstaklega vel, en undir Voga- stapa eru einhveijar merkilegustu mannvi8tarleifar á Suðumesjum. Þar fara saman minjar um grasbýli, ver- búðir, lendingarstaði og gamlar þjóðleiðir. Þá er við Vogavík dæmi um nýjustu tækni í atvinnumálum. þar sem er laxeldi Vogalax hf. I Vogavíkinni er einnig að finna klett, sem er sérstaklega góður til líffræði- kennslu, þvf hann hefur alia belta- skiptingu þöranga og flöraplantna. I fjörunni við Brekku undir Vogastapa er skipsflak er þykir athyglisvert fyr- ir fiéttugróður sem hefur myndast f þvf á þeim tuttugu árum sem flakið hefur verið þama. Undir Vogastapa er eini staðurinn á Suðumesjum þar sem búseta hefur verið og ekki sést til sólar allt árið, en þar sést sól ekki í 8—10 vikur á ári. - EG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.