Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 37 Stjórnarkreppan á ftalíu: Frjálslyndir ganga aft- ur til stjómarsamstarfs Róm, Reuter. GIOVANNI Goria, forsætisráð- herra Ítalíu, sóttist í gær eftir stuðningi við endurreista ríkis- stjórn sína. Hann sagði að samsteypustjórnin kæmi sterk- ari en áður út úr kreppunni í vikunni. Stjórnarandstaðan spáði nýju stjóminni skammlífi. í henni eiga sæti Kristilegir demókratar, Sósíalistar, Repú- blikanar, Sósíaldemókratar og Frjálslyndir. Á miðvikudag hafnaði forseti Ítalíu Francesco Cossiga lausnar- beiðni Gorias og sagði honum að sækjast eftir traustsyfírlýsíngu hjá þinginu við nýja stjóm. Greidd verða atkvæði um hana í hvorri deild þingsins fyrir sig, í dag og í næstu viku. Stjómmálaskýrendur búast við að traustsyfírlýsing verði sam- þykkt en að stjómin endist ekki lengur en fram að flokksþingi Kristilegra demókrata í apríl á næsta ári. í ræðu sem forsætisráð- herrann hélt í gær í þinginu lýsti hann tilurð nýja stjómarsáttmál- ans. Fijálslyndir féllust á að ganga aftur til stjómarsamstarfs ef horf- ið yrði aftur til skattalækkana á . seinni hluta næsta árs að því gefnu að verðbólga héldist innan 4.5%- markanna sem stjómin hefur sett sér. Bandaríkjaforseti stendur í ýmsum stórræðum, en enn sem kom- ið er þarf hann þó ekki að beita hnefarétti til þess að koma stefnumálum sínum á framfæri. Hér er hann staddur í hinni sporöskjulaga skrifstofu sinni ásamt Thomas Hearns, sem er millivigtarmeistari í hnefaleikum, og göntuðust þeir sitthvað á. Hearns notaði tækifærið og spáði þvi að væntanlegum endurfund- um hans og Marvin Hagler í hringnum myndi Ijúka með rothöggi í annarri lotu. Hann eftirlét viðstöddum að geta sér til um hvor þeirra félli í gólfið. Danmörk: Ekki þmgmeirihluti fyr- ir að loka Kristjaníu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun. fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA sljórnin hefur gert enn fyrir betlara“, „umhverfissvín" og eina tilraunina til að koma því „sníkjudýr á samfélaginu" um til leiðar, að hið svonefnda Kristjaníu og íbúana þar. „fríríki“, Kristjanía, verði lagt niður, en þingmeirihluti fékkst ekki fyrir tillögu þar að lútandi. Tillagan var um, að Kristjaniu yrði lokað á tveimur árum. Meirihlutinn, sem jafnaðarmenn, radikalar, sósíalistar og þingmenn Fælles kurs stóðu að, mælti fyrir um, að ríkisstjómin skipaði stjóm- amefnd til að vinna að löggildingu svæðisins. Dómsmálaráðherrann, Erik Ninn Hansen, hefur þó ekki gefíð upp alla von um að Kristjaníu verði lok- að. Hann hefur boðað, að í fyrstu atrennu verði saumað að 23 ólög- legum veitingastöðum og krám á svæðinu. Það var Framfaraflokkurinn, sem hóf umræðuna og lagði fram tillögu um lokun „fríríkisins“. Stuðningsmenn lokunar notuðu orð eins og „drepkýli", „aðdráttarafl Öldungadeild Bandaríkjaþings: Samþykkir Carlucci Washington, Reuter. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með miklum meirihluta útnefningu Banda- ríkjaforseta á Frank Carlucci sem vamarmálaráðherra lands- ins. Einungis einn þingmaður greiddi atkvæði gegn útnefningunni, Jesse Helms íhaldssamúr repúblikani. Mun Carlucci sem er 56 ára gam- all sverja embættiseið í næstu viku. Þingmönnum þykir líklegt að Carlucci verði samvinnuþýðari en fyrirrennari hans, Caspar Wein- berger, hvað varðar niðurskurð á útgjöldum til hermála. Þingið sam- þykkti í fyrradag að Pentagon, vamarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna, fengi 296 milljarða Bandaríkjadala til umráða á næsta ári. Það er 16 milljörðum minna en Reagan hafði farið fram á. Hátt- settur starfsmaður Pentagons sagði í gær að hann fyndi til samúðar með Carlucci að hafa úr svo litlu að moða: „Nú em mögru árin fram- undan". Reuter Vínflaska í lagi Það mætti halda að eigandi þessarar væri ölkær í meira lagi, að minnsta kosti er stærð- in á þessari búrgundavínfl- ösku ekkert grin — 15 m á hæð og 4 m í þvermál! Ekki er þó allt sem sýnist því flaskan er uppblásin og vegur ekki nema um 400 kg, sem er brot af þvi, sem flaska af þessari stærð, stútfull af eðalvíni myndi vega. Flaskan er ætluð til auglýsingar og er fyrir komið utan við La Louviere- höllina í Búrgundalandi í Frakklandi. Auk fataskápa framleiðir Viðja einnig^ vandaðar og fallegar eldhús- og Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra Dæmi um verð pr. einingu: 197 cm háir skápar með sléttum hurðum breidd 40cm-frákr. 7.600.- breidd 80 cm -frákr. 11.750,- breidd 100 cm -frá kr. 12.950,- 197 cm háir skápar með fræstum hurðum (sjá mynd) breidd 40 cm -frá kr. 11.350.- breidd 80 cm-frá kr. 18.800.- breidd 100 cm - frá kr. 20.500.- Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á vönduðum og sterkum fataskápum sem eru afrakstur áralangrar þróunar og reynslu starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að ráða stærð, innréttingum og útliti, innan ákveðinna marka. Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu, með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum (sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viöju eru auðveldir í uppsetningu og hafa nánast óend- anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika. Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Stærðir: hæð: 197 cm eða 247 cm breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv. dýpt: 60 cm. 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. þar sem góðu kaupin gerast. Smiöjuvegi 2 Kópavogi simi 44444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.