Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 41 JlttfgtiiiÞIafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fuiltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Slgtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstrætl 6, sími 22480. Afgrelðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Útflutningur þekkingar Sá tími, sem speglast í þeirri staðhæfíngu „að bókvitið verði ekki í aska látið“, er löngu liðinn. Sá öxull, sem tækniþróun samtímans snýst um, er gerður úr menntun og þekkingu — og starfshæfni, sem í kjölfarið fylg- ir. Það er þekking, grundvölluð á „bókviti", sem hefur margfald- að verðmætasköpun og þjóðar- tekjur íslendinga, eins og flestra annarra vestrænna þjóða. Sá mikli lífslg'arabati, sem hér hef- ur orðið á einum mannsaldri, er ávöxtur lesinn af meiði tækninn- ar. Það er þekkingin, tæknin, sem reynst hefur sigursælast kjaravopn starfsstéttanna í þjóðarbúskapnum. Hagkerfí þjóða getur haft hvetjandi eða letjandi áhrif á þjóðarframleiðslu og þjóðartekj- ur. Þjóðartekjur á hvem vinn- andi mann, en þær eru oft notaðar sem mælikvarði á lífskjör, eru mörgum sinnum meiri í samkeppnisríkjum Vest- urlanda en þar sem hagkerfí marxismans er ramminn utan um atvinnulífíð. Þannig er eitt Qölmennasta ríki heims, Kína, talið til þróunarlanda, þó að það hafí búið við marxískt hagkerfí frá lyktum síðari heimsstyijald- ar. Meðaltekjur á mann í Kína eru 335 Bandríkjadalir á ári borið saman við 14.000 dali hér á landi. í þessu stóra, íjarlæga ríki er nú horft til þess ráðs að losa um miðstýringu sem hvata í þjóðarbúskapnum. Kínverska ríkið er einnig að opna hlið sín til samstarfs við Vesturiönd um tækni- og atvinnuþróun. Fjöl- mörg vestræn ríki horfa nú til Kína sem líklegs markaðar fyrir tækniþekkingu frá Vesturlönd- um. Dönsk og norsk fyrirtæki hafa þegar hafíð öflugt kynning- arstarf í Kína til að búa í haginn fyrir sig að þessu leyti. Dr. Grímur Valdimarsson flutti erindi á Fiskiþingi um út- flutning tækniþekkingar í sjávarútvegi. Þar greindi hann meðal annars frá för sinni, fyrir hönd sjávarútvegsráðuneytisins, og Össurar Kristinssonar, fyrir hönd Icecon, fyrirtækis SIS, SH og SÍF, til Kína í haust, þar sem þeir kynntu sér fískveiðar, fisk- eldi og fískvinnslu þar í landi. Orðrétt sagði dr. Grímur: „Opnari stjómarstefna Kínveija hefur í för með sér mikla eflingu á ýmiss konar samningum við erlend fyrirtæki og sér þess nú víða stað ... Of snemmt er að spá um það á hvaða sviðum sjávarútvegs við getum unnið með Kínverjum. Þó virðist ljóst að við gætum ýmsislegt af þeim lært í sam- bandi við fískeldi og sitthvað gætum við einnig kennt þeim um meðferð afla og vinnslu." Dr. Grímur nefnir til sögunn- ar tvö fyrirtæki, sem stofnuð hafa verið hér á landi um út- flutning tækniþekkingar í sjávarútvegi. Það em fyrirtækin Icefíshco, sem ýmsar verkfræði- og ráðgjafarstofur standa að, og Icecon, sem sölusamtök sjáv- arútvegsins eiga. Fyrra fyrir- tækið hefur fengið verkefni við uppbyggingu frystihúsa á Grænlandi og það síðara við úttekt á fískiðnaði Guinea-Bis- sau í Vestur-Afríku. „Þótt verkefnin séu ekki mörg enn sem komið er,“ sagði dr. Grímur, „þá emm við komnir inn á nýja útflutningsgrein sem er tengd sjávarútveginum." íslendingar hafa um langt árabil stundað útflutning þekk- ingar á nýtingu jarðhita. Má í því sambandi minna á Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi og ráðgafarþjónustu, sem íslenzkir fagaðilar á þessu sviði hafa annast vítt um heim. Dr. Grímur vék að því í erindu sínu að í skýrslu markaðsnefnd- ar sjávarútvegsráðuneytisins fyrir tveimur ámm hafí verið sett fram tillaga um „öflugan alþjóðlegan sjávarútvegsskóla í líkingu við Jarðhitaskóla Sam- einuðu þjóðanna. — „Ég hnykki á þessu atriði hér,“ sagði hann, „í ljósi þess að núna stendur fyrir dymm að endurskipuleggja nám í sjávarútvegsfræðum á íslandi, það er með sameiningu Vélskóía, Stýrimannaskóla og Fiskvinnsluskóla. Stefna ætti að því frá upphafí að við skólann starfí alþjóðleg deild sem hafí áðumefndu hlutverki að gegna." Enginn vafí er á því að út- flutningur íslenzkrar þekkingar, ekki sízt í sjávarútvegi, getur orðið vænlegur kostur, ef rétt er að málum staðið, í næstu framtíð. í því sambandi er hollt að hafa í huga að sérfræðingar Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna telja að auka megi heildarafla físks í veröldinni úr 90 milljónum tonna, sem hann var 1986, í 450 milljón tonn, að ógleymdum fískeldismöguleikum. Fj árlagafrum- varp í verðbólgn eftirÞorvald Gylfason I Verðbólga er enn sem fyrr alvar- leg meinsemd í íslenzku efna- hagslífí. Nú, þegar frumvörp til fjárlaga og lánsfjárlaga fyrir 1988 hafa verið lögð fyrir Alþingi, er þess vegna vert að staldra við og hyggja vandlega að fyrirsjáanleg- um afleiðingum þessara frumvarpa fyrir þjóðarbúskapinn. Eins og kunnugt er lýsir fjárlagafrumvarpið fyrirhuguðum gjöldum og tekjum ríkissjóðs og ríkisstofnana á næsta ári, en lánsfjárlagafrumvarpið sýnir fyrirhugaða lánsfjáröflun ríkisins innan lands og utan til að brúa bil- ið milli gjalda og tekna. Þessi frumvörp ríkisstjómarinnar hafa ýmsa augljósa kosti fram yfír frumvörp síðustu ára. Þrennt ber hæst í mínum huga. í fyrsta lagi er stefnt að því, að rekstur ríkis- sjóðs verði hallalaus á næsta ári. Það er framför. í öðm lagi er ætlun- in að draga úr erlendum lántökum ríkisins og afla lánsfjár á innlendum markaði í ríkari mæli en áður. Hvort tveggja stuðlar að betra jafnvægi í efnahagsmálum að öðm jöfnu, ef frumvörpin verða að lögum og lög- unum verður hlýtt. í þriðja lagi boðar fíárlagafmmvarpið endur- skipulagningu skattkerfísins. Hún er löngu tímabær. Öllu þessu ber að fagna. II Enn sem fyrr ber þó á því í umræðum stjómmálamanna og fréttamanna um fíárlagafmmvarp- ið, að fjárreiður rikissjóðs vekja mesta athygli. í málflutningi sínum að undanfömu hefur fjármálaráð- herra til dæmis lagt höfuðáherzlu á, að rekstur ríkissjóðs verði halla- laus á næsta ári. Jafnvægi milli tekna og gjalda ríkissjóðs hrekkur þó skammt í bar- áttu við verðbólgu, ef önnur starf- semi á vegum rflcisins er rekin með miklum halla. Ástæðan er sú, að rekstraijöfnuður ríkissjóðs er ófull- nægjandi mælikvarði á umsvif ríkisins í heild og áhrif þeirra á efnahagslífíð. Þessi rekstraijöfnuð- ur nær aðeins til fíárhags ríkissjóðs og ríkisstofnana í A-hluta fíárlaga. Hann nær hins vegar ekki til ríkis- fyrirtækja og sjóða í B-hluta og annarra opinberra og hálfopinberra fyrirtækja og sjóða í C-hluta ríkis- fjármálanna, sem ég hef kallað svo. Sannleikurinn er sá, að áhrif fjár- málastjómar ríkisins á efnahagslíf- ið í landinu ráðast af heildammsvif- um ríkisins, en ekki af umfangi A-hlutans eins. Þess vegna þarf að skoða fjárreiður ríkisins í heild sem hagstjómartæki í stað þess að ein- blína á A-hlutann, því að hann er aðeins hluti af miklu stærri heild. III Til að hægt sé að gera sér grein fyrir væntanlegum áhrifum fíár- málastjómar rikisins á þjóðarbú- skapinn næsta ár þarf að hyggja að þremur aðalatríðum, eins og ég benti á hér í Morgunblaðinu af sama tilefni bæði í fyrra og hitteðfyrra. Fyrst þarf að skoða, hversu mik- ils lánsfjár ríkið hyggst afíatil allrar opinberrar eyðslu 1988 samkvæmt frumvörpunum tveim. Lánsfíár- þörfín sýnir beint, hversu langt útgjöldunum er ætlað að fara fram úr skattheimtu, og gefur því miklu betri vísbendingu um fyrirhugaðan greiðsluhalla ríkisbúskaparíns en rekstraijöfnuður ríkissjóðs. Það dugir ekki að einblína á afkomu ríkissjóðs í A-hluta, heldur verður líka að taka B- og C-hlutann með í reikninginn. Þetta stafar af því, að aðhald í fíármálum ríkisins hefur í gmndvallaratriðum sömu áhrif á verðbólgu og efnahag, hvort sem það varðar t.d. niðurgreiðslur land- búnaðarafurða í A-hluta, fjárútlát byggingarsjóða í B-hluta eða lán- veitingar fíárfestingarsjóða í C- hluta. Á þessu þrenns konar að- haldi er enginn munur, sem máli skiptir. Ríkisstjómin hefur umtals- vert fíárhagslegt húsbóndavald yfír B- og C-hluta opinberra fíármála eins og jfír A-hluta. Þess vegna hefur hún líka vemlegt svigrúm til aðhalds og spamaðar í B- og C- hluta eins og í A-hluta. Svo er annað. Það verður að draga fram þann hluta heildarláns- fíárþarfar opinberra aðila, sem hefur þensluáhrif innan lands, og skilja hann frá hinum hlutanum, sem hefur engin slík áhrif. Til dæm- is valda miklar innlendar lántökur þenslu, ef fénu er eytt hér heima. Þær hafa hins vegar engin þenslu- áhrif, ef féð er notað til að endur- greiða erlendar skuldir eða borga vexti af þeim, því að þá streyma peningamir strax úr landi. Þessi aðgreining er nauðsynleg vegna þess, að eitt höfuðmarkmið ríkis- stjómarinnar nú sem fyrr er einmitt að draga úr verðbólgu og viðskipta- halla. Svo er eitt enn. Það verður að gera greinarmun á lántökum ríkis- ins innan lands og utan. Þetta er nauðsynlegt vegna þess, að erlend- ar skuldir ríkisins em yfírleitt þungbærari fyrir þjóðarbúið en skuldir ríkisins við almenning hér heima. Afborganir og vaxtagjöld af erlendum skuldum renna í vasa útlendinga, en greiðslur af innlend- um skuldum valda einungis tekjutil- færslu á innlendum vettvangi. Þess vegna er skuldasöfnun ríkisins inn- an lands yfírleitt minna áhyggjuefni en skuldasöfnun erlendis. IV Lítum nú á frumvörpin tvö í ljósi þessara sjónarmiða. í fyrstu grein fíárlagafrumvarps- ins kemur fram, að lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs nemur 4,2 millj- örðum króna. Þessa fíár á að afla innan lands með útgáfu spariskír- teina og verðbréfasölu. Þar að auki er byggingarsjóðum í B-hluta ætlað að taka 6,2 milljarða að láni hjá iífeyrissjóðum. Við þetta bætist, að Byggðastofnun, Fiskveiðasjóður, Framkvæmdasjóður, Iðnlánasjóður, Landsvirkjun og fleiri opinberir og hálfopinberir aðilar í C-hluta hafa samkvæmt lánsfíárlagafrumvarp- Dr. Þorvaldur Gylfason „í ljósi reynslunnar er þess vegna hætt við því, að þensluhallinn verði miklu meiri en 4,8 miUjarðar, þegar upp verður staðið í árslok 1988. Þannig virðist fjármálastjórn ríkisins líklegtil að stuðla að áframhaldandi þenslu og verðbólgu á næsta ári, ef ekki verður grip- ið fastar í taumana.“ Fyrri grein inu heimild til að taka 3,8 milljarða að láni hér heima og erlendis. Þann- ig nemur opinber lánsfjárþörf 1988 samtals 14,2 milljörðum (4,2 + 6,2 + 3,8) eða um 6% af áætlaðri lands- framleiðslu næsta ár. Takið eftir, að ríkisbankamir eru ekki taldir með í C-hluta, þótt færa megi rök fyrir því, að þeir eigi heima þar. Þessi 14,2 milljarða lánsfíárþörf sýnir, hversu langt útgjöldum opin- berra aðila er í raun og veru ætlað að fara fram úr tekjum á næsta ári. Þar eð hún nær til næstum allra opinberra umsvifa og ekki aðeins til hluta þeirra, gefur láns- fíárþörfín miklu betri vísbendingu um fyrirhugaðan halla á búskap hins opinbera en rekstrarhalli ríkis- sjóðs eins og hann birtist í A-hluta fíárlaga. V Þessi greiðsluhalli þarf þó ekki endilega að vera fyrirboði mikillar verðbólgu. Ástæðan er sú, að mik- ill hluti þeirra útgjalda, sem þessum 14,2 milljörðum er ætlað að standa straum af, veldur ekki þenslu í þjóð- arbúskapnum. Mestu máli skiptir í þessu sambandi, að afborganir og vaxtagreiðslur af erlendum lánum opinberra aðila eru taldar munu nema um 8 milljörðum króna. Þess- ar greiðslur renna í vasa útlendinga og valda því engri þenslu hér heima. Sama á við um þá 1,4 milljarða, sem á að veija til að greiða vexti og afborganir af skuldum ríkissjóðs við Seðlabankann umfram arð- greiðslu bankans í ríkissjóð. Þessi upphæð verður væntanlega “fryst" í Seðlabankanum og veltur því ekki út í efnahagslífíð. Eftir standa þá 4,8 milljarðar (14,2 + 8,0 + 1,4). Þessari fíárhæð mun ríkið veita út í efnahagslífíð umfram skatt- heimtu, ef frumvörpin tvö verða að lögum og lögunum verður fylgt. Þetta er “þensluhallinn", sem ég hef kallað svo. Honum er ætlað að lýsa þeim hluta lánsfíárþarfar eða greiðsluhalla ríkisins, sem veldur þenslu í þjóðarbúskapnum. Að vísu er þensluhallinn alls ekki einhlítur mælikvarði á þensluáhrif fjárlaga, því að fleira skiptir máli en hallinn einn, en um það og fleira verður fjallað í annarri grein. Þessi 4,8 milljarða þensluhalli nemur um 2% af áætlaðri lands- framleiðslu næsta ár. Hann virðist því ekki mjög mikill í sjálfum sér. En hann er samt hættulegur að mínum dómi vegna þess, að hann getur kynt undir verðbólgu og við- skiptahalla, þvert ofan í ásetning ríkisstjómarinnar. Og hann getur orðið mjög háskalegur, ef fjárlögin sýna á endanum mun meiri halla en frumvarpið gerir ráð fyrir í fyrstu gerð, eins og næstum alltaf hefur gerzt á undanfömum ámm. Þar að auki er margföld reynsla fyrir því, að ríkisútgjöld fara iðu- lega langt fram úr fjárlögum. í ljósi reynslunnar er þess vegna hætt við því, að þensluhallinn verði miklu meiri en 4,8 milljarðar, þegar upp verður staðið í árslok 1988. Þannig virðist flármálastjóm ríkis- ins líkleg til að stuðla að áfram- haldandi þenslu og verðbólgu á næsta ári, ef ekki verður gripið fastar i taumana. Höfundur er prófesaor iþjóð- hagfræði við Háskóla ísiands. Örn og Örlygur: Ritverk með 800 myndum eftir Daniel Bruun Sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins Morgunblaðið/Sverrir Örlygur Hálfdanarson útgefandi, Ásgeir S. Björnsson höfundur myndatexta, Steindór Steindórsson þýðandi bókarinnar og Helgi Magnússon bókavörður. Á bak við þá má sjá myndir á sýningunni i Bogasal Þjóðminjasafnsins. BÓKAÚTGÁFAN Öm og Örlyg- ur hefur gefið út ritverkið íslenskt þjóðlif í þúsund ár eftir Daniel Bruun í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. í rit- inu eru um 800 teikningar, uppdrættir og ljósmyndir eftir Daniel Bruun. Steindór Steindórsson, sem þýddi bókina, sagði á blaðamannafundi í tilefni útgáfunnar að Daniel Braun hefði komið til íslands árið 1896 og rannsakað gamlar tóftir, kannað fomar samgönguleiðir og margt fleira. Segja mætti að Braun hefði fundið ísland að nokkra leyti, eng- um hefði til að mynda dottið í hug að reyna að fínna samhengi fom- leifa og þeirra húsakynna sem vora til um síðustu aldamót. Hann hefði verið framkvöðull á mörgum svið- um. Til að mynda hefði hann verið fyrsti maðurinn til að vinna að fom- leifarannsóknum hér á landi með vísindalegum hætti, og sá fyrsti til að fínna samhengið f íslenskri húsa- Srð. Að mati Steindórs gefur bókin enskt þjóðlíf í þúsund ár þver- sneið af húsakynnum íslendinga, allt frá landnámsbæjum til húsa síðustu aldamóta. Ásgeir S. Bjömsson lektor, valdi myndir bókarinnar ásamt örlygi Hálfdanarsyni útgefanda og samdi alla myndatexta nema við myndir af fatnaði, en þá samdi Fríður Ól- afsdóttir lektor. Að sögn Ásgeirs þurfti að flokka og tölvuskrá mynd- imar sem vora um 1600, og síðan að afla fjölmargra upplýsinga til að semja myndatexta. Upplýsing- amar hefðu verið fengnar úr minnisgreinum og ritum Brauns, frá staðkunnugum fróðleiksmönn- um um land allt, frá sérfræðingum í ýmsum greinum menningarsögu og úr flölda skjala og prentaðra rita. Einnig hefði verið farið í vett- vangsferðir víða um land til að staðsetja myndir og kanna stað- hætti. Ásgeir sagði að þessi leit hefði borið góðan árangur því nú Á öskju bókarinnar er mynd sem tekin var 1897 af Svanfríði Jón- asdóttur, Lundarbrekku i Þing- eyjarsýslu. væri um 98% myndefnisins þekkt. Hann sagði ennfremur að verkum Brauns mætti lýsa með einni setn- ingu: að hann hafí fjallað um flest það sem íslenskt var. íslenskt þjóðlíf í þúsund ár er í tveimur bindum og um 600 blað- síður. í tengslum við útgáfu bókarinnar efnir Bókaútgáfan Öm og Örlygur til sýningar á myndum og teikningum úr safni Daniels Brauns í Bogasal Þjóðminjasafns- ins. Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur opnar sýninguna á laugardag klukkan 14, og henni lýkur um ára- mót. AF ERLENDUM VETTVANGI Verða jafnhamingjusöm eftir tiu ár eða munu efnahagsráðstafanir Gorbachevs hafa atvinnuleysi í för með sér. ' Sovétríkin: Tilfinningar í garð end- urbótanna eru blendnar FYRIR tiu árum kom út bók eftir franskan rithöfund sem bar nafnið „Marx er dauður“. Á þeim tíma þótti þessi titill gefa mikla bjartsýni til kynna. í dag er hægrisveiflan á fullri ferð á Vesturlöndum og kommúnisminn virðist vera á hröðu undan- haldi i austurblokkinm. Breytingin á stefnu Sovétríkj- anna hefur átt sér stað á ótrúlega skömmum tíma og vest- ræn ríki er enn tortryggin gagn- vart henni. Sumir spyija, rétt eins og við vinslit Kínveija og Sovét- manna, hvort þetta sé ekki bara brella sovéskra sijómvalda, sem vilji slá ryki í augu Vesturlanda. Nær væri reyndar að spyija hvort endurbætumar muni ná fram að ganga og hvaða þýðingu breyting- ar innan Sovétríkjanna hafí fyrir Vesturlönd. Er það vestrænum rflgum til góðs að fijálslyndari stjóm taki við í Sovétríkjunum? Reynum fyrst að svara því hvort endurbætur Gorbachevs muni ná fram að ganga. Okkur á Vestur- löndum virðist sem hann sé að bjóða Sovétmönnum eitthvað sem þeir alls ekki geti hafnað, vestrænt frelsi og lýðræði. Hann freistar Rússa með loforðum um vestræna velmegun, en fer í leiðinni fram á það við þá að þeir drekki minna, reyni að halda aftur af heimsfrægu iðjuleysi sínu og hætti að setja allt sitt traust á að stjómvöld færi þeim velferðina á silfurfati. ígrandi hækkun á nauðsjmjavöram og horfíst í augu við timabil niðumíð- slu og afturfarar á undanfömum áratugum. Endurbætur á efnahagskerfi Sovétríkjanna fela meðal annars í sér að mannafla verður ekki hrúg- að í stöður langt umfram nauðsjm, en um leið eykst hætta á að til atvinnuleysis komi í landinu í ein- hveiju mæli. Ræður Gorbachevs gefa til kjmna að hann geri sé grein fyrir því að Rússar séu orðn- ir værukærir og lítt gefnir fyrir brejfíngar. Lenín gerði sér grein fyrir þessu líka: „Rússar era leti- dýr og vilja hafa það náðugt." Vilja sumir líkja endurbótum hans við tilraunir Péturs mikla, sem taldi þegna sína verða vestrænni ef hann skipaði þeim að raka af sér skeggið. Telja hinir sömu að Gorbachev standi á stalli fjarri fólkinu og reyni úr upphafínni fjar- lægð að breyta því. Teikn um brejfíngamar í efna- hagslífinu era ekki uppörvandi. Ólfld því sem gerist i Austur- Evrópu og Kína hafa Rússar litla reynslu af markaðshagfræði. Að- eins era liðin rúmlega hundrað ár síðan bændur voru leystur úr ánauð, en þegar hafa liðið 70 ár frá Október-byltingunni. Umbætur í sovésku efnahagslífí þýða fyrst og fremst að óarðbærum yerk- smiðjum verður lokað og í kjölfar þess verður að segja verkamönnum upp. Á Vesturlöndum hefur einn höfuðkostur kommúnismans hing- að til verið talinn atvinnuöryggi, sem nú á á að kasta fyrir róða. Vesturlandabúar hafa tilhneyg- ingu til að líta svo á að hlutverk Vesturlanda sé að tryggja að end- urbætur Gorbachevs í efnahags- málum nái fram að ganga á sem skemmstum tíma. Þetta er eitt gleggsta dæmi um oflátungshátt Vesturlanda í seinni tíð. Það er harla fátt sem hægt er að gera til aðstoðar sovésku efnahgslífi sem gerir Sovétmönnum auðveldara að sætta sig við þann óumflýjanlega niðurskurð sem fylgir umbótum í efnahagslífí. Jafnvel þótt Rússland haldi áfram að þoka sér í átt að vest- rænni hugmyndafræði, má spyija á hvem hátt það komi vestrænum ríkjum til góða? Orðið, hugmynda- fraeði, með sinni víðtæku merk- ingu, er útlent í munni sovésku þjóðarinnar. Og það sem meira er, hugmjmdafræði er skammlíf og tákn síns tíma, en ríki og þjóðir era langlífar og kreíjast stöðugt nýrrar hugmyndafrseði. Það að þessi nýja „þíða“ í Sovétrflgunum geti fært milljónum manna von, sem enn þjást vegna afáts komm- únismans, er engum vafa undirorp- ið, en sé litið til kommúnismans í sögulegu samhengi blasir við sú harðneskjulega staðrejmd að á vissan hátt hefur hann orðið Vest- urlöndum til góðs. Án hvatningar úr austri er vafa- samt að Evrópa hefði sameinast eftir seinni heimsstjnjöldina. Án „sovéskra friðarins“ í Austur- Evrópu hefði eftlaust soðið uppúr í Balkanlöndunum. Og án þjóð- félags sem hélt aftur af hæfileikum þegna sinna eins og Sovétríkin og Kína hafa gert, væri frumkvæði Vesturlanda í eftiahags- og menn- ingarmálum ef til vill ekki eins afdráttarlaust og raun ber vitni. Kommúnisminn hefur einnig skapað Vesturlöndum sameigin- legan óvin, sem þjappar þeim saman og gerir fólk á Vestur- löndum reiðubúið til að greiða hátt gjald til að halda friðinn. Þrátt fyrir alla þeirra ósanngimi hafa kommúnistastjómir sýnt Vestur- löndum fyllstu kurteisi í hemaðars- amskiptum (ef frá eru talin Kúba og Kórea). Á tímum kommúnis- mans í Sovétríkjunum hafa hermenn Bandaríkjanna og Breta aldrei barist við sovéskan her. Það væri fáránlegt að staðhæfa að alræðið sé okkur á Vestur- löndum í hag og því skuli viðhaldið, en allar breytingar hveiju nafni sem þær nefnast kosta fómir. Ef kommúnisminn er í rejmd á undan- haldi, mun það sem rejmt verður að kaffæra við umbætumar koma upp á yfirborðið síðar. Víki kom- múnisminn í Sovétríkjunum mun það ekki verða til þess að þjóðir landsins tapi einkennum sinum heldur þvert á móti mun það verða til þess að skerpa einkenni þeirra. Sérfræðingar í stjémmálum hafa löngum velt vöngum yfir því hvort sovésk stjómmál séu meira þjóðleg en hugmjmdafræðileg og víst er að hlutföllin í þeirri blöndu í so- véskum stjómmálum eru óþekkt. Það er hins vegar ljóst að ef kenni- setningin lætur undan síga sækir arfleifðin á. Basði Kína og Rússland skortir hefð fyrir frelsinu, sem er aðalá- stæða þess að núverandi brejrting- ar eða framfarir gætu enn snúist upp í andhverfu sína við það eitt að flokksleiðtogi eða einstakir stjómmálamenn hverfa. Báðar þessar þjóðir búa enn við stjóm- kerfi sem er órafjarri lýðræðislegu stjómarfari. Þó sýnir nútímasagan okkur að friður getur aðeins byggst á hæversku lýðræðisríkja. Þjóðir sem stjómað er af lýðræðis- lega kjömum fulltrúum ráðast ekki hvorar á aðra. Þrennt getur gerst í Sovétríkj- unum. Gorbachev gæti mistekist að framkvæma umbætumar sem hann hefur boðað, sem þýðir aftur- hvarf til íhlutunar hersins í stjóm- un landsins og skerðing frelsis. Hugsanlega kemst hann hálfa leið í umbótunum, sem gerir sovéska kommúnismann að enn skemmti- legri andstæðingi fyrir Vesturlönd að sameinast um. Og Gorbachev gæti tekist að umbreyta kommún- ismanum á löngum tfma í eitthvað sem ætti meira skylt við vestrænt lýðræði. Hvað sem verður er niður- staðan fyrir Vesturlönd ætíð sú sama, að um ófyrirsjáanlega framtfð munum við búa við stjóm- málalegt og hemaðarlegt öryggi, óháð því hvað verður um þjóðina í austri. Byggt á grein í Daily Tele- graph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.