Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Alþjóðlega skákmótið á Suðumesjum: Þrír náðu áfanga að alþjóðlegum meistara Keflavík. ÞRÖSTUR Þórhallsson og Björg- vin Jónsson náðu báðir áfanga að alþjóðlegum meistaratitli í síðustu umferð mótsins sem tefld var i gær. Þetta var þriðji og síðasti áfanginn þjá Þresti sem nú hefur unnið sér nafnbótina alþjóðlegur meistari. Hannes Hlífar Stefánsson hafði þegar náð þessum áfanga fyrir siðustu umferð mótsins og var þetta fyrsti áfanginn af þrem hjá hon- um og Björgvin. Bretinn David Norwood sigraði á mótinu, hlaut 8 vinninga. Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafeson urðu í 2.-3. sæti með 7V2 vinning. Síðan komu þeir Björgvin Jónsson og Þröstur Þórhallsson með 7 vinn- inga, Guðmundur Siguijónsson hlaut 6V2 vinning, Byron Jacobs var með 5V2 vinning, Antti Pyhala hlaut 4V2 vinning, Weldon var með 4 vinninga, Jóhannes Ágústsson 3V2 vinning og þeir Sigurður Daði .Sigfússson og Davíð Ólafsson fengu 2V2 vinning. Talsverð spenna var fyrir loka- umferðina, því þeir Þröstur og Björgvin áttu báðir í höggi við stór- meistara. Þröstur hafði svart gegn Helga Ólafesyni og fékk ágæta stöðu eftir byijunina. Helgi hafnaði jafnteflisboði Þrastar þegar leiknir höfðu verið 11 leikir, en bauð sjálf- ur jafntefli 5 leikjum síðar þegar Þröstur hafði enn styrkt stöðu sína. Björgvin hafði hvítt gegn Guð- mimdi og fór sú skák í svipaðan farveg. Guðmundur sem hafði svart hafnaði jafnteflistilboði Björgvins í 12. leik, en bauð síðan jafntefli í 19 leik. Hannes sem hafði náð áfanganum lét sverfa til stáls gegn Norwood þar sem hann hafði engu að tapa og sigur í skákinni þýddi sigur á mótinu. Bretinn varðist vel og gaf engan höggstað á sér og var hann vel að sigrinum í mótinu kominn. Þröstur Þórhallsson sem er 18 ára náði sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli í Gausdal í Noregi í ágúst, öðrum áfanganum náði hann á Lloyds Bank mótinu í London í september og nú þriðja áfanganum. Hann hefur því náð áföngunum þrem á 4 mánuðum. Þröstur sagði í samtali við Morgun- blaðið að óneitanlega væri gaman að hafa náð þessu marki og þetta hefði verið strembið mót. Næsta verkefni yrði Evrópumeistaramót unglinga 20 ára og yngri í Hollandi um áramótin. Þangað til ætlaði Ráðhúss- þáttur end- ursýndur KASTLJÓSSÞÁTTUR Ríkis- sjónvarpsins frá 12. nóvem- ber verður endursýndur í dag, laugardag, klukkan 16.45. Þar er fjallað um fyrirhugaða ráðhússbyggingu i Reykjavík. Þátturinn var upphaflega sýndur á sama tíma og Stöð 2 sýndi fegurðarsamkeppnina Ungfrú alheim í beinni útsend- ingu frá London. Sjónvarpinu mun hafa borist fyöldi áskorana um að endursýna þáttinn. hann að einbeita sér að náminu, sem hefði setið á hakanum að undan- fömu. Þröstur Þórhallsson vakti fyrst athygli þegar hann varð Norður- landa skólameistari i skák í sínum aldursflokki árið 1982. Árið eftir varð hann unglingameistari íslands aðeins 14 ára gamall. Síðan hefur vegur hans við skákborðið stöðugt aukist og nú er hann í hópi okkar efnilegustu skákmanna. Hannes Hlífar Stefánsson er að- eins 15 ára og sagðist hann ætla að tefla á móti í Englandi um ára- mótin. Þar stefnir hann að því að ná öðrum áfanga alþjóðlegs meist- aratititils. Björgvin Jónsson sem er 23 ára og býr í Njarðvík sagðist nú ætla að snúa sér að náminu aftur. „Ég er að læra lögfræði í Háskólanum og hef lítið sinnt nám- inu undanfama mánuði vegna skákarinnar. Auðvitað stefni ég að því að ná öllum áföngunum að al- þjóðatitlinum, en nú verður námið að ganga fyrir á næstunni," sagði Björgvin ennfremur. BB Félagsheimili frímerkjasafnara að Síðumúla 17. Skiptimarkað- ur fyrir safnara FÉLAG frimerkjasafnara og fleiri hafa ákveðið að endurtaka skipti- markað sunnudaginn 22. nóvember nk. i húsnæði Landssambands islenskra frfmerkjasafnara að Sfðumúla 17 kl. 13.00-17.00. Leigð verða borð á kr. 250 fyrir þá sem vilja kaupa, selja eða skipta, en þess utan getur hver sem er komið á markaðinn með sitt efni og gert viðskipti. Myndskreytingar: IBBY kynnir BARNABÓKARÁÐIÐ, íslands- deild IBBY, gengst fyrir dagskrá í tilefni þess að forseti IBBY, dr. Susan Roll, er staddur hér á landi. Dr. Roll er jafnframt form- aður Biennale of Dlustrations Bratislava-sýningarinnar og er hann staddur hér á iandi til að veita íslenska viðurkenningu frá þessari sýningu. Dagskráin verður að mestu helg- uð Ragnheiði Gestsdóttur sem heldur nú sýningu á myndskreyt- ingum, m.a. úr bamabókum, í Hafnargallerí, Hafnarstræti 4. Einnig mun dr. Roll kynna Brat- islava-sýninguna í myndum og máli. Verður dagskráin haldin í Hafn- argallerí, Hafnarstræti 4, mánu- daginn 23. nóvember og hefst kl. 17.30. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfír. (Fréttatílkynning) Ný skáldsaga eftir Omar Halldórsson MORGUNBLAÐINU hefur borist fréttatilkynning frá AB: Ómar Þ. Halldórsson hefur nú sent frá sér þriðju skáldsögu sína og kemur hún út hjá Almenna bóka- félaginu. Bók Ómars heitir Blind- Talsvert eignatjón í óveðrí á Austfjörðum Fimm bílar fuku út.af vegum TVEIR menn slösuðust er norð- vestan illviðri gekk yfir Austfirði síðdegis á fimmtudag. Vitað er um fimm bíla sem fuku út af vegum í veðrinu, fjórir þeirra í grennd við Reyðarfjörð. Þar varð veðrið verst þótt tjón hafi einnig orðið í öðrum byggðum eystra. Maður slasaðist er Suzuki jeppi fauk 40-50 metra út af veginum innan við Framnes, milli Eskifjarðar og Reyðaifyarðar. Ökumaðurinn skarst á höfði og rifbeinsbrotnaði. Hann fékk að fara heim til sín að lokinni aðhlynningu. Þá skarst maður í andliti á Reyðarfirði við að hemja ijúkandi þakplötur sem víða fuku af húsum í þorpinu. Nýbyggt lagerhús Austursfldar h/f á Reyðarfirði stórskemmdist í veðrinu. Klæðning fór af hálfu þaki hússins og það sem eftir hangir er mikið skemmt. Þá brotnuðu margar rúður á Reyðarfírði og nokkur gróð- urhús jöfnuðust við jörðu. Skörp vindhviða feykti nýlegri rútu Austfjarðarleiðar út af vegin1- um austan við Framnes um klukkan 15.30 á fimmtudag. Tveir menn voru í rútunni og sakaði hvorugan. Rúta með tveimur mönnum lagði af stað frá Norðfírði til aðstoðar mönnunum en ekki tókst betur til en svo að hún lenti einnig útaf í svonefndum Blóðbrekkum við Oddsskarð. Engan sakaði. Lögregl- an á Norðfirði ætlaði að koma mönnunum til hjálpar en varð frá að hverfa vegna veðurofsans. Loks náðist til mannanna á þungum vö- rubfl með keðjur á öllum hjólum. Á svpuðum slóðum valt Dodge jeppi um það bil 10 metra niður fyrir veg. Tveir menn sem í bflnum voru sluppu ómeiddir. Talsvert tjón varð vegna veðurs- ins á Seyðisfirði. Verslunarhús í byg'gin&u stóð ekki af sér veðrið og jám fauk af tveimur húsum. Vinnuskúr fauk úr stað og rúður brotnuðu í einu húsi. Þá slitnaði upp prammi í smábátahöfninni og rak báta út með honum en menn urðu þess strax varir og gáfu forð- ast tjón. flug og segir frá ungri konu sem fer í flugvél heim til foreldra sinna austur á land. Það er ókyrrð í lofti og einnig í lífi konunnar. Hún rifjar upp samband sitt við karlmenn sem tengst hafa lífí hennar, fyrrverandi eiginmann, strák af hælinu þar sem hún hefur unnið, tónlistarkennara og leðuijakkagæja. Á meðan ókyrrð- in eykst og ástandið verður ískyggi- legra skýrist myndin af lífí konunnar og verður heilleg og eftirminnileg. Bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni í sambandi við útkomu Blindflugs hjá almenna bókafélaginu að Ómar Þ. Halldórsson les bókina inn á bönd fyrir Blindrabókasafn íslands. Bókin er 156 bls. að stærð og prentuð í Prentbergi hf. Bókband annaðist Félagsbókbandið. Omar Halldórsson Heimsmeistaraeinvígið í skak: Jafnteflisleg biðskák Skék Bragi Kristjánsson FIMMTÁNDA einvígsskák Kasparo vs og Karpovs var tefld { Sevilla í gær. Karpov tefldi hvasst til vinnings og fórnaði skiptamun. Kasparov varðist af öryggi og þegar skákin fór í bið var staðan svo jafnteflisleg að ekki er búist við að skákin verði tefld áfram. Karpov á tvö peð upp í skiptamun sem hann fórnaði en S framhaldinu missir hann annað peðið og upp kem- ur jafnteflisstaða. Karpov er varla ánægður með gang mála í þessari skák. Hann beitti rússneska afbrigðinu gegn Grunfelda-vöm andstæðingsins, fómaði skiptamun fyrir peð en tókst aldrei að ná afgerandi jrfír- burðum. Möguleikar Karpovs til að ná aftur heimsmeistaratitlinum minnka með hverri skák. Hann verður að ná 12V2 vinningi til þess og nú em aðeins níu skákir eftir. Hvítt: Karpov Svart: Kasparov Griinfelds-vöm 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - d5I? Kasparov teflir Griinfelds-vöm einu sinni enn, þrátt fyrir mikla erfíðleika gegn Karpov í þeirri byijun. 4. Rf3 Karpov er hættur við peðsránið sem hann notaði fyrr í þessu ein- vígi: 4. cxd5 - Rxd5, 5. e4 — Rxc3, 6. bxc3 — Bg7, 7. Bc4 — c5, 8. Re2 — Rc6, 9. Be3 0-0, 10. 0-0 - Bg4, 11. f3 - Ra5, 12. Bxf7+!? — o.s.frv. 4. - Bg7, 5. Db3 Karpov teflir nú rússneska af- brigðið sem hann beitti með góðum árangri í síðasta einvígi við Kasparov. 5. — dxc4, 6. Dxc4 — 0-0, 7. e4 - Ra6!? Kasparov teflir afbrigði sem kennt er við hollenska meistarann Prins. Þessi sjaldgæfa leið gafst Kasparov illa í síðasta einvígi við Karpov og kemur því mjög á óvart, að hann skuli notast við hana nú. Algengasta og traust- asta leiðin í þessari stöðu er uppbygging Smyslovs, 7. — Bg4 ásamt 8. — Rfd7 o.s.frv. 8. Be2 — c5, 9. d5 - e6, 10. 0-0 - exd5,11. exd5 -Bf5,12. Hdl í nítjándu skák síðasta einvígis beitti Karpov annarri uppbygg- ingu og lék 12. Bf4 ásamt Rb5 og vann skákina og jafnaði stöð- una í því einvígi. í skákinni Gurevic—Gavrikov, skákþingi Sovétríkjanna 1987, jaftiaði svartur taflið eftir 12. Bf4 - Db6, 13. Be5 - Had8, 14. Hfdl — Hfe8 o.s.frv. 12. - He8, 13. d6 - h6 Svartur kemur í veg fyrir 14. Rg5 eða 14. Bg5. 14. h3 - Rb4, 15. Bf4 - Rd7, 16. Hd2 - a6, 17. Db3 - b5, 18. Ddl - c4, 19. a4 - Rc5, 20. axb5 - Rbd3, 21. Bxd3 - Rxd3, 22. Hxd3 — cxd3. Karpov hefur peð upp í skipta- muninn, sem hann fómaði, og staða hans lítur vel út. 23. Rd5 - Eftir 23. bxa6 — g5, 24. Bg3 - Bxc3, 25. bxc3 — Dc8 kemst hvítur lítið áleiðis. 23. - axb5, 24. Re7+ - Kh7, 25. Hxa8 — Dxa8, 26. Rxf5 — gxf5, 27. Dxd3 — De4, 28. Dxb5 - Ha8, 29. Bd2 - Hd8, 30. Dc5 - De6, 31. Bf4 - Bxb2. Nú er ljóst, að Karpov getur ekki gert sér vonir um vinning. Hann nær að vísu svarta peðinu á f5, en það nægir ekki. 32. Rh4 - Bf6, 33. Dxf5+ - Dxf5, 34. Rxf5 - h5, 35. g4 - hxg4, 36. hxg4 - Kg6, 37. Kg2 - Bb2, 38. Re7+ - Kf6, 39. Rc6 - Hd7. Leiki svartur hróknum á annan reit vinnur hvítur með 40. d7 o.s. frv. 40. Rb8 - Hd8, 41. d7 - Ke6, 42. Kf3 — Ba3 og í þessari stöðu lék Karpov biðleik. Hvítur getur unnið skiptamun með 43. Bc7, en þá tapar hann peðinu á d7, og eftir það getur hann ekki unnið með peð yfír, því svartur getur alltaf fómað biskup fyrir síðasta peðið. Sérfræðingar í Sevilla búast við, að jafntefli verði samið á frek- ari taflmennsku. Staðan: Kasparov 7>/2 og biðskák. Karpov 6V2 biðskák.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.