Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 43 ísafjörður: Salur menntaskólaus vígður til helgihalds ísafirði. SR. SIGURÐUR Guðmundsson, settur biskup íslands, er væntan- legur til ísafjarðar þar sem hann mun vigja altari og blessa sal Menntaskólans á ísafirði á sunnu- daginn kemur. Bjöm Teitsson skólameistari hef- ur boðið ísafjarðarsöfnuði aðstöðu þar meðan byggð verður ný kirkja í stað þeirrar sem brann á síðasta sumri. Salurinn hýsir álíka marga og gamla kirkjan. Þar er verið að koma fyrir nýjum ræðustól sem Halldór Sigurðsson útskurðarmeistari smíðaði, en hann er gjöf frá 60 ára fermingarbömum frá því í vor. Þá hefur verið keypt lítið ijögurra radda orgel frá Þýskalandi og von er á 150 bólstruðum beykistólum frá Noregfi. Vígslan hefst klukkan fjórtán á sunnudag með því að biskup, sókn- arprestur og sóknarfólk bera gripi ísafjarðarkirkju á hinn fyrirhugaða guðsþjónustustað. Þá vígir biskup- inn með fyrirbæn altari fyrir söfnuðinn, ræðustól, skímarfont og orgel og blessar húsnæðið. Að því búnu hefst messa þar sem biskupinn prédikar og gengið verður til altaris. Að messu lokinni verður svo kirkjukaffi í borðsal menntaskólans. — Úlfar Keypt hefur verið nýtt fjögurra radda pípuorgel frá Tzschöckel í Þýskalandi. Samskonar orgel hefur um alllanga tíð verið notað til bráðabirgða i íslenskum kirkjum meðal annars í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Þennan ræðustól gáfu 60 ára fermingarbörn ísafjarðarkirkju í vor. Halldór Sigurðsson frá Bæjum smíðaði gripinn. Á milli merkjanna Alfa og Omega er greypt skjaldarmerki ísafjarðar. Ræðustólinn kemur sér nú afar vel í hinu nýja samkomuhúsi ísa- fjarðarsafnaðar. Hinir vammlausu í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Hinir vamm- lausu; leikstjórn Brian De Palma. Með aðalhlutverk i myndinni fara Kevin Costner, Robert De Niro, Sean Connary, Andy Garc- ia og Charles Martin Smith. Myndin á að gerast í Chicago á þriðja áratugnum, tíma kreppu, of- beldis og spillingar. Chicago er borg A1 Capone sem er annálaður bófí. Allar tilraunir til að stöðva vald hans á skipulagðri glæpastarfsemi höfðu mistekist og það leiddi til allsheijar stríðs í undirheimunum. Fjármálaráðuneytið skipar því hæglátan og hógværan mann til að vinna verkið og fyrir valinu verð- ur Eliot Ness (Kevin Costner). Eliot þarfnast traustra vina og það eru írski lögregluþjónninn og hörkutólið Malone (Sean Connery) og tveir úr íjármálaráðuneytinu, skyttan Stone (Andy Garcia) og Wallace (Charles Martin Smith), gamansamur endur- skoðandi. Þeir félagar hafa þann ásetning að bijóta A1 Capone (Ro- bert De Niro) á bak aftur og hreinsa til í Chicago, segir í frétt frá kvik- myndahúsinu. Minning: Olína Hjáhnarsdóttír frá Siglufirði Fædd 4. ágúst 1923 Dáin 13. nóvember 1987 Ólína Hjálmarsdóttir lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar að kvöldi 13. nóvember. Dauðinn var sterkari en lífið í þetta sinn eins og svo oft áður. En við fráfall mágkonu minnar er margs að minnast, því Lína var allt öðruvísi en flestir aðr- ir. Hún var mjög mikil félagsvera og starfaði mikið að félagsmálum á Siglufirði og hún var einhvem veginn félagi allra sem kynntust henni. Hún var skemmtileg, vel greind og var alæta á bækur. Marg- ar skemmtilegar stundir hefi ég átt með Nonna og Línu og þau voru samheldin hjón. Þau áttu mjög miklu bamaláni að fagna, sem sér- staklega kom fram í veikindum móður þeirra. Þegar þau voru að koma norður, skiptust þau á að vera hjá móður sinni, það var nú ekki hægt um vik, þar sem þau em búin að skapa sér heimili víðsvegar á landinu. En þau eiga góðar minn- ingar og það er dýrmæt eign. Línu verður sárt saknað og hún er kvödd með þökk og virðingu. Og vel verður tekið á móti henni handan við móðuna miklu. Bróður mínum bið ég allrar bless- unar og það sama gerir fólkið hans fyrir sunnan. Systkinunum og öllum niðjum þeirra biðjum við sömu bæn- ar, megi Guð varðveita þau öll. Ásta Jónsdóttir Nú er dimmt og nú er kalt norð- ur við heimskaut. Dagurinn er stuttur og sólin hættir að sjást, og það er langt í vorið. Lína frænka er dáin. Hún hafði unnið margar orrustur, en hún hlaut eins og allir aðrir að bíða ósigur í síðustu orr- ustunni. Ef til vill fullkomnast lífið fyrst í dauðanum — hann er það sem enginn er lifír getur flúið og eina vissan í lffinu. Minningamar hrannast upp; sár- ar og ljúfar í senn en allar góðar. í stóm fjölskyldunni okkar á Siglu- firði var mikið talað og ennþá meira hlegið, og Lína frænka átti stóran þátt í því og hún gat meira að segja gert hvom tveggja i einu, og það var oft mikill hávaði þegar allir vom saman komnir í skúmum — hamingjuhöliinni okkar, því flestir töluðu hátt og allir hlógu dátt. Lína frænka var yngst þrettán bama Kristrúnar Snorradóttur og Hjálmars Kristjánssonar frá Húsa- bakka í Aðaldal. Þau fluttu til Siglufjarðar um miðjan þriðja ára- tuginn og þá var yngsta bamið aðeins nokkurra ára og ól því næst allan aldur sinn í faðmi hárra fjalla Siglufjarðar og unni þeim firði ósegjanlega mikið. Fjöllin, sjórinn, sólarlagið og mannlífíð vom henni uppspretta ljóða og tilfínninga. Það var svo ótal margt sem skipti Línu máli. Hún hafði skoðanir og lét þær í ljósi, hún vildi hafa áhrif á samtíð sína, og þess vegna tók hún þátt í félags- og menningarmálum bæjar- félagsins síns. Hún var meðal annars í stjóm verkalýðsfélagsins í þrjá áratugi, lengst af ritari þess og hún tók þátt í leikfélaginu. Tilfínningar Línu frænku vora ríkar, en hún var ekki alltaf að flíka þeim. Við sem héldum að við vissum þær og skildum þær vomm ekki alltaf öll sátt við hversu djúpt hún gróf þær á stundum. Og það var aldrei neitt „vesen“ þegar gera átti hlutina. Hún Lína frænka var ekki að hafa áhyggjur af smámunum — ef til vill fannst sumum það stund- um jaðra við kæmleysi — en það var það ekki — það var að kunna að greina kjamann frá hisminu — og það kunni hún Lína frænka. í sumar vom 45 ár síðan Lína giftist honum Nonna, Jóni Kristni Jónssyni, Reykvíkingi sem ungur kom til Siglufjarðar. Þau vom ung er þau bundust og með ámnum styrktust böndin og það var sjaldan að sagt var Lína nema að Nonni fylgdi á eftir. Síðustu mánuðir hafa verið Nonna erfiðir en Nonni henn- ar Línu er enginn meðal Jón. Hann hjúkraði henni heima nánast fram á síðustu stundu og hjálpaði henni að halda þeirri reisn og sjálfsvirð- ingu sem henni var í blóð borin. Lína og Nonni eignuðust sex böm. Eitt dó skömmu eftir fæð- ingu. Bömin fímm em Kristrún, búsett á Egilsstöðum, gift Benedikt Jónassyni; Snorri, búsettur í Vest- mannaeyjum, giftur Þyrí Ólafs- dóttur; Kristján Óli, býr á Sauðárkrók, giftur Jónínu Hjart- ardóttur; Þórður býr í Reykjavík, giftur Margréti Sigurðardóttur, og Jón Kristinn, býr á Egilsstöðum. Unnusta hans er Sigrún Ingadóttir. Bamabömin era 14. Þetta er stór og gjörvilegur hópur og var Línu frænku kær. Nú em aðeins tvö systkin eftir af stóra Húsabakka-hópnum. Þau em Þórhalla og Jóhannes og búa þau á Siglufirði. Nú sjá þau á bak yngstu systur sinni. Þau Húsa- bakka-systkinin sem komust til fullorðinsára og em nú látin, hafa öll kvatt í svartasta skammdeginu. Mér fínnst eins og það sé ekki ein- göngu tilviljun heldur það að þessi náttúmböm og fegurðamnnendur hefðu ekki getað kvatt þessa veröld meðan allt var í blóma lífsins — en sú veröld er þau hafa gengið inn í úr skammdeginu hlýtur að vera í blóma. Ég ætla ekki að bera of mikið lof á Línu frænku því ég veit að ekkert hefði verið henni eins á móti skapi, enda var hún mér of kær og of skyld til þess að ég geti fundið tilfinningum mínum réttu orðin. Við Boggu-krakkar emm svo þakklát fyrir að hafa átt hana Línu frænku og þó að söknuðurinn sé sár þá em minningamar svo ljúfar að þær lýsa upp skammdegið. Og þannig vildi hún Lína frænka hafa það. Þó nú sé dimmt norður við heimskautið og langt í vorið þar — þá er eins víst að það er bjart og það er vor þar sem Lína frænka er nú. Sigríður K. Stefánsdóttir Sýning á tækjum fyrir sjón- skerta SÝNING á tækjum fyrir sjón- skerta verður opnuð sunnudag- inn 22. nóvember. Sýningin verður í húsakynnum Sjónstöðv- ar íslands að Hamrahlíð 17 í Reykjavík og stendur til þriðju- „ dagsins 24. nóvember. Á sýningunni gefst fólki kostur á að kynna sér tæki þau er sjón- skertir geta notað við lestur. Tæki þessi em myndbands- skermur með innbyggðri myndavél sem með rafbúnaði stækkar upp allt að 60 sinnum. Auk þess má nota tækin með ritvél eða tölvu. Tækin á sýningunni em framleidd af bandaríska fyrirtækinu VTEK í Kalifomíu. Fulltrúi frá fyrirtækinu VTEK Europe, sem er dótturfyrir- tæki þess í Kalifomíu, verður á sýningunni og veitir leiðbeiningar. Umboðsmenn VTEK á íslandi er fyrirtækið Jón Brynjólfsson hf. Sýningin í Hamrahlíð verður opin kl. 14-18 sunnudag til þriðjudags. 20 myndir sýndar á Mokka GUNNAR I. Guðjónsson sýnir myndir sínar á Mokka við Skóla- vörðustíg í Reykjavík til 22. nóvember. Tuttugu myndir Gunnars hanga uppi á Mokka. Myndimar em unnar úr vatnslitum, tússi og olíu. Árni Sævar Gunnlaugsson Fæddur 8. desember 1950 Dáinn 13. nóvember 1987 < Það var hræðilega sárt að frétta það 9. nóvember sl. að faðir okkar lægi á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans mikið veikur og væri vart hugað líf. Við lifðum þó í voninni en hún brást og það var kannski það besta úr því sem komið var. En við vitum að honum líður vel núna hjá Guði og líka að hann er hjá okkur þó að við sjáum hann ekki. Bráðum koma jólin og það verður skrítið að fara ekki í heimsókn til pabba. Við eigum eftir að sakna pabba. Við biðjum góðan guð í bænum okkar á kvöldin að gæta hans. Þá líður okkur betur. Við vitum líka að við eigum eftir að hittast aftur, einhvem tfmann. Við kveðjum elsku pabba okkar. Einar og Sigurlaug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.