Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 45 Félagsmiðstöð opnuð í Stykkishólmi Morgunblaðið/Ámi Helgason Ellert Kristinsson afhenti Ólafi Signrðssyni lykla að húsinu. Fjölmenni var við opnun félagsmiðstöðvarinnar. Stykkishólmi. MIKIÐ var um að vera í Stykkis- hólmi laugardaginn 14. nóvem- ber sl., en þá var tekin í notkun félagsmiðstöð fyrir tómstunda- starf æskuiýðsins hér i bæ, en i haust hefir verið unnið að þvi að breyta einu elsta húsi hér í Hólminum undir þessa starfsemi. Þetta hús er við Aðalgötu og hefir glæsilegan þjónustuferil að baki. Upphaflega byggðu Góðtemplar- ar þetta hús til starfsemi sinnar og sem menningarmiðstöð í bænum. Þetta var stúkan Auðnuvegurinn sem þá starfaði af fullum krafti hér í byggðarlaginu. Þegar starfí stúk- unnar lauk tóku nokkrir félagar hennar sig til keyptu húsið og á þessum grunni var það rekið næstu árin. Þá keyptu þeir W.Th. Möller og Sigurður Agústsson og ráku það um skeið og Sigurður til 1944, en þá hafði húsið verið stækkað af þáverandi eiganda, Jóni Sigurgeirs- syni, sem um leið hóf þar kvik- myndahúsrekstur og starfaði hann við það til dauðadags. Magnús Sig- urðsson og Sigurður Sigurgeirsson ráku húsið af myndarbrag um skeið og fleiri komu þar við sögu uns Stykkishólmshreppur eignaðist það og á vegum hans var húsið rekið sem samkomu- og skemmtistaður þar til Félagsheimilið var byggt fyrir rúmum 10 árum. Þetta hús hefír frá mörgu að segja ef það hefði málið. Það var upphaflega byggt 1901 og því farið að sýna hrömunarmerki. En nú hefír því verið sómi sýndur með því að færa það í nýjan búning að innan og svo koma sparifötin á eftir. Æskulýðsráð Stykkishólms, en það skipa Ólafur Sigurðsson for- maður, Róbert Jörgensson og María Guðmundsdóttir, hafa fylgst með breytingum og uppbyggingu, en margir hafa lagt hönd að verki; Trésmiðjan Ösp, Rafhúsið, Bjöm Benediktsson málningamreistari, Andrés Kristjánsson pípulagninga- maður, o.fl. og er þetta verk vel af hendi leyst og gaman að sjá hvemig má gera gamalt sem nýtt. Við opnun félagsmiðstöðvarinnar lýsti bæjarstjórinn, Sturla Böðvars- son, verkinu, kostnaði og verkefni. Fagnaði hann þessum áfanga og óskaði æskulýð bæjarins til ham- ingju og bað starfinu blessunar. Ellert Kristinsson, forseti bæjar- stjómar, sagði nokkur vel valin orð og afhenti frá bænum Ólafí Sig- urðssyni húsið til varðveislu. Einnig fluttu ávörp María Bæringsdóttir, formaður kvenfélagsins, sem færði húsinu gjöf frá kvenfélaginu. Sess- elja Pálsdóttir, formaður HSH, færði ámaðaróskir. Þá var dagskrá sem nemendur eldri bekkja gmnn- skólans fluttu. Þijár telpur frá dansskóla Eyglóar Bjamadóttur sýndu dans, 7. bekkur kom fram með þijú skemmtiatriði, spuminga- keppni, sem formaður nemenda- ráðs, Dagný Hermannsdóttir, stjómaði og tók upp þijá sveitar- stjómarmenn og á móti þeim var svo æskulýðsráð, spennandi keppni og ánægjuleg sem færði sveitar- stjómarmönnum sigur. Að endingu spilaði fimm manna hljómsveit og sungu félagar hennar af mikilli inn- lifun nýjar gamanvfsur. Þannig lauk þessum ágæta fagnaði, og tóku við- staddir undir með rösku lófataki. Margir bæjarbúar og nemendur vom þama viðstaddir til að fagna þessum degi og var boðið upp á kók og kökur. Um kvöldið var svo dans- leikur og spilaði hljómsveitin. — Árni. Hannes öruggnr með áfanga fyrir síðustu umferð Skák Margeir Pótursson Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir af alþjóðlega skákmótinu f Njarðvík þegar þetta er ritað, hefur Hannesi Hlífari Stefáns- syni samt tekist að tryggja sér sinn fyrsta áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli. Þetta er stórt spor fyrir Hannes, sem er að- eins fimmtán ára gamall og einn yngsti skákmaður f heimi sem hefur náð slíkum áfanga. Heimamaðurinn Björgvin Jóns- son og Þröstur Þórhallsson þurftu jafntefli í sfðustu um- ferðinni til að ná samskonar árangri og það kunna því að vera stórtfðindi úr skákheimin- um á fréttasfðum Morgunblaðs- ins f dag, þvf mótinu átti að Ijúka í gærkvöldi. Fyrir Þröst myndi jafntefli við Helga Ólafsson, stórmeistara, tiygeja honum titil alþjóðlegs meistara, því Þröstur á tvo áfanga fyrir. Björgvin á einnig að mæta stórmeistara í síðustu umferð, Guðmundi Siguijónssyni. Tímaritið Skák heldur mótið í samvinnu við heimamenn og er tilgangurinn með því fyrst og fremst að gefa ungum og efnileg- um skákmönnum tækifæri, á sama hátt og á alþjóðamótinu í Ólafsvík um daginn. Baráttan um efsta sætið fellur því nokkuð í skuggann af titilveiðunum, en hún er engu síður spennandi. Helgi Ólafsson hefur haldið forystunni allt mótið, þar til að honum voru mjög mislagðar hendur í næstsí- ðustu umferðinni gegn Finnanum Antti Pyhálá. Helgi tapaði þeirri skák eftir að hún hafði farið í bið og því er komungur Englending- ur, David Norwood, efstur fyrir síðustu umferð með sjö og hálfan Hannes H. Stefánsson vinning. Helgi og Hannes Hlífar hafa sjö vinninga, en Þröstur Þórhallsson og Björgvin Jónsson em næstir með sex og hálfan vinning. Guðmundur Siguijónsson er sjötti með sex vinninga. Það verður hart barist í síðustu umferðinni, því allir efstu menn tefla innbyrðis. Hannes hefur hvítt gegn Norwood, Helgi hvítt gegn Þresti og Björgvin hefur hvítt gegn Guðmundi. Hannes Hlífar er vel að áfang- anum kominn, þótt honum hafí ekki enn tekist að leggja neinn titilhafa að velli í Njarðvík. Hann gæti þó bætt úr því gegn Nor- wood. Hannes hefur teflt mjög mikið að undanfömu. Eftir að hann varð heimsmeistari í flokki 16 ára og yngri í sumar var hann um tíma í lægð, en á opnum mótum í Gausdal og London í ágúst náði hann sér vel á strik og hann varð síðan fjórði á ís- landsmótinu. Eftir þessa miklu ástundun þarf árangur hans ekki að koma á óvart. Vinningsskákir Hannesar vom flestar í lengra lagi, e.t.v. hefur það stafað af því að byijanaþekking er ekki hans sterkasta hlið. Við skulum nú líta á mikilvæg- ustu sigurskák hans á mótinu í Njarðvík: Hvitt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Björgvin Jónsson Sikileyjar-vörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. Bb5+ Hannes gefur Björgvin ekki kost á að tefla uppáhaldsafbrigði sitt, drekann, sem kemur upp eft- ir 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — g6. 3. - Bd7 4. Bxd7+ - Rxd7 5. 0-0 - Rgf6 6. Hel - e6 7. c3 - Be7 8. d4 - 0-0 9. Rbd2 - Hc8?! Svartur ætti ekki að vera í neinum vandrasðum með að jafna taflið, þar sem hvítur hefur ekki gert miklar kröfur í byijuninni. Hér virðist t.d. einfaldast að leika 9. — cxd4 10. cxd4 — Hc8 og II. e5 þá einfaldlega svarað með 11. - dxe5 12. dxe5 - Rd5. 10. e5 - Re8 Þessi riddari á litla framtíð fyr- ir sér uppi í borði, en eftir 10. — Rd5 11. c4 - Rb4 12. exd6 - Bxd6 13. Re4 fær hvítur eitthvað betri stöðu. 11. Re4 - cxd4 12. cxd4 - Db6 13. Dd3 - h6 14. Bd2 - d5 15. Rg3 - Rc7 16. Rh5 Hvítur er kominn með góða sóknarmöguleika á kóngsvæng. Björgvin hefur þó líklega ofínetið þá, því hann sér sig nú knúinn til að grípa til róttækra úrræða. Eftir næsta leik hans situr hann uppi með mjög slæmt bakstætt peð á e6, auk þess sem hvitur getur notað e5-reitinn til sóknar. Hinn möguleikinn og sá skárri var að tefla þrönga vöm og leika 16. — Hfd8 og síðan Rd7-f8 og Rc7-e8 ef þörf krefur. 16. - f5 17. exf6 - Rxf6 18. Rxf6+ - Hxf6? 19. Re5 - Da6 20. Dxa6?! Með þessu slakar hvítur tals- vert á klónni. Bezti leikurinn í stöðunni var 20. Hacl! og svartur virðist eiga við óyfírstíganleg vandamál að stríða. Drottnin- gauppskiptin létta á stöðu Björg- vins, en vegna veiktrar peðastöðu hans, tekst honum aldrei fyllilega að jafna taflið. 20. - Rxa6 21. Rd7 - Hg6 22. Hacl - Hd8 23. Re5 - Hf6 24. g3 - Bd6 25. Bf4 - Rb4 26. Hc3 — Bxe5 Eftir 26. — Rxa2 27. Hb3 vinn- ur hvítur peðið til baka undir hagstæðum kringumstæðum, því 27. — Rb4 er svarað með 28. Rg4! 27. Bxe5 - Hf7 28. a3 - Rc6 29. b4 - Rxe5? Björgvin var nú orðinn naumur á tíma og freistast til að skipta upp á liði. Það leysir þó alls ekki vandamál hans að komast út í hróksendatafl, því yfírráð hvíts yfír c-línunni reynast afdrifarík. Þar sem svarti riddarinn stendur mjög vei á c6 var sjálfsagt að leika 29. — a6! og stöðuyfírburðir hvíts em aðeins smávægilegir. 30. Hxe5 - Hd6 31. a4 - Hfd7 32. a5 — Kf7? Nauðsynlegt var 32. — a6. Taflmennska Björgvins ber því vitni að hann var í miklu tímahraki. 33. b5 - Ke7 34. Hel - Kd8 35. Kg2 - Hc7 36. Hxc7 - Kxc7 87.' Kf3 - Kd8 38. Kf4 - Ke7 39. Hcl - a6? 40. b6 - Hd7 41. Ke5 Hannes hefur haldið vel á spöð- unum í tímahrakinu og staða hans er nú gjörunnin. 41. - Kd8 42. Kxe6 - He7+ 43. Kxd5 - Hf7 44. Hc7 - Hf6+ 45. Kd6 - Hf6+ 46. Ke5 - Hxf2 47. Hxb7 - Ha2 48. Kd6 - Kc8 49. Hxg7 - Hxh2 50. b7+ - Kb8 51. Kc6 - Hc2+ 52. Kb6 og svartur gafst upp. Stig- 1 2 3 ‘ H s (o ? s 9 HO H 11 VINN. RÓÐ 1 þtfÖSTUR ÞÓRHfíl-LZSOH 2M5- y/A ÍVV7 'lz. 1 '/z •k 0 i ’/z i 'h i 2 D. NORWOOÐ(€N6Lf\Nb\) wos '/z /y/j 'k i 1 i /z i o i 3 Dfl/lD ÖLQFSSOM 230S 0 0 Y/// '/z •k \ 0 o 0 0 0 H G-UÐLVIUNWR ClGURTS. 2W5 '/z '/z Iz y//. V/// 0 /z i i '/z 'k i 5 JÓHfíNNES Í9GÚSTSS0N 2215 ií 0 '/z i I i 0 'h 0 0 o (o C. WELWN (ibfiNÞM.) 2210 i 0 0 •k 0 m /z 'A i 0 0 ? 6. JóCOGS (ENGLfíNbl) 23ÖO 0 0 i 0 •k 7/yy. 'Á 7z \ 0 i 8 QkTÖROVIN JÓNSSON 2310 w '/z i \ ’h •k y/7/ i 0 •k i 9 SisurðukT). Sisfáss. 220C 0 o o Iz 0 •k 0 m 0 •k /z 10 Hfinnes Hl. Stffánss. 2335 '/z i /z i 1 0 i i y/Z/ 7í •k 11 IÓEL6I ÖLfíFSSON 2550 i i '/z i i i '/z 'k '/z vu/ Q 11 fi. PVHALti (F/NNL.) 2395 0 0 i 0 i 0 0 !z •/z 1 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.